Dagblaðið - 24.01.1980, Síða 3
Hættum að
ofsækja
landbúnað
S. J. iiringdi:
Núna, þegar ljósl er orðið að
landið er að verða samgöngulaust við
útlönd, held ég að timi sé til kominn
fyrir ráðamenn að gera sér grein fyrir
mikilvægi landbúnaðarins.
Það hefur verið að koma í ljós
síðustu vikur og mánuði að flugsam-
göngur okkar við útlönd geta
brugðizt þá og þegar, jafnvel þótt
langt sé liðið á 20. öldina. Það er því
möguleiki að íslenzka þjóðin geti að
meira eða minna leyti einangrazt
án þess að til styrjaldar komi. Á hitt
er líka að líta að það er allt annað en
friðvænlegt í heiminum um þessar
mundir.
Þetta ætti að sýna okkur fram á
ntikilvægi þess að við getum verið
sjálfum okkur nóg i fæðuöflun. Við
skyldum þvi hætta ofsóknum á
hendur landbúnaðinum og reyna
frekar að styðja við bakið á þessum
þýðingarmikla atvinnuvegi.
Bréfritari ræðir um mikilvægi
landbúnaðarins.
_ #
Bryndis og brandarabankastjórinn.
Raddir
lesenda
Stundin okkar og Bryndís Schram:
Gagnrýnin
byggist á
afbrýöisemi
,,F,inn af mörgum aðdáendum Bryn-
disar Schram" hringdi:
Það hafa nokkrir verið að setja út
á barnatímann í sjónvarpinu og sagt
að hann væri aðeins orðinn fyrir
pabbana.
Ég vil nota tækifærið og þakka
Bryndjsi Schram fyrir hvað henni
tekst að hafa mikla fjölbreytni í
barnatímunum og gæða þá miklu lifi.
Á mínu heimili voru börn og full-
orðnir að mestu hætt að fylgjast með
barnatímanum. Það var oftast sami
grautur í sömu skál. Í dag er Stundin
okkar orðin eitt vinsælasta efnið sem
sjónvarpið býður upp á.
Er nokkuð athugavert við að Bryn-
dísi hafi tekizt með sinni töfrandi
framkomu að fá pabbana til að setj-
ast við hliðina á börnunum? Það
leynir sér ekki, að börnin fá flest eitt-
hvað við sitt hæfi. Ég á þá ekki við
börn sem eru nýfarin að skriða. Þessi
gagnrýni sem hefur komið fram
byggist fyrst og fremst á því að það
eru einstakar konur sem eru fullar af
afbrýðisemi út í Bryndisi fyrir hvað
hún er „sexi” og þær geta ekki unnt
okkur pöbbunum að njóta þess að
horfa á hana.
Kvikmyndahúsin:
0f lítið eftirlit
Margrét Sigurðardóttir hringdi og
kvaðst vilja taka undir það sem sagl
var í lesendabréfi i DB á mánudaginn
um skrílslæti unglinga í kvikmynda-
húsum.
„Erlendis er þessu öðruvisi farið.
Þar er þeim sem er með ólæti eða
drukkinn umsvifalaust visað á dyr.
Hérna er alltof litið eftirlit.”
Neskaup- Al '
staður: Uhr6lllt I
pokahominu?
Pélur Óskarsson, Neskaupstað,
hringdi:
Ég ætla að vekja athygli lands-
manna á því að á sama tíma og ein-
staklingar þurfa að standa skil á
sínum gjöldum til rikis og bæja þá
heldur bæjarstjórinn á Neskaupstað
eftir af launum fólksins sem vinnur
hjá honum. Hann heldur því eftir
sem fólkið á að borga til fógeta og
hann virðist komast upp með að skila
því ekki.
Það er staðfestur grunur minn að
hann skuldi tæpar 6 milljónir til
fógeta.
