Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 14
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. Leikrit á menningarvöku Á Menningarvöku Suðurnesja, sem bar heitið Fiskur undan steini voru þrjár frumsýningar á leikverk- um, ein hjá Leikfélagi Keflavíkur, Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson, hjá Leikfélagi Sand- gerðis, Möppudýragarðurinn , höfundur Óttar Einarsson, og hjá Litla leikfélaginu i Garðinum tveir einþáttungar, Gullbrúðkaupið og Tertan , og þar er Jökull Jakobs- son aftur á ferðinni en allt eru þetta innlend verk, svo að íslenskir höfundar mega vel við una. Barna- leikritið Spegilmaðurinn var einnig sýnt á vökunni og það meira að segja í öllum byggðarlögum á Suðurnesjum, enda vel til þess fallið, leikið á miðju salargólfi með þátt- töku áhorfenda. Leiklistarstarfsemin á Suðurnesj- um er því i fullu fjöri, nema i Grinda- vik. Þar tókst ekki að færa upp sýn- ingu i vetur vegna manneklu. Var það sannarlega miður en vonandi er aðeins um stundarvandamál að ræða hjá þeim. Sjóleiðin til Bagdad var frum- sýnd i Stapanum daginn fyrir skírdag en var síðan sýnd í Félagsbíói i Keflavík og verður áfram. Tókst sýningin mjög vel og fer þar saman góð leikstjórn Þóris Steingrímssonar, táknræn leikmynd unnin i hópvinnu upp úr aðfengnum hlutum norðan frá Sauðárkróki og skinandi leikur allra i sýningunni. Leikurinn gerist á kreppuárunum í vesturbænum og fjallar um ást og erfiðleika einnar fjölskyldu. Reynir mikið á hæfni leikaranna til að ná réttu andrúmslofti í verkið og tókst það með ágætum. Sérstaklega er Jóhann Gíslason minnisstæður í hlut- verki Eiríks, kaldrifjaða drykkju- sjúklingsins sem alltaf er að sjá nýjar leiðir til skjótfengins gróða. Árni Ólafsson náði sinum besta leik til þessa í gamla manninum, sjúkum og með andarteppu. Voru gervi hans og hreyftngar mjög sannfærandi. Ingi- björg Haraldsdóttir lék með miklum tilþrifum Þuriði, mömmuna sem ávallt glataði eða sleppti tækifærun- um til að sanna hæfileika sína. Dagný Haraldsdóttir, í hlutverki Hildar, 14 ára stúlkunnar, Hrefna Traustadóttir og Þór Helgason, fóru vel með sín hlutverk, sérstaklega Hrefna í leikslok i uppgjörinu við Eirík. Magnús Jónsson slapp einnig vel frá Halldóri, rómantíska far- manninum. Möppudýragarðurinn Sandgerðingarnir brugðu nokkuð út af vana leikfélaganna á Suðurnesj- um með verkefnaval. Völdu refíu- kenndan leik sem reyndar er saminn fyrir hérað þar sem kaupfélagsvaldið er meira en á Suðurnesjum. En það kom ekki að sök. Með mátulegri staðfæringu komst allt til skila, i bráðfyndnum texta, Ijóðum og sigild- Sviðsmynd úr „Tertunni”. um lögum. Höfundurinn að Möppudýragarðinum er Óttar Einarsson, Norðlendingur, en tveir aðrir úr sama landshluta komu einnig þar við sögu, Aðalsteinn Bergdal 1 leikstjóri og Hallmundur Kristinsson, sem teiknaði leikmynd og vann að miklu leyti. Norðanþrenningin stóð sig sannarlega vel og vakti kátinu á meðal leikhúsgesta í Sandgerði fyrra fimmtudag. Fengu þeir mikið klapp fyrir skemmtilega sýningu, einkum Aðalsteinn fyrir sitt framlag þvi ekki er heiglum hent að færa upp sýningu við jafnerfiðar aðstæður og i Sand- gerði, á dvergsviðinu, enda varð að smíða pall fyrir framan sviðið svo allir kæmust fyrir í hópatriðunum. Ómar Bjarnþórsson fór með aðal- hlutverkið, Vermund Magnússon samvinnufélagsforstjóra. Tókst honum að skapa mjög skýra persónu og látbragð hans og söngur vöktu mikla kátinu sýningargesta sem fylltu húsið. Einnig mæddi mjög á „reviu- stjóranum”, Ólafi Gunnlaugssyni, i sínum konunglegu