Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 10
'mMBum Útgefandi: Dagblaðið hf. • Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnlorfur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Dreifing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskriftarverö á mánuöi kr. 4500. Verð í lausasölu kr. 230 eintakið. Nýtt raunsæi Svavar Gestsson mun fá kaldar kveðjur í stjórnarmyndunarviðræðun- um, ef hann ýtir á flot hugmyndum um endurskoðun svokallaðs „varnarsamn- ings” við Bandaríkin. Viðhorf íslend- inga til umheimsins hafa breytzt á fáum vikum. Til skamms tíma var andstaða A.lþýðubandalagsins við herstöðina í Keflavík og Atlantshafsbandalagið viðurkennd sérvizka minni- hlutahóps. Menn voru reiðubúnir að ræða þetta áhugamál 20°7o þjóðarinnar eins og önnur vandamál. Að vísu var aldrei nein hætta á, að Alþýðubanda- lagið næði árangri á þessu sviði. Þingmenn þess hafa líka verið fljótir að viðurkenna minnihlutastöðuna og samþykkja stjórnaraðild án endurskoðunar Kefla- víkursamninga. Fyrir nokkrum vikum hefðu menn hlustað af kurteisi á Svavar Gestsson og síðan beint orðum sínum að verðbólgunni og öðrum nærtækum vandamálum. Þeir hefðu ekki talið Svavar neitt verri fyrir að impra á nauðungarhugsun Alþýðubandalagsins. Núna yrði slík þjónusta Svavars við hagsmuni Sovét- ríkjanna talinn dónaskapur. Samningamenn hinna flokkanna mundu hreinlega ganga út í fússi, ef Svavar færi að tala um nauðsyn á endurskoð.un svokallaðs „varnarsamnings”. Aðfarir Rússa í Afganistan hafa nefnilega opnað augu íslendinga eins og annarra Vesturlandabúa fyrir því, að eftirgjafastefnan gagnvart heimsvaldastefnu nýlenduveldisins var út í hött. Hún beið skipbrot í Afganistan. Við höfum nú öll áttað okkur á, að Rússland stefnir að heimsyfirráðum og mun ekki síður gera það í náinni framtíð, þótt nýr keisari taki við af Brésnéf. Við vitum, að heimsvaldastefnan er grunnmúruð í Moskvu. Við horfum á ártölin. Ungverjaland árið 1956, Tékkóslóvakía árið 1968 og Afganistan árið 1979. Með þremur fantabrögðum hafa Sovétríkin eytt hverjum snefli af samúð nytsamra sakleysingja á Vest- urlöndum. Afganistan er þó sýnu verst þessara mala. I hinum tveimur tilvikunum gátu Moskvumenn vísað til þegj- andi samkomulags við misvitra stjórnmálamenn á Vesturlöndum um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði austurs og vesturs. Afganistan staðfestir hins vegar þá stefnu Sovét- ríkjanna, að þau geti komið til skjalanna hvar sem er í heiminum, ef þjóðir rísa upp gegn leppstjórnum þeirra. Afganistan staðfestir raunverulegt innihald Brésnéf-kenningarinnar. Handan áhrifasviðs keisaranna í Moskvu geta menn ákveðið í kosningum, hvort þeir vilja kapítalisma, kommúnisma eða eitthvað annað. Hafi aftur á móti kommúnismi komizt til valda einhvers staðar, í byltingu eða á annan hátt, verður ekki aftur snúið, að mati Brésnéfs. Hér á Vesturlöndum viljum við halda áfram að velja þá stjórnmálamenn, sem við eigum skilið. Við viljum, að Svavar Gestsson reyni stjórnarmyndun í dag. Við viljum kannski, að Geir Hallgrímsson reyni stjórnar- myndun eftir næstu kosningar. Eftir Afganistan vitum við, að þessi lífsstill á Vesturlöndum er í hættu. Við vitum, að valdasjúkling- arnir í Moskvu hafa ekki sett sér nein takmörk. Annað veifið tala þeir um frið, en hitt veifið ráðast þeir á lægsta garðinn. Nú er úr sögunni öll óskhyggja um, að Brésnéf Rússakeisari meini nokkuð með viðræðum um gagn- kvæman samdrátt herafla og friðsamlega sambúð í heiminum. Þetta nýja raunsæi mun verða okkur að leiðarljósi næsta áratuginn. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. Norðursjávarolíusvæðin: WGÞÚSUNDIR FUGLA VERDA GASIOGOLÍU- MENGUN AD BRÁÐ Álkunni og tcistunni cr scrstaklcga hætt við að verða oliumcngun og gaseldunum á oliusvæðum Norðursjávar að bráð. — brezka ríkið og viðkomandi olíufélög hafa fallizt á að leggja fram 200 milljónir til rannsókna á fuglalífi og dauða þeirra Sjaldgæfar og deyjandi tegundir sjófugia farast í miklum mæli í olíubrákum á Norðursjónum eða brenna, þegar olíuvinnslumenn kveikja í olíuleifum á sömu slóðum, segja umhverfisverndarmenn. Loks nú hefur verið ákveðið að rannsaka í hve miklum mæli fuglar