Dagblaðið - 13.06.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980.
Þó svo aö Sovétríkin eigi fleiri eldflaugar en Vesturveldin þá verða þeir að beina
þeim bæði til vesturs og einnig að fyrri bandamönnum f Kfna.
til að kaupa allt í hernaðarþágu nema
hrein og klár vopn.
Þarna verður um firnamikil við-
skipti að raeða á milli Bandaríkjanna
og Kína þó ekki sé um beina vopna-
sölu að ræða. Hvað varðar þau mál
getur Kína snúið sér til annarra ríkja
innan Atlantshafsbandalagins.
Frakkar hafa til dæmis nýlega lofað
að selja Kínverjum eldflaugar til
varnar gegn bæði skriðdrekum og
herþotum. Hægt en örugglega er
bandalagið gegn Sovétríkjunum að
verða að veruleika.
Áróðursmenn fyrir auknum her-
búnaði Bandarikjanna og banda-
manna þeirra á Vesturlöndum hafa
sannfært almenning um að kjarn-
orkuvopnastyrkur Sovétmanna sé
orðinn mun meiri en vestrænna ríkja.
Hins vegar má einnig líta á málið frá
sjónarhóli Sovétmanna og þá er
ástandið ekki eins glæsilegt fyrir þá
og kannski mundi sýnast.
— Vegna núverandi stöðu, þá
verðum við að beina þriðjungi kjarn-
orkuvopna okkar í átt til Kina, þriðj-
ungi til Bandaríkjanna og síðan
getum við beint þriðjungi þangað
sem i hverl sinn þykir mest ástæða.
Áður fyrr var öllum kjarnorkueld-
flaugunum beint gegn vesturveldun-
um en nú er sem sagt nauðsynlegt
fyrir þá að kippa nokkrum þeirra úr
því hlutverki og beina þeim að Kína.
Fyrir þremur árum kom ég með
þá kenningu að heimurinn væri að
sameinast gegn Sovétríkjunum. Átti
ég þá við að stórveldin önnur en
Sovétríkin væru að sameinast'gegn
Moskvuvaldinu. Líkti ég þessari
þróun við atburði sem urðu árið
1907.
Í báðum tilvikum er um að ræða
stórveldi með miklar útþenslutil-
hneigingar. Árið 1907 var það Þýzka
keisaraveldið en í dag Sovétríkin. i
báiðum tilvikum hófu þessi ríki mikla
útþenslustarfsemi vegna mikils hern-
aðarmáttar. Bæði áttu þessi ríki við
að stríða innri spennu og erfiðleika
auk þess sem sjá mátti fram á horfur
á minnkandi áhrifum á alþjóðavett-
vangi er fram liðu stundir.
Framferði Þýzkalands varð til þess
að öll önnur þáverandi stórveldi sam-
einuðust gegn því árið 1907. Sjö
árum síðar hóf Þýzkaland styrjöld í
örvæntingarfullri tilraun sinni til að
losna úr þeirri klemmu sem sífellt
þrengdi meir og meir að ríkinu.
Ekki er rétt að taka samkvæmni
ýmissa atburða í sögunni sem sönnun
fyrir þvi að sagan endurtaki sig
áfram. Ciott er þó að skoða söguna
og rneð því að læra af reynslunni. í
sögulegum skilningi er heimurinn
ekki á árinu 1914, þegar fyrri heims-
styrjöldin hófst. Hins vegar gæ't'|
heimurinn verið á sama stigi og naim
var árið 1910, ef miðað er við reynsl-
una af því hvernig þróunin varð þá i
samskiptum Þýzkalands og annarra
stórvelda.
Kina ræður nú yfir eldflaugum, sem
náð geta til allra helztu svæða innan
landamæra Varsjárbandalagsrikj-
anna er að andstæðingar þeirra
virðast allir vera að sameinast gegn
þeim. í apríl hvatti annar æðsti hers-
höfðingi kínverska hersins Japani til
að tvöfalda herútgjöld sín til að
mæta sovézku ógnuninni.
