Dagblaðið - 30.06.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNf 1980.
1!
með eru sagðar vera nokkrar konur.
Dómarinn hefur náð þessum fjölda
dauðadóma yfír óvinum ríkisins frá
því byltingin var gerð i Iran í febrúar
í fyrra.
Þessum óvinum ríkisins er gefið
að sök að hafa staðið að margs konar
kynferðisafbrotum. Má nefna
dauðadóma fyrir að hafa leitt ungt
fólk út á vændisbrautir, kynvillu og
að setja upp eitthvað sem kallað er
miðstöðvar úrkynjunar og spillingar.
Khomeiní trúarleiðtogi hefur sýnt
nokkurn tviskinnung í afstöðu sinni
til þeirra sem neyta eða selja eitur-
efni. Sama daginn og hann fyrir-
skipaði aftöku sex manna sem sekii
voru taldir um að framleiða og selja
eiturlyf, þá gaf hann saman par þar
sem bæði voru eiturlyfjaneytendur.
Trúarleiðtoginn Iét ekki þar við sitja.
Hann útvegaði brúðhjónunum sama-
stað og lét þau hafa fjárupphæð sem
líklega samsvarar um það bil 35
þúsund krónum. Að lokum hvatti
Khomeiní þau tii að snúa sér hiklaust
til sín ef þau lentu einhvern tima i
einhverjum vanda.
Flestar aftökurnar munu fara
fram utan höfuðborgarinnar
Teheran. Annars munu flestir sem
týna lífi um þessar mundir í íran láta
lifið í átökum milli andstæðra afla.
Annars vegar stendur her landsins og
byltingarverðirnir, hins vegar eru
síðan ýmsir hópar þjóðernis-
sinnaða kynflokka, trúðaðra
múhameðstrúamanna, sem eru á
andstæðri skoðun við stjórnvöld í
trúarlegum efnum, og andstæðingar
byltingarinnar.
Þekktastir þessara hópa eru
Kúrdarnir, sérstakur ættflokkur eða
réttara sagt þjóðflokkur. Kúrdarnir
sem eru fjölmennir í Íran og fleiri
rikjum í þessum heimshluta, hafa
barizt fyrir sjálfstæði sínu með mis-
jafnlega miklum krafti marga síðustu
áratugi.
Nýlega bárust fregnir af handtöku
tuttugu og sjö hermanna sem sagðir
voru hafa haft uppi fyrirætlanir um
að setja keisarann aftur til valda í 2
ár en síðan átti samkvæmt áætlunum
þeirra að fara fram almenn þjóðarat-
kvæðagreiðsla, þar sem taka átti af-
stöðu til framtíðar írans. Sagt var að
hundrað og fimmtíu manns hefðu
verið viðriðnir þetta mál. Meðal
annars var ætlunin að steypa Bani
Sadr forsætisráðherra úr valdastóli.
írönsk stjórnvöld hafa einnig
sakað yfirvöld í nágrannarikinu írak
um að hafa stutt við bakið á ýmsum
andstöðuhópum. Hefur hvað eftir
annað komið til átaka á landa-
mærum rikjanna á undanförnum
vikum.
Síðustu fregnir frá Teheran eru
þær að um það bil fimm hundruð
manns hafi verið reknir frá há-
skólanum í borginni. í þeim hópi eru
bæði fyrirlesarar, nemendur og
starfsmenn háskólans. Sakir þær sem
bornar voru á þetla fólk voru þærað
það hefði átt samstarf við Savak,
fyrrum leynilögreglu keisara-
stjórnarinnar.
✓
VEL HEPPNUÐ
HÁTÍÐ
Mikil er minnimáttarkennd sumra.
