Dagblaðið - 24.01.1980, Page 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980.
---- -- -------r --— 7--
Klofinn persónuleiki
og rottudýrkandi
— f tveim einþáttungum eftir Þorvarð Helgason
Í kvöld kl. 21.20 verða fluttir í út-
varpi tveir einþáttungar eftir Þorvarð
Helgason. Nefnist sá l'yrri Þrímenn-
ingur. Höfundur leikstýrir sjálfur og
með hlutverkin þrjú fer Karl Guð-
mundsson.
Þrímenningur segir frá skrifstofu-
manni á fertugsaldri. Hann er í raun-
inni klofinn i þrjá persónuleika. í
fyrsta lagi er maðurinn sjálfur eins og
hann kemur fyrir. í öðru lagi er maður-
inn það sem hann vill vera, þurr og ró-
legur áhorfandi sem gjarnan hlustar á
Ijúfa tónlist.
í þriðja lagi er maðurinn athafna-
maður sem þráir að komast áfram og
njóta lifsins í krafti frama síns. Þessi
þrjú öfl toga manninn og teygja á milli
sin, segja honum hvað hann eigi að
gera og hvað ekki.
Síðari einþáttungurinn nefnist
Rottupabbi. Klemenz Jónsson leik-
stýrir honum og með hlutverkin fara
Rúrik Haraldsson og Jón Júlíusson.
Rottupabbi er fyrrverandi sjómaður.
Nafnið hefur hann hlotið vegna sérlegr-
ar lagni sinnar í umgengni við rottur.
Rottupabbi, sem er farinn að reskjast,
hefur rotturnar í kjallaranum hjá sér og
staupar þær jafnvel stöku sinnum.
Ungur maður kemur í heimsókn til
Rottupabba og það kemur i Ijós að þeir
eiga ýmislegt sameiginlegt.
Höfundurinn, Þorvarður Helgason
er fæddur árið 1930 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi 1952. Síðar stundaði
hann háskólanám í Flórens, Vínarborg
og París.
Þorvarður tók próf i leikstjórn, leik-
listarfræðum og frönskum bókmennt-
um i Vínarborg 1959. Dr. phil varð
hann í leiklistarfræðum 1970. Eftir það
varð hann menntaskólakennari i
Reykjavík.
Þorvarður var leikstjóri á vegum
Bandalags isl. leikfélaga og siðar hjá
Grímu. Var hann jafnframt einn af
stofnendum þess leikfélags. Þorvarður
hefur auk þess starfað sem gagnrýn-
andi bæði hjá Morgunblaðinu og Visi.
- F.I.A
Rúrik Haraldsson.
Karl Guflmundsson fer mefl þrjú hlul-
verk sem klofinn persónuleiki í einþátl-
ungnum Þrimennmgi.
Jón Júlíusson.
Útvarp
D
Fimmtudagur
24. janúar
12-00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfrcgnir. Tilkynningar.
TónleikasyTpa. Léttklasslsk tónlist, dans- og
dægurlög og lög leikin á ýmis hljóöfæri.
14.45 Til umhugsunar. Karl Helgason og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson fjalla um áfengismál.
15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Tónlistartími barnanna. Egill Friöleifsson
sér um tímann.
16.40 Útvarpssaga barnanna: „Hreinninn fót-
frái” eftir Per Westerlnnd. Margrét Guö-
mundsdóttir les (5).
17 00 Siddegistónleikar. Julian Bream, Robert
Spencer og Monteverdi hljómsveitin leika
Konsert i G-dúr fyrir tvær lútur og strcngi
eftir Antonio Vivaldi. / Hljómsveitin Phil
harmonía Hungarica leikur Sinfóníu nr. 50 i
C-dúr eftir Josef Haydn; Antal Dorati stj. /
Isaac Stcm og Flladelfiu-hljómsveitin leika
FiÖlukonsert nr. 22 I a-rnoll eftir Battista Gio-
vanni Viotti; Eugene Ormandy stj.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.Tilkynningar.
19.35 Daglegt máL Árni Böðvarsson flytur þátt-
inn.
19.40 tslenzkir einsöngvarar og kórar syngia.
20.10 Úr sonnettum Shakespeares. Hjörtur
Pálsson les úr þýðingu Daníels Á. Daníels-
sonar læknis.
20.25 Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands 1
Háskólabiól. Stjórnandi: Urs Scbneider frá
Sviss. Einieikarí: Ursuia Ingólfsson Fassbínd.
Fyrri hluta efnisskrár útvarpaö beint: a.
„Moldá”, kafli úr „Föðurlandi rnínu”, tón-
verki eftir Bedrich Smetana. b. Planókonsert
nr. 26 ID-dúr (K537) eftir Wolfgang Amadeus
Mozart.
