Dagblaðið - 13.06.1980, Page 13

Dagblaðið - 13.06.1980, Page 13
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1980. 17 (§ Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Einn bezti spjót- kastari heimsins staddur hér á landi Hér á landi er staddur um þessar mundir einn bezti spjótkastari heimsins, Rcidar Lorentsen frá Noregi. Hann hefur bezt kastað 87,32 m, sem mun vera 17. bezti árangur á heimsafrekaskránni frá upphafi. Lorentsen mun dvelja hcr á landi um skeið og mun taka þátt í 17. júni mótinu og e.t.v. einnig Reykjavíkurleikunum. -GAJ. Nú eraðná lágmörkunum — vilji menn vera með í hátíðar- mótinu ífrjálsum íLaugardal Hátióarmót í frjálsum íþróttum fcr fram á iþróttahátið ÍSÍ dagana 28. og 29. júni. Eftirfarandi lágmörk eru skilyrði fyrir þátltöku i mótinu: Karlar: 100 m 11,4 sek., 200 m 23.8 sek., 400 m 53.0 sek., 800 m 2:06.0 mín. 1500 m ekki lágm., 3000 m ekki lág., 110 m grind 16.8 sek., hástökk 1.85 m.lang- stökk 6.30 m, stangarstökk 3.70 m, kúluvarp 14.00 m, kringlukast 42.00 m, kringlukast 42.00 m, spjót- kast 56.00 m. Konur: 100 m, 12,9 sek., 200 m 26,8 sek., 400 m 61,0 sek., 800 m ekki lágm., 100 m grind 17,4 sek., hástökk 1.50 m, langstökk 4,80 m, kúluvarp 9,50 m, kringlu- kast 30.00 m, spjótkast 30.00 m. Lágmörkum skulu keppendur hafa náð á sl. ári eða í ár. Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi kr. 300 fyrir hverja grein skulu hafa borizt skrifstofu FRÍ., íþróttamiðstöðinni í l.augardal, eða i póst- hólf 1099, i síðasta lagi 19. júni nk. Tilkynningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Hlaupið og stokkið íallar áttir Meistaramót yngstu aldursflokkanna í frjálsum iþróttum fer fram á Laugardalsvelli dagana 27. — 29. júní sem liður í iþróttahátið ÍSÍ. Keppt verður í þessum greinum: Piltarf. '66—’67: 100 m, 800 m, 4x 100 m, langstökk, hástökk, kúlu- varp, spjótkast. Telpur f. '66—’67: 100 m, 800 m, 4x 100 m, langstökk, hástökk, kúlu- varp, spjótkast. Strákar f. '68 og síðar: 60 m, 800 m, 4x 100 m, langstökk, hástökk, kúlu- varp, spjótkast. Stelpur f. '68 og síðar: 60 m, 800 m, 4x 100 m, langstökk, hástökk, kúlu- varp. Hverju félagi er heimilt að senda allt að þrjá kepp- endur í hverja grein. Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi, kr. 150 í einstaklingsgreinum og kr. 600 fyrir boðhlaupssveit, skulu hafa borizt skrif- stofu FRÍ, íþróttamiðstöðinni i Laugardal, eða 1 pósthólf 1099, i siðasta lagi 18. júní. Tilkynningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. FRImeð kosningagetraun Frjálsíþróttasamband íslands hefur farið af stað með kosningagetraun til styrktar starfsemi sinni. Gelraunin snýst um það að geta sér til um úrslitin í forsetakosningunum 29. júní nk., bæði hvað varðar röð frambjóðenda og prósentutölu greiddra atkvæða sem sigurvegarinn í kosningunum hlýtur. Hver getraunaseðill kostar 1000 krónur og vinningar nema 20% af heildarandvirði seldra miða og falla á þá miða þar sem rétt er getið til um röð frambjóðenda, og hve mörg prósent greiddra, atkvæða, með einum aukastaf, sigurvegarinn hlýtur. Berist engin