Dagblaðið - 28.04.1980, Síða 13

Dagblaðið - 28.04.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. 13 Fí'lagarnir úr landflokki Björgunarsveltar Ingólfs samankomnir: Þeir eru spriklandi og prilandi upp um fjöll og fimindi svo að segja um hverja helgi árið um kring til æfinga og þjálfunar. Sigið i Þrihnjúkagiginn var liður I xfingunum. Þeir eru reiðu- búnir að bregðast við hvenær sem kallið kemur og einhverjir þurfa á hjálp að halda. Þá reynir á þjálfunina. ég sá í kringum mig frá sjónarmiði jarðfræðinnar. Auðviiað var sitthvað forvitnilegt að skoða I berginu en því 'miður dálitið erfitt að einbeita hugan- um að þvi. Og ofan á allt annað kom svo það að sigbeltið var farið að þjarma illilega að vissum likamshlut- um. Mér þótti líklegt að ég yrði ekki til stórræða við að fjölga mannkyninu úr þessu þó svo ég slyppi lifandi. Þjóðin myndi ekki a.m.k. úrkynjast af þeim sökum. Eilrfur flótti undan hraunstraumi I oksins, loksins fóru öðlingarnir að draga. Eftir örskamma stund stóð ég heill á húfi á gígbarminum og þóttist góður að sleppa lifandi og óskaddaður úr ferðinni. Fyrsta verkið var auðvitað það að lýsa yfir að i bjargsig færi ég helzt ekki aftur ótilneyddur! Og ég er frekar áhugalítill um að skoða inn- volsið i fleiri eldgigum í bili. Enda er söguþráðurinn i uppáhaldsmarlröðinni minni í svefni eitthvað á þá leið að ég þykist sladdur í drungalegum göngum og hellum niðri í jörðinni og vera á .eilífum flótla undir vellandi hraun- straumi. Þaðerdálitið vonlaus flótti. Eitt er Ijóst og þess vert að það komist á framfæri: Ef einhverjum dcttur í hug að skoða hvernig Hekla gamla lítur út að innan þá þýðir ekki að bjóða mér. Eg myndi gera eins og bóndinn í Selsundi forðum, leggjast niður með ákafan höfuðverk og lara hvergi. - ARH Kyndlar voru notaðir til að fá birtu niðri f gignum, Ólafur B. Thoroddsen heldur á tal- stöðinni — sambandinu við umheiminn. ógnarhraða að þó mér hefði flogið i hug að fara með Faðirvorið, þá hefði tíminn ekki enzt til að fara lengra en aftur að daglegu brauði i þulunni. En niður komst ég lifandi en afskaplega máttfarinn i hnjáliðum. Það var anzi merkileg upplifun að standa á botni eldgígsins og sjá dags- birtuna í gegnum gat langt fyrir ofan hausinn á sér. Ég fann satt að segja til svima þegar ég horfði á næsta mann koma sigandi niður skömmu á eftir mér. Við höfðum bæði logandi blys og rafljós til að lýsa okkur i myrkrinu. Reyndar þurfti miklu meira Ijósmagn til að lýsa þennan gríðarstóra helli al- mennilega upp. En við gátum skoðað hann með sæmilegu móti og áttað okkur á stærð hans og lögun. Hellirinn er sporöskjulaga, u.þ.b. 60 metrar i þvermál þar sem lengst er milli veggja. Ekki gátum við fundið nein göng út frá hellinum i fljótu bragði. Einhvem tima hafði hrunið úr loftinu og „gólfið” var því bæði stórgrýtt og erfitt yfirferðar. Við bröltum yfir skriðurnar og reynd- um að festa náttúrufyrirbærið á filmur. Það reyndist erfitt bæði vegna þess að móða setlisl á linsur á myndavélunum og flasslampi leiddi út vegna raka. Dráttarklárar tóku sér hvfld Upphaflega var gert ráð fyrir að allir i hópnum, 10—12 manns, færu niður í Einar, t.v., kominn niður. Oli lýsir honum við að losa sig úr kaðlinum. giginn. En það kom fljótlega i Ijós að það útheimti mikið þrek og þol fyrir þá sem uppi voru að láta menn síga og draga þá upp aftur. Þegar Ólafur B. Thoroddsen og Einar Pálsson voru komnir niður, auk okkar Erlings, var tekin ákvörðun um að fleiri færu ekki niður í þetta sinn. Erlingur og Óli voru fyrst dregnir upp. Það tók mörgum sinnum lengri tíma að hala þá upp en senda þá niður. „Dráttarklárarnir" þurftu að taka sér hvíld á milli þess sem þeir drógu af kappi. Á meðan hvildar- slundirnar stóðu yfir voru þeir bræður hangandi kyrrir í lausu lofti. Það er ekki ákaflega uppörvandi að sjá þá hanga þar og snúast hring eftir hring i kaðlinum. Ég fékk i magann og það bara töluvert. En við nánari umhugsun kom í ljós að skárra var að láta hafa sig i að hanga skíthræddur i kaðlinum og fara upp en að tilkynna aðsetursskipti og setjast að í gignum. Fyrstu 50 metrarnir á leiðinni upp voru bærilegir. Síðan kom „pása” hjá dráttarklárun- um í 3—4 minúlur og ég hringsnerist i kaðlinum bjargarlaus. Svo var byrjað að draga á nýjan leik og aftur var hlé í fáeinar mínútur. Óskaplega voru þetta langar mínútur. Enn var dregið og nú fór ég alveg upp undir gígopið. Sigbeltið þjarmaði að vissum líkams- hlutum Þar staðnæmdist ég i meira en 100 metra hæð. Þeir sem höfðu líftaugina mina í hendi sinni tóku sér langa, langa hvild. Minúturnar sem ég hékk þarna voru víst einar 7—8 og langar eftir þvi. Ég fór að velta fyrir mér hvort mann- fýlurnar væru búnar að binda lausa endann við stein og farnir i kaffi. Eða hvort þeir væru að ná sér i hnifkuta til að rista niður dindilinn mig og losa þjóðina við einn æsingamann úr blaða- mannastétt. Ég sá mig i huganum dúndra niður i grjóturðina fyrir neðan og breytast með hraða Ijóssins í ham- borgarahráefni. Svo datt mér i hug að raula einhverja villta slagara uppháll en hælti snarlega þegar ég sannfærðist um að hljóðbylgjurnar sem söngurinn framkallaði myndu setja af slað snjó- hengjuna fyrir ofan hausinn á mér og ef til vill stórkostlegt grjóthrun lika. Ég gerði lika tilraunir til að kanna það sem „Dráttarklárarnir” á bjargbrúninni höfðu lif þeirra sem fóru niöur i hendi sinni. » Þeir hrugðust ekki, strákarnir! Sfmi 39244 Rúðuísetningar & réttingar Eigum fyrirliggjandi rúður í flestar tegundir bifreiða. H. ÓSKARSSON DUGGUVOGI21. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og hierrarl Ný 4ra vikna námskeið hefjast 29. apríl. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — ljós — gufuböð — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. @ / JúdódeildÁrmanns Ármúia 32.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.