Dagblaðið - 17.01.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1980.
Stríö útaf Timex-úrum milli
úrsmiða og umboðsmanna
— Úrsmiðir kæra til Neytendasamtakanna út af auglýsingum á mest seldu úrum í heiminum
9
"N
„Við úrsmiðir erum ekki hressir
yfir auglýsingum um Timex-úrin og
teljum að i þeim taki menn meira upp
í sig en Timex-úrið þolir,” sagði
Garðar Ólafsson, formaður Úr-
smiðafélagsins, i spjalli við DB.
Nokkurt stríð er og hefur verið
ríkjandi milli úrsmiða almennt og
umboðsmanna Timex-úranna og
hafa úrsmiðir neitað að taka Timex-
úrin til viðgerðar.
„Við teljum að Timex-úrin séu
auglýst of sterkt miðað við gæði
þeirra,” sagði Garðar.
„Þetta eru mest seldu úrin i
heiminum i dag og á undanförnum
árum,” sagði Magnús Guðlaugsson
umboðsmaður Timex-úranna, en
Magnús er í félagi í Úrsmiðafélaginu
og hefur lengi rekið verkstæði og
verzlun í Hafnarfirði. Sonur hans
Jón hefur nú nýlega tekið við
dreifingu og sölu Timex-úra og gert
það svo að nafn úranna er fast orðið i
vitund flestra Islendinga.
„Það var árið 1966 að ég byrjaði
að flytja inn þessi úr og taldi mig
heppinn að geta boðið ódýr úr sem
góð reynsla var þá komin á og enn
betri nú,” sagði Magnús. „Þessi úr
fylla t.d. meiri hluta glugga úrsmiða
í Englandi. Þau kosta ekki meira en
hreinsun venjulegs svissnesks úrs
kostar. Ég læt í té fullkomna
viðgerðarþjónustu, en kollegar minir
i Úrsmíðafélaginu hvorki vilja
selja né gera við Timex-úrin.
Þeir segja bara að þetta sé ónýtt
drasl sem ekki taki að gera við, en
sjálfir selja þeir svissnesk úr á
svipuðu verði undir nafninu skólaúr,
en þau hafa á engan hátt dugað betur
að mínum dómi,” sagði Magnús.
Garðar Ólafsson, formaður úr-
smiðafélagsins, taldi að Timex úrin
væru ekki framleidd í því skyni að
við þau yrði gert ef bilun kæmi fram.
,,Ég held líka,” sagði Garðar, ,,að
hjá umboðsmanninum fari i raun
ekki viðgerð fram á Timex-úrunum,
heldur sjái Timex-verksmiðjurnar
honum fyrir nýjum úrverkum og
skipt sé.um verk ef beðið er um
viðgerð. Það er lika áreiðanlega
ódýrara en að eyða vinnustundum i
viðgerð svo ódýrra úra sem Timex-
úrin eru,” sagði Garðar.
Magnús Guðlaugsson, umboðs-
maður Timex-úranna, sagði að
minna væri beðið um viðgerðir á
Timex-úrunum, en hinum svissnesku
á ábyrgðartíma úranna.
Magnús sagði okkur sögu af Timex-
úri sem kona ein hafði gefið dóttur
sinni. Það týndist og var týnt í tvo
mánuði. Á sama tima tóku að heyrast
einkennilegir skellir í þvottaþurrkara
heimilsins sem notaður var tvisvar á
dag. Er gert var við þurrkarann
fannst úrið. Það fór i gang um leið og
það var trekkt upp og hefur gengið
siðan. En Magnús kvaðst ætla að
láta stúlkuna hafa nýtt Timex-úr i
tilefni þess hve vel úrið hennar hefði
dugað.
Timex-úrin kosta 12—40 þúsund
og þau dýrustu eru tölvuúr.
Svissnesk úr er hægt að fá fyrir 13—
16 þús., algcngt verð er 50—70
þúsund en þau dýrustu kosta 200
þúsund og allt að milljón. Hreinsun á
svissnesku úr kostar 11.220 eða
svipað ogTimex-úrið kostar.Tekið er
minna fyrir hreinsun á skólaúrunt, að
sögn Garðars. Hann kvaðsl ekki
þekkja til tölvuúra fimex cn þeii
væru að færa sig upp á skaftið i
framleiðslunni.
Úrsmiðir hafa kvartað yfir
auglýsingum Timex-úranna við
Neytendasamtökin að sögn Garðars,
en að sögn Arnar Bjarnasonar hjá
Neytendasamtökunum hefur sú
kvörtun enn ekki verið tekin fvrir.
-A.St.
Verjendur i Guðmundar- og Geirfinnsmálum: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Jón Oddsson, hrl., Hilmar Ingi-
mundarson hrl.
Ríkissaksóknari nú
byrjaður á máli Geir-
f inns Einarssonar
— eftir viðamikla frumræðu um Guðmundarmálið
Miðað við tvö aðalákæruatriðin i
Guðmundar- og Geirfinnsmálum, sem
nú eru flutt fyrir Hæstarétti, eru önnur
en þau, sem varða manndráp, hreinasta
smælki. Engan veginn eru þau þó öll
minniháttar. Má þar til nefna ákæru
fyrir nauðgun, fikniefnasmygl, skjala-
fals og fjársvik, keðja af innbrotum og
þjófnuðum, svo eitthvað sé nefnt.