rétt lausn falla vinningarnir á þá miða þar sem röð er rétt og næst farið um prósentutölu sigurvegarans. Vinningarnir geta flestir orðið 50. Örn Kiðsson, formaður FRÍ, sagði á blaða- mannafundi i gær, að fjárhagur Frjálsiþrótlasam- bandsins væri slæmur og skuldahalinn a.m.k. 7—8 milljónir. —GAJ. ,Ég skammast mín fyrir að vera Englendingur’ —sagði Kevin Keegan um skrflslæti enskra áhorfenda ,,Eg skammast mín fyrir að vera Englendingur,” sagði knattspyrnu- maður Evrópu, Kevin Keegan, að loknum leik Englendinga og Belga í úrslitum Evrópukeppninnar i Tórinó t gærkvöldi. Það var ekki leikur Englendinganna sem Keegan skammaðist sin fyrir, þvi leikurinn þótti góður og honum lauk með jafn- tefli 1—1. Enskir áhorfendur setlu hins vegar mjög leiðinlegan svip á leik- inn og varð dómarinn aö stöðva leikinn um tfma vegna skrilsláta áhorfenda. Lögreglan varð að beita táragasi til að stilla til friðar á áhorfendapöllunum og það leiddi siöar til þess að stöðva varð leikinn þar sem táragasið hafði borizt inn á völlinn og i augu leikmanna. Ray Wilkins tók forystuna fyrir England á 26. mínútu með mjög glæsi- legu marki. Hann stöðvaði knöttinn á brjóstinu eru Belgar hugðust hreinsa íslandsmeistarar HK 1 öldungaflokki karla 1980: Fremri röð (talið frá vinstri): Sigurður Steingrímsson, Sigvaldi H. Pétursson, Júllus Arnarson og Páll Ólafsson. Aftari röð: Albert H. N. Valdimarsson, Tómas Tómasson, Stefán Tómasson, Anton Bjarnason og Skjöldur Vatnar Björnsson. íslandumeistarar HK I 1. flokki karla 1980: Fretnri röð (talið frá vinstri): Ingi E. Erlingsson, Sigurður Steingrímsson, Július Arnarson, Albert H. N. Valdimarsson og Páll Ólafsson, Aftari röð: Sigurður Gunnarsson, Stefán Tómasson, Anton Bjarnason, Skjöldur Vatnar Björnsson Tómas Tómasson og Halldór Árnason. Á myndina vantar Ómar Geirsson og Sigvalda H. Pétursson. Íslandsmeistarar HKI 3. og 4. flokki kvenna 1980: Fremri röö (talið frá vinstri): Berglind Jónsdóttir, Guðrún Lára Pálmadóttir, Valdis Steinarsdóttir, Ragnhildur Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Aftari röð: Berglind H. Hrafnsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Svava Dögg Gunnarsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Kristin Lilja Þorsteinsdóttir, Ingunn Mjöll Sigurðardóttir og Júlia Jóhannesdóttir. Á myndina vantar: Arnheiði Skxringsdóttur, Berglindi Harðardóttur og Kristínu Gunnars- dóttur. frá marki, lyfti honum yfir tvo varnar- menn og brauzt framhjá þeim og lyfti hnettinum laglega yfir Jean-Marie Pfaff í marki Belga, l—0. Aðeins þremur mínútum siðar jöfn7 uðu Belgar. Þar var Ceulemans að verki. Hann skoraði af stuttu færi upp úr þvögu við enska markið. Áður hafði Ray Clemence varið mjög glæsilega þrumuskot frá Rene Vandereycken úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Stöðva varð leikinn eftir 41 mínútu og þegar hann var hafinn á ný varð hann aldrei eins vel leikinn og í byrjun. Á upphafskaflanum höfðu þeir Kevin Keegan og hinn 35 ára gamli Belgi Wil- fried van Moer sett mjög svip sinn á leikinn meðgóðum töktum. Bobby Charlton, einn af