Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. 7 Erlendarl fréttir I Missir Tító fótinn? Læknar Titos Júgóslaviuforseta ótt- ast nú að þeir verði að leggja hann aftur á skurðarborðið vegna þess að ekki tókst að komast fyrir blóðtappa i fæti hans í fyrri aðgerð. Verið getur að þeir neyðist til að taka fótlegginn af forsetanufn, sem er orðinn 85 ára og elztur, bæði að árum og i starfi, af áhrifamiklum leiðtogum heimsins. Carter vill hætta við ólympíuleika Rikisstjórn Jimmy Carters Banda- ríkjaforseta hótar nú að taka ekki þátt í ólympiuleikunum í Moskvu á sumri komanda ef Sovétríkin kalli ekki herlið sitt á brott frá Afganistan fyrir miðjan næsta mánuð. Var sagt i gærkvöld, að Carter væri þeirrar skoðunar að annað- hvort yrðu leikarnir fluttir eða Banda- ríkin tækju ekki þátt í þeim. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkj- anna sagði að bæði hann og Carter væru andvígir því að íþróttamenn bandarískir tækju þátt í leikunum. Nauðsynlegt væri þess vegna að taka ákvörðun um málið innan skamms tima. Sama skoðun hefur einnig komið fram hjá Walter Mondale varaforseta Bandaríkjanna. Vanca utanrikisráðherra gaf enga skýringu á því hvernig Bandaríkja- stjórn hygðist koma i veg fyrir að íþróttamenn vestra sem sjálfir óskuðu eftir að fara á leikana í Moskvu, þrátt fyrir hugsanlegt bann stjórnvalda í Washington. Einnig er óljóst hvernig stjórnvöld í Washington mundu snúa sér gagnvart þeirri staðreynd að banda- ríska ólympíunefndin er einkafyrirtæki og formlega óháð stjórnvöldum. íþróttaleiðtogar, bæði bandarískir og annarra þjóða, hafa langflestir lýst andstöðu sinni gegn því að hætt verði við ólympíuleikana í Moskvu. Bæði segja þeir ekki rétt að blanda saman iþróttum og stjórnmálum og of seint sé að flytja leikana til einhverrar annarrar borgar í heiminum. TRYGGJA AÐ FÁTÆK- IR FÁIADSTODINA Sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fjármagn sem sent er rikjum þriðja heimsins til aðstoðar lendi í vösum spilltra ráðamanna eða annarra óverðugra eru nú komnar til framkvæmda hjá Alþjóða land- búnaðarsjóði Sameinuðu þjððanna, sem hefur aðalstöðvar í Róm. Sjóður þessi hefur lánað um það bil einn milljarð dollara til matvæla- framleiðslu og til kaupa á matvælum á þeim þrem árum sem hann hefur starfað. Ríkisstjórnir sem vilja fá lán eða aðstoð héðan Lfrá verða i fyrsta lagi áð lofa að fjármagnið fari eingöngu til aðstoðar hinum fátæku. Síðan setur landbúnaðarsjóðurinn ýmis skilyrði, sem lántakendur verða að uppfylla. Auk þess verður viðkom- andi ríki að vera búið að koma sér upp nægilega fullkomnu skipulagi, þannig að hægt sé að útdeila aðstoð- inni réttlátlega. Ákafir andstæðingar Bandaríkjanna 1 Teheran virðast ekki þreytast á að halda ýmsa mótmæla- og baráttufundi við banda- riska sendiráðið i borginni. Það er á valdi sveita stúdenta,*>em enn hafa I haldi fimmtíu bandariska starfsmenn, sem hafa verið i gislingu sfðan hinn 4. nóvember siðastliðinn. Myndin er frá fundi sem haldinn var á dögunum í Teheran. Þar var fagnað þvi sem kallað var — útför Bandarikjanna — Var leikið undir á iúðra og ýmis slagverk. Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar er- lendis á árinu 1981 fyrir fólk, sem starfar á ýms- um sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags- málaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars Félagsmálaráðuneytið, 15. janúar 1980. STEINSTEYPUEININGAR f EININGAHÚS BYGOINGARIfiJAN HF Sími 36660 Pósthólf 4032. Breiðhöfða 10,124 Reykjavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.