klæðum, há- rauðum úr silki, og einnig á Ingibirni Jóhannessyni, sem brá sér í gervi þriggja persóna. Alls komu fram 17 leikarar og þrír tónlistarmenn i 33 hlutverkum. Yfirleitt skiluðu þeir hlutverkum sínum vel. Ef nefna ætti einn fremur en annan, þá voru þau Heimir Morthens og Hjördís Óskars- dóttir skemmtileg í hlutverkum læknis og lögregluvarðstjóra. Tónlist þeirra Sigurðar Guðjónssonar, Krist- jáns Gíslasonar og Heimis Sigur- sveinssonar. Magnús Gíslason Gullbrúðkaupið og Tertan Litla leikfélagið í Garðinum frum- sýndi þessa tvo einþáttunga Jökuls Jakobssonar fyrra föstudag. í Gull- brúðkaupinu lék Bjarni Guðmunds- son Ananías gamla sem hefur flest á hornum sér. Bjarni leikur þarna mann sem er á svipuðum aldri og hann sjálfur, eða nærri áttræður. Þrátt fyrir litla sviðsreynslu var það furða hvað honum tókst vel. Anna Magnúsdóttir lék Guðbjörgu, konu Ananiasar.Raddblær hennar og gervi var gott. Á hreyfingarnar reyndi minna, þar sem hún liggur allan timann í rúminu. Jóhannes Eyfjörð og Þórdis Jónsdóttir koma svo lítils- háttar við sögu, mjög þokkalega. Tertan beið eftir piltinum sent ætlaði að koma til dótturinnar, en rafmagnsaflesningarmaðurinn ,,að austan” át hana nú samt. Margrét Sæbjörnsdóttir fór með hlutverk dótturinnar nokkuð vel, var svolítið taugaóstyrk fyrst. Auður Sigurðar- dóttir lét sér hins vegar hvergi bregða í hlutverki móðurinnar lúmsku og ýtnu og tjáði persónuna mjög vel. Mátulega vandræðalegur var Sigur- jón Skúlason, maðurinn að austan, sem tróð heilli tertu ofan í sig á 30 minútum. Leikstjóri var Sævar Helgason. - emm BRESK X/ll/A AÐ HOTEL LOFTLEIÐUM 25.APRÍL TIL 2. MAÍ 1980 I VÍKINGASAL, BLÓMASAL, VÍNLAN OG RÁÐSTEFNUSAL Breskur matreiðslumeistari frá Mayfair Hotel. Fjórréttaður matseðill öll kvöld. Breskir skemmtikraftar Magnús Magnússon, hinn kunni sjónvarpsmaður, ræðir við gesti. Matargestir fá happdrættismiða. Vinningur vikudvöl í London fyrir tvo, fargjöld, gisting og matur innifalinn. Stuðlatríó leikur fyrir dansi. Ókeypis kvikmyndasýningar um helgar. Magnús Magnússon flytur tvo fyrirlestra um Víkingasýninguna í London. Sjáið gimsteina bresku krúnunnar! Kynningarrit um Bretland liggja frammi. Borðapantanir og nánari upplýsingar hjá í símum 22321 og 22322. Verið velkomin aagft imasr.... HÓTEL LOFTLEIÐIR BRESKA FERÐAMÁLASTJÓRNIN Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utan- ríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli, auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum Islands er- lendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115 Reykjavík, fyrir 10. maí 1980. Utanríkisráðuneytið. Fmlux LITSJONVARPSTÆKI 22" 699.000,- (664.000.- staðgr) 26" 773.000.- (734.000.- staögr) SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTUNI-18 REYKJAVIK SIMI 27099 Stuðningur við æskulýðsstarfsemi Samkvæmt 9. gr. III. kafla laga um æskulýðsmál hefur Æskulýðsráð ríkisins heimild til þess að veita stuðning við einstök verkefni í þágu æskufólks. Stuðningur þessi getur bæði orðið beinar fjárveitingar af ráðstöfunarfé ráðsins og/eða ýmis önnur fyrirgreiðsla og aðstoð. Æskulýðsráð samþykkti á fundi sínum 19. april sl. að óska eftir umsóknum frá æskulýðssamtökum og öðrum aðilum er að æskulýðsmálum vinna um stuðning við einstök verk- efni er fallið gætu undir þessa grein laganna. Slíkar um- sóknir ásamt upplýsingum og áætlunum um verkefnin þurfa að berast Æskulýðsráði ríkisins, Hverfisgötu 4—6, fyrir 1. júnínk. ^ Æskulýðsráð ríkisins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.