heimsmeist- urum Englendinga frá I966, var miður sín að loknum leiknum og sagði: ,,Ég get ekki skilið fólk sem hagar sér þannig.” Liðsstjóri Belganna, Guy Th\s, var ánægður með úrslit en leiður yfir þvi sem átti sér stað á áhorfenda- pöllunum. „Dómarinn gerði rétt í að stöðva leikinn,” sagði hann og bætti við. ,,Ef Englendingar falla jafn oft í rangstöðugildruna hjá Ítölum og gegn okkur þá vinna þeir ekki.” Liðin voru þannig skipuð. England: Clemence, Neal, Tompson, Watson, Sansom, Coppell, (varam. McDermott), Wilkins, Keegan, Brooking, Johnson (varam. Kennedy), Woodcosk. Belgía: Pfaff, Gerets, Millecamps, Meeuws, Renquin, Cools, Vandereycken, Van Moer, (varam. Mommens), Van der Elst, VanderBergh, Ceulemans. Nafnabrengl og fleira slíkt Nafnabrengl og nafnaskortur er citt af því sem oft skýtur upp kollinum hér á iþróttasíðu af einni eða annarri ástæðu. Um daginn sögðum við frá 6— 1 sigri Reynis á Árskógsströnd yfir Efl- ingu. Þar höfðu orðið nokkur nafna- brengl en talsmaður blaðsins á Akur- eyri segir þau komin beint frá formanni knattspyrnudeildar Reynis. Hverjum sem um er að kenna þá birtum við hér nöfnin aftur. Það var Björn Friðþjófs- son en ekki Bjarni Freysson sem skor- aði 2 marka Reynis. Þá skoraði Jens Eyjólfsson sjötta markið en nafn hans hafði eitthvað bæklazt í leiðinni. Þá er rétt að taka það fram að Hörð- ur Harðarson getur vart talizt á meðal burðarása ÍK þar sem hann hefur að- eins leikið einn leik. Um leið viljum við birta fullt nafn eins af markaskorurum ÍK um daginn. Við vissum jú að hann. hét Hörður en föðurnafnið vantaði. Það mun hins vegar Jóhannesson vera. Reyndar er ekki við okkur að sakast hér á iþróttasiðu því heimildarmaður okkar hjá ÍK vissi ekki betur. Ray Wilkins skoraði fyrir F.nglendinga ígær. Jafntefli It- ala og Spán- verja í slökum leik ígær Ítalir og Spánverjar skildu jafnir, 0—0, i leiðinlegum leik í úrslitum F.vrópumeistarakeppni landsliða að viðstöddum 55.000 áhorfendum í Mílanó. Lítið var um hættuleg færi i leiknum en mark var dæmt af Spán- verjunum á 11. mínútu er Satrustegui, bezti maður spánska liðsins, sendi knöttinn í netið eflir fyrirgjöf Alesanco. Spánverjarnir átlu sízt minna í leikn- um og kæfðu allar sagnir um að þeir væru með veikasta liðið í 2. riðlinum. Satrustegui var sterkasti maður liðsins og hann réð stórum hluta miðjunnar og vann öll návígi við ítölsku varnarmenn- ina og eru þeir nú engir aumingjar. ítalirnir fengu tvö góð færi og einkum var það síðara hættulegt. Franco Causio skaliaði þá firnafast að marki Spánverjanna eftir fyrirgjöf Bettega en Arconada, markvörður Spánverjanna, varði meistaralega. Úrslitin ollu miklum vonbrigðum á Ítalíu og greinilega var að ítalska liðið saknaði Paolo Rossi sárt, en hann er nú í 3 ára leikbanni eftir að hafa verið viðriðinn mútumálið mikla er upp komst um fyrir skömmu. I.iðin i gær voru þannig skipuð: Ítalia: Zoff, Gentile, Cabrini (Benelti), Oriale, Collovati, Scirea, Causio, Tardelli, Graziani, Antognoni, Bettega. Spánn: Arconada, Tendillo, Gordillo, Migueli, Alesanco, Zamora, Saura, Asensi, Satrustegui, Quini, Dani (Juanito). „Eg styrkist við þjóðsönginn” —segir Janus Guðlaugsson, landsliðsmaður sem nú leikur sem atvinnumaður með Fortuna Köln „Mér er það alltaf heiður að leika með landsliðinu ef ég get komið því við. Ég styrkist við þjóðsönginn,” sagði Janus Guðlaugsson, landsliðs- maðurinn góðkunni i samtali við DB i gærkvöldi. Janus sem er atvinnumaður í knattspymuiþróttinni leikur með vest- ur-þýzka 2. deildarliðinu Fortuna Köln. Hann er i hópi þeirra íþrólta- manna sem hafa afrekað það að vera valdir i landslið i tveimur iþróttagrein- um. Janus hefur leikiö sjö landsleiki i handknattleik og fimmtán landsleiki í knattspyrnu, nú síðast gegn Wales. Að lœra af mistökunum Janus var spurður, hvað farið hefði úrskeiðis í leiknum gegn Wales, sem tapaðist með engu marki gegn fjórum eins og íþróttaunnendum er i fersku minni. ,,Það sem fór úrskeiðis var fyrst og fremst það, að menn sættu sig ekki við mörkin,” segir Janus. „Menn voru ekki tilbúnir að mæta þeirri pressu sem fylgdi í kjölfar markanna sem Wales- menn skoruðu. Við sköpuðum okkur fleiri marktækifæri en þeir í fyrri hálf- leik. Menn verða að gera sér grein fyrir mistökunum. Ef menn sætta sig við mistökin á réttan hátt og læra af þeim þá koma þau ekki fyrir aftur. Ef ekki þá töpum við líka fyrir Finnum. Það þarf að koma til hugarfarsbreyting, að menn geri réttar kröfur til sín og leiks- ins. Mér hefur fundizt að sumir leik- menn séu óvissir um hvort þeir eigi heima í landsliðinu. Þeir verða að gleyma slíkum hugsunum. Ef þeir eru valdir í liðið, þá eiga þeir heima þar, og þeir eru valdir til að standa sig.” Hugarfarið verður að breytast Aðspurður um, hvort þess væri að vænta að íslenzka landsliðið næði betri útkomu gagnvart öðrum knattspyrnu- þjóðum í framtíðinni sagði Janus: ,,Ef hugarfar leikmanna, áhorfenda og íþróttafréttamanna er á þessu plani, þá förum við ekki ofar. Það verður að gera rétlar kröfur. Þetta er bæði spurning um að gera rétt- ar kröfur til leikmanna og að þeir dæmi sjálfa sig rétt,” sagði Janus. „Það er ekki nema gott um það að segja ef menn bera rétt traust til hans," sagði hann aðspurður um islenzkan landsliðsþjálfara. „Guðni Kjartansson hefur það mikla reynslu, sérstaklega sem spilari. Ég veit ekki, hvernig hann sér leikinn frá þjálfunarlegu sjónar- miði. Hann hefur þó komið nálægt þjálfun áður. Hann lærir örugglega heilmikið sjálfur og er þegar búinn að viðurkenna ein mistök. Ég ber virðingu fyrir því.” Janus Guðlaugsson ásamt fimm ára gamalli dóttur sinni, Láru. „Maður verður að sýna, að maður hafi eitthvað fram yfir aðra,” segir Janus um hinn harða heim atvinnu- knattspyrnumannsins. DB-mynd Bjarnleifur. HK SIGURSÆLASTIBLAKINU —f lokkar f élagsins sigruöu á 4 vígstöðvum í vetur Fyrir ári vakti það verðskuldaða athygli að blakdeild HK nældi sé i 4 íslandsmeistaratitla 1979. Þessi velgengni deildarinnar var af mörgum álitin slembilukka, þar sem deildinni hafði aldrei áður auðnazt að vinna íslandsmeistaratitil. En með sínum frá- bæra árangri i ár hefur deildin hlotið verðskuldaöan sess meðal aöila hlak- íþróttarinnar