Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. DB á ne ytendamarkaði Hvar fæst góði saltfiskurinn eins og sá f rá Eskifirði? ,,I DB þann 8/4 var sagl frá alhyglisverðri saltfiskframleiðslu á Eskifirði, þ.e. söltun beinlausra þorskflaka. Nú langar mig til að biðja neytendasiðuna að kanna hvort framleiðsla sem þessi sé á boðstólum a.m.k. hér á Reykjavíkursvæðinu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi fiskur yrði mun vinsælli en sá hefðbundni saltfiskur sem fæst. A.m.k. þætti mér vænt um að vita af þeim stað sem slíkur fiskur fengist. Fyrir nokkrum árum keypti ég saltfisk verkaðan á þennan hátt hjá, Steingrími fisksala í Grímsbæ. Var mér tjáð að þeir verkuðu þennan fisk sjálfir, en ég hef hvorki þar né annars staðar rekizt á slikan fisk aftur. Fyrir utan að vera mjög góður þótti mér þessi fiskur á allan hátt vera mun lystugri en venjulegur saltfiskur. Vel má vera, að fiskur sem þessi fáist þótt ég hafi ekki verið svo heppin að rekast á hann. Ef svo er ekki mega fisksalar almennt gjarnan huga að framleiðslu Eskfirðinga til sölu hérá Reykjavikursvæðinu. -S.H.” ENGINN SALTFISKURIH0FUÐB0RGINNI Framleiðendur halda að sér höndum og vilja ekki selja f iskinn á „vísitöluverðinu” „Svona verkaður saltfiskur hefur verið seldur i einstaka fiskbúðum. Þetta er fiskur sem verkaður er til út- Nfiutnings, en einhverra hluta vegna litið magn verið látið á innanlands- markað. Þessi fiskur er hins vegar hvergi til í borginni núna, og raunar alls enginn saltfiskur á boðstólum," sagði einn af þekktari fisksölum borgarinnar í samtali við DB. Hann sagði að sér væri kunnugt um að nóg væri til af saltfiski hjá fiskverkendum, en þeir vildu hins vegar ekki selja fiskinn á því verði sem leyfilegt er að selja hann á hér innanlands. Þeir fá mun meira fyrir fiskinn í útfiutningi. Heildsöluverð á saltfiski í dag er 845 kr. fyrir kg, en smásöluverð er 1050 kr. út úr búð. Skiptir þá ekki máli hvort fiskurinn er þurr eða út- vatnaður. Hagræði er fyrir neytendur að geta fengið fiskinn útvatnaðan hjá fisksölunum, en þeim aftur mikið óhagræði í þvi að sitja uppi að kvöldi með útvatnaðan en óseldan saltfisk. — Einn framleiðandi, Bæjarútgerð Reykjavíkur, hefur framleitt saltfisk í svokölluðum neytendapakkningum. Er þá saltfiskurinn skorinn í stykki og pakkaður í plastpoka. Þannig kostar kg 1180 kr. „Saltfiskurinn hefur töluverðáhrif Úruppskrifta- samkeppninni: „Heimilisgleði” nefnist uppskriftin er við birtum i dag úr uppskriftasamkeppninni. Sendandi er Ingunn Kristjánsdóttir á Akureyri. „Heimilisgleðina” má baka hvort sem er í ofnskúffu eða í pappirs- formum. Það verða 32 stk. í formunum, en 1,8 kg kaka i ’ ofnskúffunni. 300 gr hveiti „HQMIUSGLEDI” i 150grsykur 3 tsk. lyftiduft 2 tsk. sítrónudropar 3 dl undanrenna 2egg ca lOOgr rúsínur ca 40 gr brytjað suðusúkkulaði ca 20 gr brytjaðar möndlur. ÖÍI þurrefnin sett i skál og vætt í með eggjum og rnjólk. Deigið látið i lítil pappírsform, 32 talsins. Einnig er hægt að baka uppskriftina örlitið breytta í ofnskúffunni. Þá eru þurr- efnin tvöfölduð, notuð 3 cgg og 1/2 lítri undanrenna. Súkkulaði og möndlum sleppt. Þannig er kakan góð til þess að frysta og hefur enn ekki brugðizt að sögn sendandans. — Bakast við ca 200°C í um það bil 20 mín. á vísitöluna. í henni er nefnilega reiknað með að landsmenn noti mikið af saltfiski. Hér áður fyrr, þegar vísitölufarganið byrjaði, var saltfiskur talinn ein aðalfæða lands- manna. Fæða sem bændur þyrftu að kaupa í stórum stil. Þetta hefur breytzt alls staðar nema í kerfinu. Ég held að saltfiskur- inn sé alltof stór þáttur í útreikning- unum,” sagði fisksalinn. Regína fréttaritari DB á Eskifirði sagði okkur að Ingvar Þ. Gunnars- son, saltfiskverkandinn sem skrifað var um i DB 8. apríl, ætti engan slik- an saltfisk eins og er. Ingvar notar ekki nema allra bezta hráefni í þessa Ingvar Þ. Gunnarsson á Eskifirði verkar „heimsins bezta” saltfisk. Eins og er liggur framleiðslan niðri vegna þess að Ingvar fær ekki þann fisk, sem hann telur henta i verkunina. — Hvernig væri að lands- menn fengju að kaupa slíkan fisk og þá á hærra verði en „vísitölufiskurinn” er ef báðar tegundirnar væru hafðar á boðstólum. DB-mynd Emil Thorarensen. saltfiskverkun og það hefur ekki verið á boðstólum undanfarið. Á meðan framleiðendur fá mun betra verð fyrir saltfiskinn með því að flytja hann út er varla von að þeir séu að láta hann á innanlandsmarkað fyrir lægra verð. Er ekki úr vegi að „kerfið” færi að endurskoða blessaða visitöluna svo- litið og færa hana til nútíma vegar. - A.Bj.. GARÐSHORN UMGERÐITIL SKJÓLS 0G TIL AÐ SKIPTA GARÐINUM Ef nota á „heimilisgleði” t.d. i barnaafmæli er tilvalið að baka hana einmitt i bréfformum. Reglulega góð og „puntuleg” kaka. DB-mynd Bjarnleifur. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrarl Ný 4ra vikna námskeið hefjast 29. apríl. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — ljós — gufuböð — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Ó) JúdódeHd Ármanns Ármúfa 32. Auk þess að planta limgerði til skjóls við götu og á lóðamörkum er algengt að nota slík gerði til að mynda smáhólf i garðinum. T.d. til þess að afmarka matjurtagarða, bakgrunn fyrir steinhæð eða blómabeð eða ieiksvæði barna. Eru þá venjulega notaðar smá- vaxnari runnategundir eins og alparifs, runnamura, birkikvistur eða einhverjar aðrar kvisttegundir. Glansmispill er prýðilegur bæði klipptur og óklipptur. Hann er smá- gerður, laufgast snemma en verður stundum fyrir barðinu á trjámaðki. Á haustin verða blöðin eldrauð, rétt áður en þau detta eða fjúka af í hauststormunum. Ef runnamura á að blómstra vel má ekki klippa hana of mikið. Það er nóg að stýfa gömlu blómkvistina og jafna hliðarnar. Alparifs er með því fyrsta sem laufgast á vorin, með smágerð Ijós- græn blöð. Það er afar þéttvaxið og tilvalið i gerði, sem eiga að vera innan við einn metra á hæð. Til eru fleiri af- brigði, sum með grófgerðum all- stórum blöðum og virðast vera mjög harðgerð. En á stöku stað sést alparifs, sem alls ekki vill þrífast. Það kelur svo til alveg niður og þó það nái sér á strik á sumrin kelur það aftur næsta vetur. Slíkar plöntur eru ekki á vetur setjandi og ekki um annað að ræða en að rifa þær upp og planta einhverju öðru. Dögglinakvistur og víðikvistur eru harðgerðar plöntur og blómstra venjulega vel, en ókostur er að þær vilja breiða úr sér nokkuö mikið með rótarrenglum og þurfa umplöntunar við á nokkurra ára fresti. H.I.. 46 Suða á heilagfiski Heilagfiski er oft soðið i krydd- soði eða i vatni blönduðu með mjólk og krydduðu með sitrónusafa og salti. í einn lítra vatns fer 1 dl af mjólk og ein sítróna kreist út í og oft sett út i sneiðum eða tveim hlutum. Fisk á að sjóða við hægan hita og ekki of lengi. Þegar fiskur er heilsoðinn er hann venjulega settur yfir til suðu I köldu vatni eða köldu kryddsoði. Næst verður fjallað um suðuáýsuogþorski.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.