Ekki má halda hér hátíð helgaða list-
um og menningu yfirleitt á tveggja
ára fresti, að ekki rlsi upp ýmiss
konar meira og minna nafnlaus
indivíö til að smjatta á orðum eins og
„menningarsnobb”, „menningar-
klíkur” og að sjálfsögðu „ómenn-
ing”. Síöan er þyrlað upp moldviðri
ef nokkurra milljóna tap verður á
hátið eins og þessari meðan ríkið sól-
undar svipuðum upphæðum átölu-
laust upp á hvern dag almanaksins.
Hver skyldi svo vera mælikvarðinn
á vel heppnaða hátíð? Aðsóknin —
að vissu marki. Nú hafa t.d. borist
þau tíðindi að yfir 20.000 manns hafi
keypt aögöngumiða að hinum ýmsu
listviðburðum. Þá eru ótaldir þeir
sem sótt hafa myndlistarsýningar,
svo ég tali nú ekki um þá sem notið
hafa margra skemmtiatriða ókeypis,
á Lækjartorgi, í Umhverfi 80 og fleiri
stöðum.
Veðurguðir
hliðhollir
Er fjarri lagi að áætla að 40—
50.000 manns hafi tekið þátt i Lista-
hátið, beint eða óbeint? Síðan kemur
sjónvarpið til skjalanna og varpar
helstu viðburðum hennar inn á hvert
heimili.
Það kemur sem sagt í ljós að stór
hluti þjóðarinnar hefur stundað
, .menningarsnobbið”.
En tölurnar segja ekki allt, fremur
en venjulega. Mín skoðun er sú að ef
á heildina er litið hafi þetla verið
óvenju vel heppnuð listahátíð — og
ekki sakaði að hafa veðurguðina með
sér. Flestir fengu eitthvað í sinn hlut,
popparar, jassistar, óperuunnendur,
leikhúsfólk, myndlistarsinnar o.fl.
auk þess sem á hátíðinni var að finna
Kjallarinn
Aðalsteinn Ingólfsson
það sem Ameríkanar mundu kalla
„surprise elements”, þ.e. atriði sem
megnuðu að koma fólki í opna
skjöldu, neyða það til umhugsunar
og endursk'.rðunar a viðteknum
skoðunum. Hér á ég við Min Tanaka,
Japanann scm alls konar bernskir
pennar höl'ðu 'vi.gaman af að ræða,
John Cage, lilslistamanninn heims-
þekkta og kannski F.is Comediants,
þessa makalausu Katalóníumenn sem
virtust ætla að blása lífi i Reykjavík
upp á eigin spýtur.
Karnival í
Reykjavík
Listahátið er nefnilega ek ki bara til
að þóknast manni, hún verður einnig
aðgera kröfur til okkar.
Það er einmitt i þvi serh kallað
hefur verið almenningstengsl sem
þessi hátíð stóð sig best. Eg hefði
ekki trúað þvi að í henni Reykjavík
mætti framkalla karníval stemmn-
ingu — en heilu dagana mátti ftnna
slíkt andrúmsloft, á Lækjartorgi,
kringum Torfuna, uppi í portinu við
Breiðfirðingabúð og sjálfsagt á fleiri
stöðum. Á kvöldin gátu menn svo
haidið þessari stemmningu við í
klúbbi þeim sem Listahátið rak í
Félagsstofnun stúdenta, en þar var
jafnan að ftnna aðstandendur há-
tíðarinnar og fjölda listamanna.
Aldrei þessu vant virtust helstu list-
greinar fá jafn stórar sneiðar af kök-
unni. Maður hefði svosem getað látið
sér detta i hug önnur atriði og breytt
fyrirkomulag á hátíðinni, en alltént
er erfitt að halda því fram að hún
hafi haldið einni listgrein hærra á
lofti en annarri.
Ekki svo galin
íslensk tónlist hefði t.d. mátt vera
stærri þáttur af prógramminu, hægl
hefði verið að fá þekktari þjóðlaga-
söngvara en þá Wolfe Tones frá
írlandi, séum við á annað borð að
púkka upp á íslensk-írsk menningar-
tengsl (Planxty, Bothy Band, Boys of
the Loch, Chieftains o.fl.) og niynd-
listarviðburði verður skilyrðislaust að
skipuleggja með lengri fyrirvara.