21.20 Leikrit: Tveir einþáttungar eftir Þorvarö
Helgason (frumflutningur). 1. „Þrímenn-
ingur”. Leikstjóri: Höfundurinn. Karl Gu&
mundsson fer meö hlutverkið, sem greinist í
þrennt. 2. „Rottupabbi”. Lcikstjóri: Klemenz
Jónsson. Persónur og ieikendur:
Rottupabbi..............Rúrik Haraldsson
Ungur maður um þritugt......Jón Júlíusson
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun
dagsins.
22.35 Reykjavikurpistill. Eggert Jónsson borgar-
hagfraíðingur talar um breytingar i borginni.
23.00 Strengjakvartett nr. 15 i a-moll op. 132
eftir Beethoven. Búdapest kvartettinn leikur.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
25. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.Tónlcikar.
710 LeikfimL 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir).
8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Ðag-
skrá. Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Kristján Guö
laugsson heldur áfram lcstri þýðingar sinnar
„Veröldin er full af vinum” eftir Ingrid SjÖ-
strand (5).
9.20 l.eikfimL 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
10.25 „tg man þaó enn”. Skeggi Ásbjamarson
sér um þáttinn.
fflEgffffgffiSl
Föstudagur
25. janúar
20.00 Fréttir og veóur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir
ný dægurlög.
21.10 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Ingvi Hrafn Jónsson.
22.10 Þráhyggja. Ný, frönsk sjónvarpskvik-
mynd. Aðalhlutverk Francoise Brion og
Jacqucs Francois. Lögfræðingur nokkur hefur
fengið sig fullsaddan af ráðríki eiginkonu
sinnar og hann einsetur sér að koma henni
fyrir kattarnef. Þýðandi Ragna Ragnars
23.50 Dagskrárlok.
BARNALEG OVISSA
Sakamálaþátturinn Út i óvissuna
var það sem ég, og líklega fleiri, beið
eftir með mestri eftirvæntingu af
sjónvarpsefni gærkvöldsins. Eftir
þáttinn fannst mér þó sem ég hefði
getað sparað mér nokkuð af henni.
Þátturinn var mjög einfaldur að
allri gerð, jafnvel barnalegur. Sum
samtalanna, eins og t.d. samtal
Elínar og Stewarts í Ásbyrgi, voru
einnig barnaleg. En það sem land-
anum hefur eflaust þótt gaman að
að sjá var landslag á íslandi og
„okkar” fólk.
Ragnheiður Stéindórsdóttir skip-
aði viðamesta hlutverk íslendinga og
gerði það með stakri prýði. Á köflum
var hún mun betri en mótleikari
hennar frá Bretaveldi þó stundum
þætti manni eins og jafnvel henni
ofbyði barnaskapurinn i hlutverkinu.
Aðrir Íslendingar sáust rétt i svip svo
of snemmt er að dæma um frammi-
stöðu þeirra.
Af öðru efni rikisfjölmiðlanna má
nefna að fréttir vöktu mesta athygli
mína. Þar kom fram að sakborningar
í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
höfðu sjálfir talað í Hæstarétti.
Útvarpið lofaði að segja frá þvi í
hádegisfréttum i dag. Mjög skjót og
góð þjónusta. Sjónvarpið sagði hins
vegar rétt frá þvi að talað hefði verið
en ekki um hvað.
Vaka kynnti áhugaverða kvik-
myndahátið en illa vantaði te\ta á
móðurmálinu við þau brot úr
myndum sem sýnd voru.
-DS.
'Sl. BÆJARINS
Friðríksson ■
og InzótturjfwLÆ. | %j
HjörieifsSðír^faft kynning á þvíathyglis-
verðasta sem kvikmyndahús
________ borgarinnarsýna
Ljótur leikur (Foul Play)
Sýningarstaður: Háskótabíó
Leikstjóri og höfundur handríts: Colin Higgins
Tónlist: Charles Fox
Aðalhlutverk: Goidie Hawn, Chevy Chase og Burgess Meredith.
Háskólabíó er með eina af skárri jólamyndunum i ár, Foul Play.
I eikstjóri myndarinnar, C'olin Higgins, var einmilt á ferðinni i Há-
skólabiói i lyrra með aðra ntynd i svipuðum stil, Silvcr Strcak,
gamanntynd þar sem gert var grín að hinuni svokölluðu slórslysa-
myndum. Ljölur leikur segir l'rá ungri og fallegri slúlku scm l'yrir
tilviljun lendir inni i miðjum áætlunum glæpallokks scm ætlar sér
að ráða af dögunt mjög háltsettan mann innan kirkjunnar. Það
væri óráð að fara út í að rekja þann frumskóg sern er að finna i
söguþræði ntyndarinnar enda myndi það spilla gamninu að ntiklu
eyti. Higgins gerir mikið að þvi að gatiga i smiðju „hasarmynd-
anna” cn tckst alltaf að hafa þar cndaskipti á öllu þannig að húm-
orinn verður alltaf ofan á.
