Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 24
Siðareglunefnd blaðamanna: SVARTHOFÐAKÆR- UNNIVÍSAÐ FRÁ Siðareglunefnd Blaðamannafélags íslands hefur vísað frá erindi nokk- urra starfsmanna á ríkisfjölmiðlun- um, þar sem kvartað er yfir rógi og níði Svarthöfða Visis um fréttamenn sjónvarps og útvarps. Nefndin skrifaði bréf til stjórnar blaðamanna og telur sig ekki hafa nægar forsendur til að taka málið fyrir, m.a. vegna þess að ekki sé vitað hver skrifi utan úr myrkrinu i nafni Svarthöfða. Indriði G. Þorsteinsson, sem sæti á i nefndinni, vildi ekkert tjá sig um málið. ,,Ég er ekki í Blaða- mannafélaginu og þetta er innanhúss- málþess.” Þorbjörn Guðmundsson á Morgunblaðinu, annar nefndar- maður, vísaði á stjórn BÍ. Kári Jónasson, formaður BÍ, staðfesti að bréf hafi borizt frá siða- reglunefnd, en vildi ekkert tjá sig um málið. Sagði að þetta væri mál til umfjöllunar inn á við í Blaðamanna- félaginu. Þess má geta, að kæra útvarps- manna varð að blaðamáli þegar hún var lögð fram. Athygli vekur að í siðareglunefnd situr Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur, sem margoft hefur verið orðaður við Svarthöfðaskrifin. í blaðaviðtölum undanfarið hefur hann ekki neitað að hafa komið þar nálægt. - ARH SVÖR FYRIR HELGI Stjórnarmyndunar- tilraunir: Alþýðubandalagsmenn afhentu full- trúum Framsóknar og Alþýðuflokks í morgun fyrri hluta tillagna sinna, þar sem fjallað er um fyrstu aðgerðir i efnahagsmálum og 3ja ára áætlun. Alþýðubandalagsmenn biðja um svör hinna flokkanna fyrir helgi. Fundur viðræðunefnda flokkanna hófst klukkan níu. Á myndinni eru stjórnmálaforingj- arnir sem nú reyna myndun vinstri stjórnar undir forsæti Alþýðubanda- lagsins, Steingrímur Flermannsson, Svavar Gestsson og Benedikt Gröndal. HH/DB-mynd: Bjurnleifur. Geirfinnsmál: Enn eitt vitnið bertil baka framburð sinn „Samvizku minnar vegna rita ég þetta bréf til yðar, þar sem ég get; ekki staðið að framburði þessum sem vitni”, segir í bréfi, sem ríkissak- sóknara hefur borizt. Bréfritarinn er Páll Konráð Konráðsson Þormar, sem bar vitni í Geirfinnsmálinu, einkum varðandi Kristján Viðar Viðarsson, er hann dvaldist að Laugavegi 32. Þaðan er talið að haldið hafi veriö til Keflavíkur kvöldið sem Geirfinnur Einarsson hvarf. Ástæðuna fyrir þvi að hann gaf nafn sitt undir lögregluskýrslu á sínum tíma kveður Páll vera þrýsting. lögreglumanna og hótanir. Býðst hann til að útskýra þessa staðhæf- ingu nánar í smáatriðum, sé þess óskað. Hann kveðst i bréfi sínu til sak- sóknara hafa skýrt núverandi viðhorf sitt i Sakadómi Reykjavíkur á sinum tíma. Þaö hafi hins vegar ekki verið bókað. „Virtist mér það vera vilji dómsforseta, að ég legði lið að þeim framburði, sem í lögregluskýrslu var fyrir og mér var kynntur”, segir Páll. Hann kveðst í bréfi sínu muni koma þessari afturköllun á framburði á framfæri við verjendur ákærðu í Geirfinnsmálinu. Bréf sitt ritar Páll á Eyrarbakka hinn 10. janúar og er undirskrift hans vottfest. Þetta er ekki eina né fyrsta aftur- köllun á framburðum vitna ,1 Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Siðari rannsóknir og játningar sak- borninga hafa hins vegar dregið veru- lega úr gildi ýmissa fyrstu fram- burða, enda þótt tilefni kunni að vera til að rannsaka með hverjum hætti þeir voru fengnir. Málflutningi fyrir Hæstarétti var haldið áfram í morgun. -BS. frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 17. JAN. 1980. Fer sjónvarpið aftur á Hellisheiðina? — þeir sem fundu það eru reiðubúnir að skila því aftur á sama stað til að „trufla ekki trúboðið” „Eftir að lesa um það í Dagblaðinu af hverju sjónvarpsviðtækið var sett og skilið eftir á Hellisheiði viljum við helzt fá það aftur hjá lögreglunni og koma því á sinn stað,” sagði Þórður Tyrfingsson á Selfossi, en hann ásamt Helga Finnlaugssyni fann tækið á heiðinni á laugardagskvöldið og skilaði því til lögreglunnar á Selfossi. „Ekki viljum við verða til þess að aftra því að „trúnni verði komið á víðari grundvölP’ eins og tilgangurinn ersagður vera,” sagði Þórður. Þórður sagði að tækið hefði sýnilega verið lagt á þann stað sem hann og Helgi fundu það á. Var það reist upp við stiku við veginn og snyrtilega frá þvi gengið og óbrotið þ ótt gamalt sé. ,, Við tókum tækið af því við héldum að einhver hefði stolið því en síðan séð að sér og skilið það þarna eftir,” sagði Þórður. ,,Við erum alveg til í að setja það aftur ásama stað.” -A.St. Skákmótið í Wijk an Zee: Jafnt hjá Guðmundi Guðmundur Sigurjónsson gerði jafn- tefli við alþjóðlega skákmeistarann Ree frá Hollandi í 2. umferð á skákmótinu i Wijk an Zee í gær. Mest kom á óvart að hinn ungi og efnilegi Seirawan frá Bandarikjunum lagði kappann Kortsnoj að velli. Seira- wan er efstur á mótinu með 2 vinninga. Guðmundur hefur 1/2 vinning. Hann teflir í dag við Byrne frá Bandarikjun- um. -GAJ. Úrskurðaðurí gæzluvarðhald Maður sá er handtekinn var eftir að árás var gerð á húsráðandann að Brautarholti 22 hefur nú verið úrskurð- aður í 8 daga gæzluvarðhald. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er rannsókn máls þessa á frumstigi en svo virðist sem ruðzt hafi verið inn á hús- ráðandann um nóttina og honum veittir áverkar í andliti og á fæti. -GAJ. LUKKUDAGAR~ 17.JANÚAR 2246 Hljómplötur að eigin vali hjá Fálkanum. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.