Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 11
 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. í Raufoss-verksmiðjan norska seldi Pakistönum búnað sem nota má til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Kanada og Bandarikin stöðvuðu sölu á kjarnorkubúnaði til Pakistans fyrir mörgum árum. kjarnorkubúnaði til Pakistans ári síðar. Norska utanríkisráðuneytið upp- lýsti i framhaldi af fréttaskrifum að í apríl og september 1978 hafi skot- færaverksmiðjan Raufoss fengið leyfi til að flytja út til Pakistans tvo farma af kjarnorkubúnaði.' Hvor farmur var 400 kg að þyngd. Við- skiptin fóru fram að tilhlutan sendi- ráðs Pakistans í París. Búnaðurinn hafnaði í eina kjarnorkuveri Pakist- ans sem er í Kanupp. Fullyrt var í norska blaðinu Aftenposten að Pakistanar væru í stakk búnir til að framleiða þar kjarnorkuvopn. Þó sé ólíklegt að norski búnaðurinn sé beinlínis notaður til þess. Áður hafði Raufoss flutt sams konar varning til Svíþjóðar og Vestur-Þýzkalands. Dagbladet skrifar að hálfneyðar- legt sé fyrir Norðmenn að upp komist um viðskiptin aðeins hálfu ári áður en efnt er til alþjóðlegrar ráðstefnu um að hefta útbreiðslu kjarnorku- vopnabúnaðar. Samkvæmt þeim reglum sem nú gilda ber að tilkynna sölu á kjarnorkubúnaði, ef farmar sem seldir eru á sama almanaksári eru hálft tonn eða meira að þyngd. Rifjað hefur verið upp í framhaldi af uppljóstrunum um Pakistan-við- skipti Raufoss, að árið 1979 varð opinbert að Norðmenn seldu ísraels- mönnum þungavatn. Þungavatn er m.a. notað við framleiðslu á kjarn- orkuvopnum. Enn er norska stjórnin gagnrýnd fyrir að leyfa lendingar lítilla herflug- véla á flugvellinum í Stavanger. Flug- vélarnar eru á leið til Suður- Ameríkuríkjanna Bólivíu og Guate- mala. Að minnsta kosti sex sinnum hafa flugv^élar lent í litlum hópum í Stavanger og flogið þaðan yfir Noreg, Islánd, Kanada og Banda- rikin áleiðis til Suður-Ameríku. Þær eru smíðaðar í Sviss og bera ein- kennismerki þess lands. Farið var fram á lendingarleyfi fyrir þær i Noregi meðal annars vegna þess að brezka ríkisstjórnin neitaði að veita þeim lendingarleyfi á brezkum flug- völlum. Þær fengu heldur ekki lend- ingarleyfi til að taka bensín á Sum- burgh-flugvelli á Hjaltlandseyjum. Rogalands Avis í Stavanger birti fyrstu fréttir um flug suður-amerísku flugvélanna um Noreg. Heimildir blaðsins i flugmálastjórn Noregs sögðu að norsk stjórnvöld gætu ekki skipt sér af þessu flugi. Flogið væri eftir alþjóðlegum reglum og fyrir- fram hafi verið tilkynnt um flugið á lögmætan og réttan hátt. Norska oliuflutningaskipið Havdrott sér oliuhreinsunarstöðinni i Cape Town i Suður-Afriku fyrir hráolfu. Skipið hefur flutt a.m.k. milljón tonn af olíu fyrir stjórn Suður-Afriku. Arabarikin neita að selja Suður-Afriku oliu vegna kynþáttastefnu stjórnarinnar. Því hafa pappírar og plögg verið fölsuð og oliuseljendum, íran og Saudi-Arabiu, sagt að hún færi til Evrópu og Singapore. Útlit er nú fyrir að arabaríkin neiti að eiga viðskipti við Havdrott og eigcndur þess í Osló. 11 \ málsins. í Reykjavíkurborg er verið að vinna að málefnum aldaðra á þannhátt að varla verður gengið öllu lengra innan þeirra fjárlaga sem borginni eru sett. En málið er bara stærra í sniðunum en það, að þessi úrræði dugi. í Reykjavík eru 10% íbúanna ellilífeyrisþegar svokallaðir. Hvað sú barátta er vonlaus, sem stjórnendur borgarinnar heyja til að veita þessu fólki einföldustu mannréttindi, kemur fram eftir aðra millifyrirsögn í grein Gerðar Steinþórsdóttur í Timanum, en þar segir: „Fjöldi umsókna um leiguíbúðii fyrir aldraða ber vott um geysilegan áhuga á húsnæði af þessari gerð og brýna þörf. 206 sóttu um 30 íbúðir við Lönguhlíð 3 árið 1978. 