Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — MÁNIJDAGUR 28. APRÍL 1980. — 96. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. KREFJAST AFSAGNAR STJÓRNAR LAUNASJÓÐS - fyrír ad úthluta hæstu starfsmannalaunum eftir fíokkspólitísku sjónatmiði —sjábaksíðu Aðalf undur Flugleiða ídag: Kyrrtáyfir- borðinu — engarmeiri háttar breytingartillögur liggjafyrir . Aðalfundur Flugleiða 1980 verður haldinn í dag kl. 13.30 á Hótel Loft- leiðum og verður hann með hefð- bundnu sniði. Afgreidd verða venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og kosning 4 manna í 9 manna stjórn. Þessir fjórir eiga að ganga úr, en eftir þvi sem næst verður komizt verða sömu menn og setið hafa í stjórn endurkosnir. Til þess að mál verði tekin fyrir á aðalfundi, án þess að undanþága komi til, þarf að leggja fram tillögu með 7 daga fyrirvara. Engar tillögur í stefnu- mótandi málum hafa verið lagðar fram, eftir því sem næst verður komizt. Geta má þess að skv. nýju hlutafjár- Iögunum verður við kosningar i stjórn beitl atkvæðagreiðslu með svokölluð- um margföldunaráhrifum atkvæða. Þau eru m.a. fólgin í því að þar sem nú á að kjósa fjóra menn í stjórn þá getur hver hluthafi kosið einn mann og fær hann þá 4 atkvæði fyrir hvern hlut. Kjósi maður aftur á móti 4 menn, þ.e. þann fjölda sem kjósa á, þá fær hver maður 1 atkvæði. Með öðrum orðum má segja að handhafar 25% hlutafjár geti með nýrri aðferð tryggt I mann af 4 sem k jósa ber. Á næsta aðalfundi, þ.e. 1981, eiga 5 nienn að ganga úr aðalstjórn. Þá gætu handhafar 20% hlutafjár tryggt I mann í stjórn með því að nota marg- feldisáhrif atkvæðaseðla. Svo sem kunnugt er hafa Flugleiðir átt í miklum fjárhagsörðugleikum undanfarið ár. Á yfirborðinu er þó sátt að sjá, en engu að síður má búast við gagnrýni undir liðnum önnur mál á aðalfundinum. í stjórn Flugleiða eru nú: Alfreð Elíasson, Bergur Gíslason, Grétar B. Kristjánsson, Halldór H. Jónsson, KrLstínn Ólsen, Óttarr Möller, Sigurður Helgason forstjóri, Sigurgeir Jónsson og Örn Ó. Johnson formaður stjórnar. Þeir sem eiga að ganga úr stjórn eru Bergur, Grétar, Halldór og Kristinn, en sem áður sagði er talið að þeir verði allir endurkosnir. -BS/JH „Vonlausasti valkosturinn af fimmvartekinn” — sjáíþróttiríopnu Ungfrú Akureyri 1980, Svanfríður Birgisdóttir, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri. DB-mynd Guðmundur Svansson. Fegurdarsamkeppni Islands 1980: „Égersvo ofsalega forvitinn — sagði ungfrú Akureyri, Svanfríður Birgisdóttir, eftir krýninguna Svanfríður Birgisdóttir, 18 ára nemi við Menntaskólann á Akureyri, var kosin ungfrú Akureyri í Sjálf- stæðishúsinu á föstudagskvöldið. Hefur hún þar með unnið sér sólar- landaferð með Úrval og er orðin ein af þeim tólf sem kcppa um titilinn ungfrú ísland 1980, 23. maí nk. Aðaláhugamál Svanfríðar er að komast áskiði sem hún segist reyndar gera á hverjum degi og að synda. „Á sumrin hef ég unnið í Útvegsbank- anuni en á veturna stefni ég í stúdentspróf. Eftir það hef ég hugsað mér að fara i hjúkrunarnám. Mamma er hjúkrunarkona og ég hef mikin áhuga fyrir þvi starfi. Á sumrin reyni ég lika að spila golf. Auk alls þessa hef ég áhuga á að verða flugfreyja,” sagði Svanfríður í samtali við DB eftir krýninguna. „Ég er svo ofsalega forvitin og er til i að prófa allt, þess vegna tók ég þátt í þessari keppni. Mig langar til að vita hvernig þetta allt gengur fyrir sig. Ég var ekkert farin að hugsa út I úrslitin, bara það að ég er búin að vera að drepast i tánum í allt kvöld,” sagði Svanfríður Birgisdóttir, ungfrú Akureyri 1980. Svanfríður er 1.62 cm á hæð, fædd og uppalin á Akureyri. Ungfrú Akureyri 1979, Björg G'tsla- dóttir, krýndi Svanfriði en Björg mun taka þátt i Miss World keppn- inni i Lundúnum á þessu ári. -F.LA. Haraldur Sigurðsson rannsóknarlög- reglumaður dregur pokann með helgi- gripum Fríkirkjunnar í Reykjavík upp úröskutunnunni á Norðurstígnum. DB-mynd: Ómar Valdimarsson. Alltaf á vaktinni: DBfann helgigripina — eftirábendingufrá óþekktum manni Munirnir, sem stolið var úr Frikirkj- unni í Reykjavík aðfaranótt sumar- dagsins fyrsta komu í leitirnar siðdegis á laugardaginn. Þá hringdi ungur maður, sem ekki sagði til nafns, á rit- stjórn Dagblaðsins þar sem útlitsteikn- ari blaðsins var við störf sín og sagði munina falda i öskutunnu á Norðurstíg i Reykjavik. Fréttamaður DB fór á staðinn, fann í einni tunnunni plastpoka með hinum stolnu munum og tilkynnti siðan lög- reglunni um fundinn. Rannsóknarlög- reglumaður kom síðan á staðinn og tók munina í sína vörzlu. Þeim var skilað til f íkirkjuprests siðar um daginn og voru óskemmdir. Í plastpokanum voru tveir höklar, tvö rykkilín, prestshempa, kertastjaki og kross, sem fríkirkjuprestur ber við hempuna. Þetta er i þriðja skipti á tiltölulega skömmum tíma að stolnir gripir komast aftur til réttra eigenda með milligöngu Dagblaðsins. Jafnan hefur verið hringt á ritstjórn blaðsins, til- kynnt um hvar hina stolnu gripi væri að finna og síðan lagt á. DB hefur að sjálfsögðu sinnt sinni borgaralegu skvldu og látið yfirvöld vita eftir að hafa gengið úr skugga um að rétt væri með farið. í vetur kom DB þannig til réttra eig- enda skildi sem stolið var af byggingu Menntaskólans i Reykjavík og fannst á ieiði Jóns Sigurðssonar i gamla kirkju- garðinum. Snemma í vor fundu DB- menn bjöllu sem stolið var úr sölum Al- þingis og nú síðast á laugardaginn hafði blaðið milligöngu um að koma helgigripum Frikirkjunnar aftur á sinn stað. -ÓV A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.