Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 2
Formaður Kaupmannasamtakanna svarar ekki frekar: HINN ÞÖGLI MEim- HLUTIER NAFNLAUS Framsóknaráratugurinn: ÁRATUGUR HINNA GLÖTUÐU TÆKIFÆRA Geir Andersen skrifar: Fróðlegt hefur verið að fylgjast með skrifum formanns Kaupmanna- samtakanna um lokunartíma verzl- ana. Nú hefur hann enn kvatt sér hljóðs, til þess að svara „nafn- leysingjanum” og „huldumannin- um” Grandvari — og segist aldrei framar munu svara þeim, sem feli sig á bak við „uppnefni”! Þetta er auðveld aðferð fyrir for- mann stórra samtaka að skjóta sér undan ábyrgð þeirra þvingunarráð- stafana, sem hann og forsvarsmenn V.R. hafa beitt sér fyrir og bitna á hinum almennu neytendum á höfuð- borgarsvæðinu, vegna ófullkominnar verzlunarþjónustu á kvöldin og um helgar. Hinn þögli meirihluti, sem óskar eftir aukinni þjónustu er líka „nafn- laus” og samapstendur af „huldu- mönnum”, því flestir þeirra láta ekki í sér heyra opinberlega, þótt þeir séu sáróánægðir. Og vita má formaður Kaupmanna- samtakanna það, að lokunartimi verzlana er mál, sem aldrei verðm útrætt, fyrr en núverandi Ófremdar- ástand, sem neytendur búa við helur verið brotið á bak aftur. Það verður eflaust löng og ströng Reykvíkingur skrifar: Framsóknarmenn gumuðu af þvi fyrir kosningarnar að þessi áratugur sem nú er að Ijúka hafi verið ,,fram- sóknaráratugurinn”. Mér finnst allt í lagi að þetta nafn festist við hann, þvi að hann var svo sannarlega áratugur hinna glötuðu tækifæra. íslendingar bjuggu við hagstæðari ytri skilyrði á honum heldur en nokkru sinni áður en samt hefur uppskeran orðið óða- verðbólga og hægari hagvöxtur og verri lífskjör en i nágrannalöndun- um. Þetta er kjarni málsins, og þungur áfellisdómur á framsóknar- menn. Þótt margt gott megi segja um Ólaf Jóhannesson er hann óhappa- maður í stjórnmálum. Og hvað meinar Steingrímur 'Hermannsson með því að segja að jafn atkvæðis- réttur komi ekki til mála? Við Reyk- víkingar krefjumst sama réttar og aðrir landsmenn. Við sættum okkur ekkiviðþaðað Vestfirðingarnir sem kusu Steingrim hafi fimmfaldan atkvæðisrétt á við okkur. Stein- grímur segir að með þannig ábend- ingum sé verið að efna til stríðs á Tveir af ráðherrum Framsóknarflokksins I vinstri stjórninni sálugu, Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason. DB-mynd Ragnar Th. milli byggðarlaga. En þetta er rangt. Það er hann og aðrir sem eru sömu skoðunar og hann sem efna til striðs á milli byggðarlaga með því að neita okkur á höfuðborgarsvæðinu um okkar rét.t. „Lokunartimi verzlana er mál sem ekki verður útrætt fyrr en núverandi ófremdar- ástand, sem neytendur búa við, hefur verið brotið á bak aftur,” segir bréfritari. barátta, sem hinn þögli meifihluti, „nafnleysingjar” og „huldumenn” verða að heyja til þess að vinna bug á þeim forneskjulega og staðnaða hugsunarhætti, sem formaður Kaup- mannasamtakanna er talsmaður fyrir, en hann mun verða að lúta i lægra haldi. Bezt væri þó, að formaðurinn gengi í lið með þeim fjölmenna hópi „nafnleysingja”, sem eru neytendur og sem hann er eins konar „yfir- þjónn” fyrir þvi á þeim byggir hann og félagsmenn hans afkomu sina. — Formanni Kaupmannasamtakanna mun vonandi aukast skilningur á óskum íslenzkra nafnleysingja á nýbyrjuðu ári. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1980. „Innrás Sovétmanna i Afganistan er enn eitt dæmið um hættuna sem stafar af heimsyfirráðastefnu þeirra,” segir bréfritari. Innrás Sovétríkjanna í Afganistan: Núþegja fríðarhreyf ingarnar Áhugamaður um alþjóðamál skrifar: Innrás Sovétmanna i Afganistan er enn eitt dæmið um hættuna sem stafar af heimsyfirráðastefnu þeirra. Innrásin hcfur réttilega verið for- dæmd af milljónum manna um allan heim, en það vekur athygli að „þjóð- frelsishreyfingar” þær sem létu sem mest í sér heyra á meðan Vietnam stríðið stóð sem hæst þegja nú þunnu hljóði. Sömu sögu var raunar að segja þegar Sovétmenn létu Víetnama hefja árásarstríð á Kampútseu, þegar Kúbumenn lögðu undir sig Angóla og Raddir lesenda Mósambik. Þannig má rekja sömu sorgarsöguna hverja eftir annarri um það hvernig Sovétmenn og leppar þeirra fótum troða sjálfstæði ríkja í nafni heimskommúnismans. Þessa áratugar verður líklega síðar minnzt meðal annars fyrir þá sök hve Sovétmönnum hefur tekizt að inn- lima mörg ríki á þennan hátt. Þeir eru þvi í raun alvarlegasta ógnunin við heimsfriðinn og það er því athyglisverðara sem fyrrnefndar „þjóðfrelsis” og „friðarhreyfingar” láta þeim mun minna frá sér heyra þegar Sovétmenn eru annars vegar. Mæðralaunin aðeins þrisvar á ári í lesendabréfi frá Þórarni Björns- syni á fimmludag datt niður orða- sambandið þrisvar á ári og raskaði það merkingu bréfs hans nokkuð. Rétt átti setningin að vera svona: mæðralaun 184.539 þrisvar á ári. Eftir því hvernig bréfið stendur mætti ætla að mæðralaunin væru 184.539 á mánuði en þar sem þau koma aðeins þrisvar á ári eru þau aðeins 46.134 krónur á mánuði. Islenzk tónlist: „VERKSMIÐIUFRAMLEITT DISKOPIP” Helgi Briem Magnússon skrifar: Mig langar til að endurtaka það sem ég sagði í síðasta bréfi mínu til plötuinnflytjenda landsins, þar sem mér sýnist ekki hafa orðið umtals- verð hreyfing á málum síðan. Enn er The Raven ókomin og sömuleiðis margar beztu plötur ársins, t.d. Metal Box, Machine Gun Etiquette, London Calling, Setting Sons, Days in Europa, Nosferatu, The Crack, Specials, One Step Beyond, The Whole Wide World of Wreckless Eric, Inflammable Material, að ógleymdum plötum the UK Subs, Dead Kennedys, Spizz Energy, Pretenders, John Cooper Clarke og Lynton Kwesi Johnson og fleirum og fleirum sem hafa hver um sig meira upp á að bjóða en tíu hljómsveitir á borð við ELO, Bee Gees og Commo- dores. íslenzki vinsældalistinn, sem er svo slæmur að það veldur bókstaf- lega magaverk að lesa hann, er farinn að líkjast svo bandaríska listanum að það mætti halda að við værum orðin bandarísk nýlenda. fslenzkir tónlistarmenn eru enn að tönnlast á sömu helv. . . . tuggunum aftur og aftur, gefa út plötur sem eru andlausar stælingar á bandarísku dreifbýlisbúgi eða það sem verra er, verksmiðjuframleiddu diskópípi með texta og tónlistarlegt gildi sem bezt ætti heima á salernispappír, enda yrði hann þá notaður til þarfari hluta en að skemma tónlistarsmekk lands- manna. íslendingar eiga tvær góðar hljóm- sveitir (og þar tel ég aðeins þær sem flytja frumsamið efni, því að dans- hljómsveitir okkar eru margar orðnar allþokkalegar) þar sem Fræbbblarnir og Snillingarnir eru, og tvær efni- legar, Mezzoforte og Þursana. Mezzoforte hefur haslað sér völl á sviði jazz-rokks, sem þó er enn svo andlaust og hikandi, að ég segi ekki leiðinlegt, að mér finnst tími til kominn að þeir geri eitthvað róttækt og byltingarkennt, ef þeir vilja skera sig úr þessum grúa „fusion” hljóm- sveita sem skotið hafa upp kollinum á undanförnum árum. Þursaflokkur- inn hefur rokkað þjóðlög og lausa- vísur um nökkurra ára bil, en ef þeir gera ekki eitthvað svipað og rífa sig upp, þá fer þeirra kímnigáfa og að ýmsu leyti frumlegi stíll að verða leiðinlegur og endurtekningafullur, sem hann reyndar er löngu orðinn. Hljómsveitin Fræbbblarnir, sem bréf- ritari segir vera aðra af tveimur góðum hljómsveitum tslendinga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.