Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. Oddur á bezta tímann á öllum vegalengdunum! Oddur Sigurdsson, hinn stórefnilegi spretthlaupari, er óumdeilanlega fljót- asti maður ársins 1979. Oddur, sem hóf æfingar að einhverju ráði fyrir um ári síðan, hefur á ótrúlega skömmum tíma náð að skipa sér í fremstu röð. I kosn- ingu íþróttamanns ársins fyrr i þessum mánuði hlaut Oddur 2. sætið á eftir Hrcini Halldórssyni og getur hann vel við unað. Það er ekki á hverjum degi að maður á sínu fyrsta ári í iþróttum ■ kemst á lista yfir 10 beztu íþróttamenn landsins og það í 2. sætið! Nýlega kom út afrekaskrá FRÍ fyrir árið 1979 og þar blasa afrek Odds við strax á fyrstu síðu. Hann á bezta tima ársins í 100 metra hlaupi, 10,6 sek. Reyndar tókst honunt eitt sinn að hlaupa á 10,5 sek. en þá var meðvindur of mikill. í 200 m hlaupi á hann bezt 21,2 sek. en 21,0 i örlítið of miklum meðvindi. Oddur er enn i efsta sætinu yfir 300 m hlaup — grein, sem ekki er mikið stunduð. Hann á þar bezt 35,8 sek. Tími Odds í 400 metra hlaupinu er einna athyglisverðastur því þar hleypur hann á 47,4 sek. og verður það að telj- ast undravert hjá ekki keppnisreyndari manni. Oddur er manna hæglátastur þrátt fyrir þennan glæsta árangur og stundar nám í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavik og lætur lítið fyrir sér fara. Hann æfir af kappi nú yfir vetrarmán- uðina og víst er að unnendur frjálsra íþrótta bíða spenntir eftir hans fyrsta hlaupi i vor. -SSv. Oddur Sigurðsson er vafalausl hlaupa- kóngur íslands um þessar mundir. 3. tbl. 42.árg. 17. jan 1980 Siglingar aukast ört hérlendis Sjötta ársþing Siglingasambands íslands SÍL, vai haldið að Hótel Loftleiðum 27. október s.l. Forset SÍL, Brynjar Valdimarsson, setti þingið og minntist upphafi látins áhugamanns um siglingar Rúnars Mái Jóhannssonar. Á þingi SÍL eru tekin fyrir helztu mál sem snerta siglinga- og róðrariþróttir, eru þar öryggismál of. aðstaða til iðkunar íþróttarinnar efst á baugi. Aðstaða hefur farið mjög batnandi undanfarin ár, og má þar nefna Fossvog og Arnarvog, en þó ber hæst áætlanir Akureyrarbæjar um byggingu siglingahafnar, sem þegar hefur verið byrjað á. Siglingaiþróttin er greinilega í vexti og má þar benda á aukningu seglbáta á þessu ári en þar bættust 30 nýir í hópinn. Erlend samskipti eru þáttur í starfi SÍL, og er fulltrúi þess sat þing norrænna siglinga- sambandsins í Helsinki kom fram að til boða stendur að senda einn siglingamann með keppnisliði Svía og Finna á ólympíuleikana á næsta ári, og einnig dvöl í æfingabúðum til undirbúnings leikanna. Fulltrúi ÍSÍ Þórður Þorkelsson sat þingið og flutti kveðjur þess. Stjórn SÍL fyrir næsta ár skipa eftirtaldir aðilar: Forseti: Brynjar Valdimars- son, Ými, Kópavogi. Meðstjórnendur: Sleinar Gunnarsson, Brokey, Reykjavík, Ingi Ásmundsson, Ými, Kópavogi, Bjarni Hannesson, Vogi, Garðabæ, Gunnlaugur Jónasson, Ými, Kópavogi. Ársþing KSÍ um helgina 34. ársþing Knattspyrnusambands íslands verðui haldið um næstu helgi, 19. og 20. janúar, að Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Þingið verður sett laugar- daginn 19. janúar kl. 13.30 í Kristalssal. — KSl. Atrennulaus stökk í sjónvarpi Meistaramót íslands í atrennulausum stökkum fer fram í sjónvarpssal laugardaginn 2. febrúar nk. og hefsl kl. 15.00. Keppnisgreinar verðalj Karlar: langstökk, hástökk og þrístökk Konur: langstökk. Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi, kr. 300 fyrir hverja grein, skulu hafa borizt til FRI, pósthólf 1099, i síðasta lagi þriðjudaginn 29. janúar. Aðalfundur Áður auglýstur aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings verður í kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20.30 í félagsheimilinu við Hæðargarð. Venjuleg aðalfundarstörf. Tapa Stúdentar enn eina ferðina? Búast má við hörkuleik í kvöld kl. 20 i íþróttahúsi Kennaraháskólans er þar leiða saman hesta sína Stúdentar með álta töp i röð á bakinu og Fram með nýja leikmanninn Darrell Shouse. Þessi lið eru lang- neðst í úrvalsdeildinni og þurfa bæði nauðsynlega sigur. Fram til þess að losa sig við Stúdentana og þeir til að ná Frömurunum að stigum. Liðin hafa leikið einu sinni saman f vetur og þá sigraði Fram 104—92. í þeim leik skoraði John Johnson 70 stig en hann er nú hættur hjá Fram og hefur gerzt liðsstjóri hjá Val jafnframt þvi sem hann leikur með Skaga- mönnum í 2. deildinni. Stúdentar komu mjög á óvart og sigruðu í hrað- mótinu sem haldið var á milli jóla og nýárs og að sögn Gísla Gíslasonar hefur verið vel æft að undan- förnu og hugur í mönnum. Framarar hafa verið afar daufir allt frá þvi Johnson hætti en vonandi er að þeir rífi sig upp og sýni góðan leik i kvöld. Á undan leik liðanna mætast ÍR og Haukar í minniboltanum og hefst sá leikur kl. 19.30. Hann gæti orðið skemmtilegur þvi Haukar ku vera ósigraðir í vetur. 1. deildarfélag í Færeyjum óskar eftir að fá 2 liðtæka knattspyrnumenn til liðs við sig á komandi keppnistímabili. Upplýsingar í síma 26562 milli kl. 18 og 20.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.