Dagblaðið - 24.01.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980.
?M
Erling Edwald, lyfsölustjóri Lyfjaverzlunar rfkisins.
ofan i flöskuna, jvrátt fyrir allar
varúöarráðstafpnir, á sér ekki Iifs
von þó að tappi sc kominn á sinn
stað. Úr áfyllingarherberginu liggur
leið flasknanna i einhvfrs konar ofn.
Þar cru flöskurnar og innihald (reirra
hitað i 120 gráður C og þeim hita
haldið í 20 minútur. Þá þrekraun
standast engar bakteríur.
Síðasta prófraunin fer fram að
lokinni hitun. Hver flaska er grand-
skoðuð í gegn um Ijós og kannað
hvort i henni leynist sprunga. Eða
hvort eitthvað torkennilegt er við
innihaldið. Ef minnsti vafi leikur á að
varan sé i fullkomnu lagi, er hún
tekin til hliðar. Þær flöskur sem
standast prófun lenda i kössum og
hafna á lager. Þeirra biður það
göfuga hlutskipti að koma sjúkum til
hjálpar.
Verkjatöflur í
f yrsta sæti
Á hæðinni fyrir neðan lá leiðin i
gegn um töfludeildina. Þar eru
búnar til ótal tegundir af smáum og
stórum töflum. Sun.ar eru húðaðar i
verkfæri, er liktist helzt lítilli
steypuhrærivél. Starfsmenn á
deildinni framleiða eitthvað á annað
hundrað tegundir af töflum. Og
hvaða töflur skyldi landinn oftast
láta ofan i sig?
,,Við búum til langmest al'verkja-
töflum, codymagnyl. Og vitamínin,
einkum C, eru lika framleiddd i
slórum stil,” sagði Hanna Maria
Siggeirsdóttir.
-ARH.
Handan glugganna eru þrjú herbergi dauðhreinsuð og DB-mönnum, útbiuðum I
bakterium, var eðlilega ekki hleypt þangað inn. Þar er tappað á flöskur innspýt-
ingarlyfi fyrír sjúkrahúsin. Fremst á myndinni er Jón O. Edwald yfirlyfja-
fræðingur. Fjær (með höfuðfat) er Ásbjörn Sveinsson deildarlyfjafræðingur.
Um Ijóðskáld
13
■\
Guöbergur Bergsson — Saga af manni sem
fékk flugu í höfuðiö.
Helgafell, 1979,140 bls.
Fyrir réttum áratug kom út smá-
sagnasafnið Hvað er eldi Guðs eftir
Guðberg Bergsson þar sem höfundur
hélt áfram þeirri smásmugulegu út-
listun á mannlífi og mórum i sjávar-
plássinu sunnlenska sem hófst fyrir
alvöru í Ástum samlyndra hjóna,
annó 1967. Þetta eru hrolli blandnar
sögur þar sem hið furðulega og hið
hvunndagslega ganga í eina sæng
saman, eins og titt gerist þegar Guð-
bergur á í hlut.En ein þessara sagna
sker sig úr bæði hvað efnivið og úr-
vinnslu snertir: Andrókles og Ijónið.
Þar snýr Guðbergur uppiloft þessari
fornu dæmisögu og leiðir hana
þannig til lykta að Andrókles vill
ólmur taka sér bólfestu til fram-
búðar í maga ljónsins eftir stutt
aðlögunartímabil en Ijónið vill hins
vegar ekkert með mannkertið hafa
eftir slæmar meltingartruflanir af
hans völdum.
Ný fabúla
Af yfirskrift sögu þessarar má ráða
að Guðbergur sé með þessu að ráðast
á þá „fláráðu kenningu” að allir
menn (og dýr?) séu bræður en eins og
svo oft skeður i sögum höfundar
verður fantasian boðskapnum yfir-
sterkari, eftir stendur ný fabúla,
vitnisburður um það haldreipi hvers
höfundar sem aldrei má bregðast
hvernig sem vindarnir blása, sjálft
imyndunaraflið. í seinni tið hefur
manni virst sem Guðbergur væri að
losa sig við allar kreddur og kenni-
setningar, bæði i skáldskap og þjóð-
félagsmálum, og haldi nú fram al-
mætti imyndunarinnar — hún sé eina
sáluhjálp rithöfundar i „fláráðum”
heimi og af henni megi aldrei slá.
Kannski þetta sé að hluta kjölfesta
nýjasta ritverks Guðbergs, Sögunni
af manninum sem fékk flugu í
höfuðið, en þvi nefndi ég Andrókles
karlinn hér í upphafi að söguhctjan,
rithöfundurinn Andri, virðist ein-
hvern tíma hafa heitið Andrókles og
hafa skrifað söguna um sjálfan sig og
ljónið — og endar í maga ímyndaðs
Ijóns.
Handbendi ytri afla
Hér er Guðbergur kominn í ærsla-
fullan leik við lesandann en itrekar
einnig að öll sín skrif séu samtengd,
tilbrigði um sömu meginstefin, hvort
Guöbergur Bergsson
;sem hæstvirtur lesandi kemur auga á
þau eður ei. Við skulum einnig taka
nótis af því að Sagan af manni er til-
einkuð annarri bók höfundar, um
Hermann og Didi, en þar koma
hjónabandserjur talsvert við sögu.
