Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. FJOLMKHLLIFJARÞRÖNG II Það hefur verið þröngl i búi hjá smáfuglum í vetrarsnjónum. Líka hjá stórum fuglum, t.a.m. rikisútvarp- inu. Formaður þeirrar pólitísku klíku sem kallast útvarpsráð, hefur varla komið svo á skjá s.l. ár, að hann hafi ekki með miklum alvöruþunga krafist haerri afnotagjalda. Sjaldan minnst á að eitthvað mætti spara á þeim bæ þó nú eigi víða að skera, t.d. á spítölum. Nema ef vera skyldi LSD sem virðist hafa stórt safn af gömlum og ódýrum kvikmyndum, óboðlegum og næstum óendanlegum. Nú á t.d. bresk hertogafrú að ríða húsum næstu mánuðina (ojbara). — Þá er lokið langri jólaveislu en dauflegri að vanda. Rúsínan í pyls- unni kom þó fyrst, jólaræða biskups- ins, „yfir íslandi” og Hamrahliðar- kórinn í hvitum slopp, líkt og flökunarfólk brúkar, og virtist þreyttur. Engum manni er biskup líkur, að flytja svo hiklaust og skipu- lega ræðu ársins uppúr sér. „Mikið rennur vel uppúr yður, séra Jiss” sagði karl undir Fjöllunum um mælskumann í klerkastétt. — Á jóla- dag kom amerísk glansmynd um Jesú. Mættum við þá heldur fá Amal og næturgestina ennþá einu sinni. En meðal annarra orða, hversvegnaer sí og æ verið að likja Jesú við konung, jafn vafasamt slekti? Drottinn blessi heimilið, eftir Guðlaug Arason, var góð tilbreytni. Þá var skaupið eftir og Billy Smart eina ferðina enn. Mun sú uppákoma endast út öldina ef að líkum lætur. — Sparnaðartillögur Við aumir útvarpsnotendur skilj- um það, að stofnunin þarf sinna muna með og tökum hækkunum með kristilegri þolinmæði. Hún býr í þröngu leiguhúsi og dýru; ekki nóg að eiga grunn að húsi og skóflu þó vönduð sé og byggingarsjóð, ef landsfeður eru þá ekki búnir að hirða hann í annað á nýjan leik. Þá koma nokkrar vel meintar sparnaðartillögur. Útvarpsráð, kosið eftir hluta- skiptareglu stjórnmálaflokkanna, oftast skipað þröngsýnum harðlínu- mönnum, verði lagt niður en dag- skrárstjórn falin deildum stofnunar- innar að öllu leyti. Þessi kommisara- stjórn pólitikusa er til vansæmdar í menningarstofnun, veldur óþarfa kostnaði og skrifræði. En m.a.o. hver var árangur af starfi nefndar sem átti að „skoða” skipulag og rekstur ríkisútvarpsins og gat út stóra bók 1975? Afnotagjöld Útvarps- Sjónvarps verði innheimt með sköttum. Allar kaupsýsluauglýsingar í nóv.—des. verði hækkaðar í verði um helming. Faraldur þessi, með jarganlegum skrípalátum alloft, er látinn hafa forgang. Slík yfirhelling er móðgun við útvarpsnotendur. Kjallarinn HaraldurGuðnason hluta með upplestri úr bókum þeirra. íþróttaefni, sem tröllriður öllum fjöl- miðlum ittti að minnka mjög veru- lega. h ■ erathugandi að fella niður ^ „Þessi kommisarastjórn pólitíkusa er til vansæmdar í menningarstofnun, veldur óþarfa kostnaöi og skrifræði.” Kaupahéðnar auglýsa hvað sem það kostar þegar jólamarkaðurinn nálgast. Verðið á því að vera hátt. Þá má benda á, að útvarpið auglýsir ókeypis fyrir bókaútgefendur að útvarp frá kl. 13—15. Útvarpið þótti eftirsóknarverðast meðan morgunút- varpi lauk kl. 10 f.h. og hófst að nýju kl. 7 að kvöldi. Nú er tækið haft opið af vana allan daginn. Deilur um Morgunpóst Morgunpóstinn mætti leggja niður; hann hlýtur að vera alldýr, þrír menn í starfi og að hluta til í næturvinnu. Morgunútvarpi