Dagblaðið - 07.01.1980, Side 14

Dagblaðið - 07.01.1980, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. Dagblaðsliðið kveður jólin Þau skiptu nokkrum hundruðum, krakkarnir sem í gær sóttu jólatrés- skemmtanir DB og Vikunnar i Reykjavik. Hefur aðsókn að þessum skemmtunum aldrei verið meiri, en þær hafa verið haldnar allt frá stofn- un blaðsins fyrir nær fimm árum. Síðdegis í gær komu blaðberar og sölubörn af Suðurnesjum til skemmtunarinnar ásamt börnum starfsfólks — og nauðsynlegum mömmum og pöbbum. Jólasveinar komu í heimsókn og stigu dans með ungum og „gömlum” í kringum jólatréð, farið var í ýmsa leiki undir stjórn Helga P. á Vikunni og allir fengu Prins Póló og kók. Undir kvöldið hófst önnur skemmtun fyrir blaðbera og sölubörn í Reykjavík og stóð hún fram undir kl. 21. Var þar ekki síður mikið fjör og eins og á fyrri skemmtuninni allir leystir út með sælgætispoka. Minnstu gestirnir fengu aðstoó við að innbyrða veitingarnar. DB-myndir R. Th. Geysispennandi kappát var háð og fleiri þrautir fylgdu 1 kjölfarið, svo sem að blása blöðrur þangað til þær spryngju, og urðu þá mikil fagnaðarlæti. Hk. F ! 9ÉI # '^sMHHIHHHHHH JH^IHH wk f J & Éu & Það var þröng á þingi við hljómsveitarpallinn meðan á skemmtiatriðum stóð. „Komdu litla héraskinn... ” sungu allir i kór nema lítil stúrin táta, sem tók þó von bráðar gleði sina. Sonur Andra Backman trommuleikara var ekki seinn á sér að að smeygja sér i trymbilsstólinn þegar pabbi brá sér frá og hóf trommuleik af hjartans lyst. Þjóðarrétturinn „kók og prins” var á boðstólum og þurfti ekki að hvetja krakkana oftar en einu sinni til að bera sig eftir þvi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.