Dagblaðið - 24.01.1980, Side 28
Mosfellingar sjá hilla undir nýju símstöðina:
KOSTNAÐURINN EIN
MILUÓN A NÚMER
„Þetta er óðum að styttast og við
gerum ráð fyrir símanum einhvern
tíma í marz, þó ekki sé búið að fast-
setja daginn,” sagði Marta
Guðmundsdóttir simstöðvarstjóri á
Varmá i Mosfellssveit.
Ný simstöð er nú langt komin og
má ekki seinna vera áð dómi margra
Mosfellinga. Um 200 manns eru á
biðlista eftir síma, auk 70 manna sem
ennþá nota handvirkl kerfi. Sumir
hafa beðið eftir sima frá því haustið
1977.
„Upphaflega var gert ráð fyrir að
nýja símstöðin yrði tekin i notkun um
mánaðamótin marz-apríl en að sögn
Mörtu hafa framkvæmdir gengið það
vel að búast má við henni eitthvað
l'yrr.
„Reikningar verða með opnun
nýju simstöðvarinnar á gjaldskrá
Reykjavikur. Ég veit ekki hverju
munar fyrir meðal heimili en ég hygg
að á flestum heimilum fari símreikn-
ingar í um 50 þúsund krónur á
tveggja mánaða fresti. Miðað við að
fjölskyldan tali í tíu mínútur á hverj-
um degi til Reykjavíkur og hafi þurft
að borga 10 skref sparast auðvitað
mikið þegar ekki þarf að borga nema
eitl skref. Hvert skref kostar 25
krónur með söluskatti,” sagði
Marta.
Hún sagðist ekki vita nákvæmlega
hvað stöðin kostaði en í upphafi hafi
verið áætlað að kostnaðurinn yrði
nokkur hundruð þúsund á hvert
númer. Kvað hún ekki fjarri lagi að
áætla að sá kostnaður væri nú
kominn upp í um milljón á hvert
númer.
-DS.
Ólafur Jóhannesson í
forsetaframboð?
„Ekki nein
ákvörðun”
„Það er ekki nein ákvörðun unt
það t'rá tninni hendi,” sagði Ólafur
Johannesson, alþingismaður og fyrr-
verandi forsætisráðherra, er Dag-
blaðið spurði Itann í morgun hvort
hann hefði gcrt upp hug sinn til for-
selaframboðs.
Ólafur sagðist ekki hafa nefnt það
að l'yrra bragði við nokkurn mann að
hann hygði á l'ramboð. Aðspurður
um, hvort ckki hefði verið orðað við
hann að gefa kost á sér. sagði Olaftir
það eilt, að nal'n sitt hcfið verið ncfnt
í fjölmiðlum i þessu sambandi. -GAJ
Kvótar í kjölfar
fiskverðs
Stjórnvöld og hagstnunaaðilar i
fiskveiðum hal'a ckki enn komið sér
saman um fyrirkomulag þorskveiða á
þcssu ári.
Að sögn Björns Dagbjartssonar
aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra
í morgun cr rúnt vika síðan að httg-
myndum ráðuneytis var drcift til
Itagsmunaaðilanna.
Sameiginlegur fundtir þeirra og
ráðuneyiismanna hefur hins vegar
drcgi/l lengur en ætlað var, m.a. þar
sent margir frammámenn i Itags-
iminasamtökunum hafa verið önnum
kafnir við að konta santan nýju fisk-
vcrði. - GS
Með bílspeglana
upp úr vasanum
Ungur maður fór i nótt um götur i
austurhlula Reykjavíkur i illu skapi
og skemntdarverkahug. Fékk lögregl-
an á hónunt góða lýsingu oger hugað
var að honum fannst hann litlu siðar.
Stóðti þá tveir bilspeglar upp úr vös-
iim Itans og sá þriðji fannst i fötuni
hans. Fleira hafði hann skemntt nteð
spörktmi, m.a. garðhús á einunt stað.
Pillurinn var ölvaður en viðtir-
kenndi sekl sina. -A.Sl.
Norðangarrínn ríkir áf ram
Norðangarrínn verður áfram i dag og kœlir okkur 'enn frekar. Frostið, þó það sé ekki mikið, virðist nísta merg og bein og
eins gott er að vera vel klæddur. Hún hafði vaðið fyrir neðan sig þessi kona sem Hörður hitti á leið sinni, og klæddist kápu úr
sauðargæru og rósavettiingum. En noróangarrinn fann sérsamt leið inn undir höfuðklútinn. - DS/DB-mynd Hörður.