hér á landi. Árið 1976 ákvað stjórn blakdeildar HK að leggja höfuðáherzlu á yngri flokkana. Vegna skorts á æfingaað- stöðu þýddi þessi ákvörðun í reynd að HK varð að hætta þátttöku í meistara- flokkum. Meistaraflokkar þurfa marga æfingatíma og það er staðreynd að yngri flokkarnir í flestum íþróttafélög- um fá of fáa æfingatíma vegna þess að meistaraflokkarnir eru látnir ganga fyrir. Eftir að meistaraflokkur HK lagðist niöur varð öldungaflokkur HK til og síðar I. flokkur. Þessir flokkar þeirra gömlu hafa ekki síður en börnin staðið sig vel hjá blakdeild HK, þrátt fyrir að þeir hafa ekki haft nema 2 fasta æfingatíma á viku af þeim 13 sem deildin fékk í iþróttahúsum bæjarins siðastliðinn vetur. Velgengnin hjá blakdeild HK hófsl árið 1978 meðþví aðdeildin hlaut tvenn silfurverðlaun í íslandsmótum yngri flokka, þ.e. i 3. og 4. flokki karla. Árið 1979 hlaut deildin hvorki meira né minna en fjögur gull og eitt silfur i fslandsmótum, þ.e. gull í 3. og 4. flokki kvenna og 4. flokki og öldunga- flokki karla, silfur í 2. flokki karla. Af þessu er augljóst að yngri flokkarnir hafa launað vel gott eldi hjá blakdeild HK. Það tókst vonum framar hjá blak- deild HK að verja íslandsmeistaratitla sína i ár. Einungis í 4. flokki karla tapaðist titill. HK-piltarnir töpuðu naumlega fyrir Þrótti í úrslitaleik, en i aðalkeppninni urðu þessi félög efst og jöfn að stigum. HK stúlkurnar svo og öldungarnir vörðu sína titla af festu og öryggi. Fjóra titilinn í ár hlaut blak- deild HK í I. flokki karla eftir mikla og tvisýna keppni. 1 ár hlaut blakdeild HK að auki tvenn silfurverðlaun, þ.e. i 4. fiokki karla eins og komið hefur fram svo og í 2. flokki karla eins og 1979. Þessi frábæri árangur blakdeildar HK er að sjálfsögðu mikil uppörvun fyrir allt íþróttalíf i Kópavogi. Kópa- vogur hefur reyndar verið mikill bkak- bær um áraraðir, en fátt var um það talað þar til Kópavogur eignaðist sina fyrstu íslandsmeistara 1979. Til marks um framgang blakíþróttarinnar í Kópa- vogi má geta þess að þar eru tvær blak- deildir starfandi. Aftur á móti eru fjórar blakdeildir starfandi i Reykja- vik, ein í Garðabæ og engin í Hafnar- firði. Auk blakdeildar HK hefur UBK blakdeild innan sinna vébanda. Blak- deild UBK vann sinn fyrsta íslands- nteistaratitil nú i ár, þ.e. í 2. flokki kvenna. Kópavogur er sem sagt stór- veldi í blakíþróttinni hér á landi eins og sést bezt á eftirfarandi töflu yfir íslandsmeistara i blaki 1980. Karlar: Mfl. 1. deild — Laugdælir Mfl. 2. deild — Völsungur 1. flokkur — HK 2. flokkur — Efling, S-Þing 3. flokkur — Völsungur 4. flokkur — Þróttur Öldungar— HK Konur: Mfl. — Vikingur 2. flokkur — Breiðablik 3. flokkur — HK 4. flokkur — HK Öldungar — Eikin, Akureyri Þjóðverjarnir kröfuharðir Eins og áður segir leikur Janus nú sem atvinnumaður með þýzka liðinu Fortuna Köln og stundar jafnframt há- skólanám í sinni grcin en hann er sem kunnugt er íþróttakennari að mennt. „Ég kann mjög vel við mig úti. Allar aðstæður og umhverfi er ólíkt því sem maður á að venjast hér heima. F.g æfi tvisvar á dag og sá kraftur sem eftir