Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. 10 í WBIADID frfálst. úháð dagblað Utgetandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfuiltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannos Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, AtJi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Stgurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlorfur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: MárE.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaðifl hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánufli kr. 5.000. Verð í lausasölu kr. 250 eintakifl. Vigdís er forseti allra íslendingar heilsuðu í morgun nýjum þjóðhöfðingja, sem þeir kusu i gær, Vigdísi Finnbogadóttur. Þeir munu fylkja sér um hana sem einn maður, þegar hún tekur við embætti forseta íslands 1. ágúst. Kjör Vigdísar markar ekki aðeins tímamót í íslenzkum þjóðmálum, heldur er einnig dálítið innlegg í sjálfa veraldarsöguna. Það er ákaflega §jaldgæft, að konur séu kosnar til þjóðhöfðingja. Kosningabarátta Vigdísar vakti mikla athygli erlend- is. Við megurn nú, búast við, að kjör hennar veki enn meiri athygli. Nafni íslands verður haldið á lofti í er- lendum fjölmiðlum á næstunni. Vigdís Finnbogadóttir er vel að embættinu komin. Hún er fjölmenntuð kona, sem í senn er heima í menn- ingararfleifð íslands og í erlendum menningarstraum- um. Húrtmun sóma sér vel á Bessastöðum. Hinum forsetaefnunum þremur er enginn persónu- legur ósigur að því að hafa ekki náð kjöri. Allir hafa þeir vaxið af kosningabaráttu sinni. Þjóðin metur þá alla meira en áður. Guðlaugur Þorvaldsson var aðeins hársbreidd frá sigri. Hans bíða nú gífurlega erfið verkefni við að saetta aðila vinnumarkaðarins. Þar mun hann njóta þeirrar reisnar, sem hann hefur unnið sér í kosninga- baráttunni. Albert Guðmundsson og Pétur Thorsteinsson munu líka hverfa aftur til fyrri starfa. Álit það, sem þeir hafa unnið sér að undanförnu, mun verða þeim og þjóð til góðs, öðrum í stjórnmálum og hinum í utanríkisþjón- ustu. Allir fjórir frambjóðendurnir voru hæfir til að gegna embætti forseta. Þjóðin átti ekki annars úrkosti en að taka einn þeirra fram yfir hina. Það hefur hún nú gert. Vigdís varð fyrir valinu. Hin forsetaefnin og stuðningsmenn þeirra munu taka þessum úrslitum á einn veg. Öll þjóðin mun sýna Vigdísi Finnbogadóttur hollustu og standa saman um sinn nýja þjóðhöfðingja. Undanfarnar vikur hafa verið tími eðlilegs, lýð- ræðislegs klofnings, kosningabaráttu. Nú er þeirri bar- áttu lokið á venjulegan lýðræðishátt og þjóðin er aftur sameinuð sem ein heild. Nóttin var óneitanlega sérstaklega spennandi. Oft munaði mjóu og um skeið innan við hundrað atkvæð- um. Þúsundir manna munu minnast með ánægju þess- arar andvökunætur. Dagblaðsmenn hafa sérstaka ástæðu til að minnast endanlegs sigurs aðferðar þeirra í skoðanakönnunum, gegn úrtölum lektora úr félagsfræðideild, sem hafa ár- angurslaust talið sig vita betur. Hinn kunni Gallup sagði nýlega, að menn ættu að reikna með 2—3 prósentustiga frávikum í skoðana- könnunum. Á því bili hafa skoðanakannanir Dag- blaðsins einmitt verið. En í þetta sinn komust frávikin niður í 0,6 prósentustig. Þannig munu margir eiga sínar minningar