Tillögur Benedikts:
Verðbólgan verði 30%
— Alþýðubandalagið fljótt út úr myndinni
— „Lúðvik tekur við bréfinu,” segja alþýðubandalagsmenn
Verðbólgan á að fara í 30 prósent i
ár samkvæmt þeim „málamiðlunar-
tillögum” sem Benedikt Gröndal
leggur fyrir flokkana í dag.
Tillögurnar byggjast á svipuðum
aðferðum og tillögur Alþýðu-
l'lokks og Framsóknar i vinstri
viðræðunum. Verðbætur verða
skertar, annaðhvort með þvi að hafa
þær fasta prósentutölu eða stefna að
„niðurþrepun”. í niðurþrepun felst
að verðbótaprósentan fer lækkandi,
eftir þvi sem á líður árið.
Hugmyndin er að bæta lægstu
launin með kauptryggingu.
Tillögurnar ganga út frá svipuðu
aðhaldi i fjármálum rikis og peninga-
málum og fyrri tillögur Alþýðu-
flokks.
Alþýðubandalagið mun sennilega
detta fljótt út úr viðræðunum.
„Lúðvík tekur við bréfinu,” sagði
einn forystumanna Alþýðubanda-
lagsins í morgun um viðtökur
Alþýðubandalagsins við tillögum
Benedikts. „Mér sýnist Benedikt vera
að reyna að finna flöt lil að losna við
Alþýðubandalagið,” sagði þessi
forystumaður. Hann taldi að tillög-
urnar yrðu ekki að skapi Alþýðu-
bandalagsins.
Margir stjórnmálamenn spáðu í
gær og i morgun, að útkoman yrði
„Stefania”, það er samsteypustjórn
Sjálfstæðis-, Alþýðu- og
Framsóknarflokks. -HH.
Irfáist, áháð dagblað
FIMMTUDAGUR 24. JAN. 1980.
Fiskverð væntanlegt
í dag:
Kostar 3%
gengissig
Um þrjú prósent gengissig þarf til að
rétta hag fiskvinnslunnar, eða halda
henni á núlli, eftir að nýtt fiskverð
verður væntanlega ákveðið i dag.
Skv. upplýsingum DB verður það
sennilega 15 til 16% að frádregnu 9%
olíugjaldi þannig að nettóhækkun frá
sjónarhjóli fiskvinnslunnar verður 6 til
7%.
10 til 11% hækkunarinnar koma til
skipta sjómanna og útgerðar og er talið
víst að olíugjald verði 5%, sem
útgerðin fær beint.
-GS.
Magnús hætt-
ir í Kredit-
kortum hf.
Magnús G. Jónsson byggingameist-
ari hefur óskað þess við stjórn hluta-
félagsins Kreditkorta að hann verði
leystur frá störfum og auk þess að
hlutabréf hans í fyrirtækinu verði
boðin til sölu. Hefur stjórnin samþykkt
beiðni Magnúsar. Er þetta samkvæmt
yfirlýsingu ofangreindra aðila í fram-
haldi af skrifum um málefni Magnúsar
G. Jónssonar, þar sem hann lelur að
vegið hafi verið að mannorði sínu með
brÍL'zlum aðósekju. Stjórn Kreditkorta
hf. hefur í yfirlýsingu „harrnað þann
róg og dylgjur, sem fram hafa verið
bornar að Magnúsi.”
-óí;.
Lyfjakassa
mb. Steina-
ness stolið
Rannsóknarlögreglan hefur nú til
rannsóknar innbrot og þjófnað i mb.
Steinanes frá Bíldudal, en báturinn er
til viðgerðar í Slippnum í Reykjavík.
Er skipstjóri kom um borð i gær
blasti við honum ófögur sjón. Brotizt
hafði verið inn i brú skipsins með þvi
að brjóta og bramla meira og minna
tvær hurðir. Ekki virtist annað horfið
en lyfjakassi skipsins sem var i ibúð
skipstjóra. í kassanum var m.a. morfin
og fleiri lyf sem í slikum kössum eru.
Skemmdirnar á skipinu eru umtals-
verðar og ljót aðkoman í brúnni eftir
umrót þjófs eða þjófa.
- A.St.