Dagblaðið - 13.06.1980, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980.
ERNA V.
INGOLFSDÓTTIR
V
Hvað a að gera við blom- =
in í sumarleyf inu?
Indriði Hafliðason sagði að gott væri að sctja sand i kassa (án gata), bala eða
annað og vökva síðan plönturnar mjög vel. Þ.e.a.s. þær plöntur sem þurfa mikið
vatn eins og köllubróðirinn hér i miðið.
DB-myndir Bj. Bj.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmimm—mmmmimmmmmi——
Sumarleyfistíminn er byrjaður og
þá koma upp alls konar vandamál.
Þeir sem eru með lítil börn reyna oft
að koma þeim fyrir, ef um lengri
ferðalög er að ræða, en margir taka
þau með í styttri ferðir. Ungbörnum
ætti heldur ekkerl að vera meint af
því að sofa i tjaldi, ef þau eru vel
búin.
En, hvað með blómin okkar? Ekki
förum við að burðast með þau með
okkur i ferðalag og kannski eru engir
nálægir til þess að vökva þau. Við
ræddum við Indriða Hafliðason
garðyrkjumann í Valsgarði um þetta
vandamál.
Indriði sagði að með flest blóm
væri nóg að setja þau á dimman stað
í ibúðinni og lækka hitastigið á ofn-
inum. Ef ferðalagið stæði ekki nema
í viku til tiu daga væri ágætt að hitinn
væru um 15 gráður en minni ef feröa-
lagið færi upp i þrjár vikur. Síðan
þyrfti að vökva vel áður en farið væri
af stað. Baðkatið er tilvalinn staður
fyrir blómin. Auðvitað má tappinn
ekki vera í því aldrei er að vita hvort
eitthvað bilar i vatnskerfinu. Flest
blóm drepast hjá fólki frekar af of
mikilli vökvun heldur en að þau séu
of þurr.
Það er svo annað mál þegar kemur
að umönnun þeirra blóma, sem mikla
vökvun þurfa eins og t.d. hortensía
(hindúablóm) og gloxinía (islenzkt
sumargull). Þá sagði Indriði að bezta
ráðið væri að fá sér kassa, bala eða
eitthvað sem hendi er næst, setja i
botninn skeljasand eða hvaöa sand
sem er, síðan er blómsturpottunum
raðað í og vökvað alveg upp að börm'
um blómsturpottanna. Gæta verður
þess að sandurinn sé ekki saltur.
Einnig er gotl ráð að hafa blómin þar
sem sirennandi vatn leikur stöðugl
um þau.
Óskemmtilegur aðskotahlutur f mat:
fíngurhlíf ípylsu
Oft heyrir Neytendasíðan um all-
ógeðfellda aðskotahluti í matvælum.
En einn sá svæsnasti var hlutur sem
Svavar Bjarnason kom með á rit-
stjórnina á dögunum. Þarna á ferð-
inni var fingurhlíf úr gúmmii til þess
að hlífa sári á fingri, sem fylgt hafði
með í vínarpylsu frá Sláturfélagi
Suðurlands.
Kona Svavars varð fyrir þvi í
grandaleysi er hún borðaði af þessari
umræddu pylsu að hún fékk fingur-
hlifina upp í sig með einum bitanum.
Hún var fljót að skyrpa öllu út úr sér
og þau hjónin langar ekki í pylsur á
næstunni.
Þarna er auðvitað á ferðinni sóða-
skapur sem ekki ælti að koma til
greina nokkurs staðar nálægt mat-
vælaiðnaði. Fingurhlífar af þessu
tagi eru ekki settar upp nema sár sé á
fingrinum og ekki er að vita hvers
kyns ófögnuð fólk getur fengið i sig
með neyzlu slíkra sárahlífa. Þar sem
fingurhlífin var í heilu lagi uppgötv-
aðist hún í pylsunni en hefði hún t.d.
lent með hráefni pylsunnar í hakka-;
vél værum við líklega mörg hver að
neyta hennar í smáskömmtum í
mestasakleysi.
Geir M. Jónsson verksmiðjustjóri
hjá Sláturfélagi Suðurlands sagði um
þennan óskemmtilega aðskotahlut,
að hann væri ekki kominn í pylsuna
fyrir neitt annað en kæruleyti starfs-
manns sem ynni við pylsugerðina.
Það kæmi fyrir stöku sinnum að fólk
fengi smáskeinur á fingur sér við
vinnu sina og væri sárið hreint fengi
það slíkar hlífar til þess að hindra
snertingu sársins við matvælin.
Mikið af ungu fólki vinnur við pylsu-
gerðina og er sumt nokkuð kæru-
laust. Þó reynt sé að fylgjast með
pylsugerðinni á hverju stigi hennar er
það erfitt nema hafa auga á hverjum
fingri.
Geir sagði að það ætti ekki að vera
nein veruleg sýkingarhættaaf þessum
aðskotahlut. Fólk með igerð i sárum
væri aldrei látið vinna við matvæla-
gerðina heldur sæju læknar um að
það færi þegar i stað í frí. Eftir að
fingurhlifin komst i pylsuna var hún
soðin og reykt og sagði Geir það
hægja mjög alla þróun sýkla sem í
henni gætu leynzt því vitanlega
stöðvaðist hún ekki alveg.
-DS.
Pylsan ásamt fingurhlifinni sem fylgdi í
kaupbæti.
DB-mynd Þorri.
4
Hann Stefán Daði Hafliðason sýnir
okkur hér sverðburkna á 1100 kr.,
rússavfnvið á 900 kr. og svo dýrari
plöntu eða hatvairós á 3.100 kr., allt
ungplöntur sem eiga eftir að taka út
vöxtinn.
Fyrst við erum þá búin að taka
blómin úr gluggunum og færa þau á
góðan stað getum við farið áhyggju-
laus af stað, að minnsta kosti þeirra
vegna.
-KVI.
Vatnsmálningin hvarf
með notkun grænsápu
Hin gamla góða grænsápa reynist
alltaf jafnvel. Það er ótrúlegt en satt,
að með henni er hægt að ná úr vatns-
málningarblettum. Blettirnir sem hér
er um rætt voru vikugamlir og voru i
gallabuxum úr 100% bómull.
Galdurinn er í þvi fólginn að bux-
urnar eiga að vera rakar og á hvern
blett er makað góðu lagi af græn-
sápu. Síðan eru buxurnar látnar
liggja yfir nótt og svo settar i þvotta-
vélina i suðu.
Fyrirhafnarminnsta aðferðin við
að ná úr vatnsmálningu er vitanlega
sú að þvo hana strax úr með vatni.
Ekki þola allar flíkur suðu. Galla-
buxurnar i umræddu tilfelli urðu líka
ofurlitið snjáðar, en ekkert að ráði.
Merkingin sagði til um að þær ætli
að þvo við 40 gráða hita.
-EVI.
Hjá Valsgarði eru nú til einar 30 teg-
undir af ungplöntum. Algengt verð er
9—11 hundruð krónur. Með hverri
plöntu er skrifað stórum stöfum
hvernig hirða á um hana.