Dagblaðið - 30.06.1980, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980.
Á kosningaskemmtun Vigdísar Finnbogadóttur:
Dagur dætra okkar og mæðra
—og einnig feðra okkar og sona, sagði Svanhildur Halldórsdóttir kosningastjóri
„Þctta er dagur dætra okkar og
mæðra,” sagði Svanhildur Halldórs-
dóltir kosningastjóri Vigdísar
Finnbogadóttur á kosninga-
skemmtun stuðningsmanna Vigdísar
í Klúbbnum í nótt. ,,Það má raunar
bæta þvi við að þetta er einnig dagur
feðra okkar og sona, sagði
Svanhildur.
„Arið 1980 verður mjög merkt ár-
tal i íslandssögunni og mannkyns-
sögunni og guði sé lof fyrir þá sem
eiga erfitt með að muna ártöl, þá
cndar þetta á tug.”
Stemmningin var mikil i
Klúbbnum, enda sýndu tölur i sjón-
varpi og útvarpi að Vigdis var á
toppnum, þótt ekki munaði miklu á
henni og Guðlaugi Þorvaldssyni.
Fylgzt var með sjónvarpinu og var
létt yfir mönnum og þeir vongóðir.
,,Sá, sem hefur góðan málstað,
hefur alltaf von,” sagði Svanhildur
kosningastjóri og gleðskapurinn hélt
áframþótt úrslit lægju ekki fyrir.
í anddyrinu var Vigdís sjálf en hún
hafði komið til þess að heilsa upp á
stuðningsmenn sína. Hún vildi litið
segja á því augnabliki, því úrslit lágu
ekki fyrir, en auðséð var á stuðnings-
mönnum allt i kringum hana, að þeir
sáu fyrir sér Bessastaðaboð.
-JH.
<c
Sigurreifar baráttukonur á kosninga-
skemmtun Vigdísar: Svala
Thorlacius, Svanhildur Halldórs-
dóttir kosningastjóri og Gerður
Steinþórsdóttir.
-DB-mynd Ragnar Th.
ENG
SET
CRS
ff cmnPUDriiisE
ÍMP
_LLL1_1 J 1 J 1.1 i l 1 1J.............L...J..
COMPUCRUISE er lítil tölvasem ætluö er til raf-
eindastýringa og gæslu á fjölda aðgerða í bifreið
þinni.
• sjálfvirk hraðastýring
• mæling á eldsneytisnýtingu og eyðslu
• hvenær fer síðasti bensíndropinn
• kvarts klukka
• hitastigsmælingar, s.s. útihiti, kælivatnshití
• rafgeymis- hleðsluspenna
• nákvæm rafeindahraðamæling
® áfangastaðar útreikningar,
• leiða útreikningar
Sparið eldsneyti, akið af meira öryggi og
þægindum. Góður leiðarvísir á íslensku.
Viðhalds og ísetningarþjónusta. _
Hreyfilshúsinu V/Grensásveg S:82980
Á kosningaskemmtun Guðlaugs Þorvaldssonar:
Við erum með
hnút í maganum
það er ekki fyrir hvítan mann að þola
spennuna, sagði Oskar Magnússon
„Við erum með hnút í maganum,”
sagði Óskar Magnússon, einn af
frammámönnum Guðlaugs Þorvalds-
sonar, á Hótel Sögu í nótt. Þar héldu
stuðningsmenn Guðlaugs kosninga-
skemmtun eftir slaginn í gærdag.
Óhætt er að fullyrða það að mikil
spenna var í loftinu og menn fylgdust
gjörla með sjónvarpi er birtar voru
nýjar tölur. Guðlaugur og Vigdís voru
svo gott sem hnífjöfn, þó var Vigdís
heldur á undan. Það voru því mikil
fagnaðarlæti i sainum er tölur bárust úr
kjördæmum þar sem Guðlaugur skauzl
fram úr.
,,Það er ekki fyrir hvítan mann að
þola þetta,” bætti Óskar við og talaði
greinilega fyrir munn samherja sinna.
Loft var lævi blandið og spennan gífur-
lcg. Munurinn milli þeirra V'igdísar og
Guðlaugs var aðeins brot úr prósenti og
alll gal gerzt. Menn gálu sér ekki einu
sinni tíma til að dansa heldur söfnuðust
saman við borð og bari og ræddu málin
og horfurnar. -JH
Oskar Magnússon.
Spennan leynir sér ekki í stip stuóningsmanna Guðlaugs Þortaldssonar.
DB-myndir Ragnar Th.
Isafjörður:
í steininn fyrir að rífa niður borða
Kosningamorgunninn rann upp
bjartur og fagur á Isafírði og kom þá
í Ijós að nokkrir næturhrafnar höfðu
neitaö að hlýða eðlilegum næturlög-
málum. Voru fimm slíkir á ferli um
kl. 7 um morguninn. í Hafnarstræti
fóru borðar á kosningaskrifstofum
stuðningsmanna Péturs og Alberts
eitthvað í taugarnar á þeim og gengu
fjórir þeirra til og rifu þá niður.
Lögreglan greip þegar í taumana
og fjórmenningarnir voru settir inn,
enda töluvert ölvaðir og svefns þurfi.
Er runnin var af þeim viman var sú
lausn fundin á málinu að þeim var
gert að fara á skrifstofur stuðnings-
manna áðurnefndra frambjóðenda
og biðjast afsökunar á tiltæki sinu.
Lyktaði þannig ölvunartiltæki hinna
ísfirzku víkinga. -A.SI.
JONAS
HARALDSSON