í siðasta mánuði var Hua sjálfur
formaður kínverska kommúnista-
flokksins staddur i Japan. Þá lét
hann opinskátt i ljós ánægju sina yfir
aukinni hernaðarsamvinnu Japans
við Bandarikin. A samri stundu var
Geng Biao varnarmálaráðherra Kína
staddur í Washington. Þar var hann
að ganga frá viðskiptasamningum
',im kaup á ýmsum hernaðartækjum.
Samkvæmt honum munu Kínverjar
kaupa færanlegar ratsjár, herþyrlur,
og flutningaþotur. Hafa þeir heimild
Pravda segir að stefna Kínverja útiloki allar aðgerðir til að koma sambúð
þessarar stærstu þjóðar heims og Sovétríkjanna i eðlilegt horf.
Stjórnin i Washington hefur nánast
aflétt öllum hömlum á sölu hernaðar-
gagna til Kina, ef frá eru skilin beinlinis
vopn.
Kjallarinn
VilmundurGylfason
hefur verið, útflutningsbæturnar,
niðurgreiðslurnar, báknið og forrétt-
indin hafa gert almenn lífskjör á Ís-
landi stórum lakari en þau þyrftu að
vera. Gagnrýni á þetta stjórnlausa
kerfi, sem Alþýðuflokkurinn hefur
haldið á lofti, hefur verið kölluð
fjandskapur við bændur. Slíkt er
auðvitað fjarstæða. Málið er auðvit-
að það að nokkur þúsund framleið-
endur eru svo tryggilega verndaðir,
og siðan viðskiptahagsmunirnir þar
um kring, að neytendur í þéttbýli búa
við stórum lakari lífskjör en þeir ann-
ars gerðu. Þarna takast á sjónarmið
Alþýðuflokks og Framsóknarflokks.
íhald og kommar dingla einhvers
slaðar mitt á miili. Framsóknar-
mennskan hefur ráðið ferðinni.
Kjördæmamál. Það er líka viður-
kennt að að ójöfnuður i kjördæma-
málum er orðinn að óþolandi rang-
læti, sem skekkt hefur alla efnahags-
stefnu hér á undanförnum árum,
stuðlað að óhagkvæmri fjárfestingu,
og í skjóli ranglátrar kjördæmaskip-
unar er meðal annars hinni vitlausu
landbúnaðarstefnu haldið fram.
Framsóknarflokkurinn hefur áratug-
um saman verið þversum í kjör-
dæmamálum, og er enn, hefur þótzt
vera að verja „jafnvægi i byggð
landsins”. lafn kosningaréttur allra
einstaklinga, óháð búsetu, hefur hins
vegar verið stefna Alþýðuflokksins,
og enda er það lykilaðferð til þess að
tryggja jöfnuð þegnanna, i efnahags-
legum skilningi, með lýðræðis- og
þingræðislegum hætti. ihald og
kommar dingla einhvers staðar mitt á
milli. Framsóknarmennskan hefur
ráðið ferðinni nú um hríð.
Nýting sjávarafla. Kjartan
Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra
Alþýðuflokksins, tók þar upp nýja
stefnu áætlunarbúskapar, stöðvaði
innflutning á nýjum skipum, og vildi
beita markvissúm áætlunum, þar sem
annars vegar væri miðað við það
veiðimagn sem sérfræðingar teldu
leyfilegt að ná úr sjó, og miða síðan
stærð skipastólsins við það. Stein-
grímur Hermannsson hefur þegar
snúið ofan af þessari stefnu og rekur
þá fyrirgreiðslu- og brjóstsvitsstefnu,
sem ríkt hafði árin þar á undan.