Listahátíð ræður að sjálfsögðu ekki
við alla hluti: gímaldið Laugardals-
höll sem drepur niður stemmningu,
forsetakosningar sem draga úr að-
sókn, fjarvistir Sveinbjargar Alex-
anders og meðdansara hennar, flug-
áætlun Flugleiða — svo eitthvað sé
nefnt.
En listahátið sem getur boðið upp
á.fólk eins og Aliciu de Larrocha,
John Cage, Wolf Biermann, Paul
Zukofsky, Antonio Saura, Stan Getz
og Luciano Pavarotti, frumsýnir
islenskt leikrit (Snjór) og úrvals út-
setningu á klassisku nútímaleikriti
(Beðið eftir Godot), flytúr Pierrot
Lunaire eftir Schoenberg svo vel að
gagnrýnendur geta vart vatni naldið
og gleður ungu hjörtun með feik'<-in
sælli nýbylgjuhljómsveit (ThvClash)
— sú hátið er ekki svo galin.
- AI
^ „Er fjarri lagi aö áætla, aö 40—50 þús-
und manns hafi tekiö þátt í Listahátiö,
beint eða óbeint?”
mannréttindum. Þeir menn, sem
staðnir hafa verið að því að standa á
móti jafnsjálfsögðu réttlætismáli og
jöfnun atkvæðisréttar, eru að ögra
réttlætisvitund þjóðarinnar og að ala
á hatri og örvæntingu, sem gæti
fengið óæskilega útrás.
Krafan er:
Einn maður —
eitt atkvæði
Það er við því að búast, að lítið
komi út úr stjórnarskrárnefnd. Það
verður lítið og lélegt og kemur seint.
Stjórnarskrárnefndin var skipuð í
maí 1978 og átti að fá tvö ár til starfa.
Tími nefndarinnar er því útrunninn.
Það, sem fyrir liggur, eru loðnar yfir-
lýsingar Gunnars Thoroddsens um að
eitthvað muni liggja fyrir i lok ársins.
Það má segja, að það sé kaldhæðni
örlaganna, að kjördæmamálið skuli
vera nú í höndum Gunnars Thorodd-
sens. Á sama tíma byggir hann sina
ríkisstjórn á atkvæðamisréttinu á
\vissan hátt. Það verður fróðlegt að
sjá, hvernig forsætisráðherrann ætlar
sér að standa frammi fyrir reykvísk-
um kjósendum sínum við næstu
kosningar.
Það er orðið næstum augljóst, að
þessir menn, sem nú verma stólana
við Austurvöll, munu ekki breyta
kosningafyrirkomulaginu svo bragð
sé af. Það sjá allir, að þeir valda-
menn, sem fengu völd sín vegna mis-
réttis, muni tæpast tilkippilegir til að
koma réttlætinu á. Mig minnir, að
eitthvað svipað þessu hafi verið haft
eftir Karli Marx.
Lykillinn að lausn-
inni liggur utan
Alþingis
Þar sem svo er í pottinn búið, að
ihaldssöm valdaklíka eða lokaður
klúbbur heldur um fjöregg lýðræðis-
ins með viðhorfi valdatryggingar og
skammsýnnar sérhagsmunagæzlu, er
næstum augljóst, að standa verður
að aðgerðum utan þings til að koma
lýðræði á fastan kjöl í þessu landi.
Það má segja, að alþingismenn hafi
spennt bogann til hins ýtrasta með
sofandahætti og aðgerðaleysi og að
það sé alvarlegt áfall fyrir þingræðið,
að frumkvæði borgara utan Alþingis
þurfi nú til.
Nú á skömmum tíma hefur það
gerzt, að viða er farið að ræða i al-
vöru um aðgerðir i umræddu rétt-
lætismáli. í þessum efnum hefur
höfuðborgarsvæðið verið sem sof-
andi fíll, sem nú er farinn að rumska.
