Dagblaðið - 13.06.1980, Side 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980.
IMSBUÐIB
trjálst, úháð daghlað
ÚBgsðandk Dagblaðíift hf.
FramhMMndasljórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Rirírtiómarfuitrófc Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal.
hwóctir: HaBur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar KaHsson.
Rtaflamerai: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurí»sson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngóKsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,
Óiafur Geársson, Sigurður Svorrisson.
IjósmyvKfir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
•on. Sveinn Þormóflsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson.
Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoHeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Rrístjóm Siflumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11.
AAaisimi blaflsins er 27022 (10 linur).
Setnang og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun
Áryakur hf., Skeif unni 10.
Áakriftarverfl á mánufli kr. 5000. Verfl í lausasölu kr. 250 eintakifl.
Eitruð hönd ríkisins
Hætt er við, að menn vakni fljótlega
upp við vondan draum, ef sjávarút-
vegurinn heldur áfram á leið sinni til
landbúnaðar. Ástandið er þegar orðið
svo alvarlegt, að ríkisstjórnin getur
varla hafnað því að vakna af værum
blundi.
í tvo áratugi hefur ríkið markvisst beitt styrkjum og
lánum til að magna fjárfestingu í landbúnaði. Önnur
afleiðingin er ofbeit og hnignun gróðurs. Hin er of-
framleiðsla á óseljanlegum landbúnaðarafurðum.
Hingað til hefur þjóðfélagið þótzt hafa efni á að
greiða 37 milljarða króna á ári í beina styrki, uppbætur
og niðurgreiðslur til ómaga atvinnulífsins, land-
búnaðarins. Þetta fyrirgreiðslukerfi er núna fyrst að
springa.
En málið er miklu alvarlegra, ef hliðstæð stefna hins
opinbera í sjávarútvegi er farin að þröngva sjálfum
hornsteini atvinnulífs og þjóðlífs í hlutverk ómagans.
Þá verðum við ekki lengi sjálfstæð þjóð.
Ríkið hefur lamið áfram fjárfestingu í fiskveiðum
með hrikalegu og sjálfvirku lánakerfí. Og afleiðing-
arnar eru hinar sömu og í landbúnaði, ofbeit og of-
framleiðsla. Ofbeitin er gamalkunn, en offramleiðslan
ný af nálinni.
Með ári hverju skurka fleiri og stærri skip í minni og
veikari hrygningarstofnum. Ekkert mark er tekið á
fiskifræðingum, heldur veitt langt umfram ráðlegt
mark. Nú stefnir þorskafli ársins að 450 þúsund
tonnum í stað 300 þúsund ráðlagðra.
Það skal viðurkennt, að stjórnvöld hafa pínulítið
reynt að klóra í bakkann. Ríkisstjórnin er að reyna að
stöðva stækkun flotans. Og hún er að reyna að koma
þorskafla ársins niður í 380 þúsund tonn. En þetta bara.
dugar ekki.
380 þúsund tonna þorskafli í ár mun leiða til hnign-
unar hrygningarstofnsins. Þegar menn ljúga þvi, að
slíkt aflamagn sé í lagi, eru þeir að axla ábyrgð, sem
þeir geta ekki staðið undir. Við slíkan afla réttir stofn-
inn ekki við.
Svo kemur það eins og reiðarslag ofan á ofbeitina,
að þetta aflamagn selzt ekki. Frystigeymslur okkar í
Bandaríkjunum og í frystihúsunum eru að fyllast af
fiski, sem útlendingar vilja ekki eða geta ekki keypt.
Smám saman lækka birgðirnar í verði vegna aldurs,
auk þess sem á þær leggst mikill vaxtakostnaður.
Sjávarútvegsráðherra er farinn að tala um að setja
kvóta á frystihúsin, svo að þau hvíli sig eins og tog-
ararnir.
Þannig leiðir offramleiðslan til óhagkvæmari
reksturs vinnslustöðva, alveg eins og ofbeitin leiddi til
óhagkvæmari reksturs fiskiskipanna. Fiskvinnslan
þarf lækkað fiskverð á sama tíma og útgerð og sjó-
menn þurfa hækkað fískverð.
Um daginn var höggvið á enn einn fiskverðshnútinn.
Þá fengu sjómenn sitt, en vandamálum fískvinnslu var
frestað. Nú er talað um, að hratt gengissig í sumar
muni bjarga fiskvinnslunni fyrir horn. Allt eru þetta
hrossalækningar.
Ofveiðin og offramleiðslan í sjávarútvegi eru búin til
af stjórnvöldum síðasta áratugs. Þau skipulögðu lána-
kerfi, sem leiddi til óhóflega mikils skipaflota. Alveg
eins og styrkja- og lánakerfí landbúnaðarins leiddi til
ofbeitar og offramleiðslu.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa séð, hvernig land-
búnaðurinn hefur smám saman verið gerður að ómaga.
Þeir verða nú að sjá til þess, að eitruð hönd ríkisins búi
hornsteini þjóðlífsins ekki slík örlög.
ÖH stórveldi að
sameinast gegn
Sovétríkjunum
— er sagan f rá því árin fyrir f yrri heimsstyrjöldina
að endurtaka sig?
tengsl ríkisstjórnar hans við Kina
byggist engan vegim á hernaðarsam-
vinnu.
