Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. 19 Misjafnir hljómleikar Tónleikar Sinfónluhljómsveitar islands ( Há- skólabfói 17. apri. Hljómsveitarstjóri: James Blair. EinleHcari: Osian Ellis. Efnisskrá: Pjotr Tsjaikovsky: Rómeó og Júlla, hijómsveitarforieikur; Georg Friedrich Httndel: Hörpukonsert í B-dúr op. 4 nr. 6; Þjódtaga- flokkur frá Wales, Mussorgsky-Ravel: Myndir á sýningu. Ekki leist mér nema rétt mátulega vel á framhaldið þegar ég sá og heyrði hvernig þeir byrjuðu þennan konsert, vinirnir í hljómsveitinni. James Blair hefur greinilega ekki stjórnað sig inn að hjartarótum meðlima hljómsveitarinnar og því var spilamennskan í Rómeó og Júlíu þurr og hlutlaus. Hljómsveitin okkar er samt blessunarlega svo þroskuð að hún leikur þolanlega, undir þannig kringumstæðum, þótt ekki sé leikur hennar spennandi. Hornin voru nánast ein um að vera beinlínis ósam- taka. Hinir sluppu betur. Eins og upphaf- lega var ráð fyrir gert Osian Ellis hreif íslenska áheyrendur eftirminnilega þegar hann var hér á ferð síðast. Hann flutti smá fraeðandi tölu um Hörpukonsert Hándels, sem ekki veitti af, því að svo er útgefendum fyrir að þakka að margir halda að hann sé orgelkonsert, eða jafnvel gítarkonsert, eftir að John Williams tók sér fyrir hendur að leika hann. En fallegastur er konsertinn leikinn á hörpu eins og upphaflega var ráð fyrir gert. Osian Ellis lék hann líka aldeilis stórkostlega, svo að menn undruðust hvernig ná mætti slíkri fyllingu í hljómi einnar fínlegrar hörpu. Lítil hljómsveitin lék líka fá- dæma vel með honum. Ég er ekki frá því að einleikari og hljómsveit hefðu náð enn betur saman án stjórnanda þvi greinilegt var að tengslin voru einstaklega góð þar á milli, og hefði þá reynt enn betur á þau. Rímur næst? Þjóðlagaflokkurinn frá Wales var dálítið sérstætt fyrirbæri. Með þeim hélt Osian Ellis einnig smáskýringar- tölu og veitti ekki af því að hann söng Tónlist þau á Cimru, þjóðtungu sinni. Þetta framlag Osian Ellis var svolítið skondið en vel gert. Ekki getur þjóðlagasöngur talist algengt atriði á efnisskrá sinfóníuhljómsveitar. í þetta sinn reyndist það ágætis, saklaus tilbreyting. En ætli það færi ekki um suma ef slikt yrði fastur liður og á næsta misseri birdst til dæmis rímnakappi sem kvæði við eigin lang- spilsundirleik og hljómsveitarinnar. Myndir á sýningu voru svo lokaat- riðið. Mér finnst þetta stórkostlega verk alltaf bæði eðlilegra, fallegra og skemmtilegra i hljómsveitarundir- búningi Ravels en i frumgerð Mussorgskys fyrir píanó. Með flutning þess var ég bæði ánægður og vonsvikinn. Mér líkaði til dæmis 'prýðisvel að heyra hvernig Hafsteinn Guðmundsson lék saxófóneinleik með beinum og eðlilegum saxófóntóni. Ailtof lengi hafa menn reynt að þóknast hefðbundnum grillum fordómafullra tónlistar- manna og unnenda gegn þessu vanmetna hljóðfæri með því að leika á það með óþarfa vibratói og væmni í tóni. Sumir hafa gengið svo langt í‘ hræsninni að kalla slíkt „Konsert- saxófóntón.” Dans unganna i eggjunum var líka fjörlega leikinn og Samuel Goldenberg og Schmuyle voru býsna vel túlkaðir. Á köflum hljómaði blikkið líka eins vel og hægt er að krefjast, já, eins og orgel. En á viðkvæmustu augnablikum, þegar síst skyldi, brugðust flestir málm- blásaranna. Þannig klúðruðu trompetar innganginum, hornið fyrsta millispilinu og áfram mætti því miður telja. Það sem verra var, að það sem vel var gert nægði ekki til að yfirskyggja þessi einstöku klúðursat- vik. Of upptekinn af eigin sviðsímynd Hljómsveitarstjórinn James Blair glímdi við hljómsveit, sem hann fann að' mínum dómi ósköp lítinn samvinnugrundvöll við. Enda kannski ekki að furða. James Blair er ákaflega kappsfullur, ungur stjórn- andi, sem er mjög svo upptekinn af P.I. Tshaikovsky. eigin sviðsimynd. Hann gerir sig jafnvel beran að álíka barnaskap og að stjórna pákum í einleik. Slag hans virðist yfirdrifið og leikið og á köflum meira fyrir augað en til að stýra hljómsveidnni. Vel má vera að ennþá sitji i gömlum hljómsveitar- jöxlum að hafa verið kallaðir æfinga- hljómsveit ungra og metnaðargjarnra evrópskra hljómsveitarstjóra Týrir rúmum hálfum öðrum áratug, og því hafi farið sem fór. James Blair