Hvað hangir á
spýtunni?
Það eru margir, sem enn skynja
ekki, hvað hangir á spýtunni. Sumir
halda, að litlar breytingar verði á
stjórnsýslunni, þótt aðrir menn taki
sæti á Alþingi. Skyldi aukinn fjöldi
þingmanna úr Reykjanes- og Reykja-
víkurkjördæmi og jafnvel úr Norður-
landskjördæmi eystra valda endur-
bótum í stjórnun þessa lands? —
Svarið er já! — Og vegna hvers? Það
er vegna þess, að stór hluti verðbólg-
unnar stafar beint og óbeint af at-
kvæðakaupum í dreifbýlinu, sem
byggjast á misréttinu. Ef það er hag-
kvæmt að skattleggja fimm menn i
þéttbýli og nota peningana til að
kaupa eitt atkvæði í dreifbýli, þá gera
þingmenn það. Með fyrirgreiðslu-
pólitikinni hafa stjórnmálamenn
rekið hefðbundnar atvinnugreinar,
fiskveiðar, sauðfjárrækt og kúabú-
skap út í ógöngur. Fjárfestingar i
þessum atvinnugreinum hafa rýrt
stórkostlega lífskjör þjóðarinnar í
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
heild, ekki bara lifskjör þess fólks,
sem í þéttbýli býr, heldur einnig þess
fólks, sem áðurnefndar atvinnugrein-
ar stundar. Með offjárfestingum og
pólitiskri ráðstöfun fjármagnsí ranga
farvegi hefur auk þess verið staðið í
vegi fyrir eðlilegri uppbyggingu ann-
arra atvinnugreina, sem eru til þess
fallnar að sjá ungu og efnilegu fólki
þessa lands fyrir fjölbreytilegum at-
vinnutækifærum og lífskjörum, sem
eru boðleg i þessum heimshluta.
Með núverandi atkvæðamisrétti
hafa stjórnmálamenn enga haldbæra
viðmiðun til að meta af sanngirni og
með framsýni nauðsyn á opinberri
þjónustu og framkvæmdum um
landið. Menn geta haldið þvi fram,
að það sé réttlætismál að lyfta vegi
upp úr snjó í einhverju fámennu dal-
verpi á undan lagningu varantegs slit-
lags milli tveggja þéttbýliskjarna,
þótt útreikningar sýni, að seinni
framkvæmdin borgi sig upp á fáum
árum, en hin fyrri aldrei. Með þvi
að gera hagkvæmustu hlutina fyrst
myndast nefnilega oft forsenda til að
framkvæma aðra valkosti seinna.
Það er oftast rangt að koma i veg
fyrir hagkvæma hluti vegna þess að
aðrir „réttlætishlutir” eigi að koma á
undan. Með þessu verður maður bara
fátækur og heimskur, og hvar er rétt-
lætið þá?
í rafmagns- og orkumálum er
svipað upp á teningnum. F.ngin for-
senda er fyrir stjórnmálamenn að
meta nauðsyn á rafdreifingu til ein-
hverra byggðarlaga á kostnað hins
opinbera. Sú óráðsía, sem siðan
hefur þróazt í kringum opinberar
framkvæmdir og þjónustu, hefur
siðan átt sinn þáttinn i að auka skatt-
heimtu og streitu í öðrum þáttum at-
vinnulífsins og um leið verið veiga-
mikill þáttur í verðbólgunni. — Ég
læt hér upptalningunni lokið að
sinni. Sú þráskák, sem nú hefur
myndazt i íslenzkum stjórnmálum,
verður ekki tefld áfram, fyrr en búið
er að tryggja öllum landsmönnum
jafnan atkvæðisrétt.
Dr. Jónas Bjarnason.
Q „Það má með sanní segja, að menn skilji
atkvæðisréttinn eftir, þegar þeir flytja til
landnáms Ingólfs...”