ætti að breyta í fyrra horf, létt lög i umsjá Jóns Múla og Péturs Péturssonar með notalegu rabbi þeirra, líka um veðrið (ef Markús leyfir). Þess er varla von að allt sé feitt á stykkinu í klst. þætti hvern dag vik- unnar. Þá eru islenskir svo við- kvæmir fyrir tali og skrifi í fjölmiðl- um að varla er sjálfrátt og mun fámenni valda að nokkru. Til að mynda fær Eiður útvarpsráðsmaður með meiru tilfelli útaf þvi einu að sagt var einhverntíma í Morgunpósti, að Alþýðublaðið væri þunnt og ekkert i því nema pólitík. Þetta er satt. „Slík óþarfa viðkvæmni er hvimleið enda ættu menn ekki að þurfa að kippa sér upp við aula- fyndni með framsóknarkeim eins og stundum heyrist í Morgunpósti,” skrifar Einar Karl ritstjóri Þjóðvilj- ans. Ekki hef ég fundið þennan „framsóknarkeim” og bendir þetta til tilfinninganæmleika ritstjórans, án viðkvæmni. Sem landslýð er kunnugt voru Morgunpóstmenn kallaðir fyrir eins- konar rannsóknarrétt útvarpsráðs. Og þá sýnast þeir bróðir Páll og félagi Sigmar hafa snúið vörn i sókn og krafið Eið skýringar á því hvað hann meinti með þvi að segja þá haldna pempíuhroka. Var þá leitað skýringa í tiltækum orðabókum á þessu nýyrði Eiðs þingmanns og fyrr- um sjónvarpsstjörnu. En ekki fyrir- fannst merking orðsins. Og lauk svo þessu upphlaupi hins hógværa og hrokalausa alþingismanns. Hér getur brátt orðið amen eftir efninu. Ég tek undir tillöguMarkúsar Þorgeirssonar skipstjóra, aðáramóta- skaupi sjónvarpsins verði hér eftir lagt fyrir róða — a.m.k. meðan fjár- hagur er svo slakur sem lýst hefur verið. Eða höfum við ekki fengið nóg af diskó-hristingi árið sem leið? Er skopskyn íslendinga fyrir bí síðan revíuhöfundana gömlu leið og Matthildur lagði upp laupana? Þess í stað látum við okkur vel líka útvarps- skáupið sem var bráðskemmtilegt nú síðast, og reyndar áður. Nú er nefnilega komið til sögu nýtt skaup, sem sjónvarpið getur sjálfsagt fengið fyrir lítið, a.m.k. ef kratarnir sprengja sínar pólitísku púðurkerl- ingar árlega. Þetta er vinnustaða- og fundaskaupið. Það mætti hugsa sér eitthvað á þessa leið: Elli og Fjrikki: Diskóblitz. Bændaglíma i sjónvarpi: Haukdal og Steinþór bændur. Þeir velji lið austan og vestan Þjórsár. Liðið sem sigrar skal hafa sinn bónda efstan á ihaldslistanum í næstu kosningum. Málið leyst, allir LSD-framboðslistar úr sögunni. Skopleikurinn Möppudýrin sýndur í þjóðarleikhúsinu. Leikstjóri Vimmi vammlausi. Framsóknarkórinn i Vesturlands- kjördæmi syngur nýja framboðssöng inn: „Hvert er nú farin hin fagra og bliða / fórstu Dagbjört. . . .” Kratatríóið: Söngur hinna nýfrels- uðu ,,Ég er kominn heim í heiðar- dalinn, ég er kominn heim með slitna skó,” o.s.frv. (Karvel, Bjarni Guðna og Jón Hannibal). Lokaþáttur: Allaballa Show. Haraldur Guðnason Vestmannaeyjum. Innrásin í Afghanistan: Mótmæli og hræsni Kjallarinn Það er margt makalaust í áróðri sovésku stjórnarinnar varðandi inn- rás hers hennar inn í Afghanistan á dögunum. Hún segist hafa ráðist inn i landið til að forða því frá innrás. Hún segist einnig hafa sent her sinn að beiðni stjórnvalda, í Afghanistan, sem sovéski herinn byrjaði á að steypa af stóli. Til að kóróna hræsnina sendi Brésnef hinum nýja rikisleiðtoga, Babrak Karmal, sem sovéski herinn kom til valda, skeyti, þar