Hinn 29. maí síðastliðinn birtist
grein í Moskvublaðinu Pravda þar
sem Kínverjar eru skammaðir fyrir
stefnu sína. Þar segir að stefna þeirra
geri allar tilraunir til að koma sam-
skiptum Sovétrikjanna og Kina á
eðlilega braut, óframkvæmanlegar.
Staðreyndin er samt sú að það sem
helzt hefur valdið erftðleikum í sam-
skiptum ríkjanna á síðustu mánuðum
er innrásin í Afganistan. Eftir að hún
varð hefur öllum tilraunum af Kin-
verja hálfu, til að slaka á spennu i
samskiptum ríkjanna, verið hætt.
Afganistaninnrás Sovéthersins
varð einnig til þess að auka samskipti
Bandarikjanna við Kína mun meiren
búast hefði mátt við eftir reynslunni
af fyrri varkárni stjórnvalda i
Washington í þeim efnum.
Brzezinski öryggismálaráðgjafi
orðaði þetta á þann hátt að nú væru
allar aðgerðir er reitt gætu Moskvu-
ráðamenn til reiði af hinu góða. Þess
vegna auka Bandaríkjamenn sam-
skipti sín við Kína. Sovétmenn, sem
ekki geta neinum um kehnt nema
sjálfum sér, eru æfareiðir.
Það sem helst fer í skapið á Sovét-
mönnum fyrir utan þá staðreynd að
Kína hefur nýverið sýnt fram á að
hernaðarmáttur þess er nú svo mikill
að eldflaugar þeirra geta náð til
borgar eins og Los Angeles, Parísar
og London. Er þá gengið út frá því
að langdrægni flauganna sé um tólf
þúsund kílómetrar. Miðað við þetta
þá er reyndar möguleiki á að kín-
versku eldflaugarnar gætu náð þvert
yfir Ameríku oglent í New York.
Þessum fregnum hefur verið tekið
með furðumikilli ró i Bandaríkjun-
unt. Ráðamönnum vestra varð ekki
meira en svo um tíðindin af auknum
hernaðarmætti Kínverja en að þeir
afléttu um svipað leyti nær öllum
takmörkunum á sölu tækja sem nota
má i hernaði til Kína.
Af þessu má draga ýmsan lærdóm
og meðal annars þann að i stjórnmál-
um geti orðið hraðari breytingar en á
tæknisviðinu. Fyrir áratug siðan var
það ein af röksemdunum fyrir þvi að
Bandaríkjamenn færu út í að smíða
geysidýrar eldtlaugar sú, að þó þær
tryggðu ekki fullkomlega vörn gegn
sovézkri árás þá mundu þær koma í
veg fyrir alla hættu af eldflaugum
Kinverja.
Síðan þegar Kínverjar hafa loks
komið sér upp eldflaugum til að ná
skotmörkum í Bandaríkjunum þá
veldur það ráðamönnum ekki meiri
áhyggjum en sú staðreynd að Bretar
og Frakkar hafa getað gert slíkt hið
sama um nokkurra ára bil. Þetta
sannar að vopnabúnaður banda-
ERLEND
MÁLEFNI
Gwynne Dyeer
manna veldur ekki áhyggjum. Sama
er þó að Harold Brown, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, fullyrði að
AlþýðufloWcjr
andspðenis
Framsoknar
flokki
Eftir stjórnmálaátök vetrarins,
sem hafa verið óvenjuleg, óvenjuleg-
ar kosningar og óvenjuleg stjórnar-
myndun, er þóeitt Ijóst: Sjálfstæðis-
flokkurinn er þverklofinn og Alþýðu-
bandalagið er veikara en nokkru
sinni fyrr, meðal annars af þeirri
ástæðu, að þeir sitja í sinni fjórðu
ríkisstjórn án þess að hreyft sé við
hermálinu og eins vegna hins, að sí-
felld yfirboð þeirra í kjaramálum
hafa sannanlega ekki staðizt. Það má
því spá með nokkurri vissu, að þessir
stjórnmálaflokkar eru ekki til stór-
ræða á næstu misserum.
Hitt er líka Ijóst, að allt annað er
uppi á teningnum í Framsóknar-
flokki og Alþýðuflokki. I báðunt
þessum flokkum er ríkjandi félagsleg
eindrægni, þeir eru félagslega sterkir.
En samanburðurinn nær heldur ekki
mikið lengra.
Það má leiða að því gild rök, að
líklegt er að þyngstu átök íslenzkra
stjórnmála á næstu árum verði ein-
mitt milli sjónarmiða Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks, þó svo þessir
flokkar eigi sögulega ýmislegt sam-
eiginlegt. Þróun á íslandi hefur orðið
slík, ójafnvægi, verðbólga og versn-
andi lífskjör eru orðnar svo æpandi
staðreyndir, að viðspyrna verður að
finnast. Og af hverju? Meðal annars
vegna þess, að á nýjan leik er land-
flótti að verða áberandi staðreynd í
íslenzku þjóðlífi.
Af hverju Alþýðu-
flokkur eða Fram-
sóknarflokkur?
Þegar við drepum á helztu þætti ís-
lenzkra efnahagsmála og íslenzkrar
þjóðfélagsgerðar, þá er ljóst, að það
er höfuðágreiningur á milli Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks. Segja
má að um fjölmörg þessara atriða
hangi bæði Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðubandalag í lausu lofti, ein-
hvers staðar mitt á milli. Tökum
nokkurdæmi:
I.andbúnaöarmál. Það er viður-
kennt af öllum núorðið að hin rán-
dýra landbúnaðarstefna, sem rekin