Dagblaðið - 30.06.1980, Side 2
2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980.
Hverjir f engu f Hólahverf i?
Rukel Magnúsdótlir, Jórufelli 8,
hringdi:
Ég vildi gjarnan fá að vita hverjir
það eru sem stjórna úthlutun á
íbúðarhúsnæði því sem Fram-
kvæmdanefnd byggingaráætlunar
stendur að. Ég er öryrki og einstæð
móðir. Leigi hjá bænum og bý uppi á
fjóröu hæð sem kemur sér afar illa
vegna fótaveiki minnar. Allir sögðu
við mig að nú hlyti ég að fá íbúð, ég
hef sótt um tvisvar áður, bæöi þegar
úthlutað var við Rjúpufell og í Selja-
hverfi. Ég er með nægilega stóra fjöl-
skyldu en allt kemur fyrir ekki. Mig
langar til að vita eftir hverju er eigin-
lega farið þegar íbúðum þessum er
úthlutað.
Úthlutun
alltaf hitamál
DB setti sig í samband við Hús-
næðismálastofnun ríkisins til að for-
vitnast um hvernig að úthlutun i t.d.
hinar síðustu þrjátíu íbúðir í parhús-
um i Hólahverfi hefði verið úthlutað.
Fyrir svörum varð Hilmar Þóris-
son deildarstjóri hjá Húsnæðismála-
stofnun. Kvað hann nú eins og við
allar fyrri úthlutanir hefði verið út-
hlutað eftir tillögum úthlutunar-
nefndar. Þó svo Húsnæðismálastjórn
hefði úrslitavald, þá hefði hún aldrei
breytt frá tillögum úthlutunarnefnd-
arinnar. í úthlutunarnefndinni eiga
sæti Magnús L. Sveinsson, Verzl-
unarmannafélagi Reykjavíkur, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Verka-
mannafélaginu Dagsbrún og Sigfús
Bjarnason, Sjómannafélagi Reykja-
víkur sem er formaður nefndarinnar.
Umsóknir um þær þrjátiu ibúðir
sem síðast voru auglýstar voru á
fjórða hundrað og fóru nefndar-
mennirnir i gegnum þær allar. Komu
þeir sér síðan niður á þrjátíu umsækj-
endur sem þeir töldu rétt að mæla
með sem íbúðarhöfum.
Flestir uppfylla
skilyrðin
í greinargerð þremenninganna
segja þeir meirihl. þeirra hundruða
umsókna er bárust hafi uppfyllt þau
skilyrði sem sett voru. Skilyrði um
fjölskyldustærð og það að vera í þörf
fyrir bætt húsnæði. Til upplýsingar
fékk DB listann yfir þá er úthlutað
fengu hjá Skúla Sigurðssyni, Hús-
næðismálastofnun ríkisins, og fer
hann hér á eftir:
1. Arnór Sveinss., Hjaltabakka 10
2. Bjarni Guðmundsson,
Torfufelli 29
3. Björk Jónsdóttir, Torfufelli 21
4. Egill Stefánsson, Fannarfelli 10
5. Erna Magnúsdóttir, Smáraflöt
30, Garðabæ
6. Erna Þórarinsd., Kleppsvegi 74
7. Gísli Einarsson, írabakka 14
8. Guðm. Guðmundsson,
Efstasundi 16
9. Guðrún Halldórsdóttir,
Kleppsvegi 72
10. Gunnar Sigurgeirsson, Írabakka
16
11. HalldórÓlafss., Efstasundi 13
12. Hörður Þórðarson,
Meistaravöllum 23
13. ísleifur Vilhjálmss., Unufelli 46
14. Jóhann Símonars., Gyðufelli 16
15. Jóhanna Kristjánsdóttir,
Laugarnesvegi 42
16. Jóhannes Þorsteinsson, Klepps-
vegi 72
17. Jón Björnsson, Kleppsvegi 72
18. Kristín Einarsdóttir,
Bústaðavegi 61
19. Kristján Magnússon, Bröttugötu
6
20. Ólöf Sigvaldadóttir,
Gnoðarvogi 82
21. Rósa Guðmundsdóttir,
Vesturbergi 78
22. Rúnar Matthíass., Barmahlíð 7.
23. Sigriður Vilhjálmsdóttir,
Iðufelli 6
24. Sigurður Bergsson, Yrsufelli 11
25. Sigurður Sveinbjarnarson,
Jórufelli 2
26. Stefán Hallgrimsson,
Kleppsvegi 72
27. Stefán Jónsson, Kötlufelli 3
28. Tómas Guðmundsson,
Grýtubakka 22
29. Örlygur Pétursson, Jórufelli 4
30. Örn Ásgeirsson, Kleppsvegi 40.
TapáListahatíð:
Þegar sjálfskipaðir menningar-
f römuðir eru í fararbroddi
Skatlgreiðandi skrifar:
Enn einu sinni er svokölluð „lista-
hátíð” gengin yfir. Og enn einu sinni
greiðum við skattgreiðendur (sem
alltaf fækkar með hverju ári er líður
vegna brottflutnings fólks af landinu)
tapiðaf henni.
En hvers vegna er tap svo
milljónum króna skiptir? Aðalor-
MYNDARLEGT
SUMARFRl
sökin er þessi. Hvers vegna skyldu
menn vera að borga þúsundir króna
fyrir að sjá annars ágæta listamenn
eins og Stan Getz og Pavarotti, svo
dæmi séu tekin, þegar menn geta
notið listar þeirra í sjónvarpi í friði
og ró heima hjá sér eftir að listahátið
lýkur?
Kunningl þess er þetta ritar sagði
eftir að hann hafði farið á hljómleika
Stan Getz og síðan séð þáttinn i
sjónvarpi að hann hefði í raun séð
eftir þvi að fara á hljómleikana
sjálfa, því að sjónvarpið hefði náð
miklu betur til áheyrenda og áhorf-
enda.
En hvernig á annað að vera en tap
verði á svo viðamiklum samsetningi
sem svokölluð listahátíð er þegar
sjálfskipaðir „menningarfrömuðir”
sem þeir sem fyrir henni stóðu eru í
fararbroddi.
Almenningur í þessu landi er
ekkert yfir sig hrifínn af afskiptum
þessara manna af Ustaskömmtun til
skattgreiðenda. Þessir sömu menn
stóðu fyrir lokun frjáls fjölmiðils
sem auk þess var fólki að kostnaðar-
lausu. Hér er átt við Keflavikur-
sjónvarpið, sem þessir menn áttu sinn
þátt í að krefjast lokunar á.
Meðan enn eru til „menningar-
frömuðir” er vilja láta loka fyrir
fjölmiðla en troða upp á landsmenn
sínum hugðarefnum, þá er ekki
óeðlilegt að landsmenn hlaupi ekki á
listahátíð þeirra.
ísinn
áSkalla
frískar
ALLSKONAR IS.GAMALDAGS IS, SHAKE OG
BANANA-SPLIT.SÆLGÆTI, ÖL OG GOSDRYKKIR.
I uosseugla g jss