sem hann óskar Karmal til ham- ingju með „kosningu hans í stöðu aðalritara Lýðræðislega Alþýðu- flokksins og í æðstu stöður ríkisins”! Auðvitað er þessi kaldhæðnislega hræsni ekkert annað en vesæl tilraun til að fela hina raunverulegu ástæðu fyrir innrásinni, þ.e. valdahagsmuni ráðamanna í Moskvu og leppa þeirra í Afghanistan. Viðbrögð heims- valdaríkjanna Mótmæli ráðamanna í Bandaríkj- unum, Bretlandi og fleiri heimsvalda- ríkjum hafa verið hávær.' Ákveðið hefur verið að stöðva SALT II og stöðva kornsölu til Sovétrikjanna. „Mannvinurinn” Carter réttlætti síðara atriðið með því að kornið hefði i öllu falli farið í skepnufóður, en ekki til manneldis! En þrátt fyrir allan hávaðann, þá er ástæða til að ætla að það sé ekki sjálf innrásin í Afghanistan, sem veldur ráðamönnum þessara rikja hugarangri. Þessi innrás var í undir- búningi nokkurn tima áður en hún var framkvæmd og bandaríska leyni- þjónustan vissi um liðssafnað sovéska hersins við landamæri Afghanistan. Á aðfangadagskvöld var bandaríska sendiherranum í Moskvu tilkynnt að innrásin væri um það bil að hefjast. Sovétríkin höfðu afgerandi itök í Afghanistan fyrir innrásina og þar voru þúsundir sovéskra hernaðarráð- gjafa. Það er einnig Ijóst, af yfir- lýsingum hinna nýju ráðamanna í Afghanistan, að þeir ætla að draga úr , þeim róttæku aðgerðum, sem einkum beindust gegn landeigendum, og fyrri stjórnvöld í Afghanistan beittu sér fyrir.- Þannig ætlar Karmal og Co„ að eigin sögn, að koma til móts við þá aðila, sem stundað hafa skæruhernað í Afghanistan, einkum frá Pakistan, og njóta aðstoðar frá Bandaríkjunum og Kína. Það er augljóslega ekki af umhyggju fyrir fátækri alþýðu Afghanistan, sem Carter og Co. mót- mæla innrás sovéska hersins (Og þeir sem halda að slíkt hafi vakað fyrir sovéskum ráðamönnum ættu að hugleiða þá staðreynd, að Sovétríkin studdu einræðisherrann Daud á sínum tíma með ráðum og dáð). Það sem bandarískum og breskum ráðamönnum er efst í huga þessa dagana er að nota innrás sovéska hersins inn í Afghanistan til að efla herstyrk sinn og verða betur færir um að gripa inn í innanrikismál þegar af hálfu Bandarikjanna var rædd, m.a. af stjórnvöldum. Þessir aðilar eru þannig beinlínis að hamast við að fordæma innrás sovéska hersins, til að komast í aðstöðu til að geta gert sams konar hluti annars staðar! Hernaðaruppbygg- ing Bandaríkjanna Allt frá timum styrjaldarinnar i Víetnam hefur andstaðan gegn hernaðarihlutun Bandaríkjanna í öðrum ríkjum verið mjög öflug, bæði í Bandarikjunum og annars staðar. Það er þessi andstaða, sem hefur gert það að verkum að banda- ríski herinn hefur ekki getað farið sínu fram eins og áður og þjónað sem alheimsverndari fyrir hagsmuni heimsvaldastefnunnar. Þeir tímar voru liðnir að bandaríski sjóherinn gæti gengið á land í Líbanon og Dóminíkanska lýðveldinu og vikið frá rikisstjórn, sem þeim var ekki að skapi. M.a.s. tilraun þeirra s.l. vor til að hjálpa skjólstæðingi sinum, ^ „Undarleg röksemdafærsla, aö innrásin sýni nauðsyn þess aö efla samvinnu og stuöning við herveldi, sem margsinnis hefur ráöizt inn í önnur ríki...” hagsmunir þeirra 'krefjast þess. Þeirra markmið er að nota innrás Sovétrikjanna til að skapa ástand, heima fyrir og erlendis, sem leyfir þeim að grípa til