253 sóttu um 46 einstaklingsíbúðir og 50 um 18 hjónaíbúðir við Dalbraut. Það má segja að það hafi nánast verið jafnerfitt fyrir íbúðaeigendur að fá inni í þessum húsum og fyrir fil að komast gegnum nálarauga.” Um aldur og ævi Þarna er skýrt frá miklum sannleika með einföldum tölustöfum. Þó að þetta sé aðeins eitt litið dæmi þá eru öll málefni aldraðra í svipuðu fari. Það sem er jákvætt við það sem unnið er að mál- efnum aldraðra í Reykjavík, á vegum borgarinnar er fyrst og fremst að það sem gert er erframkvæmtá skynsamlegan hátt. Þeir sem stjórna þessum málum i borginni eru að koma aftan úr fortiðinni og vinna eftir þeirri þekkingu sem nú er ráðandi í þessum efnum, þar sem mannleg og félagsleg sjónarmið hafa orðið ofan á i þeim löndum, sem lengst eru komin. Málið hjá okkur er bara þannig vaxið að það sem gert ér, það er allt of lítið og gerir ekki betur en að halda málefnum aldraðra á sama stigi um aldur og ævi. Þessa staðreynd ættu stjórnendur Reykja- víkurborgar, stjórnendur landsins og allir íslendingar að gera sér ljósa. Það væri með ólíkindum Nú er sem sagt ekki lengur fyrir hendi þekkingarskortur eða almennt viljaleysi að yfirlögðu ráði, þess Kjallarinn Hrafn Sæmundsson vegna gætum við þvegið af okkur þann svarta blett, sem meðferð á öldruðu fólki hefur verið á ^ „Þaó sem gert er, þaö er alltof lítió og gerir ekki betur en að halda málefnum aldraðra á sama stigi um aldur og ævi.” Kjallarinn Bergsteinn Gizurarson Spurningin er þá sú, hversu mikilli fjárfestingu við viljum fórna til þess að spara einn þriðja af þessum fimmtán milljörðum, sem nú fara til olíukaupa. Ef krafan er, að fjár- festingin gefi tiu prósent arð, mætti fjárfesta fimmtíu milljarða króna í þessum tilgangi. Þetta er upphæð sem svarar t.d. til verðs tuttugu nýrra skuttogara. Okkur ætti því ekki að verða skotaskuld úr því, ef vandinn er á við eldgos og önnur harðindi eins og sumir vilja halda fram. Þeir fimm milljarðar á ári, sem þessi fjárfesting kostar, kæmu fram sem minnkandi orkureikningur fyrir þjóðina og færi þar saman hagur allra, bæði olíunotenda og annarra. Einangrun og aðrar orkuspar- andi aðgerðir Mjög er misjafnt hversu mikinn arð, t.d. einangrun húsa gefur. Fer það eftir þeirri einangrun sem fyrir er. Þau dæmi, sem notuð hafa verið til viðmiðunar, þegar krafizt hefur verið aukinnar niðurgreiðslu,eru þau tilfelli, þar sem beztum árangri má ná með orkusparandi aðgerðum. T.d. einbýlishús frá þeim tíma, er einangrun var takmörkuð. Við getum t.d. hugsað okkur hús með 10 þús. lítra gasolíubrennsluá ári eða um fimmtán hundruð þúsund króna olíureikning á ári. Ef við komum þessari eyðslu niður um helming með bættri einangrun og öðrum ráðum og miðum við tíu prósent arð, má fjárfesta í þessum A „Miðaö við 500 milljónir á ári tæki þetta verk heila öld!” aðgerðum um sjö og hálfa milljón kr. Ef húseigandi fengi í styrk til þessara aðgerða endurgreiddan söluskatt og tolla, gæti þessi fjár- festing numið yfir tíu milljónum króna. Ef olía til hitunar er niðurgreidd að stórum hluta, hefur það alltaf þau áhrif að draga úr áhuga manna á slíkri fjárfestingu. Þar sem sú niður- greiðsla fer fram semstyrkurá nef eða rúmetra i húsnæði, breytir hún samt ekki arðsemi fjárfestingarinnar. Réttlát krafahlýtur samt að vera, að endurgreiddur verði söluskattur og tollur á þessum aðgerðum, svo eðlilegur arður sé af fjárfestingunni og ekki sé hlutur olíunnar styrktur af stjórnvöldum eins og nú er. Nú kynni einhver að segja, að ekki sé hægt að miða við olíu í þessum samanburði, þar sem innan skamms verði aðrar hagstæðari orkulindir teknar við. Ef við reiknum með að raftjrka til hitunar verði síðar helmingur af núverandi verði oliu eða um tólf krónur kwst., myndi hér mega reikna með síðar fimm prósent arði á móti tíu prósent ef miðað er við oliu. Fæstar fjárfestingar gefa fimm prósent hreinan arð, svo að þetta ætti ekki að raska grundvelli þessa samanbu rðar. Aðrir kostir orku- sparandi aðgerða Illa einangrað hús er alltaf óþægilegt fyrir íbúana. Þótt vel sé hitað upp, verða kaldir veggir og loft til þess að íbúunum er kalt vegna hitataps við útgeislun. Mikií Búnaðarþing: Aðgerðir tíl orkusparnaðar Nyafstaftið BilnaftarþÍDg aim- þykkti svohljóftandl dlyktun nm aftgrrftir til orkuaparnaftar vlft kyndingu (búftarbúta f iveltum ! o.fl.: „Búnaftarþing felur stjórn Búnaöarfélags lslands aft hlidast til um vift hreppsnefndir um land allt, aft gert verfti dtak I þvl efni •ft spara orku til kyndingar fbúftarhúsa I sveitum og gera kyndinguna ódyrart I þvl sam- bandi bendir þingift á eftiríar- andi: 1 Gerft verfti athugun á þörf bcttrar einangrunar Ibúöarhúsa I sveitum. 