Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. Kvartmíluklúbburinn Áður auglýst kvartmílukeppni, er halda átti um næstu helgi, verður felld niður. Þess í stað verður haldinn kynningar- og frœðslufundur í bíósal Hótels Loftleiða föstudaginn 25. apríl kl. 20, og œfmgarkeppni 26. eða 27. apríl. Hvað er kvartmíla? Svarið fœst um helgina. Stjórnin. Útgeröarmenn Óskum eftir að taka á leigu skip sem hentar til djúprækjuveiða. Leigutími 3—4 mánuðir. Upplýsingar í síma 96-52128. Til sölu PACER (American Motors Co.) árgerð 1975, 3ja dyra, 6 cyl., 100 hestöfl. Litur: brúnsans- eraður, útvarp, ekinn 31.000 mílur. Bifreið þessi er i eigu starfsmanns vestur-þýzka sendi- ráðsins og er til af- hendiní>ar i lok maí. Verð kr. 3.600.000 (tollar og gjöld innifalin). Uppl. i simum 19535/36 frá kl. 9—5 mánudaga til föstudaga og um helgar i síma 74473. TOSSABEKKURINN Glenda Jackson — Oliver Reed Hörkulegur skólastjóri — heimtufrek kennslukona — óstýrilátir nemendur. Þvílík samsuða. Bráðskemmtileg gamanmynd íslenzkur texti Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Leikstjóri: Silvio Narrizzano Finaborg skita fór fyrir skrúðgöngunni fri Melaskóla. Þitttaka i göngunni var mun minni en oft áöur og hefur hekfur leiöinlegt veður þar vafalaust riðið mikht. Hátíðahöldin í tilefni sumardagsins fyrsta: Leiðinlegt veður dró úr þátttöku Sumarið heilsaði Reykvíkingum á heldur leiðinlegan hátt að þessu sinni og kom rigningarsuddi í veg fyrir að þátttaka í hátiðahöldunum í tilefni sumardagsins fyrsta væri eins mikil og oft áður. Hins vegar hafði jörð frosið víða um land aðfaranótt sumardagsins fyrsta en slíkt þykir samkvæmt gamalli trúvita á gott sumar. Lengi var það svo, að þessi dagur var mesta hátíð hér á landi, næst jólunum, og má því muna sinn fifil fegri. Áður fyrr einkenndu sumar- gjafirnar svonefndu þennan dag. Þá gáfu hjónin hvort öðru gjafir og börnum sínum og stundum öllu heimilisfólkinu. Nú er sá siður viðast hvar aflagður en enn þykir við hæfi að fagna sumrinu með hátiðahöldum sem ekki sizt eru við hæfi barnanna. Að venju hófust hátíðahöldin i Reykjavík nteð fjölskylduguðsþjónustut i Dómkirkjunni kl. II. Eftir hádegið var lagt upp í skrúðgöngur frá Mela- skóla og Hlemmtorgi. Fyrir göngununt fóru fánaborgir skáta og lúðrasveitir. Skemmtidagskrá á Lækjartorgi var fjölbreytl að venju, og ekki sízt miðuð við þarfir yngstu kynslóðarinnar. Trúðar' og sönghópar komu l'rant og leikþáttur var fluttur, svo fátt eilt sé nefnt. I Austurstræti stóðu skátar fyrir tívoliskemmtun, þar sem hægt var að velja úr 55 mismunandi atriðum. Fjölmargir lögðu líka leið sina i hús KFUM og K við Amtmannsstíg en þar voru Skógarmenn að venju með kaffi- sölu til styrktar starfsemi sinni í Vatna- skógi. Einnig var fjölmenni í Sigtúni en þar buðu stuðningsmenn Péturs Thor- steinsonar sendiherra upp á kaffiveitingar. Selnta Kaldalóns lék á pianó og Pétur Thorsteinsson spjallaði viðgesti. Hann sagði meðal annars, að fólk hefði frani að þessu virzt áhuga- litið um forsetakosningarnar, sem væru framundan. Það væri fyrst núna, sent áhuginn væri að vakna. Pélur sagði það sina skoðun, að almenningur ætti að l'á tækifæri til að kynnast frambjóðendum. Því hefði hann þegar lagt leið sina um Vestfirði og mestalla Austfirði og væri nú alveg nýkominn frá Vestmannaeyjum og hygði á enn frckari ferðalög. Pétur sagði að l'ólk hefði enn tvo mánuði til að gera upp hug sinn og i þvi sambandi lagði hann sérstaka áherzlu á að forsetaembættinu fylgdu nieiri völd en flestir gerðu sér grein fyrir og þvi riði á að þar væri rétt haldið á ntálum. -GAJ. Lúðrasveitín iét rigningarsuddann ekkert á sig fá. Hór er bisúnuieikari, sem greinilega er staðráðinn iað láta ekkisitt eftir iiggja. „Ein með öiiu" er ómissandi þáttur i sórhverjum hátiðahöidum hór á landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.