Dagblaðið - 13.06.1980, Side 23

Dagblaðið - 13.06.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ1980. Kvikmynd kvöldsins gcrist að miklu leyti i fangabúðum Þjóðverja i Frakklandi. STAÐGENGILLINN - sjónvarp kl. 21,40: Ástarsaga úr stríðinu Ef marka má okkar ágætu kvik- myndahandbók, þá er úrvalsbió- mynd í sjónvarpinu í kvöld. Hún nefnist Staðgengillinn og er ástarsaga sem hefur heimsstyrjöldina síðari að bakgrunni. Myndin er gerð árið 1946 og með aðalhlutverk fara Michael Redgrave, Jack Warner og Basil Rad- ford. Vorið 1940 gerðu Þjóðverjar innrás inn í Frakkland. Bretar sendu her, Frökkum til hjálpar, en þann her króuðu Þjóðverjar af og kom liðs- aukinn því ekki að fullum notum. Við Dunkirk komust flestir hermann- anna í skip, en hluti þeirra lenti í fangabúðum Þjóðverja. Myndin scgir frá manni nokkrum frá Tékkó- slóvakíu, sem þykist vera brezkur liðsforingi, en sá féll í orrustu. Hann skrifar konu liðsforingjans og í gegn- um þær bréfaskriftir takast miklar ástir með þeim. En sá galli er á gjöf Njarðar, að hann er í fangabúðum og á því erfitt með að ná fundum kon- unnar. -SA. UTU BARNATÍMINN - útvarp kl. 17,20: UÓÐALEST- UR, JURTA- FRÆÐSLA 0G ÞJÓDSAGA Akureyri, holuðstaour ivuiuuiuinö, er aí sumum taiinn fegursti bær landsins, en Litli barnatlminn i dag er tekinn upp þar nyröra. Barnatiminn sem er á dagskrá út- varpsins i dag kl. 17.20 er í umsjá Nönnu 1. Jónsdóttur. Barnatíminn er tekinn upp á Akureyri og því þykir vel við hæfi að efni hans sé bundið við Norðurland. Fyrst les Katrin Pétursdóttir, sem er 13 ára, úr ljóðum Matthíasar Joch- umssonar og verða lesin tvö kvæði. Þá er forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri, Jóhann Pálsson tekinn tali og fræðir hann hlustendur um jurtina brenninetlu. Verður fjallað um nytsemi hennar, vöxt og viðgang. Að siðustu verður lesinn fyrri hluti sögunnar Sigríður Eyjafjallasól. Lestri hennar verður haldið áfram í næsta barnatíma. Barnatímar Nðnnu á Akureyri verða á dagskrá útvarps út þennan mánuð, en hvað svo verður hefur ekki verið ákveðið. 'SA. Prúðu leikararnir safnast saman til að horfa á nýjan þátt með sér. Ef myndin prentast vel má sjá Jim Henson, skapara Prúðu leikaranna, inni f miðjum hópnum. Okkar ágætu vinir og kunningjar, Prúðu leikararnir, verða á skjánum í kvöld, en gestur þeirra nú er söngvar- inn Kenny Rogers. Kenny Rogers sló heldur betur I gegn í vetur með lagi sinu Coward of the county. Þar er fjallað um bleyðuna miklu sem sýnir er á reynir, að hann er ekki hræddur við eitt eða neitt. Síðan hefur Kenny baðað sig í stjörnuljóma. Prúðu leikararnir verða áfram fasta- gestir sjónvarps á föstudögum, en nú á sjónvarpið 12 þætti með þeim. Ennþá er verið að framleiða þætti um þessar vinsælu verur, svo allt útlit er fyrir að langur tími Iiði, unz þær hverfa af skjánum. -SA. MIÐDEGISSAGAN - útvarp kl. 14,30: Sjálfsævisaga skútu ,,Sagan er sjálfsævisaga skútu og er bráðskemmtileg,”sagði ValgerðurBára Guðmundsdóttir, en hún byrjar i dag lestur nýrrar miðdegissögu. Höfundur hennar er A.H. Rasmussen og sagan ber nafnið Söngur hafsins. Þýðandi er Guðmundur Jakobsson. A.H. Rasmussen var Norðmaður og skrifaði fjölda bóka, en hann þótti einkanlega góður að lýsa sjóferðum. Söngur hafsins segir frá