Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. Skóflustunga tekin að bamaskóla á bamaári: „Það er þjóðin á morg- un sem er bam í dag” Jónína Jónsdótlir skrifar: 29. des. 1979 tók Ása Jónsdóttir uppeldisfræðingur fyrstu skóflu- stunguna að byggingu fyrsta raun- verulega skólahússins yfir starfsemi hennar sem er kennsla 5—7 ára barna. Fjölmenni var við athöfnina. Ása Jónsdóttir hefur af brennandi áhuga rekið þessa stofnun sem er for- skóli á hennar eigin vegum hvað rekstur og form snertir, fyrst að Heiðargerði 98, Rvk. og undanfarin ár í Viðlagasjóðshúsi að Keilufelli 16, Breiðholti. Ríkissjóður átti það hús en hefur nú selt það og á andvirði þess að renna til byggingar nýs skóla að Völvufelli 11, Breiðholti, þar sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað skólanum glæsilegri lóð. Helgaði Ása Jónsdóttir skóflu- stunguna barnaári Sameinuðu þjóð- anna sem þá var að renna sitt skeið. Samkvæmt nýju grunnskólalögunum skulu ríki og sveitarfélög standa að byggingu slíkra skóla. Eitthvað mun þó vanta á, að allir endar nái saman í þeim efnum gagnvart þessari stofnun. Reykjavíkurborg lagði til lóðina endurgjaldslaust og horfir allt til hins betra með framhaldið þar sem vinsældir og árangur þessa kennslu- forms virðast fara saman, og velvilji hlutaðeigandi bendir til að hér sé um að ræða starf þar sem sérmenntun Þroski Hrauni skrifar: Ég neita að hafa nokkurn tima fæðzt Ég neita að hafa skirzt og hafa verið til Ég neita að hafa að nauðum manna hæðzt Ég hef nefnilega þroskazt — hér um bii. Stundin okkar er „pabba- þáttur” Guðrún Guðlaugsdóttir hringdi og sagði að Stundin okkar væri orðin að nokkurs konar pabbaþætti. Börnin hefðu ekki lengur neina ánægju af henni en heimilisfeðurnir gættu þess vandlega að missa ekki af Stundinni sinni. „Bryndís nær ekki til barnanna en hún nær prýðilega til pabbanna. Þess vegna finnst mér vanta einhvern raunverulegan barna- þátt i sjónvarpið sem komi strax á eftir Húsinu á sléttunni sem börnin hafa mikla ánægju af.” Dýrtá Eskifirði — en dýrara á Grenivík nýtist strax við fyrstu meðferð barna í námi og geri þvi eftirleikinn auð- veldari. Með Ásu Jónsdóttur starfar einn kennari við skólann, Jóhanna E. Stefánsdóttir. Húsasmiðjan mun reisa hið nýja hús sem samkvæmt teikningu Njarðar Geirdal arkitekts er 233 ferm og sérhannað fyrir hreyfi- hamlaða einnig. Þetta er merkur áfangi sem hefur byggzt á harðri og hetjulégri baráttu Ásu og velvilja þeirra sem hafa skilið að hér er á ferðinni málefni sem verður ekki brotið niður. Kennsluaðferðir Ásu hafa lánazt vel, og allir sem til þekkja vona, að nú megi fljótt og vel til takast að koma hentugu húsnæði upp og ganga þannig frá málum að hinu erfiða frumbyggjastarfi Ijúki vel og farsæl- lega. Það er þjóðin á morgun sem er barn í dag. Fjöldi barna safnaðist kringum Ásu þegar hún tók fyrstu skóflustunguna. Tvær sem slepptu balli skrifa: Þann 4. janúar siðastliðinn birtist i Dagblaðinu fréttatilkynning frá Regínu, fréttaritara á Eskifirði, þar sem hún hneykslaðist á háu miða- verði (kr. 8.000) á áramótadansleik Sem haldinn var þar. Við erum henni algjörlega sam- mála en því miður getum við nefnt enn hærra verð á sams konar dans- leik, höldnum á sama tíma. Þetta gerðist norður i Þingeyjarsýslu.nánar tiltekið á Grenivik. Þar var dans- leikur haldinn á vegum Lions og stóð hann frá kl. 12 til kl. 4 e.m. Engin skemmtiatriði voru en hljómsveit lék fyrir dansi. Miðaverðið var kr. 10.000. Geri aðrir betur. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Spurning dagsins Fylgdist þú með f ramhalds- myndaflokknum And- streymi? Inga Einarsdóttir sjúkraliði: Já, það gerði ég. Mér fannst það mjög góður myndaflokkur og endaði mjög vel. Sumir segja að undir lokin hafi þetta verið grátþáttur en það fannst mér alls ekki. Ég vona bara að sjónvarpið sýni annan svona myndaflokk. Marís Haraldsson húsvörður: Já, ég hef fylgzt með þeim þáttum. Þetta voru ágætis þættir, alveg prýðilegir. Sjónvarpið mætti hafa meira af svona þáttum. Ég hefði meira að segja viljað að það hefði verið einn þáttur í viðbót, svo maður hefði getað séð hvernig hon- um hafi vegnað í dómarastarfinu. Hallfríður Georgsdóttir húsmóðir: Já, ég hef nú gert það. Fyrri parturinn fannst mér ágætur en hitt fannst mér lélegt. Leifur Leifsson húsasmiðanemi: Já, mjög góöir þættir. Sjónvarpið mætti fá fleiri slika þætti. Endirinn fannst mér mjögsanngjarn. Grétar Jónatansson, verzlunarstjóri i Vestmannaeyjum: Já, vist gerði ég það. Mér fannst myndaflokkurinn að mörgu leyti mjöggóður. Brynja Hjaltadóttir, starfsstúlka í Kaupfélaginu á Suðumesjum: Já, ég fylgdist með Andstreymi og fannst það mjög góðir þættir. Sérstaklega endaði hann vel. Það var mikið að eitthvað gott kom í sjónvarpinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.