er frá æfingunum fer í námið,” segir Janus. Hann segir að Þjóðverjarnir geri miklar kröfur. „Það er alls ekki hægt að segja að ég hafi dottið inn í liðið. Nær væri að segja að ég hafi skriðið inn í það. Maður verður að berjast fyrir sínu sæli og sínum snaga og sýna að maður hafi eitthvað fram yfir aðra,” segir Janus og bætir því við að e.t.v. hafi það hjálpað sér að komast i liðið að varnarleikur liðsins hafi yfirleitt verið heldur slakur. „Ég leik sem varn- armaður, annað hvort á miðjunni eða í miðri öftustu vörninni.” Janus átli við talsverð meiðsli að stríða sl. vetur. Engu að síður segist hann hafa leikið a.nt.k. fjörutiu leiki með liðinu. Hann segir nú vera búinn að aðlagast þýzku knattspyrnunni og hafi unnið sér fastan sess í liðinu. Það er ekki ntikið um útlendinga í þýzku deildunum. Helzt eru það Júgóslavar og Danir sem hafa náð þar fótfestu. Miklar kröfur eru gerðar til leikmanna íþröttir Opin kvenna- keppni hjá GR Á sunnudag verður haldin opin kvennakeppni hjá GR I Grafarholti. Leiknar verða 18 holur með og án for- gjafar. Keppnin hefst kl. 14 og geta konur þær er áhuga hafa skráð sig til þátttöku þar til keppnin hefst. Að sjálf- sögðu er betra að þær verði fyrr á ferð- inni helduren síðar. og knattspyrnumenn frá S-Ameriku hafa t.d. ekki náð að aðlagast þýzku knattspyrnunni. Þýzki knattspyrnu- markaðurinn er það sterkur að útlend- ingar eiga þar í vök að verjast. Þýzka knattspyrnan bezt Aðspurður segir Janus að árangur þýzkra liða í Evrópukeppninni sýni að þýzka knattspyrnan standi hæst, a.m.k. hvað félagslið snertir. „Knatt- spyrnan er opin og lifleg og mikið skor- að af mörkunt, ólikt meira en í Eng- landi,” segir Janus. Urn Iaunakjörin vill hann sent rninnst ræða. „Toppmenn í Hollandi, Belgiu og Þýzkalandi eru vel launaðir. Það er engin spurning. Topparnir eru hæstir í Þýzkalandi og meiri fjöldi á toppnum. Það segir sig sjálft þvi að þar eru fleiri sterk félög. En Þjóðverjarnir vilja líka fá eitthvað fyrir sinn snúð.” Sumarfrí Janusar verður ekki langt. Æfingar byrja aftur i lok þessa mánað- ar. Sjálfur heldur hann sér í æfingu hér heima. „Ég hleyp á fjöll má segja og kíkiá nátlúruna,” segir hann. Um ástæður þess, að íslenzkir knatl- spyrnumenn leili svo mjög til útlanda segir Janus að launakjörin spili vafa- laust inn í í mörgum tilfellum. Margt annað komi þó til eins og betri veðr- átta, hentugri vinnutími og kannski ævintýraþrá líka. „Margir þessara leikmanna fara út nteð ekki nægilega sterku hugarfari, ekki nægilega ákveðnir í að slanda sig. Ef menn halda að þeir komi heint fljótt aftur þá koma þeir fijólt aflur." Dusseldorf sýnir áhuga Sjálfur segist Janus ekkert hafa heint nð sækja næstu 2—3 árin. Hins vegar segist Itann staðráðinn i að koma aflur heim. „Heima er bezl,” segir hann og brosir. Aðspurður segist hann reikna ntcð að verða áfrant hjá Fortuna Köln eitt ár í viðbót síðan vilji hann gjarnan brcyta til. F.kki er að efa að Janus fær tæki- færi til að breyta til þvi sterkari félags- lið i Þýz.kalandi hafa komið auga á hæfileika þessa sterka og baráttuglaða íslenzka landsliðsmanns. Þannig hefur i. deildarfélagið Fort- una Ditsseldorf sett sig i samband við lelag hans og spurz.t fyrir um Janus. -GAJ. Stefán er beztur f fjórum greinum Frjálsíþróltakappinn Slefán Hall- grimsson, UÍA hefur náö bezlum árangri íslendinga í fjórum greinum frjálsra íþrótta í ár. Hér fer á eftir skrá yfir bezta árangur íslendinga í karla- greinum frjálsra iþrótta i ár. Skráin er unnin af Ólafi Unnstcinssyni, frjáls- íþróttaþjálfara. 