Þeir sem gaman hafa af slikum
gátum geta svo farið af stað. En
tvennt er a.m.k. samejginiegt með
þeim Andra og Andróklesi fyrri sög-
unnar. Báðir eru istöðulausir, nánast
handbendi ytri afla, — en þetta er
einnig einkenni á mörgum öðrum
persónum í bókum Guðbergs.
Andrókles er Ijóninu undirgefinn í
cinu og öllu en Andri hagar seglum
eftir vindi rittískunnar sem dýrin i
bókinni eru líkast til tákn fyrir. Fyrst
fær hann stórkostlega hugmynd í
kollinn, fluguna, og þykist alsæll, en
fluguna étur fugl, köttur étur
fuglinn, hundur étur köttinn, hund-
inn étur Ijón sem i ofanálag gleypir
höfund sjálfan.
Meiri kúnstir
Mottóið, ef eitthvert er (og ekki eit
allt sem sýnist í bókum
Guðbergs. . .jgætiverið: Fylgiðekki
tískunni, ræktið eigin garð. En hér
komum við inn á önnur sameinkenni
— hinar stöðugu myndhverfingar eða
umbreytingar, en þær kúnstir hófust
fyrir alvöru í verkum Guðbergs með
Tómasi Jónssyni, metsölubók, ef ég
man rétt. Ljónið og Andrókles skipt-
ast á hlutverkum í sifellu, verða
reyndar eitt á tímabili, en í Sögu af
manni má segja að eitt dýrið breytist
i annað og i hvert sinn sem það
skeður verða samsvarandi breytingar
á höfundinum Andra. Eins og vcnju-
lega í verkum Guðbergs er þetta allt
byggt upp af ýtrasta raunsæi og með
ofur hversdagslegu málfari.
En það er hægt að ganga of langt i
samanburði þvi Saga af manni sem
fékk flugu í höfuðið er urn margt sér
á parti i skrifum Guðbergs, þvi ckki
hefur hann áður rakið rithöfunda-
raunir á jafnraunsæjan og jafnframt
fanatískan hátl: basl hans við „flug-
una”, það harðræði sem höfundur
tiðum beitir fjölskyldu sina i cinæði
sínu og hin einkennilegu tengsl hans
við lesendur.
Baktal
Það er æði freistandi að heimfæra
ýmislegt sem þarna gerist upp á feril
Guðbergs sjálfs og islenskar að-
stæður, þótt hann ýti sjálfsagt ekki
undir slíka túlkun. Baktal annarra
rithöfunda um Andra ber keim af því
nöldri sem stundum hefur birst opin-
berlega um Guðberg sjálfan. Og
svipar eftirfarandi texta ekki til þess
sem „Húsmæður” höfðu unt hann
að segja á tímabili, þ.e. eftir útkomu
Tómasar Jónssonar: ,,í verkum sín-
um var rithöfundurinn oftast á ein-
hverju stjái í bakgörðum lifsins,
haldinn ósköp óyndislegu en kannski
athyglisverðu hugarfari. Best virtist
hann una sér innan um sora og fólk
sem var í senn ljótt og illa innrætt.”
(bls. 73).
í Sögu af manni gerast fullkomlega
afkáralegir og ótrúlegir atburðir. En
visa ekki ýkjur á andstæðu sina? Svo
ég taki ntér orð höfundar sjálfs í
ntunn (bls 94): „Veit sá er allt veit.
Ég er bara aumur blekþræll.”
Bók
menntir
AÐALSTEINN
INGÓLF3SON
Frjálshyggjumenn
auka hljóðbókakostinn
— „verði öðrum hvatning” segir Hannes Gissurarson
Hljóðbókadeild Blindrafélagsins
eykur segulbandakost sinn hægt en
örugglega. Talsverður hópur manna
tók umleitun Blindrafélagsins þegar
það óskaði eftir lesurum um það leyti
sem almennu skólahaldi lauk á siðast-
liðnu vori. Kennarar eiga þar lofs-
verðan hlut.
Þess má geta að Félag frjálshyggju-
manna með Hannes Gissurarson í
fararbroddi hefur lagt hönd á plóginn.
Auk hans hafa þeir Friðrik Friðriksson
og Árni Sigfússon lesið inn á segulbönd
bækur í anda frjálshyggju.
„Það er ekkert launungarmál að við
lesum upp úr bókum i anda frjáls-
hyggju,” sagði Hannes Gissurarson í
viðtali við DB. „Ég vonast til þess að
þetta verði hvatning fyrir þá sem vilja
koma til liðs við blinda fólkið. Það
þarf að eiga kost á bókum á sviði þjóð-
mála og stjórnmála eins og öðru efni.”
-BS.
»
Árni Sigfússon eykur hljóðbókasafnið
með lestri Sjálfstæðisstefnunnar. Gfsli
Helgason stendur við upptökutækin.
„Sjálfstæðisstefnan” virðist hafa komizt vel til skila I lestrí Árna Sigfússonar, ef
marka má ánægjusvip Gisla Helgasonar.