Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. .............. Kosningabaráttan verði heiðarieg og drengileg: Kveikjan að framboðinu ekki frá mér komin — segir Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari ríkisins GUWLAUGUR ÞORVALDSSON er fæddur 13. oklóber 1924 og er þvi 55 ára. Uann lauk slúdenlsprófi frá M.A. 1944 og prófi í vióskiplafræóum frá Háskóla Íslands 1950. 1950—1965 slarfaði hann á Hagslofu Íslands, fyrsl sem fulllrúi, siAar deildarstjóri. Jafnframl annaðisl hann kennslu í viAskipladeild H.í. og var um skeiA sellur prófessor í forföllum Gylfa Þ. Gíslasonar. 1967 var hann skipaAur prófessor í viAskiptadeild. Reklor Há- skólans var GuAlaugur á árunum 1973—1979, eAa þar lil hann tók viA starfi sáttasemjara rikisins 15. september sl. Krá árinu 1971 hefur hann seliA í flcstum sállanefndum sem skipaAar hafa veriA. Þá slundaAi GuAlaugur blaAamennsku viA Kálkann i nokkur ár meAfram námi. Einnig kenndi hann hagfræAi i Verzlunarskólanum. Hann hefur slarfaA i ýmsum nefndum á vegum ríkisins og í stjórnum frjálsra félagasamlaka. Kona GuAlaugs Þorvaldssonar er Kristín H. Krislinsdóltir. GuAlaugur Þorvaldsson, sállasemjari ríkisins. „Kveikjan að frajnboðinu er ekki frá mér komin, en endanleg á- kvörðun er min eigin. Slika ákvörðun verða menn sjálfir að taka. Skoðanir annarra hljóla menn þó einnig að vega og meta,” sagði Guðlaugur Þor- valdsson, sáltasemjari ríkisins, við Dagblaðið. Guðlaugur er einn þriggja manna sem þegar hafa gefið kost á sér í framboð til embættis forseta íslands. ,,Það trausl sem mér finnst almenningur hafa sýnt mér, og sú hvatning sem frá honum er komin, vegur nægilega þungt í minum huga til þess að láta á það reyna hvort ég sé þessa verður,” sagði Guðlaugur. Enginn skipulagður hópur aðal- stuðningsmanna vinnur fyrir fram- bjóðandann, enn sem komið er, en hann sagði að það kæmi væntanlega i Ijós síðar hvort slikur hópur yrði myndaður. Afstaða þín til forseta- embættisins? Telur þú að einhverra breytinga sé þörf þar á? „Afstaða mín til embættis- rekstursins að Bessastöðum, svo sem þjóðin hefur kynnst honum, er mjög jákvæð. Ég hef ekki hugleitt það í alvöru hvort breytinga sé þörf og þá hverra. Hitt er ljóst, að hver maður vill hafa sinn hátt á málum innan þeirra marka sem lög og hefðir hafa mótað. Svo er með öll störf, og þá einnig forsetaembættið. Hver maður verður að hafa sinn lífsstíl að ein- hverju leyti, ef hann á að verða sannur og að honum eigi að verða gagn.” Er eitthvað ákveðið um fyrir- komulag kosningabaráttunnar, þar á meðal fjármögnun hennar? „Vafalaust verður einhver kosningabarátta. Slíkt er eðlilegt. Ég þykist vita að allir væntanlegir fram- bjóðendur séu innilega sammála um það að æskilegt sé, að kosningabar- áttan verði heiðarleg og drengileg. Og fátt þætti mér verra að heyra en það, ef einhver minna stuðnings- ntanna virti ekki þær sjálfsögðu leik- reglur mannlegs samfélags. Ekkert formlegt skipulag er 0 GuAlaugur aA sturfum á skrifslofu sáttasemjaraembætlisins í TullstöAvarhúsinu. l)B-myndir: RagnarTh. komið á kosningabaráttuna af minni hálfu. Mér er þó kunnugt um að einhverjar óskipulagðar hreyfingar eru komnar af stað allvíða til þess að veita mér stuðning. Þessi mál munu vafalaust skýrast í fyllingu timans. Um fjármál hefur ekkert verið hugsað eða rætt. Mér finnst að sem allra minnstum fjármunum eigi að verja í kosningaundirbúninginn. Fólkið sjálft á að sem allra mestu leyti að gera upp hug sinn á eigin spýtur og ráða því sjálft, hvað það leggur af sjálfu sér til kosninganna.” -ARH. Kostnaður við hitaveitu Stokkseyrar og Eyrarbakka áætlaður 1,1 milljarður króna: „Fólk er að sligast undan olíukostnaði” — segir Kjartan Guðjónsson, oddviti Eyrarbakkahrepps „Það er orðið mjög brýnt að ráðast í þessar framkvæmdir. Olíuverðið er orðið svo óskaplegt, að fólk ræður tæpast við þetta lengur, og cr að sligast undir kostnaðinum. Auðvitað vcröa þessar hitaveitufram- kvæmdir dýrar en það má segja, að allar tölur séu lágar i samanburði við olíukostnaðinn. Hér er algengast, að fólk borgi 70—100 þúsund á mánuði i olíukyndingu,” sagði Kjartan Guðjónsson, oddviti á Eyrarbakka i samtali við Dagblaðið. Stofnað hefur verið félag um rekstur hitaveitu á Eyrarbakka og Stokkseyri og ber það nafnið Hita- veita Eyra. Var samningur þar að lútandi undirritaður milli