Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.06.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. 29. JÚNÍ PÉTURJ. THORSTE/NS SON ★ ★ Aðalskrifstofa stuðninRsfólks Péturs J. Thorsteinssonar i Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar 28170-28518 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SlMAR: 28171 Of. 29873. * Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. * Skráning sjálfboðaliða. * Tekið á móti framlögum i kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Stuðningsfólk Péturs. InterRent ÆTLIÐ ÞÉR í FERÐALAG ERLENDIS? VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR, HVAR SEM ER í HEIMINUM! Ath.: Dr. Max Flake frá InterRent Hamborg, verður í afgreiðslu vorri að Skeifunni 9 Reykjavík, laugardag- inn 14. júní frá kl. 13—17 og aðstoðar gjarnan þá sem hyggja á ferðalag eriendis á komandi sumri. BÍLALEIGA AKUREYRAR Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91—86915. Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715. Washington: Varízt samdrætti með vaxtalækkun —forvextir komnir niður í 11% éftir aðra lækkun mánaðarins Seðlabanki Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að lækka útlánsvexti til viðskiptabankanna i annað sinn á einum mánuði þar sem allar líkur benda til vaxandi krepputilhneigingar í bandarísku efnahagslífi. Tilkynnti Seðlabankinn í gær að vextir til viðskiptabankanna myndu lækka úr 12% í 11%. Þetta er meðal annars, og ekki hvað sízt, gert til þess að lyfta lánaþakinu, sem verið hefur í vaxandi tilhneigingu til að lækka. Þegar verðbólgustigið náði há- marki frá stríðslokum fyrr á árinu allt að 18% þá voru settar hömlur á útlán. Sem fyrr segir er þessari nýju vaxtalækkun ætlað að örva útlán á ný. Þessi ráðstöfun Seðlabankans er samstiga samþykkt Bandarikjaþings á fyrstu alríkisfjárhagsáætlun sem gerð hefur verið og náð samþykki í undanfarin tólf ár. Samkvæmt henni verður tekjuafgangur á fjárhagsáætl- un'rHrii aðeins um 200 milljónir doll- ara en heildarfjárhæð hennar 613,6 billjónir dollara. Þessi sáralitli tekjuafgangur þykir hins vegar benda til þess, að í raun verði talsverður halli á alríkisfjárlög- unum vegna versnandi efnahags- ástands og beinna kreppueinkenna, eins og ástandið er nú. Ríkisstjórn Carters lýsir þvi yfir, að viðfangsefni númer eitt sé barátt- an við verðbólguna. Hún hefur á síðustu vikum verið mæld um 12%. Hins vegar hefur atvinnuleysi vaxið í næstum 8%. viðbrögðum að gripið verði til skatta- Vaxandi atvinnuleysi er talin veru- lækkunar, þrátt fyrir að því sé enn leg ógnun við Carter á kósningaári. stöðugt neitað af efnahagsmálasér- Margir hagfræðingar spá nú þeim' fræðingum ríkisstjórnarinnar. Jimmy Carter Bandarikjaforseti reynir nú að hleypa lifi i efnahagslifið vestra með vaxtalækkunum. Enda vissara þar sem horfurnar þykja ekki sem beztar fyrir hann f væntanlegum forsetakosningum I nóvember næstkomandi. STAN GETZ Laugatdalshöll laugardaginn 14. júní nk. k/. 20.30 Ef við bara gætum myndum við allir vilja leika eins og hann, sagði einhverju sinni ágætur tenórsaxófón- leikari um Stan Getz og eftir Benny Goodman hefur verið haft að Stan Getz væri bezti tenórsaxófónleikari sem nokkru sinni hefði stigið fæti á þessa jörð. Slík ummæli gefa nokkra hugmynd um álit þeirra er gerst þekkja til á listamanninum Stan Getz, sem löngu er orðinn goðsögn í lifanda lífi, einn örfárra, sem enn eru á lífi þeirra, sem á uppgangstímum jazzins vestanhafs gerðu garðinn frægan. Kvintett Stans skipa: Stan Getz, Andy Laverne, Harvey Swarte, Jack Loeb og Mike Hyman. Miðasa/a í Gim/i v. Lækjargötu fráki. 14.00-19.30 sími 28088.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.