Dagblaðið - 13.06.1980, Side 2

Dagblaðið - 13.06.1980, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. Vigdis er hreinskilin og drengileg i hvi- vetna, segir bréfritari. Vigdís fremst meðal jafn- ingja 4122—6196 skrifar: Margt er það í stórri borg sem gleður gests augað. Ekki er ég frá þvi að hinn blygðunarlausi strípalingur Tanaka hafi yljað mörgu meyjar- hjarta með yfirvegaðri hæfni síns kviknakta austurlenzka líkama. Því langar mig til að beina þeirri spurn- ingu til forráðamanna listahátiðar, þeirr sem áhuga hafa á hinu gagn- stæða kyni, hvort að við karlbiækur gætum ekki notið fulltingis á þessu sviði og fengið svo sem eina kvik- nakta jafnvægisdís t.d. héðan úr Reykjavík eða frá Norðurlöndum. Hún þyrfti varla að koma með einka- þotu aðég tel. Með fyllstu virðingu fyrir naktri list. BJÖLLULAUSIR KETTIR Tanaka þar sem hann kemur inn um dyrnar á Laugardalshöllinni. DB-mynd Þorri Ingibjörg Vigfúsdóttir, skrifar: Hinn 29. júní gengur þjóðin að kjörborði og velur sér leiðtoga. Hinir fjórir frambjóðendur sem um er að velja eru allir hinir hæfustu rnenn. Þó tel ég tvímælalaust, að þar sé Vigdís Finnbogadóttir fremst meðal jafn- ingja. Hún hefur unnið mikið starf að menningarmálum þjóðarinnar og hvergi brugðizt því trausti sem henni hefur verið sýnt. Málflutningur hennar er hreinskilinn og drengilegur i hvívetna. Ég skora á frjálshuga menn og konur að sýna samstöðu í kjörklefanum 29. júní. Veljum Vig- dísi. Líney Jóhannesdóttir hringdi: Ég er hrci nt eyðilögð yfir þvi að Dagblaðið sé að birta greinar eins og þessa sem fjallaði um bjöllulausa ketti. Þetta er svo ranglátt gagnvart börnum, þar eð þetta getur haft svo slæm áhrif á þau. Dagblaðið verður að gæta þess að birta alls ekki bréf sem á nokkurn hátt geta talizt mann- skemmandi. Góðan, heiðarlegan og réttsýnan forseta — segirSiggiflug er ekki alls kostar rétt, því í raun og veru stöndum við saman sem einn maður þegar nauðsyn krefur. Á fundi með stuðningsmönnum Alberts og Brynhildar og þeim sjálf- um, sem haldinn var á Hótel Sögu nýlega, kom þetta bezt í ijós. Hönd í hönd stóðu upp fulltrúar a.m.k. 3—4 stjórnmálaflokka og héldu ræður um ágæti þeirra hjóna. Meira að segja einnig Guðmundur J. Guðmundsson, sem kallar ekki allt ömmu sína. Lýsti hann á fagran hátt þeirri reynslu sem hann hefur af A.G. og í sama streng tóku Alfreð Þorsteinsson fv. borgar- fulltrúi framsóknar og Jóhanna Sig- urðardóttir alþm. Alþýðuflokksins. Allt stóð þetta fólk saman, sem einn maður um framboð Alberts Guðmundssonar, auk þess fjölmenna skara sem sótti fundinn. Þetta sýnir og sannar, að þegar mikið liggur við, dragast menn ekki í dilka, heldur kjósa samkvæmt sannfæringu sinni. Það eru því konur og menn úr 'öllum flokkum sem bundizt hafa samtökum um, að kjósa ALBERT GUÐMUNDSSON sem næsta for- seta íslands sakir hinna miklu mann- kosta hans fyrst og fremst. Enginn, að öðrum ólöstuðum, hefur á síðari árum unnið eins mikið að málum aldraðra t.d., og eins fyrir þá, sem af einhverjum ástæðum eiga í erfiðleikum, og geta ekki lifað lífi sínu eins og flest fólk. > Kjósum ALBERT GUÐMUNDS- SON sem forseta. VERKIN TALA — spyrjið þá sem notið hafa. Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGI flug. 7877-8083. íslendingar kjósa nú forseta sinn i 4. sinn í þessum mánuði, en fyrsta forsetann kaus þjóðin á Þingvöllum árið 1944. íslenzka þjóðin hefur litla reynslu í þessum efnum og er að sumu leyti nokkur vorkunn. Aðrar þjóðir sem Albert Guðmundsson, I kosningabaráttu hans er barizt af heiðarleika og réttsýni i öllum tilvikum, segir bréfritari. DB-mynd Hörður. Ekki var Jón Sigurðsson háskóla- genginn maður og EKKI VAR SKARPHÉÐINN STÚDENT, eins og maðurinn sagði. Lifsins skóli hefur löngu veriö álit- inn allnotadrjúgt vegarnesti, og það hefur frambjóöandinn Albert Guö- mundsson i rikum mæli. Þaö hefur oft verið sagt að íslend- ingar séu sundurleitur hópur, en það ar. Mergurinn málsins er sá, að forset- inn þarf fyrst og fremst að vera góður, heiðarlegur og réttsýnn maður sem þjóðin hefur reynt af mannkost- um, og treystir til þess að fara með þetta virðulega embætti. í kosningabaráttu Alberts Guð- mundssonar er barizt af heiðarleik og réttsýni i öllum tilvikum. Það hefur verið fundið að því að Alberl Guðmundsson sé ekki nógu vel menntaður maður. Þvílík lágkúra! Við höfum um nokkurt árabil búið við svo að segja eintómt embættis- mannavald, og erum búin að fá nóg af því um hríð a.m.k. Það væri því viss léttir ef þessu embættismanna- fargani yrði létt af þjóðinni um sinn. kjósa þjóðhöfðingja, stórar þjóðir, langtum stærri helduren Íslendingar, hafa í gegnum langa reynslu lært að kjósa forseta. í kosningum úti í heimi er allt stjórnmálavafstur langtum ópersónulegra en hér á landi, og vill því ýmislegt verða dregið fram í dags- Ijósið sem mætti kyrrt liggja. Nú eru aðeins 19 dagar til stefnu, og hefur kosningaslagurinn farið harðnandi, sem að likum lætur, og- ekki allt grandskoðað sem sagt er um andstæðingana. Ég hef reynt eftir mætti að fylgjast með þessum kosningaundirbúningi, og þvi miður finnst mér sumt ekki allskostar fallegt nú orðið, en hér er um að ræða kosningu til æðsta og virðingarmesta embættis þjóðarinn- Kviknakta dansara af báðum kynjum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.