hreppanna tveggja um sl. helgi. Þegar hefur verið undirritaður samningur við bæjarstjórn Selfoss- kaupstaðar um kaup á heitu vatni frá hitaveitu Selfoss. Til þess -að svo geti orðið þarf að bora nýja holu í Laugardæium austan við Selfoss. Er vonazt til að hægt verði að hefja borun bráðlega ef fjármagn fæst til verksins. Í október sl. var gerð frumathugun um hitaveitu frá Selfossi fyrir Eyrarbakka og Slokks- eyri. Er heildarkostnaður veilunnar þar áætlaður um 1,1 milljarður króna og vcitan talin mjög hagkvæm, arður fjármagns áætlaður 15°7o á 1. ári. 1 samningi Hitaveitu Eyra og bæjarsljórnar Selfoss er gert ráð fyrir að hitaveita Selfoss afhendi vatnið við bæjarmörk Selfoss við Eyrar- bakkavcg og verðið mun verða 60% af gjaldskrárverði af hitaveitu Selfoss. Fyrstu stjórn Hitaveitu Eyra skipa Jón Bjarni Stefánsson og Magnús Karel Hannesson frá Eyrar- bakkahreppi og Ólafur Auðunsson og Einar Sveinbjörnsson frá Stokks- eyrarhreppi. -GAJ/MKH, Eyrarbakka. Undirbúningsnefnd að stofnun félags um frjálsan útvarpsrekstur stofnar starfshópa: „Ætlum að kanna skipulega hinar ýmsu hliðar málsins” — segir Guðmundur H. Garðarsson formaður nefndarinnar ,, Við ætlum að vinna eins fljótt og vel og auðið er. Ekki vantar áhugann fyrir málinu, hann er almennt mjög vaxandi hef ég greinilega orðið var við,” sagði Guðmundur H. Garðars- son, blaðafulltrúi, í samtali við DB i gær. Guðmundur var á dögum kjörinn formaður 16 manna undirbúnings- nefndar er vinnur að stofnun félags áhugafólks um frjálsan útvarpsrekstur. „Við héldum ágætan fund í nefndinni og samþykktum að hefja skipulega könnun á ýmsum hliðum í stofnun og rekstri frjálsra útvarps- og sjónvarpsstöðva,” sagði Guðmundur. „Ákveðið var að skipta nefndinni upp í 3 vinnuhópa til að starfa á næstunni að málinu. Einn hópur kannar nánar fjármálahlið stofnunar og reksturs útvarps- og sjónvarps- stöðva. Sá hópur mun og gera uppkast að lögum fyrir væntanlegt félag. Fyrir hópnum er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfræðingur og starfsmaður SÁÁ. Annar hópur tekur til meðferðar tæknilega hlið málsins. Fyrir þeim hópi er Ólafur Hauksson ritstjóri. Og sá þriðji fjallar um hugsanlegt dagskrár- efni frjálsra stöðva. Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur er fyrir honum. Upplýsinga verður leitað til innlendra og erlendra aðila, þar á meðal manna, sem komið hafa nálægt rekstri stöðva hér á landi. Sumir nefnd- armanna hafa kynnt sér þetta erlendis af eigin raun og miðla af þekkingu sinni og reynslu. Ég á von á því að frumvarp um breytingar á útvarpslögum, sem ég flutti á sínum tima ásamt 3 þing- mönnum öðrum, verði endurflutt á yfirstandandi þingi. Mér sýnist þó i fljótu bragði að samsetning nýja þingsins sé þannig að ekki sé að vænta meirihlutastuðnings við frjálst útvarp í bráð. En málið verður ábyggilega flutt aftur og aftur — þangað til það fæst samþykkt. Áhugi almennings er mikill, enda málefnið í takt við tímann,” sagði Guðmundur H. Garðarsson. -ARH. Fullt öryggi þrátt fyrir spamaðinn — segir póst- og símamála- stjóri um niðurfellingu næturvaktar á Hafnarradíói í Homafirði „Það er alger fjarstæða að þjónusta eða öryggi rýrni á einhvern hátt með þvi að leggja niður nætur- vaktir (0030—08)' Hafnarradíós í Hornaftrði og annast afgreiðslu í gegn um Gufunesradíó. Öll strandstöðva- þjónusta byggist nú þegar á fjar- stýrðum radíósendiviðtökustöðvum svo sem á Stóra Klifi og Hóteli við Vik i Mýrdal og nú er fyrirhugað að setja slíka stöð upp í Háöxl, til að ná með öryggi til vissra hafsvæða undan Suðurströndinni, sem Hafnarradió og Vestmannaeyjaradió ná ekki nægilega tryggilega til,” sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri, í viðtali við DB i gær. ■ Tilefnið var frétt í DB i fyrradag þess efnis að til stæði að leggja niður næturvaktirnar i Hafnar- og Eyjaradíóum, sem heimamenn eru óhressir með. „Þessar næturvaktir falla undir óarðbæra starfsemi í rekstri okkar. Með þvi að breyta í það horf að stjórna frá einum stað náum við fram sparnaði I rekstri, án þess aðskerða þjónustuna hið minnsta," sagði Jón. Varðandi breytingarnar á Höfn sagði hann að þær kæmu ekki til fram- kvæmda fyrr en örbylgjukerfi væri komið til Hafnar og hæfileg reynsla fengin af því, sem vart yrði fyrr en eftir vetrarvertíð. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.