2. Gerft verfti athugun á þvl. hve vffta er notuft olfa til upphitunar á fboftarhúsum f sveitum og hvafta möguleikar séu d aft breyta yfir I rafmagnshitun efta hitaveitu d þeim bylum, sem enn nota ollu til kyndingar. t 3 Athugaftir verfti möguleikar d þvl aft Búnaöarfélag tslands taki upp leiftbeiningar um orkusparn- ab og aukna hagkvcmni og orku- ootkun vib upphitun Ibúftarhúsa I sveitum og vifi bústörf.” I greinargerö segir m.a : 1. Ætla md ab vlfta sé þörí fyrir bctta einangrun eldri fbúöarhúsa f sveitum. Þetta verkefni er nú orftift mjög brynt sökum vaxandi kostnaöar vib upphitun húsa Nú eru d markafinum handhcg efni til einangrunar og klcbningar utan d fbúftarhús Auftveldar þab mjög framkvcmd þessa verks. Sé mynduft vlbtck samstafta um íramkvcmdir d þessu svifti, md etla, aft hcgt yrfti aft nd hag- stcftum kjörum vift þessar fram- kvcmdir, bcfti hvaft varftar efnis- útvegun og vinnu 2. Full dstcfta er til aft kanna mjög rckilega allar leiftir til þess aft leysa ollu af hólmi vift upphit- f un fbúftarhúsa. Eftlilegt er, aft Búnaftarþing feli stjórn Búnaftar- fél Islands ab hafa forgöngu um þessa athugun. Þingiö bendir d, aft leitaft verfti bl hreppsnefnda um nauösynlega athugun d mdlinu heima fyrir 1 framhaldi af þeirri athugun verfti slftan gerb dctlun um þcr úrbct- ur. sem tiltckar eru 3. Astcfta er til ab auka leiöbein- ingar um orkunotkun og orku- sparnaö vift upphitun s.s. val kynditckja, stilbngu þeirra, vift- hald o.fl Sama gildir um orkú- notkun vib bústörf. Þvl er cskilegt aft Búnaftar- félag tslands komi d og formi þcr leibbeiningar, sem tiltckilegt er aft koma vib d þessu svifti." undanförnum áratugum. Það sem nú stendur á er raunsæi. Það raunsæi felst í þvi að viðurkenna að það fjár- magn sem þarf er af allt annarri stærðargráðu en nú er varið til þess- ara mála. Þetta fjármagn verður aldrei klipið af fjárhagsáætlunúm ríkis og sveitarfélaga. Þetta fjár- magn verður að koma sem sérstök skattlagning á alla þjóðina utan kerfisins. Og auðvitað eru til nógir peningar. Þrátt fyrir allt erum við enn með ríkustu þjóðum heimsins og okkur sem einstaklinga myndi ekki muna mikið um þá milljarða, sem færu til þess að koma málefnum aldraðra á réttan kjöl og halda síðan í horfinu með eðlilegum hætti. Þarna þarf raunar að koma til pólitiskt hug- rekki, og málið er nú einu sinni þannig vaxið, að það væri með ólíkindum að dægurþras og flokka- pólitík þyrftu að standa þvi fyrir þrifum. Hrafn Sæmundsson, prenlari. upphitun i gisnum húsum veldur einnig þurru lofti. Þegar hús eru einangruð og klædd að utan með hinum ýmsu efnum, sem nú eru á markaðnum, skipt er um glugga og gler og aðrar endur- bætur gerðar, auka þau gildi sitt á öðrum sviðum einnig. Má líta á slíkar aðgerðir sem góða fjárfestingu sem eykur verðgildi hús- eignarinnar, bætir útlit hennar, minnkar viðhald og eykur þægindi íbúanna. ✓ "\ Átak í orkusparn- aði í húshitun Allt bendir til þess, að rétt- lætanlegt sé að fjárfesta strax tugi milljarða í einangrun og endurbótum hitakerfa húsa á þeim svæðum landsins, sem búa við mestan upphitunarkostnað. Þær fimm hundruð milljónr, sem nú er talað um að nota af söluskattshækkuninni í orkusparandi aðgerðir, eru hlægilega litlar, en þær mætti nota til skipulagningar og stjórnunar þessa átaks. Líklega finnast óvíða hér á landi tækifæri til fjárfestingar, sem gæfi eins góðan arð og þessar aðgerðir gera í mörgum tilfellum. Fjármunaþörf þessara aðgerða væri ekki óeðlilegt að leysa með erlendum lántökum, þar sem þær gæfu strax arð í minnkandi erlendum kostnaði fyrir þjóðina. Miðað við fimm hundruð milljónir á ári tæki þetta verk heila •öld, sem er allt of langur tími. Bergsteinn Gizurarson, verkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.