um sigra og ósigra næturinnar. Óhjákvæmilegt er, að sumir verði beizkir fyrst í stað, ekki sízt þeir, sem þrotlaust hafa unnið fyrir sitt forsetaefni. En þeir munu fljótt jafna sig. Að lokum er við hæfi að gefa hinum nýkjörna for- seta orðið. Vigdís Finnbogadóttir sagði í morgun í við- tali við Dagblaðið: „Þetta á að vera hamingja okkar allra, nú er sumarið byrjað.” /* íran: Mál gíslanna færíst f bakgrunninn —aftökum fjölgar í landinu — hinir dauðadæmdu flestir taldir sekir um hórdóm og eituref nasölu Nú eru nærri átta mánuðir síðan stúdentarnir tóku bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku fimmtíu og þrjá bandariska starfsmenn þar í gíslingu. Örlög þeirra eru enn jafnóráðin og áður og staði eyndin er sú að athyglin er farin æ meir að beinast frá gíslunum. i samkvæmum í Teheran, þar sem útlendingar koma saman, er málið nú oft afgreitt með axlaypptingu og síðan er vikið að öðru umræðuefni. Khomeiní trúarleiðtogi hefur fyrir löngu ákveðið að hið nýkjörna þing írans ákveði örlög gíslanna. Ekki er þó talið líklegt að málið verði tekið fljótlega fyrir. Þingið er talið eiga í það minnsta mánuð í að hafa lokið af ákvörðunum um ýmis forms- atriði, svo sem forsetakjör og fundar- sköp. Þá fyrst verður farið að huga að þvi hvernig og hvenær mál gíslanna verður tekið fyrir. Þar sem hinn strangtrúaði hópur þingmanna múhameðska lýðræðis- flokksins hefur flesta þingmenn á þingi írans þykir mörgum engan veginn útilokað að a.m.k. einhverjir gíslanna verði dregnir fyrir íranskan dómstól. Jafnvel þeir þingmenn og ráðherr- ar sem taldir eru vilja beita öllu linari tökum í máli gíslanna eru þessu að nokkru leyti sammála. Má þar nefna Bani Sadr forseta landsins og Sadeq Gotbzadeh utanríkisráðherra. Þessir menn og fylgismenn þeirra eru sagðir vera þess fýsandi að gera ýmsar kröfur, bæði efnahagslegar og póli- tískar, til Bandarikjanna, áður en hinu furðulega gíslamáli verður ráðið til lykta. Flestir í Teheran eru taldir þeirrar skoöunar að Bandaríkjastjórn haft algjörlega lagt á hilluna allar hug- leiðingar um að bjarga gíslunum með hervaldi. Lokakafli þeirra hug- mynda hafi verið hin misheppnaða björgunartilraun sem gerð var í apríl siðastliðnum. Komst björgunar- leiðangurinn aldrei lengra en inn á eyðimörkina í nokkur hundruð kiló- metra fjarlægð frá höfuðborginni Teheran en þar voru gíslarnir geymdir til skamms tíma að minnsta kosti. Ekki er vitað hvort eða hvert þeir hafa verið fluttir frá sendiráðs- byggingunni. Talsmenn mann- ræningjanna hafa sagt að þeir hafi dreift gíslunum víðsvegar um íran. Mismunandi skoðanir íranskra ráðamann um það hvernig ljúka eigi málum gíslanna sýnir aðeins einn þátt þeirrar baráttu sem fram fer i íran um pólitíska framtíð landsins. Nærri allir stjórnmálaflokkar landsins segjast byggja stefnu sina á Kóraninum, hinni helgu bók múhameðstrúarmanna. Flestir þeirra segjast einnig beygja sig undir leðsögn Khomeinís trúarleiðtoga. Flokkarnir hafa hins vegar hver um sig sína sérstöku túlkun á orðum Kóransins. í Teheran hefur mál sent höfðað hefur verið gegn einum þingmanni Lýðræðisflokks múhameðstrúar- manna vegna fyrirætlana um að steypa Bani Sadr forseta úr stóli vakið mikla athygli. Málið þykir minna töluvert á bandaríska Water- gatemálið, þar sem helztu sönnunar- gögnin gegn þingmanninum eru upptökur á segulbandi. Þar heyrist þingmaðurinn ræða við nokkra stúdenta um fyrirætlanir þeirra. Þetta mun þó vera hið eina sem þessi mál eiga sameiginlegt og baráttan á milli strangtrúaðra múhameðstrúar- manna og stjórnmálamanna og sér- fræðinga, sem hugsa meira á vestræna vísu, heldur stöðugt áfram. Sjálfur er þingmaðurinn ákærði ekki trúarleiðtogi heldur fyrirlesari um stjórnvisindi. Annað vekur sífellt meiri og meiri athygli í Teheran en það er hve opinberum aftökum fjölgar nú stöðugt í borginni og landinu öllu. Stundum er tilkynnt um margar í einu gjarnan fimm eða tíu, jafnvel tuttugu aftökur, sem sagðar eru hafa verið framkvæmdar samtímis. Margir þeirra sem teknir eru af lífi eru dæmdir eiturefnasalar. Einn dómari í höfuðborginni hefur einkum haft það verkefni að dæma slika paura og hefur hann sent rúmlega eitt hundrað menn fyrir af- tökusveitirnar síðan í maí sl. Sami dómari, Sadeq Khalkhali, er einnig sagður hafa dæmt um það bil fjögur hundruð manns til dauða fyrir þær sakir að vera óvinir hins iranska lýðveldis múhameðstkúaymán'na/lþ^r Forsenda f riðvænlegs ástands og þjóðarsáttar: Algjör jöf nun kosningaréttar Ekki þarf að fara mörgum orðum um það gífurlega misrétti, sem hér ríkir í grundvallarmannréttindum, þ.e. kosningarétti. Sumir íslendingar hafa u.þ.b. fimm sinnum meiri áhrif á stjórn landsins en aðrir. Það má með sanni segja, að menn skilji at- kvæðisréttinn eftir, þegar þeir flytja til landnáms Ingólfs frá ðörum hlut- um landsins. Páll Pétursson, al- iþingismaður Norðurlandskjördæmis vestra, lét hafa eftir sér í sjónvarpi .einhvern timann í vetur, að menn/ gætu þá bara flutt í hans kjördæmi, ef þeir væru óánægðir með atkvæðis- réttinn. — í þessari afstöðu endur- speglast botnlaus valdsmannshroki og algjört skilningsleysi á grundvall- arforsendum lýðræðis og friðsam- legrar sambúðar fólks. Þetta er grunntónn framsóknaríhalds allra flokka. Það er fyrir neðan alla lág- kúru aö láta sér detta í hug, að stætt sé á þvi.að fólk hafi mismunandi mannréttindi eftir því hvar það er statt á landinu eða hvaöa atvinnu það stundar. — Framsóknaríhaldið hefur reynt að grípa til ýmissa haldreipa til að rökstyðja ósómann. Mest hefur borið á yfirlýsingum um,að aðstaða fólks sé svo mismunandi eftir búsetu, að réttlátt sé að hafa atkvæðisrétt ójafnan. — Þetta er náttúrlega ekkert nema þvættingur. Mestur munur milli manna skapast af öðru en bú- setu. Sumir eru blindir. Ættu þeir þá að hafa meiri atkvæðisrétt en aðrir? Aðrir eru lamaðir. Hvað með þá? Sumir eru fæddir með silfurskeið í munninum. Ættu þeir e.t.v. að hafa hálfan atkvæðisrétt? Hvað með t.d. ísftröinga og Bolvíkinga? Þeir búa í næsta nágrenni við fengsælustu mið landsins, enda eru meðaltekjur þar mjög háar, og það er óliku saman að jafna, hvernig ungt fólk býr þarmiðað við t.d. Reykjavik. Konur halda því fram sumar, að þær njóti ekki jafnréttis á við karla. Ættu þær þá að hafa eitt og hálft atkvæði hver? Vitaskuld er fráleitt að ætla sér að jafna einhvern aðstöðumun með at- kvæðisrétti. Fólk á að geta valið sér búsetu og atvinnu án þess að fórna V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.