í ánauð hjá indíánum
(A Man called Horse)
Regnboginn (A salurt: I ánauð hjá indlánum (A Man callad Horaa).
Laikstjórí: Elliot Silvarstein.
Endursýnd.
Regnboginn endursýnir nú í A sal sínum „ekta” indíánamynd
sem nefnist í ánauð hjá indiánum (A Man called Horse). Þessi
mynd segir frá enskum heimshornaflakkara sem af einhverjum
ástæðum þarf að vera aðalsmaður i þokkabót. Þessi Englend-
ingaur, sem leikinn er af Richard Harris, lendir í klónum á indián-
um þar sem hann endar að sjálfsögðu sem höfðingi. Myndin hyggist
að miklu leyti upp á trúarathöfnum indíána sem eru nnz magnaðar
og jafnvel óhugnanlegar. Myndin segir frá því hvernig afstaða
Englendingsins til þeirra, og lífs indíánanna almennt, breytist og
hann samlagast þeim. Þrátt fyrir að betur hefði mátt gera í umfjöll-
un á lifsháttum indíánanna er hér á ferð ágæt mynd sem bregður
Ijósi á hluti sem oftast eru mistúlkaðir eða látnir vera.
Skyttan (Skytten)
Sýningarstaður: Regnboginn
Leikstjóri: Tom HedegArd
Handrít Anders Bodelsen og Franz Emst
Aðalhlutverk: Peter Steen, Jens Okking og Pia Maria Wohlert.
Regnboginn sýnir nú sent eina af jólantyndum sinum, danskgn
„þriller", Skyttuna. Myndin fjallar unt hluti sem nú eru mjög'i
dciglunni i Danmörku, þ.e. hvort leyfaeigi byggingu kjarnorkuvera
.þarflandi. Peter Sleen leikur blaðantann nokkurn, Niels Wintlier,
sem lælur þessi mál ntjög til sin taka. I sjónvarpsumræðum sem
hann tekur þátt i slær hann þvi frant að stundum gcti það verið
nauðsynlegt að fórna lífi til að bjarga lífum. Þannig svarar hann
spurningu um það hve langt hann mundíganga til að stöðva smiði
kjarnorkuvers. Anuars staðar í Kaupmannahöfn hcyrir maður
nokktir þessi orð lians og liann lætur ekki standa við orðin lónt
-heldur Itefst handa. Þegar á myndina liður verður þetta frekar
sptirning um það hvc lengi megi réttlæta ofbeldi og er það felll inn í
„þrillerinn” með ntiklum ágætum.
Ofurmenni á tímakaupi
Loikstjóri: Clauda Zidi, Frönsk 1978.
Sýningarstaður: Tónabió.
Hér er a ferðinni þokkaleg frönsk gamanmynd. Myndin segir
frá glæfrastaðgengli sem hefur frekar stopula vinnu. En dag einn
fær hann stórt hlutverk sem staðgengill þekkts leikara, sem þjáist af
narcissisma eða ást á sjálfum sér. Þá blandast inn í söguþráðinn
flókin ástamál en allt fer þó vel að lokum. Jean-Paul Belmondo fer
á kostum og Raquel Welch vinnur líklega sinn stærsta leiksigur.
• Ánægjuleg afþreying og að lokum ber að þakka kvikmyndahúsinu
fyrir að sýna myrulina mcð upprunalegu tali því ekkert er jafn
hvimleitt og,, dubbaðar” kvikmyndir.
Lofthræðsla
Sýningarstaöur: Nýja bió
Leikstjóri: Mel Brooks, gerfl í USA 1977
í l.ofthræðslu vellir Brooks scr upp úr gömlum Hilchcocks
myndum. Fyrir þá sem þekkja kvikntyndir Hilchc(x:ks cr þcssi
mynd rnjög fyndin. Brooks notar mörg þekktustu atriðin úr
myndnm Hitchcocks og nær að Iroða þcim inn i sögnþráð sinn.. En
myndin scgir frá geðlækni seitt tckur við slöðu yfirmauns á dular-
fullu gcðveikrahæli. Brooks leikur sjálfur aðalhlulverkið. Myndin
er cins og áður segir mjög fyndin og l.d. nuin bctri en sú þögla sem
sýnd var i l'yrra á jólunum. Eftda notar Brooks áhorfendapróf sem
felast í því að niyndinni er brcytt el tir þvi Itvorl þcir áhorfendur scm
myndin cr prófuð á hlæja eða ekki. Bestu braudararnir eru samt
ckki Hilchcócksalriði Iteldur þegar gcrt er grin að kvikmyndinni
sjállri samanber lokaatriðið og þcgar tökuvcliii brýlur glugga. Þau
alriði cru óborganleg.
Lesendur eru hvattir til að senda kvik-
myndadálki DB líríu, hafi þeir áhuga á ein*
hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik-
myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik-_
myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk.