Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 24
Þátltakendunum í annarri skrúð- göngunni í Reykjavík í gær brá heldur en ekki í brún er þeir komu á móts við verzlunina Stúdíó að Laugavegi 27. Stefán Magnússon, verzlunarstjóri í Stúdíó, sagði við DB að ekki hefði verið laust við að nokkurt los hefði komið á göngumenn er þeir gengu framhjá verzluninni. Ástæðan var sú, að i búðarglugganum höfðu tvær ungar stúlkur komið sér fyrir, í sundbolum einum klæða. Þarna flatmöguðu þær í sólstólum, horfðust í augu við göngu- menn og fögnuðu sumarkomunni. - GAJ DB-mynd: Ragnar Th. Stúlkurnar I sýningargtugga verzlunarinnar Stúdló á Laugavegi 27 vöktu óskipta athvgliIgœr. Steinullarverksmiðja fyrir norðan eða sunnan: FRUMVARPID TILBÚIÐ ÁBORÐIRÁÐHERRANS —en engin veit hvar verksmiðjan rís Þó frumvarp um aðild ríkisins að steinullarverksmiðju liggi I handriti á borði iðnaðarráðherra, bíði þar komu hans frá útlöndum og síðan umfjöllunar í ríkisstjórn, áður en það verður lagt fram á Alþingi, eru menn ennþá engu nær um það hvort þessi verksmiðja rís sunnan fjalla á íslandi eða norðan. Gísli Einarsson, lögfræðilegur deildarstjóri ráðuneytisins, og Árni Árnason, skrifstofustjóri ráðuneytis- ins, vildu hvorugur tjá sig um efni frumvarpsins um steinullarverk- smiðjuna, enda efni þess ekki kunn- ugt ráðherrum ennþá. Árni skýrði DB svo frá að iðnaðar- ráðherra hafi skipað nefnd til að kanna „forsendur fyrir athugun á staðarvali”. Tveir aðilar hafa lýst sig fjálga til að reisa steinullarverk- smiðju. Er það Steinullarfélagið i Skagafirði og félagið Jarðefnaiðn- aður á Suðurlandi. Þessir aðilar hafa hampað á víxl Sauðárkróki og Þor- lákshöfn sem hentugasta stað fyrir verksmiðjuna. í staðarvalsnefndinni eru Vilhjálm- ur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráð ríkisins, formaður, Hörður Jónsson, framkvæindastjóri Iðntæknistofnunar, Bjarni Einars- son, framkvæmdastjóri byggða- deildar Framkvæmdastofnunar rikis- ins, Svavar Jónatansson verkfræð- ingur og Þorsteinn Þorsteinsson bæjarstjóri Sauðárkróki. Verksvið nefndarinnar er ,,að gera tillögur til ráðuneytisins um for- sendur fyrir samanburði á staðarvali steinullarverksmiðju. í þvi sambandi á nefndin að hafa í huga áhrif stað- setningar á stofnkostnað, hag- kvæmni i rekstri og samkeppnis- hæfni, svo og að gera samanburð út frá þjóðhagslegum viðhorfum, mannafla og áhrifum á byggðaþró- un. Að fengnum tillögum nefndarinnar mun ráðuneytið athuga hvort fela eigi nefndinni að hafa umsjón með gerð samanburðarkönnunar á stað- selningunni.” Svona einfalt er þetta. Og að sjálf- sögðu var nefndin beðin að hraða störfum sínum. -A.St. Samkomulag náðist á Isafðrði í gær: Ekki síöur samiö upp á loforö stjómvalda — segir Pétur Sigurðsson. Félagsf undir í dag Samkomulag tókst í sjómannadeil- unni á isafirði í gær kl. 5 eftir mara- þonfund með sáttasemjara frá því kl. 10 í fyrradag. Samkomulagið verður borið undir félagsfundi útgerðar- manna og sjómanna i dag. „Hér er bæði um samning við út- gerðarmenn að ræða og einnig loforð stjórnvalda, sem við leggjum ekki minna upp úr,” sagði Pétur Sigurðs- son formaður Alþýðusambands Vest- fjarða í morgun. „Það sem náðist fram voru fæðispeningar, þ.e. frítt fæði, og höfum við ákveðið loforð frá sjávarútvegsráðherra og útgerðar- mönnum. Við fáum þetta í gegn fyrir alla útilegubáta á landinu og greiðir aflatryggingasjóður fæðið. Þá höfum við loforð ráðherra um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir lögum um lögskráningu og breytingu á sjó- mannalögum um slysa- og veikinda- greiðslur, þ.e. tryggingaatriði. Þetta á að taka fyrir á þessu þingi. Hvað snertir samningana við út- gerðarmenn, þá fengum við inn kröf- una um hlífðarfatapeninga til ann- arra en háseta, sem er í raun hækkun á kauptryggingu. Þá fékkst einnig 5% hækkun á ákvæðisvinnu við beit- ingu og stytting á uppgjörstíma úr 15 dögum í 9 daga. Tímabil það sem landróðrabátar mega ekki róa var lengt. í sambandi við línubátana var út- gerðinni leyft að hafa 12. manninn á bátnum og lengja þar með línuna um 1/5, sem á að gefa áhöfninni meiri tekjumöguleika. Háseta sem er á sjó er bætt þetta upp með 1/8 háseta- hlut. Þá var og samið um hafnarfrí á netabáta og hafnarfríum á skuttogur- um breytt úr 24 tímum í 30 tima. Gengið var frá3 daga jólafríi og lengt áramótafrí. Þetta samkomulag eiga öll félög á Vestfjörðum að geta samþykkt, nema e.t.v. félagið á Súgandafirði,” sagði Pétur. „Það er mín skoðun að þegar búið er að gera samninga séu allir ánægðir,” sagði Guðmundur Guð- mundsson formaður Útvegsmanna- félags Vestfjarða. Ég legg engan dóm á það hvort við höfum orðið að gefa meira eftir en Bolvíkingar. Verði samkomulagið samþykkt á fundun- um i dag, ættu fyrstu skipin að geta haldið út i kvöld.” - JH SKRÚÐGANGAN RIÐLAÐIST hjálst, úháð dagblað FÖSTÚDAGUR 25. APRlL 1980. Helgigrip- um stolið úr Frí- „Að því er bezt verður séð hafa horf- ið tveir höklar, þar af hátíðahökull Frí- kirkjunnar, tvö rykkilín, prestshempa og silfurkross sem ég hef borið með messuskrúða. Tveir kertastjakar hurfu af altari, en annar þeirra fannst reyndar utan dyra, þegar að var gáð,” sagði séra Kristján Róbertsson, prestur fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, i samtali við DB í morgun. Brotizt var inn í Fríkirkjuna aðfara- nótt sumardagsins fyrsta. Var það um klukkan hálffimm um nóttina sem lög- reglumenn tóku eftir að brotin hafði verið rúða í kirkjunni. Höfðu þeir sam- band við aðila sem hafa lyklavöld og kom þá hvarf kirkjumunanna í ljós. Gerð hafði verið tilraun til að komast inn um suðurdyr á kirkjunni en innbrotsmaður orðið frá að hverfa eftir að hafa verið búinn að eyðileggja lás á ytri dyrum og kominn að öflugum innri dyrum. Siðan virðist hafa verið farið inn um gluggann þar sem rúðá var brotin. Innbrotið i Fríkirkjuna ber tilgangs- leysið i sér eins og raunar fyrra innbroj í kirkjuna fyrir um það bil tveimur ár- um. Hefur það aldrei upplýstst en þýfið fannst í Hallargarðinum suður af kirkj- unni nokkrum mánuðum siðar. Ljóst var að það hafði ekki verið þar lengi. Höklarnir voru illa farnir og krump- aðir, einn þeirra rifinn og allir þörfn- uðust gagngerðrar viðgerðar. - ÓG Skólaskák 1980: Úrslitakeppnin byrjarídag Landsmót Skólaskákar 1980 hefst i dag að Varmalandi í Borgarfirði og lýkurá sunnudaginn. A þessu móti keppa fulltrúar kjör- dæmanna, tveir frá Reykjavik en einn frá hverju hinna í yngri og eldri flokki, um titilinn Skólaskákmeistari íslands 1980. Mótstjórar verða Bergur Óskarsson og Jenni R. Ólason. - GAJ LUKKUDAGAR: 24. APRÍL: 20361 Kodak Pocket A-1 myndavél. 25. APRÍL: 2081 Sharp vasatölva CL8145. * Vinningshafar hringi ísíma 33622. TÖGGUR UMBOÐIÐ < SÍMI A ^81530 I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.