hernaðaríhlutunar í málefnum annarra ríkja, eins og i íran, Kampútseu eða Nigaragúa, svo aðeins séu nefnd dæmi frá síðasta ári um ríki, þar sem hernaðaríhlutun Somoza, með því að senda „friðar- gæslusveitir” til Nigaragúa i nafni Bandalags Amerikuríkja (OAS) mistókst vegna hræðslu við mót- mælaaðgerðir og uppþot út um alla Ameríku (Tillögu Bandaríkjanna um „friðargæslosveitir” var hafnað af OAS). Bandaríska ríkisstjórnin hefur nú þegar ákveðið að auka útgjöld sín til hermála stórlega. En það sem hana vantar umfram allt er almenningsálit sem gerir henni kleift að nota her- styrk sinn til að vernda hagsmuni sína og skjólstæðinga á borð við Somoza (sem bandaríski herinn kom til valda) og íran-keisara (sem bandaríska leyniþjónustan kom til valda 1953). Það er um þetta vandamál, sem helstu blöð í heimsvaldaríkjunum ræða þessa dagana og nefna gjarnan „getu Bandarikjanna tíl að beita veldi sinu”. Þess er skemmst að minnast þegar Carter reyndi s.l. sumar að nota „uppljóstrun” bandarísku leýniþjón- ustunnar um veru 2000 sovéskra her- mannaáKúbuí því skyni að undir- búa jarðveginn fyrir mögulega innrás í Nigaragúa (Af einhverri ástæðu „gleymdi” hann alltaf að geta um bandarísku herstöðina á Kúbu í þessu sambandi). Þessari áróðursherferð var fylgt eftir með skipulagningu sér- stakra hersveita, sem augljóslega er ætlað að grípa inn í gang mála í Mið- Ameríku, þegar tækifæri býðst. Þaðerí þessu samhengi, sem inn- rásin í Afghanistan kom ráðamönn- um í heimsvaldalöndunum sérstak- lega vel. Það útskýrir mestan part af mótmælum Carters og félaga hans. íslenskir þjónar heimsvaldastefnunn- ar Hér á landi hafa eðlilega margir orðið til þess að mótmæla innrás sovéska hersins í Afghanistan. Allt gott um það að segja. Þáð vekur aftur á mc/ti tortryggni manns gagn- vart einlægni margra þeirra sem mót- mæltu, að þeir keppast við að hnýta því aftan við, að þessi innrás sovéska hersins sýni nauðsyn þess að banda- riski herinn verði áfram hér á landi og ísland verði áfram í NATO. Það er óneitanlega undarleg röksemda- r Asgeir Daníelsson færsla, að innrásin sýni nauðsyn þess að efla samvinnu og stuðning við herveldi, sem margsinnis hefur ráðist inn í önnur ríki og skipt þar um stjórnvöld að eigin geðþótta. Með nákvæmlega sömu röksemdum mætti benda á innrásir bandaríska hersins og fullyrða að þær sýni að ísland verði að ganga í Varsjárbanda- lagið! Ég á ekki von á þvi að þessir aðilar muni stinga upp á sliku þegar bandarískir ráðamenn grípa næst til þess að ráðast inn í önnur riki til að tryggja hagsmuni sina og sinna leppa. Það er ekki iaust við að manni finnist mótmæli þessara aðila við innrásinni í Afghanistan vera hræsni, þegar þeir nota innrásina beinlínis til að efla bandarísku heimsvaldastefn- una og lofa hernaðarmátt hennar, — og það á sama tíma og Bandarikin eru að nota innrásina til að auka möguleika sína til að geta sjálf gripið inn i með hervaldi og hættan á innrás bandarísks hers í Nigaragúa er yfir- vo.fandi. Við þessar aðstæður er það óneitanlega rökréttara að bæta við . mótmæli gegn innrás'Sovétríkjanna inn i Afghanistan kröfum um að bandaríski herinn fari burt af íslandi og ísland segi sig úr NATO. Ásgcir Danielsson hagfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.