á eftir að lenda í fleiri hljómsveitum, sem ekki taka ungæðishætti hans með þegjandi þögninni. Endalok þeirrar glimu skera svo úr um hvort hann verður dugandi stjórnandi eða ekki. Þjónusta Þjönusta Þjónusta Jarðvinna-vélaleiga j Loftpressur Vélaleiga Loftpressur Tek að mér múrbrot, borverk og sprengingar, einnig fleygun í húsgrunnum og holræsum, snjómokstur og annan framskóflumokstur. Uppl. í síma 14-6-71. STEFAN ÞORBERGSSON $ $ LOFTPRESSUR - GRÖFUR Tökum að okkur allt múrbrot, y sprengingar og fleygavinnu í hús- grunnum og holræsum. Einnig ný „Case-grafa” til leigu í öll verk. Gerum föst tilboð. Vélaleiga Símonar Símonarsonar, Kríuhólum 6. Sími 74422 C MURBROT-FLEYGUM MEÐ VÖKVAPRESSU HLJÓÐLÁTT RYKLAUST ! KJARNABORUN! NJúll Harðarton Vélalelga SIMI 77770 Pípulagnir - hreinsanir j Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niður- föllurfi. Hreinsa og skola út niðurföíl i bila- plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tank&l með háþrýstitækjum, loftþrýstitæki, raf— magnssnigla o.fl. Vanir menn. jValur Helgason, slmi 77028. Er stíflað? Fjarlægi stiflur úr vöskum. wc rörum. baðkerum og niðurföllum. notum ný og fullkomin læki. rafmagnssnigla. Vanir mcnn. Upplýsingar i sima 43879. Stífluþjónustan Anton AOabteinsaon. c Önnur þjónusta j SPRUNGUVIÐGERÐIR MÁLNINGARVINNA Tökum að okkur alla meiri háttar sprungu- og málningarvinnu, leitið tilboða. Einnig leigjum við út körfubila til hvers konar viðhaldsvinnu. Lyftigeta allt að 23 metrar. Andrés og Hilmar, símar 30265 og 92-7770 og 92-2341. Sprunguviðgerðir - Málningarvinna ITökum að okkur alla meiri háttar sprungu- og málningarvinnu. Leitið tilboða. Einnig ieigjum við út körfubila til hvers konar viðhaldsvinnu. Lyftigeta allt að 23 metrar. Andrés og Hilmar, slmar 30265 og 92-7770 og 92- 2341. 30767 HÚSAVIÐGERÐIR 71952 Tökum að okkur ailar viðgerðir á húseignum, stórum sein smáum, svo sem múrverk og trésmíðar, járn- klæðningar, sprunguþéttingar og máiningarvinnu. Girðum og lögum lóðir, steypum heimkeyrslur. HRINGIÐ Í SÍMA 30767 og 71952. Innréttingasmíði Smíða fataskápa, baðinnréttingar, sólbekki o fl. eftir máli. Trésmiðjan Kvistur, sími 33177, ISúðarvogi 42 (Kænuvogsmegin). K/æðum oggerum við e/drí húsgögn Ák/æði í miklu úrvali. Síðumúla 31, sími37780, 2. hæð. Húsaviðgerðir Tökum að okkur allar mciriháttar viðgerðir, s.s. þakrennuviðgerðir, múrviðgerðir, viðgerðir gegn raka i veggjum, meðfram gluggum og á þökum. Hreinsum einnig veggi og rennur með háþrýsti- tæki. Uppl. í síma 18034 og 27684. Fljót og góð þjónusta. — Fagmenn. Húsaviðgerðaþjónustan í Kópavogi Tökum að okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum sem smáum, svo sem múrviðgerðir, járnklæðningar, sprunguþéttingar og málningar- vinnu. Lögum grindverk og steypum þakrennur og berum í þær gúmmíefni. Uppl. í sima 42449 efdr kl. 7 á kvöldin. c Viðtækjaþjónusta j RADÍÓ fr TV„ gegnt Þjóðleikhúsinu. ÞJÓNUSTA Sjónvarpsviðgerðir — sækjum/sendum. Hljómtækjaviðgerðir — magn. spil. seguibönd. Bfltæki, loftnet og hátalarar — ísetning samdægurs. Breytum bíltækjum fyrir langbylgju. Miðbæjarradíó Hvcrfisgötu 18, sími 28636. — LOFTNET S önnumst uppsetningar á útvarps- og sjónvarps- loftnetum fyrir einbýlis- og fjölbýlishús. Fagmenn tryggja örugga vinnu og árs ábyrgð. MECO hf., slmi 27044. eftir kl. 19: 30225 - 40937. Sjónvarpsloftnet. Loftnetsviðgerðir. Skipaloftnet, íslenzk framleiðsla. Uppsetningar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. öll vinna unnin af fagmönnum. Árs ábyrgð á efni og vinnu. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF.f Sfðumúla 2,105 Reykjavik. Simar: 91-3^090 verzlun — 91-39091 verkstæði. 'AJÍ Verzlun auðturlenök unbrabErnlb JasmÍR M Grettisgötu 64 s:u625 j nýtt úrval af mussum, pilsum, blúss- \ um og kjólum. Eldri gerðir á niður- \ settu verði. Einnig mikið úrval 'fallegra muna til fermingar- og tœki- fœrisgjafa. ÍOPÍÐ A LÁUGARDÖGUM SENDUM í PÓSTKRÖFU áuóturlensík unbraberolö FERGUSON Einnig stereosamstæður, ' kassettuútvörp m og útvarpsklukkur. litsjónvarpstækin 20" RCA 22" amerískur 26" myndlampi Orrí Hjaltason Hagamel 8 Sími 18139

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.