Hvert mannsbarn veit þó, að þvi
fleiri skipum, sem beitt er á hinn tak-
markaða sjávarafla, þvi meir dragast
lifskjörin i landinu niður.
Efnahagsmál — vaxtamál. Fram-
sóknarflokkurinn hefur verið varð-
hundur hins sjálfvirka efnahagskerf-
is, þar sem hagsmunir eins eru tengd-
ir hagsmunum annars, hvað bundið
öðru i hinni sjálfvirku vísitöluskrúfu.
Þó hafa þeir gjarnan verið fúsir til
þess að klippa á einn, en aðeins einn,
þátt þessarar sjálfvirkni: Nefnilega
vísitölukerfi launa. Auðvitað er það
út af fyrir sig rétt að vísitölukerfi
launa er fyrir löngu orðið úrelt og
farið að vinna gegn upphaflegum til-
gangi sínum: Að stuðla að betri lífs-
kjörum. Þetta er vegna þess að vísi-
tölukerfið er aðeins eitt hjól i hinni
sjálfvirku uppskrúfunarvél. En málið
er samt flóknara. Og meðan bókstaf-
lega allir, bændur, útvegsmenn, iðn-
rekendur, fá sjálfvirkar hækkanir
yfir línuna, hvenær sem einhver
hækkun verður einhvers staðar, þá er
auðvitað skiljanlegt að launþegar
einir verði ekki til þess að afsala sér
sinum hækkunum.
Þó svo bændur séu eðli málsins
samkvæmt framleiðendur, þá eru
tekjur þeirra reiknaðar sem þeir væru
launþegar. Miðað er við svokallaðar
viðmiðunarstéttir. Þess vegna er
lekjuþörf bænda reiknuð, hvað sem
þeir eru margir og hvað sem þeir
framleiða, og búvöruverð síðan
ákveðið rneð hliðsjón af þeirri út-
komu. Meðan innflutningur á land-
búnaðarafurðum er bannaður,
verður þessi skekkja alvarlegri og al-
varlegri með hverju árinu sem líður.
Það er auðvitað tómt mál að tala um
að sjálfvirknin i efnahagskerfinu, þar
með talin visitölubinding launa, verði
afnumin, fyrr en höggvið hefur verið
á landbúnaðarhnútinn. En Fram-
sóknarflokkurinn mun reyna að
halda vörð um þetta kerfi, lika vegna
þess að það tengist miklum viðskipta-
hagsmunum.
Sama gildir un> vaxtamálin. í rikis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar tókust
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag á
um svokallaða raunvaxtastefnu.
Framsóknarflokkur gekk að lokum i
lið með Alþýðufiokki og raunvaxta-
stefna var lögbundin. Sannleikur er
þó sá, að þeir hafa aldrei trúað á
framkvæmd slíkrar stefnu, og enda
töluðu fjölmargir þingmenn flokks-
ins, sem fyrst og fremst eru talsmenn
mjög þröngra hagsmuna, gegn henni
(t.d. Páll Pétursson). Þeir trúa því í
raun, að vextir eigi að vera hluti af
fyrirgreiðslukerfinu, vextir til land-
búnaðar eigi að vera langt undir
raunvirði og vextir í Byggðasjóði eigi
að vera lágir. Og enda hafa þeir nú
heykzt á framkvæmd slíkrar stefnu.
Þarna slendur Alþýðufiokkurinn
andspænis Framsóknarflokki, heil-
brigð skynsemi andsprenis fyrir-
greiðslusukkinu. Að vísu hafa
komniar yfirboðið Framsókn með
vitlausri vaxtastefnu, en ihaldið
dinglar einhvers staðar mitt á milli.
Afstaða til forréttinda stórfyrir-
tækja. Þingmenn Alþýðuflokksins
hafa á undanförnum árum fiutt
frumvarp til laga um aukið lýðræði
innan SÍS. Framsóknarflokkurinn
hefur verið þversunt í því ntáli. Þing-
ntenn Alþýðuflokksins hafa fiutt til-
lögu um að úttekt verði gerð á skyldu
fyrirtæki, þó svo rekstrarformið sé
annað — íslenzkum aðalverktökum.
