Dagblaðið - 28.04.1980, Page 19

Dagblaðið - 28.04.1980, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. 19 Kjör landpósta bætt eftir mikið óréttlæti ■— segirAlfreð Björnsson landpóstur Alfreð Björnsson landpóstur tekur nú póstinn fyrir Kjalnesinga á pósthúsinu að Varmá, Mosfellssveit. Póthúsið að Klébergi Kjalarnesi hefur verið lagt niður. Þeir Engilbert Sigurðsson og Jakob Tryggvason, fulltrúi, starfsmennPósts og síma, setluðu að leggja land undir fót og mxla hina nýju leið, sem Alfreð þarf nú að fara. -DB-mynd: Bj. Bj. Félag islenzkra landpósta FÍL er nýstofnað og sagði Alfreð Björnsson landpóstur að ekki hefði nú veitt af. Áður fyrr hefðu þeir verið i Póst- mannafélaginu og þar með verið ríkisstarfsmenn en nú væru þeir sjálf- stæðir atvinnurekendur nreð eigin bil, sem þeir legðu til við starfið. Alfreð byrjaði sem landpóstur árið 1976 og hefur það raunar sem aukastarf. „Jú ég á víst að heita bóndi. Á nokkrar rolluskjátur og bý í Útkoti á Kjalarnesi,” sagði hann okkur, þegar við hittum hann í hinum glæsilegum húsakynnum Pósts og síma að Varmá. Hann fræddi okkur á því að nú væri búið að leggja niður pósthúsið á Klébergi á Kjalarnesi og myndi hann nú taka póstinn upp á Kjalarnes frá Varmá. Þegar við ræddum við Alfreð voru einmitt staddir á staðnum fulltrúar Pósts og sima að mæla upp leiðina, sem Alfreð átti að fara. Liðin er sú tíð þegar land- pósturinn kom ríðandi á fák sínum og færði lýðnum langþráðar fréttir hvaðanæva að. Voru menn þá oft langeygir eftir að sjá til ferða hans, ef eitthvað dróst að hann kæmf á venjulegum tima. Ekki var það óalgengt að hann kæmi i sveitir einu sinni í viku. Nú er öldin önnur. Alfreð land- póstur fer um Kjalarnesið þrisvar i viku en fannst að ekki væru launir við verkið til þess að hrópa húrra fyrir. Þegar landpóstar hefðu byrjað ferðir sínar á jeppum hefðu þeir jafnvel getað endurnýjað bil sinn á tveggja ára fresti. Svo mikið hefðu þeir borið úr býtum. Fyrir árið 1978 fengu landpóstar í bilastyrk álika og leigubílstjórar höfðu. Þá var styrkurinn hækkaður eftir því sem bensínið steig upp á við og virkaði hækkunin aftur fyrir sig. Bflastyrkur ekki í samræmi við bensín- hækkanir „Hins vegar síðan 1978 og allt fram á þennan dag hefur styrkurinn verið endurskoðaður tvisvar á ári og þótt bensinið hækkaði stöðugt var ekkert verið að hugsa um að bæta okkur það upp eftir á.” sagði Alfreð. „Síðustu hækkun fengum við 1. marz. Nú er bílastyrkurinn kominn langt niður fyrir styrk leigubilstjóra, sem hafa um kr. 200 fyrir hvern ekinn km. Við fáum 150 kr.” Alfreð sagði að kaupið sem hann hefði haft í marz væri kr. 160.900. Þar af fastakaup kr. 72.900 en bíla- styrkur kr. 98 þús. Alfreð ekur 50 km á dag og stoppar u.þ.b. 45 sinnum á leiðinni. Nú hefur FÍL þegar fengið þvi áorkað að samgönguráðherra hefur lýst sig reiðubúinn til þess að leiðrétta kjör landpósta, og sjá til þess að greitt verði fyrir bíl skv. taxta opinberra starfsmanna og 65% ofan á það fyrir manninn. Bíla- styrkur opinberra starfsmanna fyrir hvern ekinn km á malarvegi var kr. 149 þ. I. marz. Ætti hann því með hækkun að verða kr. 246. Sagði Alfreð að þessu gælu félög áorkað. Aldrei myndi hafa verið farið eftir kvörtunum eins manns. -EVI. Jón G. Sólnes og Óli Jóhannsson við opnun Listhússins á Akureyri um síðustu heigj. DB-mynd: G.Sv., Akureyri. Sólnes sýnir og selur list Jón G. Sólnes fyrrverandi alþingis- maður, er ekki aldeilis setztur i helgan stein þótt hann hafi yfirgefið Alþingi. Fyrir skömmu bárust fregnir um að hann hefði sótt um leyfi til uppboðshalds og sl. laugardag (19. apríl), opnuðu þeir Jón og Óli G. Jóhannsson, listmálari Listhúsið. Helstu verkefni þess fyrirtækis eru að halda sýningar og uppboð á málverkum, höggmyndum, bókum og alls konar safngripum. Listhúsið hóf starfsemi sina með sýningu á verkum feðginanna Steindórs M. Gunnarssonar og Sigrúnar Stein- dórsdóttur Eggen, en hún var áður i FÍM salnum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Óla G. Jóhannssonar mun fyrsta uppboðið fara fram 8. maí og hefur Listhúsinu þegar borizt nokkurt magn listmuna. Listhúsið er annars opið frá kl. 20—22 virka daga og 16—22 um helgar. -AI/GS, Akureyri. SAFNA FÉ TIL LÍKN ARMÁLA MEÐ SKEYTASENDINGUM Lionsklúbbur Eskifjarðar hefur komið mörgu góðu til leiðar á staðnum en aðalverksvið klúbbsins er á sviði líknarmála þó að ýmsu öðru sé hugað. Eskfirðingum til gagns. í fyrra seldu klúbbfélagar reykskynjara, sem nú eru í velflestum húsum í bænum. Nú selja þeir fermingarskeyti og hafa margir rómað þá þjónustu um leið og klúbburinn aflar sér fjár til annarra verkefna. Klúbbfélagar ganga í hús með nöfn fermingarbarna og heimilisfólk krossar við nöfn þeirra barna sem það vill sendaskeytiá fermingardaginn. Lions- menn sækja svo listana tveimur dögum fyrir fermingu. Taka þeir 1000 kr. fyrir hvert skeyti, en sjá svo um að koma því til viðtakanda. Fólki hér finnst þetta góð og ódýr þjónusta. Á skeytaeyðublöðum er litmynd af Eskifirði sem Geir Hólm tók. Svona hafa þeir annazt um sendingu um 700 skeyta og bjóða fólki þetta við öll tækifæri. SLINGERLANDS TROMMUKJUÐAR VORUM AÐ TAKA UPP NÝJA SENDINGU AF TROMMUKJUÐUM. Hljómbœr sf. — Hverfisgötu 108 — sími 24610. NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT MÁNAÐARIT MÁLGAGN MÓT ORSPORT ÁHUGAMANNA ■¥■■¥■■¥■■¥■■¥■ KOMIÐÁ BLAÐSÖLUSTAÐI ÁSKRIFTAR OG AUGLÝSINGASÍMI34351 Kl. 3 — 6 VIRKA DAGA NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT 1 IBL 1 ARG - Apnl/mai 1980- Vorö kr 1300 - MÓTORSPORT -Regína/A.St.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.