Dagblaðið - 17.01.1980, Side 4
4
A
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980.
DB á ne ytendamarkaði
Hvaö kostar heimilishaldiö?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið
þér von i að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar.
Kostnaður í desembermánuði 1979.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað
Alls kr
m i ik i v
Fjöldi heimilisfólks
V.H. á Akranesi skrifar:
Það sætir kannski furðu að karl-
maður skuli nenna að standa í þessu
en ég hef mjög gaman af að fylgjast
með mánaðarseðlunum. Ég er búinn
að senda fimm sinnum seðla, fjóra
meðan við bjuggum í Reykjavík.
Mesti munurinn þar og hér er á
bensínkostnaði og þó sérlega á hita-
kostnaði. Það munar helmingi á því
hvað rekstur bilsins er ódýrari hér en
aftur gífurlega á hitakostnaði.
Liðurinn „annað” er nokkuð hár.
Ég keypti bil í byrjun desember og er
því að greiða af honum. Þó skamm-
ast ég mín mest fyrir hvað við höfum
eytt i sígarettur og það varð til þess
að við hættum 2. janúar.
Bíllinn....................38.000
Sígarettur.................52.010
Jólagjafir..............116.000
Víxlar................... 325.890
ÁTVR......................13.000
Alls fóru í mat og hreinlætisvörur
176.155 kr.(44.038 kr. á mann) og i
annað 723.261 kr.
P.S. Ég vil taka fram að við áttum
ekkert í kistunni.
Raddir neytenda
Kanýkjúklingur meö hrísgrjónum
Nú eru kjúklingar ódýrir:
Heimili
Sími
Sígarettur fyrir 52 þúsund:
r
0G HJ0NIN HÆTTU
AÐ REYKJA
Upplýsingaseöill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Alifuglar I
Fyrir jólin komu út tvær litlar mat-
reiðslubækur hjá Erni og Örlygi,
önnur um kökur og hin um kjúkl-
inga. Og þar sem verðið á kjúkling-
um er sérlega hagstætt núna vegna
mikils framboðs eru þeir tilvaldir
í helgarmatinn. Unghænur eru á enn
hagstæðara verði en kjúklingar. Þær
er hægt að nota í vel flestar kjúkl-
ingauppskriftir en þær þarf að sjóða
lengur en kjúklinga.
Við könnuðum verð á kjúklingum
og unghænum í þrem verdunum i
Reykjavík. í Hagkaupi kostuðu
kjúklingar 1850 krónur kílóið og
unghænur 1455 krónur. í Kjötmið-
stöðinni kostuðu kjúklingar 2200
krónur kílóið ef. keypt var lausu en
1820 ef keypt voru 10 stykki i kassa.
Unghænurnar kosiuðu 129) kr. í
lausu og 1200 kr. ef keypt voru 10
stykki í kassa. í Vörumarkaðnum
voru kjúklingarnir langdýrastir,
nærri þúsund krónum dýrara kílóið
en í Hagkaupi, þeir kostuðu 2820
krónur og unghænur kostuðu 1550.
' Vörumarkaðurinn selur kjúklinga frá
Móum en kjúklingar þaðan þykja af-
skaplega góðir og eru einna dýraslir á
markaðnum.
1 uppskrift dagsins er samkvæmt
bókinni góðu
I stór kjúklingur (ca 1500 g, ung-
hæna er ekki siðri í þennan rétt en
hún þarf lengri suðu)
50 g smjör
1 msk matarolía
Kjöt af hænsnfuglum er ljóst á
litinn en andakjöt er dekkra og
feitara. Fuglakjöt er fíngert og því
auðmeltanlegt. Næringargildi þess er
svipað og í öðru kjötmeti. Kjöt af
gömlum fuglum er seigt og er aðeins
notað í súpur eða til vinnslu. Fugla-
kjöt má matreiða skömmu eftir
slátrun, t.d. daginn eftir. Þó eru
stórir fuglar, til að mynda kalkúnar,
taldir betri eftir nokkurra daga
geymslu frá slátrun.
Við kaup á nýjum alifuglum á
höfuðið helzt að fylgja með. Það
auðveldar neytendum að ákvarða
aldur og tegund. Innyfli eiga einnig
að fylgja óhreyfð. Á þeim sést ýmis-
legt um heilbrigði fuglsins. Sjúkir
fuglar eru oft með æxli á þörmum,
einkum þar sem botnlanginn liggur.
Lifrin er oft óeðlilega stór og alsett
gráum eða gulleitum bólgublettum.
Ef þessi einkenni eru í lágmarki er
innyflum fleygt en kjötið notað. Séu
þau hins vegar áberandi má ekki nota
fuglinn til manneldis. Alifuglar
(kjúklingar) eru yfirleitt seldir frosnir
hér á landi og innyflin innpökkuð
með. Þau eru brúnuð vel og krydduð
á heitri pönnu og látin sjóða nokkra
stund á pönnunni. Þannig fæst gott
soð i sósu.
Fjallað verður áfram um alifugla í
næsta þætti.
r
Kjúklingar eru oftast seldir frosnir,
ýmist innyflaiausir eða innyflin fylgja
með í poka. Hausinn er þá aldrei á.
DB-mynd: Bj. Bj.
2 dl smátt saxaðir laukar (2 stykki
eða svo)
4 afhýddir tómatar
ca 4 tsk karrý
2 iárberjarlauf
1/2 tsk negull
1/2 tsk kóriander
ca 5 dlsoð
1 1/2 dl sýrður rjómi
salt
Höggvið eða skerið kjúklinginn í
átta bita. (Til eru í búðum sérstakar
klippur til þess að taka í sundur
kjúklinga en góður hnífur og lagnar
hendur gera sama gagn). Bræðið
smjör í potti og hafið olíu til helm-
inga við smjörið. Kjúklingarnir eru
brúnaðir í feitinni og síðan teknir upp
úr pottinum. Saxaði laukurinn er
bakaður í feitinni en ekki brúnaður,
karrýið sett út í og það látið krauma
með. Þá eru tómatarnir skornir í báta
og settir í pottinn ásamt kryddinu,
soðinu og sýrða rjómanum. Þá eru
kjúklingarnir stráðir salti og settir
aftur í pottinn. Rétturinn er soðinn í
50—60 mínútur, eða þar til kjötið er
meyrt. Bragðbætið ef með þarf. Ef
sósan er of þykk er hún þynnt með
soði (vatn og súputeningur með
hænsnabragði).
Rétturinn er borinn fram í
pottinum eða i djúpu fati. Með eru
borin hrísgrjón (hýðishrísgrjón fyrir
þá sem það heldur vilja).
Það fer eftir því hvar kjúklingur-
inn er keyptur hvað þessi réttur er
dýr. En ef miðað er við meðalverðið
í þessum þrem verzlunum, sem
nefndar voru fyrr er ekki fráleitt að
ætla að rétturinn kosti svona 2300
krónur. Hann nægir vel fyrir tvo og
jafnvel 4 og þvi er hráefniskostnaður
1150 krónur á mann eða 575 krónur á
mann. - DS
ELDHÚSKRÓKURINIM