Þá langar mig að beina þeirri
spurningu til verðlagsyfirvalda
hvernig standi á því að umboðs-
niaður Ölgerðar Egils Skallagríms-
sonar á Austurlandi komist upp með
að selja hvern kassa af öli 300 kr.
dýrari en aðrir. Umræddur umboðs-
maður er formaður Verkalýðsfélags
Norðfjarðar og hann stundar það að
vera með óhóflega hátt verð á gos-;
drykkjum.
Stundin okkar:
11 árakominn
ípabbahópinn
Fríða hringdi og sagði að sér þætti
gagnrýnin á Bryndísi Schram hafa
gengið út í öfgar. „Væri æskilegra að
þeir sem stjórnuðu sjónvarpsþáttum
litu illa út og hefðu slæma fram-
komu? Ég á 11 ára strák sem er mjög
hrifinn af Stundinni okkar. Kannski
er hann kominn í pabbahópinn.
Mér finnst stjórn Bryndísar á
Stundinni vera mjög góð og hefur
þátturinn verið mjög fjölbreytilegur
og fyrir ýmsa aldurshópa. Eg held að
fólk öfundi hana bara.”
Alhugasemd DB:
Fleiri aðilar hafa hringt og hrósýð
Stundinni okkar undir stjórn Bryn-
disar. Að gefnu tilefni vill DB taka
fram að Guðrún Guðlaugsdóttir, sem
skrifaði um Stundina okkar í DB 17.
janúar og kallaði hana pabbatíma, er
ekki Guðrún Guðlaugsdóttir dag-
skrárfulltrúi útvarpsins.
Leiðrétting
Nafn Jónasar Gunnarssonar, for-
manns Félags matvörukaupmanna,
misritaðist á lesendasíðu DB sl.
þriðjudag. Þar er hann sagður Guð-
mundsson sem er rangt. Er Jónas
beðinn velvirðingar á mistökunum.
Stutt
og
skýrbref
á o0 bréf eiga að vera stutt ug skýr.
Áskitinn er fuilur réttur til u<)
stytta hréf og umorða til að spara
rtim og koma efni betur til skila.
Bréf cettu helzt ekki að vera lengri
cn 200—300 orð.
Simatími lesendadólka DU er
milli kl. 13 og 15 frá mánudögum
til fóstudaga.
Enn einu sinni minna lesenda-
dálkar DB alla þá, er hyggjast
senda þœttinum línu, að láta fylgja
fullt nafn, heimilisfang, símanúmer
(ef um það er að ræða) og nafnnúm-
er. Þetta er lítil fyrirhöfn fyrir bréf
ritara okkar og til mikilla þæginda
fyrir DB.
Lesendur eru jafnframt minntir
✓
Spurning
dagsins
Spilarðu bridge?
Viktor Guðmtindsson, nemi i Verzl-
unarskólanum: Nei, það geri ég ekki.
Ég kann ekki bridge, það er aldrei
spilað á heimilinu.
Ásgeir Ingólfsson íþróttakennari:
Svona örlilið. Mér finnst spilið
skemmtilegt og ég hef kcppt i því öðru
hvoru.
Þuríður Jónsdótlir húsmóðir: Nei, ég
kann það ekki. Ég þekki þó nokkuð
marga sent kunna bridge en ég held
ekki að mér standi neitt til boða að
læra hjá þeim.
Hafsteinn Jósepsson bifvélavirki: Nei,
ég spila ekki bridge. Ég kann ekki spilið
og hef aldrei spilað það. En vel getur
verið að ég skelli ntér úl í að læra það.
Geslur Hjallason, vinnur i Hagkaupi:
Nei. Ég veit svona rétt um hvað spilið
snýst cn ég hef ekki dottið i að læra það
cnn.
Sverrir Gunnarsson, vinnur i Hag-
kaupi: Nei, ég kann það ekki. Áhuginn
er takmarkaður en aldrei að vita nema
hann kvikni og maður læri þetta.