skútu, sem sökkt er, til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar geti haft not af henni. Hún liggur síðan í leðju í mörg ár, þangað til hún er keypt. Nýi eigandi hennar gerir hana upp og notar hana til sigl- inga, og sagan lýsir þeirra „samlífi”. Endalok skútunnar urðu svo þau að hún sökk í stórsjó, en eigandinn komst naumlega af. „Það eru víst orðnir einir sex mán- uðir siðan ég las söguna inn á band, en Hjörtur Pálsson hafði orð á því, að hún væri svo vorleg og skemmtileg að bezt væri að útvarpa henni þegar sumarið væri gengið í garð,” sagði Val- gerður Bára að lokum. -SA. Guðmundur Jakobsson þýddi nýju mið- degissöguna, en dóttir hans, Valgerður Bára, les hana. PRÚÐU LEIKARARNIR—sjónvarp kl. 20,40: Kermit fær Kenny Rogers í heimsókn Útvarp Föstudagur 13. júní 12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar. I2 20 Frélíir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlcikasyrpa. Dans og dægurlög og lóit klassisk tónlisi. 14.30 MiódcBÍssagan: „.Söngur hafsins" eftir A.H. Rasmusscn. Guðmundur Jakobsson þýddi. Valgcróur BáraGuðmundsdóttirbyrýar lcsturinn. * 15 00 Popp. Vignir Svcinvson kynnir 15.30 l.csin dagskrá na*stu viku. 16.15 Veóurfregnir. 16.20 Siódcgbtónlcikar. Halkiór Vithelmsson, Söngsvcitin Fílharmónla og Sinfóníuhljóm svcit Islands ílytja ..Grcntskóg", sinfómskan þátt fyrir baritónrödd. blandaðan kív og hljómsveit cftir Sigursvcin D. Krisiinsson: Martcinn H. Friöriksson stj. / Jacques Abram og hljómsvcitin Filharmonía lcikur Pianókon scrt nr. 1 i DsJúr op. 13 cfiir Benjamin Brittcn: Hcrbcrt Mengcsstj. 17.20 l.itli barnatiminn. Nanna I. Jónsdóttir stjórnar barnatima á Akurcyri. M.a. vcrður haldiö áfram að Jesa jjjódsöguna ..Sigriói Eyja fjallasór. 17.40 Tónlcikar. Tilkynningar. 18 45 Veðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Víösjá. 19 45 Tilkynningar. 20.00 Þefta vil ég heyra. Áður útv. 8. Nm. Viðar Alfreðsson hornleikari vclur sCr tónlist og kemur fram i viðtali viðSigmar B. Hauksson. 21.15 Fararhcill. Þáttur um útivKt og ferðamál i umsjá Birnu G. Bjamlcifsdóttur. — áður á dagskrá 8. þ.m. 22.00 Kórsöngur: Madrigalakórinn I Klagenfurt syngur austurrisk þjóólóg. Söngstjóri GQnther Mittergradnegger. 22.15 Vcðurfrcgnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Þáttur Slguróar málara” cftir l-árus Sigurbjörnsson. Sigurður Eyþórs son lcs 141. 23.00 Djass. Umsjónamtaður: Cicrard C'hinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 13. júní 20.00 Fríitir og vcóur. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Prúdu lcikararnir. Gcstur i þessum þætti er söngvarinn Kenny Rogcrs. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 2I.05 Forsctacmbarttió. Tveir lögvisindamenn. Gunnar G. Schram prófcssor og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. rscða og fræða um embætti þjóðhöfðingja Islands. Umsjónarmaður Hclgi E Helgason. 21.40 Staógcngillinn s/h (Captive Heartl. Brcsk biómynd frá árínu I946. Aöalhlutverk Michael Redgravc. Jack Warner og Basil Radford. Myndin cr um hcrmenn, scm uröu innlyksa eftir hina misheppnuðu innrás i Frakkland árið I940 og höfnuðu I fanga búðum Þjóðverja. Þýðandi Óskar Ingimars son. '23.20 Dagskrárlok. _

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.