Framsóknarfiokkurinn greiddi at-
kvæði gegn. Þessi tvö stórfyrirtæki
njóta margháttaðra forréttinda í
landinu og i kerfinu, svo ekki sé
nteira sagt. Enginn hefur lagt til að
þessi fyrirtæki verði sett á hliðina,
þess er aðeins krafizt að þau njóti
sömu skilyrða og önnur fyrirtæki.
Framsóknarflokkurinn er í raun
varðhundur forréttinda þessara fyrir-
tækja. Einnig þar stendur Alþýðu-
flokkurinn andspænis Framsóknar-
flokki.
Hugtökin hægri og
vinstri villandi
Samkvæmt forneskjulegri hug-
myndafræði, til dæmis þeirri sem
prófessor Ólafur Ragnar Grímsson er
sagður kenna i Háskóla íslands, þá
eru Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur báðir nálægt miðju í íslenzk-
um stjórnmálum. Þetta sýnir auðvit-
að það eitt, hvað slík hugmynda-
fræði getur orðið ruglingsleg. í þeint
málum, sem mestu hafa þótt skipta í
^ „Framsóknarflokkurinn er í raun varö-
hundur forréttínda Sambandsins og ts-
lenzkra aðalverktaka...”
íslenzktim stjórnmálum á þessunt
áratug er þessu þveröfugt farið.:
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur ntynda andstæður, aðrir
sljórnmálafiokkar eru þar á milli.
Þelta er meðal annars vegna þess að
menn deila ekki lengur um sjálft
rekslrarformið. Nær allir viðurkenna
að ríkisrekstur, einkarekslur og sam-
vinnurekstur eiga rétt á sér, hlið við
lilið. Þaðer nú tekizt á um annað.
Alþýðufiokkurinn helur krafizl
þess, að Iramleiðslan sé sniðin eflir
þörfum neytenda, og markaðslög-
málum sé nteðal annars beitl i því
skyni. Góður hagur framleiðenda á
að verða til vegna þess, að hann
framleiðir þá vöru, sem neytandinn
vill, á þvi verði, sem nevlandinn vill
gefa fyrir vöruna. Jafnframl hefur
.Mþýðuflokkurinn krafizl þess að
koíiingaréttur sé jafn, og að hag-
stjórn mótist af almennum, skynsam-
legum rcílum, þar sem hlulur allra sé
iafn, en ekki af sértækum reglum,
þar sem landshlutum, stéttum og
fyrirtækjum sé stórlega mismunað.
F.n það er einmitt framsóknar-
mennska af verstu gerð. Slik stefna
hcfur ráðið ríkjum á íslandi á þessum
áratug. Árangurinn blasir alls staðar
við: Mismunun, forréttindi, siaukin
kröfugerð á hendur ríkisvaldinu,
óviðráðanleg verðbólga og nú síðast
landflótti. Bolnlaus fyrirgreiðslu-
stefna hlýtur að leiða lil vandræða.
Það er ekki lilviljun að Framsókn-
arflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn
allan þennan áratug. Það er út af
fyrir sig ckki tilviljun að Alþýðu-
bandalagið fáist til að reka ríkið með
þeim upp á þessi býti. Og allra sízt er
það tilviljun að Sjálfstæðisflokkur-
inn útvegar þeim þann þingstyrk sem
upp á vantar. Krafia var helduraldrei
tilviljun.
Þetta kerfi byggir inn i g siórar
og smáar Kröflur. Gegii þessu kerfi
hefur Alþýðuflokkurinn gerl
uppreisn. Þannig slendur Alþýðu-
fiokkurinn andspænis Framsóknar-
kerfinu.
Vilmundur Gylfason.