farast af þessum völdum og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir slikt. Vitað er að mikið ferst af fuglum á Norðursjónum af völdum olíu og gasvinnslu og Ijóst er að ástandið mun fara versnandi með vaxandi umsvifum nema eitthvað sé gert til bjargar. Vegna þessa hefur brezka umhverfismálaráðið ákveðið að láta fara fram vísindaleg rannsókn á fuglalífi á Norðursjónum. Á hún að standa í þrjú ár og einkum er ætlunin að hyggja að fuglategimdum, sem vitað er að hafa orðið illa úti vegna olíumengunar og annarra umsvifa olíufélaga á þessunt slóðum. Rannsóknirnar verða fjármagnaðar af brezka ríkinu og viðkomandi oliufélögum. Konunglega brezka fuglaverndar- félagið tilkynnti í nóvember síðastliðnum, að frá því í október árið 1978 og júní á liðnu ári hefðu tólf þúsund sjófuglar farizt í sextán tilteknum olíuslysum. Öll voru þau þannig að olía hafði mengað fjöruborð við Bretlandseyjar. Alvarlegasta slysið varð við strönd Norður-Skotlands inn af Orkneyjum og Hjaltlandseyjum. Þar urðu sjö þúsund fuglar olíubrákinni að bráð. Umhverfisverndarmenn segja að þessar tölur um dauða fugla séu byggðar á tölu þeirra fuglahræja sem fundizt hafi. Raunverulegar tölur um dauða fugla hljóta því að vera mun hærri. Því ekki finnast þeir allir. Er olíuskipið Amaco Cadiz strandaði í fyrra, fundust nærri fimm þúsund fuglshrae, sem lent höfðu í olíubrák frá skipinu. Í þessu tilfelli er einnig talið fullvíst, að mjög vanti upp á að raunveruleg tala dauðra fugla sé kunn. Vitað er að fugladauði úti á Norðursjónum sjálfum er einnig mun meiri en tala þeirra hræja serú finnast segir til um. Þar lenda margir fuglanna i olíuflekkjum, sem berast frá olíuleiðslum og olíuborpöllum. Umhverfisverndarmenn og fugla- vinir segja einnig að annar háski stefni að fuglum á Norðursjó. Er það er olíuvinnslumenn brenna leifar olíu eða kveiki í olíu og gasrennsli úr olíulindum en það mun af einhverjum ástæðum vera liður í að beizla holurnar. Sjófuglar á ferð setjast margir á borpalla á leið sinni yfir Norðursjóinn en brenna siðan margir er eldurinn brýzt út. Um tölu þeirra fugla sem farast á þennan hátt ermjögerfitt að segja. Konung- lega brezka fuglaverndarfélagið fullyrðir að allt að tíu þúsund fuglar geti farizt í einum olíueldi séu fuglarnir ekki hraktir á brott áður. British Petroleum — BP olíufélagið — viðurkennir að vart hafi orðið við fugladauða af völdum starfsemi oliu- og gasvinnslumanna. Talsmenn félagsins vilja þó ekki viðurkenna að málið sé eins alvarlegt og umhverfis- verndarmenn vilja vera láta. BP er eitt umsvifamesta olíufyrirtækið á Norðursjávar olíusvæðinu. Fulltrúar brezka umhverfisráðsins eru sagðir hafa áhyggjur af þvi að nokkrar fuglategundir hafi orðið verr fyrir barðinu á oliu og gasdauðanum en aðrar. Er jafnvel talið að þeim sé hætt við útrýmingu af þessum sökum. Má þar nefna álkutegund eina, sem sögð er una sér við það Iöngum stundum að syiida um hafið. Er henni að sögn einkum hætt við að lenda í oliubrák, sem festist í fiðri fuglanna og getur þá farið svo að þeir geti ekki hafið sig til flugs á nýjan leik. Norðursjávarolíusvæðin liggja þar sem mikill fjöldi farfugla á leið um á hverju ári til og frá uppeldis- stöðvum sínum. Má þar telja teistuna, sem syndir árlega til Noregs með unga sína frá skozku eyjunum. Þar unga þær út eggjum sínum og koma ungunum á legg. Verði teistan fyrir olíubrák á þessum ferðum sínum verður fátt henni til bjargar. í væntanlegri rannsókn vísinda- manna verður reynt að kynnast sem bezt fuglalífi á Norðursjónum og þannig að kortleggja þau svæði hafsins þar sem þeir halda sig helzt. Síðan yrði þá hægt að taka tillit til þessárar vitneskju við núverandi oliuvinnslu og einnig slíka starfsemi í framtíðinni. Áætlaður kostnaður er talinn vera jafnvirði 200 milljóna islenzkra króna. Verður hann greiddur af brezka rikinu og viðkomandi oliufélögum eins og áðut sagði. Umhverfisverndarmenn segja að rannsóknin verði aðeins fyrsta skrefið í áframhaldandi starfi. Niðurstöðurnar eigi síðan að nota til að sýna olíufélögunum svart á hvítu að þau verði að taka meira tillit til umhverfismála en hingað til hefur verið gert.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.