Dagblaðið - 30.06.1980, Page 8

Dagblaðið - 30.06.1980, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. Moskva: Sovétmenn vilja ná árangri í viðraeðum — Helmut Schmidt kanslari Vestur-þýzkalands kemur í dag til tveggja daga f undar með Leónod Bréf snef f orseta Sovétríkjanna Helmut Schmidt kanslari Vestur- Þýzkalands kemur í dag til Moskvu en þar mun hann ræða við Leóníd Brésnef næstu tvo dagana. Komið hefur fram að Sovétmenn hafa mikinn httg á að einhverjar áþreif- anlegar niðurstöður náist á fundinum og að honum ljúki ekki með almennt orðaðri tilkynningu i kansellistíl. Þetta sjónarmið Sovétmanna kom fram í tilkynningu sem háttsettur starfsmaður í upplýsingadeild sovézka kommúnistaflokksins gaf í gær. Þar sagði að viðræðurnar mundu meðal annars fjalla um ýmis viðkvæm málefni, svosem tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar og deilurnar um íhlutun Sovétmanna í Afganistan. Sagði hinn háttsetti starfsmaður að almenningur i Evrópu bæri miklar vonir vegna þessara viðræðna þjóðarleiðtoganna og vænti þess að þær enduðu ekki aðeins með form- legri yfirlýsingu. — Ljóst væri aö þarna væri ætlast til að rætt væri um ýmsa þá atburði sent valdið hafa versnandi sambúð á milli austurs og vesturs á undanförnum mánuðum. Við annan tón kveður í Bonn í Vestur-Þýzkalandi. Þar er mest áherzla á að viðræður þeirra Schmidt kanslara og Brésnefs forseta eigi að snúast um efnahagsmál og Schmidt muni reyna að vinna að því að viðræður ráðamanna í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum hefjist. Þó svo að ljóst sé að vestur-þýzka ríkisstjómin leggi mikla áherzlu á að viðræður og samband austurs og vesturs sé sem bezt þá hafa þeir ekki hug á að viðræður þjóðarleiðtoganna séu túlkaðar sem allt sé í lukkunnar velstandi í þeim efnum. Erlendar fréttir REUTER SYFJAÐUR RÁÐHERRA Kurustumenn sjö mestu iðnríkja á ræðu þar á fundinum en Edmund heims hittusl i Feneyjum á ítaliu í Muskie utanrikisráðherra hans þykir fyrri viku. Myndin sýnir hvar Carter greinilega nóg um mælgina og Bandaríkjaforseti hlýðir andaktugur geispar ógurlega. IBM skákmótið í Amsterdam: Larsen tapar tveim fyrstu Danski stórmeistarinn Bent Larsen hefur tapað tveim fyrstu skákum sínum á IBM skákmótinu i Amsterdam. Auk Larsen eru þarna margir af sterkustu skákmönnum heims með heimsmeist- arann Karpov i broddi fylkingar. í fyrstu umferðinni vann Hort, Tékkóslóvakíu, Ribli frá Ungverja- landi, Sergei Tolmatov alþjóðlegur meistari frá Sovétríkjunum vann Larsen. í annarri umferð gerðu Timman og Karpov jafntefli, Ribli vann Larsen. Karpov vann biðskák sína gegn John van der Wiel fráHollandi. Staðan eftir tvær umferðir er þannig að Hort og Karpov ertt efstir með 1,5 vinninga, þá kemur Dolmatov rneð einn vinning og biðskák, Ribli, Timman og Sosonko með einn vinning, van der Wiel eina biðskák og Larsen með engan vinning. Egyptaland: Keisarinn enn undir hníf inn Fyrrum íranskeisari bíður þess nú að hópur lækna frá Egyptalandi, Bandarikjunum og Frakklandi taki ákvörðun um hvort hann hafi heilsu til að gangast undir enn einn uppskurðinn. Keisarinn þjáist af krabbameini, sem haldið hefur verið niðri með lyfjum, þar til hann fékk lungnabólgu fyrir nokkrum dögpm. Varð þá að hætta ly fjagjöf. Búizt er við ákvörðun læknanna innan fjörutíu og átta klukkustunda. Að sögn er keisarinn fyrrverandi mjög veikur og viðnámsþróttur hans stöðugt minnkandi. Ekkert mun verða frekar skýrt frá líðan keisarans, sem nú er sextugur að aldri. Er það gert að kröfu ættingja hans. Anwar Sadat forseti Egyptalands, sem heldur verndarhendi yfir keisar- anum og fjölskyldu hans í útlegðinni sagði í gær að heilsa hans hefði mjög batnað frá því hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir fjórum dögum. í haldi síðan á f immtudag: Komu gangandi yfir landamærin Fjórir Vesturlandabúar, tveir starfs- menn Rauða krossins og tveir banda- rískir Ijósmyndarar, komu í gær gang- andi yfir landamærin frá Kampútseu yfir til Thailands. Þeir höfðu verið í haldi hjá herliði Víetnama skammt inn- an landamæra Kampútseu síðan á fimmtudag. Fjórmenningarnir, Bretinn Robert Ashe og Pierre Perrin frá Frakklandi, starfsmenn Alþjóða Rauða krossins og bandarísku ljósmyndararnir George Liennemann og Richard Franken sem unnu fyrir Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna, sáust síðast í yfir- gefnum fióttamannabúðum i Nong Chan, þar sem þeir reyndu að fá leyfi hjá víetnamska innrásarliðinu til að leita að særðu flóttafólki eftir átökin á landamærunum í siðustu viku. Fjórmenningarnir sögðust fyrst hafa verið í haldi i skógi við landamærin, en síðar hafa verið fluttir lengra frá landamærunum. I gær sást svo til þeirra þar sem þeir komu gangandi yfir brú sem liggur frá landamærabænum Poipet i Kampútseu yfir til Aranya- pratet í Thailandi, en þar eru aðal- stöðvar Alþjóða Rauða krossins á landamærunum. Þeir félagar sögðu að farið hefði verið vel með þá í fangavist- inni en bundið hefði verið fyrir augu þeirra þegar þeir voru nálægt hernaðar- mannvirkjum. Engar fréttir höfðu bor- izt um að þeir yrðu látnir lausir, en stjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna höfðu borið fram mót- mæli við stjórn Víetnams vegna töku þeirra og einnig hafði talsmaður Al- þjóða Rauða krossins komið á fram- færi mótmælum við utanríkisráðherra Bretinn Robert Ashe. Hann stjórnaði flóttamannabúðunum i Nong Chan, en þar í gegn hafa undanfarna mónuði farið þúsundir lesta af matvælum á uxakerrum og reiðhjólum til norðvesturhluta Kampútseu. Elisabet Bretadrottning sæmdi Robert Ashe orðu Brezka heimsveldisins (MBE) fyrr i þcssum mánuði fyrir störf hans i þágu flóttamanna á landamærunum. Víetnam, Nguyen Co Thach, en hann var í opinberri heimsókn í Thailandi fyrir helgina. Syrgj- andi móðir Indira Gandhi forsætisráðherra Ind- lands ók í opnum vagni við útför sonar sins, Sanjay, en hún fór fram í Nýju Delhi i fyrri viku. Myndin sýnir Indiru og mannfjölda sem tók þátt i sorg hennar yfir sonarmissinum. Að sögn hafði Indira ætlað syni sinum að taka við af sér sem leiðtogi Kon- gressflokks hennar og þjóðarleiðtogi Indlands.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.