3:. 100 m hlaup Sigurður Sigurðsson, Árnt. 200 m hlaup Þorvaldur Þórsson, ÍR Oddur Sigurðsson, K A 400 m hlaup Stefán Hallgrímsson, UÍA 800 m hlaup Gunnar P. Jóakimsson, lR 1500 m hlaup Jón Diðriksson, UMSB 10 km hlaup Gunnar Snorrason, UMSK 34 110 m grind. Stefán Hallgrímsson, UÍA 400 m grind. Slefán Hallgrímsson, UÍA Háslökk Unnar Vilhjálmsson, UÍ A Langstökk Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR Þrístökk Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR Stangarstökk Kristján Gissurarson, Árm. 10,7 sek. 22,2 sek. 22.2 sek. 49.3 sek. 51,1 ntín. 45,6 ntín. 12.3 min. 15,1 sek. 52,9 sek. 2,00 m. 7,05 m. 15,07 m. 4,27 m. Stefán Hallgrímsson, UÍA hefur náð beztum árangri íslendinga i ár i 110 m og 400 m grindahlaupum, 400 m hlaupi og tugþraut. Hann stefnir nú að ólympíulágmarki i tugþraut. Kúluvarp Hreinn Halldórsson, KR 20,56 m. Óskar Jakobsson, ÍR 20,21 m. Kringlukast Óskar Jakobsson, ÍR 62,54 m. Spjótkast Sigurður Einarsson, Árnt. 73,96 m. Tugþraul Stefán Hallgrimsson, UÍA 7385 slig. Ekki hefur enn verið keppl i nokkrum greinum, t.d. í 3 km og 5 km hlaupum. -GAJ. Stefán til Gautaborgar — stefnir þarað ólympíulágmarki í tugþraut Slefán Hallgrimsson UÍA er nú á förum frá Bandarikjunum til Svíþjóðar þar sem hann mun æfa með frjáls- íþrótlafélagi i Gautaborg og freisla þess að ná ólympiulágmarki í tugþraul. Stefán hefur tvivegis náð yfir 7300 stigum á lugþrautarmótum og hefur bælt sig talsvcrt í nokkrum greinum. í öðrum greinum hefur hann hins vegar verið nokkuð frá sinu bezta en ef hann nær sínum fyrri árangri þar ætti hann að eiga allnokkra möguleika á að ná ólympiulágmarkinu sem er 7650 stig. Eins og DB hefur áður greinl frá hefur Elías Sveinsson FH einnig náð yfir 7300 stigum i Bandarikjunum og slefnir einnig að ólympiulágmarki. -GAJ. Unnar sjöundi ís- lendingurinn yfir 2,00 m í hástökki Unnar Vilhjálmsson UIA stökk 2,00 metra i hástökki á innanfélagsmóti i vikunni. Unnar, sem er sonur hins kunna frjálsiþróttakappa Vilhjálms Einarssonar, er sjöundi íslendingurinn sem sigrast á þessari hæð frá upphafi. Hér fer á eftir tiu beztu árangrar íslendinga frá upphafi samkvæmt afrekaskrá frjálsiþróttaþjálfarans góðkunna, Ólafs Unnsteinssonar. 2,10 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1965 2,10 Guðm. R. Guðmsson F'H 1979 2,01 Karl W. Fredriksen, UMSK 1974 2,00 Jón Pétursson, KR 1960 2,00 Elias Sveinsson, ÍR 1971 2,00 Stefán Friðleifsson, UÍA 1978 2,00 Unnar Vilhjálmsson, UÍA 1980 1,99 Þorsteinn Þórsson, UMSS 1978 1,98 Stefán Stefánsson, ÍR 1979 1,97 SkúliGuðmundsson, ÍR 1950 -GAJ.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.