Það skal itrekað, að hér er átt við
ákæru, en ekki staðhæfingu um sekt
hinna sökuðu, þrátt fyrir játningar eða
aðrar jafngildar sannanir, sem leitt
hafa til dómsáfellis yfir sakborningum í
undirrétti.
Vitanlega byggist áfrýjun dómanna
í undirrétti á þeim sakargiftum, sem
varða þyngstum refsingum, þótt rikis-
saksóknari gegni skyldu sinni í þvi að
rekja málsatvik svo rækilega og
skipulega, serr. raun er á, enda skiptir
nær allt máli, þegar svo alvarlegir
hlutir eru til meðferðar í æðsta dónt-
stóli landsins.
Ríkissaksóknari hóf framhald
frumræðu sinnar í Hæstarétti i gær
með því að rekja smygl tveggja sak-
borninga i Guðmundar- og Geirfinns
málum og brot á fíkniefnalöggjöfinni.
Þá sneri hann sér að seinni ákæru í
málinu, sem varðar meintar mis-
þyrmingar, sem leiddu til dauða Geir-
finns Einarssonar hinn 19. nóvember
1974 að þvi talið er.
Rakti saksóknari mjög ítarlega
rannsókn málsins og framburði
sakborninga og vitna.
Rakti hann vitnisburði og játningar
Sævars Marinós Ciecielskis, Kristjáns
Viðars Viðarssonar og Erlu Bolla-
dóttur, sem öll eru ákærð i málinu.
Benedikl Blöndal hrl., Örn Clausen hrl. og Páll A. Pálsson hdl., sem flylur silt
fyrsta prófmál i Hæstarétti.
Saman við þá framburði fléttast svo
rangar sakargiftir, sem leiddu til hand-
töku og gæzluvarðhalds fjögurra
manna.
Niðurstöður sakargagna og
játninga, sem saksóknari rakti í gær,
eru þær, varðandi ofangreinda sak-
borninga, að þeir hafi átt hlut að eða
haft vitneskju um það, þegar Geirfinni
Einarssyni var ráðinn bani í Dráttar-
brautinni i Keflavík.
Saksóknari heldur áfram frumræðu
sinni á morgun.
'BRAGI
SIGURÐSSON
BliÍljjlMiji1 JJ
ÞRÍR KEPPNIS-
FL0KKAR VERDA
í SJÓRALLI ’SO
— bátar með litlar vélar eiga sömu möguleika
og bátar með stórar vélar
Bátarnir úr Sjórallinu í fyrra hefðu allir lenl i sama flokki, flokki B.
Eftir mikil fundahöld og skoðana-
skipti hefur keppnisstjórn Sjóralls
Dagblaðsins og Snarfara 1980
ákveðið flokkaskiptingu i Sjóralli
’80, en aðeins var keppt i einum
flokki i fyrsla Sjórallinu fyrir tveim
árum, enda bátarnir svipaðir að
stærð og með álika vélar. Nú verða
þrír flokkar:
A-flokkur, bátar af stærðinni 18
til 25 fet með allt að 175 hestöfl.
B-flokkur, bátar af stærðinni 18
til 25 fet með vél frá 176 hestöflum að
400 hestöflum.
C-flokkur, bátar af stærðinni 18
lil 25 fet með 400 hestöfl og yfir.
Keppnisstjórn má aðlaga einstaka
báta að öðrum flokkum, ef þeir
reynast einir i sinum flokki.
Keppt verður eftir stigakerfi, eins
og í fyrra þar sem hver leggur gildir,
en ekki miðað við einhvern
imyndaðan siglingatima og stig veitt
út frá honum. Þannig gæti bátur,
sem l.d. yrði ávallt í 4. sæti á öllum
leggjum, sigrað i sinum flokki, ef
aðrir rokkuðu mjög upp og niður i
röðinni eftir áföngum. .(;s.
Sr. Arelíus
fangaprestur
Sr. Árelíus Nielsson, sem lét af
embætti sem sóknarprestur i Lang-
holtssöfnuðu um sl. áramót, hefur
tekið að sér þjónustu við fanga og
utangarðsmenn í Reykjavík um sinn.
Annast hann og skrifstofu fanga-
prests í Gimli við Lækjargötu.
Fangaprestur, sr. Jón Bjarman,
sem gegnt hefur því starfi í nær líu
ár, gegnir nú bráðabirgðaþjónustu i
Breiðholtssöfnuði í veikindafor-
föllumsr. Lárusar Halldórssonar.
Ber sr. Jón ábyrgð á embætti
fangaprests sem áður. Mun hann og
halda áfram störfum við vinnuhælin
tvö úti á landi, á Litla Hrauni og
Kvíabryggju svo og við fangelsið á
Akureyri.
Sr. Árelíus hefur alla sína prest-
skapartíð sinnt mjög fangamálum,
enda um langt skeið prestur á Eyrar-
bakka en Litla Hraun er í því presta-
kalli.
-GAJ.