Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. Veðrið Suðvestanlands er gert ráö fyriri sunnan kalda og rigningu f dag. Gengur í kvöld f sunnan eða suð- vestan átt og slyddu. Kkikkan sex f morgun var mostur hiti á Gufuskálum og Stórhöfða 4 stig, en minnstur hiti var á Höfn í Hornafirði 1 stig. | Veöur kiukkan sex í morgun:, Reykjavfk suöaustan 1, rigning og 3 stig, Gufuskálar vostan 1, rigning og 4 stig, Galtarviti suöaustan 1, slydda og 2 stig, Akureyri sunnan 1, skýjað og 2 stig, Raufarhöfn hœgviðri, skýjað og 2 stig, Dalatangi suðvestan 1, skýjað og 3 stig, Höfn f Hornafirði hœgviöri, skýjaö og 1 stig og Stór- höfði í Vestmannaeyjum sunnan 4, rigning og 4 stig. Þórshöfn f Færeyjum vestan 1, skýjað, og 5 stig, Kaupmannahöfn vestan 1, láttskýjað og —6 stig, Osló hægviðri þoka og —7 stig, Stokk- hólmur suðvestan 2, léttskýjað og —1 stjg, London noröaustan 1, skýjað og 2 stig, London norðaustan 1, skýjaö og 2 stig, Hamborg hægviðri, frost- þoka og —10 stig, Parfs noröaustan 1, lóttskýjað og —4 stig, Madrid hæg- viðri skýjað og 2 stig, Lissabon norð- austan 1, léttskýjað og 5 stig og New York norðaustan 2, skýjað og 3 stig. Andlát Einar Óli Guðfinnsson, sem lézt þann 7. janúar sl., var fæddur 16. júlí 1961. For- eldrar hans eru hjónin Guðbjörg Einars- dóttir og Guðfinnur Sigurðsson lög- regluþjónn. Einar verður jarðsunginn í dag kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Vésteinn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar hf., andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík sl. þriðjudag af völdum hjartaáfalls. Vésteinn var fæddur 1914 að Hesti, Önundarfirði, sonur hjónanna Guð- mundar Bjarnasonar bónda og Guðnýj- ar Arngrimsdóttur. Vésteinn tók stúd- entspróf í Reykjavík 1935 og próf í efna- verkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1940. Hann starfaði við niðursuðuverk- smiðju og önnur störf tengd fiskiðnaði og var síðan verkfræðingur hjá síldar- verksmiðju Kveldúlfs hf. á Hjalteyri frá 1941 og verksmiðjustjóri á Hjalteyri frá 1947—1967. Jafnframt leysti hann ýmis verkefni á sviði síldveiða og síldar- iðnaðar á vegum stjórnvalda og hags- munasamtaka. Hann var kosinn í hreppsnefnd Amarneshrepps 1946 og var hreppstjóri 1957—1967. Árið 1967 var Vésteinn ráðinn framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. og fluttist þá búferlum til Mývatnssveitar. Starfaði hann siðan við uppbyggingu og rekstur kísilgúrverk- smiðjunnar. Kom það i hans hlut að leysa ýmsa tæknilega byrjunarörðug- leika við rekstur verksmiðjunnar og að koma rekstri hennar á farsælan grund- völl.. Vésteinn var tvíkvæntur og lætur eftir sig 6 uppkomin börn. Eftirlifandi eiginkona hans er Valgerður Árnadóttir frá Hjalteyri. Jón Stefán Guðmundsson, Hátúni 4, lézt 15. janúar. Ingimar Árnason, sem andaðist 12. jan., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju á laugardag kl. 10.30. Guðbergur Daviðsson, Leifsgötu 25, sem andaðist 13. janúar, verður jarð- sunginn á morgun, föstudag, kl. 15 frá Fossvogskirkju. Gunnar I.H. Júliusson vélvirki verður jarðsunginn á morgun kl. 10.30 frá Foss- vogskirkju. Kristfn Flygcnring verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 13.30. Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni Bæjarmálafundur Alþýðubandalag Akraness og nágrennis heldur almennan félagsfund mánudaginn 21. jan. nk. Dag- skrá: 1. Bæjarmálin. 2. Kosning í árshátiðarnefnd. 3. önnur mál. Alþýðubandalagið á Húsavík Aðalfundur verður haldinn i Snælandi sunnudaginn 20. jan. kl. 16.00. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. önnur mál. Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur verður haldinn í fundarsal Egilsstaða- hrepps miðvikudaginn 23. jan. kl. 20.00. 1. F^indar gerð síðasta fundar. 2. Vetrarstarf félagsins. 34. Fjár mál félagsins. 4. Útbreiðsla vikublaðsins Austurland. 5. -Hreppsmálaráð. 6. Flokksráðsfundur. 7. önnur mál. Akranes Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna A.kranesi heldur fund fimmtudaginn 17. janúar kl. 20.30 i Félagsheim- ili framsóknarmanna. Dagskrá. 1. Bæjarmálin. 2. önnur mál. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Aðalfundur félagsins verður haldinn i ÁNINGU fimmtudaginn 24. jan. kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar: Mætið velogstundvislega. Aðalfundur Félags framsóknar- kvenna Reykjavík verður haldinn að Rauðarárstíg 18 (kjallara) fimmtu- daginn 24. jan. 1980 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Athygli skal vakin á þvi að tillögur um kjör i trúnaðarstöður á vegum félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, Rauðarárstíg 18. Mætið vel! Kosningafagnaður Framsóknarfélögin í Vestur-Húnavatnssýslu halda kosningafagnað i Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagin 19. jan. kl. 21. Allir velkomnir. Herstöðvaandstæðingar Akureyri Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri hafa opið hús i Einingarhúsinu að Þingvallastræti 14 fimmtu- daginn 17. janúar kl. 20 til 23 (8 til 11 e.h.) Kaffi. veitingar og uppákomur. öllum er frjálst að koma með efni til flutnings ef þeir lumaáeinhverjusliku. Aðalfundur Sjálfstæðisféiags Grindavíkur verður haldinn sunnudaginn 20. janúar kl. 14. í Festi litla sal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kaffiveitingar. 3. önnur mál. Kosningafagnaður Framsóknarfélögin í Vestur-Hú >a\atnssýslu halda kosningafagnað í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 19. janúar kl. 21. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum heldur almennan félagsfund sunnudaginn 20. jan. 1980 kl. 14.00 i húsnæði félagsins. Fundarefni: Hreppsmál Borgarness Fræðslustarf félagsins. Stjórnarmyndunarviðræður og Viðhorfin framundan. önnur mál. Skúli Alexandersson kemur á fundinn. Herstöðvaandstæðingar — Akureyri Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri hafa opið hús i Einingarhúsinu að Þingvallastræti 14, fimmtu- daginn 17. janúar kl. 20 til 23 (8 til 11 e.h.) Kaffi, veit- ingar og uppákomur. öllum er frjálst að koma með efni til flutnings ef þeir luma á einhverju slíku. Hjálpræðisherinn almenn samkoma i kvöld kl. 8.30. Undirforingjarnir stjórna og tala. Allir velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma verður i Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. — Halldór S. Gröndal. Fíladelfía Gúttó Hafnarf irði Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Söngur og vitnis- burðir. Fíladelfía Reykjavik Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ungt fólk talar og syngur. Söngstjórik Clarence Glad. Bænastaðurinn Fálkagötu 1 Samkoma í kvöld kl. 8.30. Spitakvöld Félag Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi — Spilakvöld félagsvist fimmtudag 17. janúar kl. 20. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Mætum stundvislega. Safnaðarheimili Langholtssóknar Spiluð veröur félagsvist i safnaðarheimilinu við Sól heima í kvöld kl. 21. Slik spilakvöld verða áfram i vetur á fimmtudagskvöldum. Allur ágóði rennur til kirkjubyggingarinnar. Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi — Spilakvöld Við hefjum félagsvistina í kvöld, fimmtudag 17. janúar, kl. 20. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Farfuglar Aðalfundir Farfugladeildar Reykjavíkur og Bandalags islenzkra farfugla verða haldnir laugardaginn 19. janúar 1980 kl. 14.00 að Laufásvegi 41. Venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur verður haldinn í skurðhjúkrunarfélaginu fimmtu- daginn 24. jan. á Landspitalanum (hliðarsal v/matsal) kl. 20.00. Farfuglar Aðalfundir FarfugladiiluiirReykjavíkur og Bandalags islenzkra farfugla verða haldnir laugardaginn 19. janúar 1980 kl. 14. að Laufásvegi 41. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnirnar. Aðalfundur Sunddeildar KR verður haldinn i KR heimilinu sunnudaginn 20. jan. kl. 17. AD KFUM Fundur i kvöld kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2b. Fram tiðarhorfur KFUM, Sigurður Pálsson formaður KFUM. Allir karlmenn velkomnir. Ársfjórðungsfundur Rauðsokka verður í kvöld kl. 20.30 i Sokkholti. FR deild-4 Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 19. jan. 1980 að Hótel Esju, 2. hæð kl. 13.00. Fundarefni: Nýútgefin reglugerð um 27MHZ tíðnis- viðið. önnur mál. Sálarrannsóknarfélag íslands Félagsfundur verður að Hallveigarstöðum fimmtu-. daginn 17. janúar nk. kl. 20.30. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson flytur erindi. Stofnfundur Rauða kross deildar Strandasýslu verður haldinn laugardaginn I9. janúar nk. kl. 16 i grunnskólanum, Hólmavík. Fulltrúi RKl kemur á fundinn. Kaffiveitingar. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur kynningarfund að Háaleitisbraut I3 nk. fimmtudagskvöld 17. jan. kl. 20.30. Ágústa Ágústsdóttir og Jónas Ingimundarson á Háskólatónleikum Þriðju háskólatónleikar vetrarins verða haldnir laugardaginn 19. janúar 1980 kl. 17 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Aðgangur er öllum heimill ogkostar I500krónur. Að þessu sinni syngur Ágústa Ágústsdóttir við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Ágústa Ágústs- dóttir hefur á undanförnum árum haldið fjölda tón- leika viðs vegar um landið og Jónas Ingimundarson er löngu vel þekktur fyrir pianóleik sinn. Á tónleikunum verður frumfluttur nýsaminn laga- flokkur eftir Átla Heimi Sveinsson sem hann nefnir Smásöngva. Á efnisskránni eru einnig sönglög eftir Skúla Halldórsson, Hallgrim Helgason, Jón Þórarins- son, Þórarin Guðmundsson og Franz Schubert. Kvikmyndir Kvikmyndaýning MÍR Kvikmyndasýning verður í MÍR-salnum, Laugavegi 178, laugardaginn 19. janúar kl. 15. Sýndar verða tvær sovézkar heimildarkvikmyndir; fjallar önnur um leiklistarlíf í Sovétrikjunum og hin um rithöfundinn og leikskáldið Anton Tsékhov, cn 120 ár eru liðin hinn 29. þ.m. frá fæðingu hans. Skýringartal er með myndunumá norsku. Farfuglar — Leðurvinnunámskeið hefst aftur fimmtudaginn 17. janúar kl. 20—22 að Laufásvegi 41, sími 24950. Skagfirðingafélagið Þorrablót að Staða Ytri-Njarðvik I9. janúar I980 Skemmti atriði: Hljómsveit Stefáns P. Miöasala i Vörðunni i Reykjavik, Evubæ Keflavik og Sigurði Sveinbjörns- syni Grindavik, miðvikudaginn 16. janúar. Gleðjumst i Stapanum. Hópferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 18.00. Trésmiðir — Kaupaukanámskeið Námskeið í notkun véla, rafmagnshandverkfæra og yfirborðsmeðferð viðar hefst í Iðnskólanum mánu- daginn 28. jan. 1980 og stendur í þrjár vikur. — Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga, miðviku- daga og föstudaga kl. 17—21 og laugardaga kl. 14— 18. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. jan. til skrifstofu Tré- smíðafélags Reykjavikur, Hallveigarstíg l. Henna hársnyrtivörur Guðný Gunnlaugsdóttir hárgreiðslumeistari Ieiðbeinir viðskiptavinum um val og notkun á Henna hársnyrti- vörum í dag, fimmtudag kl. I—6. Ingólfs Apótek, Hafnarstræti 5. Heimilisiðnaðar- skólinn Laufásv. 2. Námskeið eru að hefjast i þessum greinum: halasnælduspuni, knipl, hyrnuprjón, dúkaprjón, þjóðbúningasaumur, myndvefnaður, glitvefnaður, refilsaumur, augn- saumur. Innritun fer fram mánudaga og þriðjudaga kl. I0—12 ogfimmtudaga kl. 14—I6.að Laufásvegi 2. Þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið laugardaginn 26. janúar í Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 19.30. Húsiðopnaðkl. 19.00. Þjóðarréttur Spánverja Paellaog diskótek í Síðumúla 11, laugardaginn 19. jan. Húsið opnað kl. 20.30 og lokað kl. 21.30. Miðar verða seldir 16.. 17. og I8. jan. i Veiðimanninum, Hafnar- stræti 5, (Tryggvagötumegin). Verð kr. 3.500.- Skákþing Suðurnesja I980 hefst i kvöld, 17. jan. kl. 20. Teflt verður að venju í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sú breyting verður nú á, að auk keppni i hinum venjubundriú flokkum, verður teflt i „opnum flokki". Hugmyndin að baki þeirrar nýbreytni er sú, að hvetja til þátttöku, þá sem lítt eru reyndir i mótum og sömuleiðis þá, sem vilja sýna og sanna, að þeir séu ekki farnir að ryðga í listinni, þótt skákmót hafi ekki freistað þeirra um nokkurt skeið. I „opna flokknum" verður teflt einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 20. Umhugsunartími verður l klst. I meistaraflokki verður teflt tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga. Þar verður umhugsunartimi 2 klst. Fyrirkomulag i unglingaflokki verður afráðið þegar þátttaka er ljós en þar hefst keppni einnig i kvöld kl. 20 í Fjölbrauta- skólanum. 45 ára afmælishátíð Félags bifvélavirkja verður haldin föstudaginn 18. janúar I980 i Vikinga sal Hótels Loftleiða og hefst með borðhaldi kl. 19.15. Skemmtiatriði og dans á eftir. Miðar seldir á skrifstofu FB. Ein frægasta leikkona Finna í heimsókn í nasstu viku kemur hingað til lands ein frægasta leikkona Finna, May Pihlgren, og les upp i Þjóðleik- húsinu og Norræna húsinu. May Pihlgren er Finnlandssænsk og hefur starfað viðSænska leikhúsiði Helsingfors siðan I924. Árið I948, þegar íslenzkir leikarar fóru til Helsing fors og sýndu Gullna hliðið, var Pihlgren einmitt meðal þeirra sem tóku á móti islenzka listafólkinu. Hún var þá almennt talin fremsta leikkona sænsku- mælandi Finna og er enn. Hún er ekki lengur fast- ráðin við leikhúsið fyrir aldurs sakir. en leikur enn mikið bæði í Sænska leikhúsinu og i útvarpi og sjón- varpi. Meðal frægra hlutverka May Pihlgren á leiksviði eru: Sén Te i Góðu sálinni i Sesúan eftir Bertolt Brecht, Nóra i A Touch of the Poet eftir Eugene O’Neill, Arkadina í Máfinum og Masja i Þrem systr- um eftir Anton Tsjekhov, Alice i Play Strindbcrg, Martirio í Hús Bemörðu Alba eftir Lorca, Miss Gil- christ i Gisl eftir Brendan Behan, Gina Ekdal i Villi- öndinni eftir Ibsen, Nastja i Náttbólinu eftir Gorki o.fl. og hún er i hópi þeirra örfáu leikkvenna, sem hafa leikiðÓfeliu í Hamlet i Krónborgarkastala. íslenzkum sjónvarpsáhorfendum mun hún vera kunn úr aðal hlutverkinu í Márta Larsson 60 ára eftir Bengt Ahl fors, sem mikla athygli vakti fyrir nokkrum árum. í fyrra lék hún i finnska útvarpinu annað aðalhlut- verkið í Gullbrúðkaupi eftir Jökul Jakobsson og i leik stjórn Sveins Einarssonar. May Pihlgren er rómaður Ijóðatúlkari og hér mun hún lesa Ijóðeftir Finnlandssænsk skáld. Hún les í tví- gang i Norræna húsinu.en i Þjóðleikhúsinu hefur hún uppelstrarkvöld á litla sviðinu fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30. Lýst eftir Jóni Gíslasyni Lýst er eftir dr. Jóni Gíslasyni, fyrr- verandi skólastjóra Verzlunarskólans, til heimilis að Úthlíð 5, Reykjavík. Jón er sjötíu ára að aldri, gráhærður og lágvax- inn. Hann gengur venjulega álútur og nokkuð stífur í baki. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Jóns Gíslasonar eftir kl. 22.00 15. þessa mánaðar eru beðnir að láta lögregluna vita. Lýst eftir konu Lögreglan í Ámessýslu lýsir eftir Lovísu Sigfúsdóttur, Laufhaga 5 Selfossi, 33 ára. Hún er 174 sm á hæð, fremur Ijósskolhærð. Lovísa fór að heiman frá sér kl. 18 í gærdag. Hún er klædd í brúna hettu- úlpu, Ijósbrúnar flauelsbuxur, er í svörtum kuldastígvélum og gengur með gleraugu. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ferðir Lovísu eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Árnes- sýslu. Síðast sást Lovísa á gangi á Suður- landsvegi móts við Árbæjarafleggjara. ■GAJ. Vopnfirðingar Munið hið árlega þorrablót Vopnfirðingafélagsins, sem haldið verður i Lindarbæ föstudaginn 18. jan. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kristilegt sjómannastarf Nýlega er komið út ársrit Kristilega sjómannastarfs- ins, Vinur sjómannsins, fyrir árið 1979, 9. árgangur. Ritiðer að þessu sinni 24 blaðsiður, fjölbreytt aðefni. Vinur sjómannsins er gefinn ókeypis um borð í skip og sendur á sjómannastofur viða um heim. Annars kostar blaðið kr. 500 í lausasölu og fæst á skrifstofu Kristilega sjómannastarfsins að Bárugötu 15. Ritstjóri og ábm. ritsins er Sigurður Guðmundsson. Einnig eru nýútkomnir i endurútkomu sjómanna- skildirnir tveir, er áður hafa komið út og verið upp- seldir um tima en upplagið er að þessu sinni tak- markað. Þá hefur Kristilega sjómannastarfið gefið út nýjan og fallegan sjómannaveggskjöld, en hann er teiknaður af Tómasi Tómassyni listamanni eins og fyrri vegg skildirnir. Sjómannaskildirnir allir fást nú á skrifstofu sjó- mannastarfsins að Bárugötu 15, en skrifstofan er opin daglega frá mánudegi til föstudags; frá kl. 15—17, en þeir kosta kr. 6000 hver skjöldur. Foreldrafélag barna með sérþarfir þakkar stuðning Foreldrafélag barna með sérþarfir sendir stuðnings- mönnum sínum óskir um gleðilegt ár og þakkar um leið öllum þeim, sem stutt hafa félagið við fjáröflun sina með söfnunarbaukum á liðnu ári. Féð er notað til reksturs gistiheimilis i Brautarholti 4. fyrir foreldra sem koma utan af landi með börn sin til meðferðar. Gengið GENGISSKRÁNIIMG NR. 10-16. JANÚAR 1980 Ferðmanna- gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 *" Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 398,40 399,40 439,34 1 Storlingspund 907,95 910,25* 1001,28* 1 Kanadadollar 341,75 342,65* 376,92* 100 Danskar krónur 7370,80 7389,10* 8128,01* 100 8084,40 8104,70* 8915,17* 100 Sænskar krónur 9601,65 9625,75* 10588,33* 100 Rnnsk mörk 10776,35 10803,35* 11883,69* 100 soze./b 9854.45* 10839,90* 100 1417,75 1421,35* 1563,49* 100 Svissn. frankar 24912,50 24975,00* 27471,50* 100 Gyllini 20873,40 20925,80* 23018,38* 100 V-jþýzk mörk 23157,45 23215,55* 25537,11* 100 Lfrur 49,38 49,50* 54,45* 100 3206,40 3214,50* 3535,95* 100 Escudos 798,40 800,40* 880,44* 100 Pesetar 603,15 604,65 665,12 ipo 1 Yen Sérstök dráttarróttindi 166,83 526,96 167,25* 528,28* 183,98* * Broyting frá síðustu skróningu. Simsvari vegna gengisskróningar 22190

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.