Dagblaðið - 28.04.1980, Síða 3

Dagblaðið - 28.04.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. 3 Hættunni boðið heim við Holtsgötu: Leikvöllur smábam• Spurning Spilarðu í happdrætti? anna eruba götunm Eg er léttust... búin 800Wmótor og 12 lítra rykpoka (Made in USA) HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogslyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra, já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líður um gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig, svo létt er hún. Ein mcð Ivö börn við Hollsgötu skrifar: Nú get ég ekki lengur orða bundizt. Eftir að JC-menn vörpuðu fram spurningunni: „Veiztu hvar barnið þitt er?” hef ég ekki getað hugsað um annað. Spurning JC-félaga átti að beinast að unglingum og foreldr- um, en ég vil spyrja i framhaldi af henni: „Foreldrar. Vitið þið hvar börnin ykkar, 2—5 ára, leika sér?” Ástæðan til þess, að ég set fram þessa spurningu er sú, að ég bý í vesturbænum, nánar tiltekið við Holtsgötuna þar sem gangstéttirnar og gatan virðastéinu leiksvæðinéyrir þennan aldurshóp. Ekki í eitt einasta skipti hef ég séð foreldra koma út og sækja barnið sitt þegar það er að hoppa milli bílanna og yfir götuna i einhverjum æsandi leik. Hvað eruð þið foreldrar að hugsa? í gær leit ég út um gluggann hjá mér, og þá sá ég Volkswagenbíl standa skáhallt yfir götuna. Ungur maður, blóðrauður af taugaspennu rauk út úr bílnum til að athuga, hvort hann hefði keyrt yfir eitt barnanna. Þetta sama kom fyrir mig um dag- inn. Samt „læddist” ég eftir götunni. Skyndilega spratt upp u.þ.b. þriggja ára drengur úti á götunni. Ég ætla ekki að lýsa því, hvernig mér leið. Þetta eru ekki einu skiptin sem ég hef orðið vitni að slíku. Ég spyr: Hverjum er það að kenna ef slys verður, bílstjóranum eða foreldrun-, um? Ef ég ætti að dæma, þá mundi ég dæma foreldrana seka. Bréfritari varar við hættunni af leik barna á götum úti. Hver saknar reiðhjóls? I.esandi hringdi og kvaðst hafa undir höndum blátt reiðhjól, sem einhver hefði skilið eftir í strætis- vagnaskýlinu við Hjaltabakka I2. Upplýsingar í síma 71008. Raddir lesenda VERÐ KR. HOOVER er heimilishjálp FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 /Pekking /feynsla 1Þjonusta LPTOFRA- DISKURINN Ryksugan sem svífur Er lögregl- an undan- þegin umferöar- lögum? Binni hringdi: Mig langar til að beina þeirri spurningu til lögreglusfjórans í Reykjavik, hvort lögreglumönnum leyfist að nota leiðir sem merktar eru: Allur akstur bannaður nema S. V.R. Til að gera langt mál stutt, þá sá ég aðfaranótt sumardagsins fyrsta, að lögreglubíll ók laust eftir kl. 4 niður götu við Breiðholtsskóla sem er merkt á áðurnefndan hátt. Lögreglu- billinn var ekki með blikkandi Ijós. Til hvers er verið að kenna umferðarreglur ef ekki er farið eftir þeim? Helga Bolladóttir, húsmóðir: Nei, ég spila ekki i neinu happdrætti. Lilja Hrönn Halldórsdóttir, barnfóstra: Já, ég á einn miða i Happdrætti Háskólans. Guðrún Bryndis Hafsteinsdóttir, II ára: Nei, ég hef aldrei spilað i happdrætti. Ásta Tómasdóttir, vinnur hjá I.ands- virkjun: Nei, ég hef aldrei spilað í happdrætti og mig langar ekki til þess. Ólafur Skúlason, verzlunarstjóri: Já, ég á einn Irompmiða í Happdrætti Háskólans. Ég hef aldrei unnið neitt. Þórarinn Hjaltason, verkfræðingur: Nei, en ég spilaði einu sinni í Happdrætti Háskólans.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.