Dagblaðið - 30.06.1980, Page 13

Dagblaðið - 30.06.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. 13 Hvers vegna styðja Islendingar grimmdar- legt dráp á hvölum? Ísland hefur í meira en 30 ár verið meðlimur í Alþjóðahvalveiðiráð- inu (IWC) og verið þar áhrifamikill talsmaður þess, að haldið væri áfram að drepa stórhveli jarðarinnar. Íslenzka ríkisstjórnin hefur tekið þá afstöðu, að halda verði áfram að nýta hvalastofnana, þrátt fyrir að hvalir séu ekki lengur efnahags- leg nauðsyn nokkurri þjóð. Hefur ríkisstjórnin þannig dyggilega stutt stórfelldar gróðahvalveiðar Japana og Sovétríkjanna og hvalveiðar Suður-Kóreu, Noregs, Perú, Chile, Danmerkur og annarra, sem eru minni í sniðum en valda jafnmikilli eyðingu. Íslenzka sendinefndin hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu hefur með fast- heldni við þessa stefnu vakið athygli á skorti sínum á sveigjanleika, þegar til hefur staðið að samþykkja fjölmargar af ráðleggingum vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, og hefur vakið athygli á kæruleysi sínu gagnvart neyð hinna stórfenglegu dýra. ísland hefur um allan heim getið sér góðan orðstír fyrir náttúru- friðun og náttúruvernd, en á þann órðstír hafa æ ofan í æ fallið blettir vegna stuðnings þess við hagsmuni Japana, Sovétríkjanna og annarra landa af hvalveiðum í gróðaskyni. Hin grimmdarlega og ómannúðlega eyðilegging á þessum háþróuðu og skynsömu spendýrum skipar íslandi á bekk með þeim þjóðum, sem eru staðráðnar í því að reka allar tegundir hvala fram á yztu brún tortímingar. Á undanförnum árum hafa hvalveiðar í gróðaskyni höggvið svo djúp skörð í hverja tegund stóru hvalanna á fætur annarri, að hval- veiðimenn hafa orðið að leita uppi sífellt minni og minni tegundir hvala. Fyrst var gengið frá þeim stofnum steypireyða, sem fyrir- fundust, en að því búnu sneru hvalveiðimenn sér að langreyðinni og hnúfubaknum. Þegar þeir höfðu gengið svo nærri þessum stofnum, að þær veiðar borguðu sig ekki lengur, urðu veiðimennirnir að leita uppi enn minni hvali. Nú, þegar slátrað hefur verið linnulaust í mörg ár, eru veiðimennirnir farnir að elta uppi hrefnuna, minnsta dýrið af stóru hvölunum, sem verður ekki stærri en 9 metrar á lengd. Alþjóða- hvalveiðiráðið lagði í fyrra — með atkvæði íslenzku sendinefndarinnar — blessun sína yfir dráp á meira en 12.000 hrefnum, dýrum, sem eru e.t.v. eins viðkvæm og mennirnir eru sjálfir. Hvalveiðimennirnir hafa fram að þessu drepið stærri tegundir stóru hvalanna með því að skjóta inn í dýrið 200 punda skutli. Var komið fyrir sprengju á skutlinum, sem sprakk þegar skutullinn var kominn inn í búk dýrsins. Dauðann bar brátt að, ef skutullinn hitti vel í mark, en það er afrek, sem erfitt er að vinna úti á sjó. En oft þurfti fleiri en einn skutul til að drepa hvalinn. Stundum batt dauðinn ekki enda á þjáningar dýrsins í næstum því klukkutíma. Þegar hvalveiðimennirnir sneru sér að hrefnunni, hættu þeir við sprengjuskutulinn og tóku að nota ,,kaldan" skutul. Kaldi skutullinn er járnstöng, hálfur metri á lengd, með önguljárnum en engri sprengju. Skutlinum er skotið inn í hvalinn, og dýrið er blóðugt í þjáningum dregið að veiðibátnum. Dauðinn kemur ekki fljótt, jafnvel þótt vel sé skotið. Miklu er það algengara að skjóta verði mörgum skutlum í dýrið. Þessi ástæðulausi harmleikur verður miklu átakanlegri vegna þess að hrefnan kemur upp að bátunum af forvitni. Þessi forvitnisviðbrögð breytast í blóðugt svið mannlegrar grimmdar, sem ekki mundi líðast í sláturhúsum okkar eða við nokkrar veiðar dýra á þurru landi, hrein- dýra eða antilópa. Dýralæknir, sem hvalveiðiráðið réð til að fylgjast með hrefnu- veiðum við Ísland, komst að þeirri niðurstöðu, að hrefnudrápið væri einstaklega ómannúðlegt. Hrefnudrápið og notkun kalda skutulsins, sem er pyntingartæki, verður að hætta. Hvernig getur þú orðið að liði? íslenzka þjóðin á sér langa sögu um stuðning við verndun umhverfis og varðveizlu náttúrugæða. Nú er kominn tími til að bera kvíðþoga fyrir sóun og ómannúðlegri eyðileggingu á gæðum heims- hafanna. Það er kominn tími til fyrir íslenzku þjóðina að krefjast þess, að ísland breyti um stefnu, hætti að styðja grimmdarlega slátrun hvala og snúi sér í þess stað að verndun þeirra. Ef þú ert sammála milljónum annarra manna í heiminum um það, að hvalveiðar séu grimmdarlegar, ómannúðlegar, og þjóni engum frumþörfum nokkurrar þjóðar, gakktu þá í lið með okkur í dag og krefstu þess, að hvaladrápi sé hætt. Þegar haft er í huga, að 32. fundur hvalveiðiráðsins verður haldinn eftir nokkrar vikur, er mikil þörf fyrir hjálp þína, til að við getum bundið enda á nauðsynjalausa slátrun og verndað hvalina fyrir komandi kynslóðir íslendinga. Þú getur hjálpað með því að gera eftirfarandi: 1. Hringdu eða skrifaðu Ólafi Jóhannessyni, utanríkisráðherra, utan- ríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, og segðu honum, að þér finnist hvalveiðar grimmdarlegar og villimannlegar og að þú sért hlynntur því, að hvalveiðum í hagnaðarskyni verði hætt. Vísindamenn hvalveiðiráðsins hafa margsinnis látið í Ijósi áhyggjur yfir því, að aðeins séu fyrir hendi ófullnægjandi upplýsingar um þá hvalastofna, sem eftir eru, og þess vegna sé frestun hvalveiða eina ábyrga afstaðan, sem unnt sé að taka. 2. Gerðu kröfu til þess, að ábyrgur hvalverndarsinni verði útnefndur í íslenzku sendinefndina hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu til þátttöku í athugunum og ákvörðunum umboðsmanns Íslendinga. Hvalireru náttúrugæði þjóðarinnar, og við ættum að hafa hönd í bagga um það, hvernig þau eru nýtt. 3. Komdu á framfæri beiðni til Þórðar Ásgeirssonar, hvalveiði- umboðsmanns Íslendinga, sem einnig er formaður Alþjóðahval- veiðiráðsins, um að hann styðji tillögu um það, að umboðsmenn blaða, útvarps og sjónvarps fái aðgang að öllum fundum hvalveiði- ráðsins. Fundir ráðsins hafa alltof lengi verið haldnir fyrir luktum dyrum, og er kominn tími til, að allar umræður og samningar fari fram í áheyrn almennings. Ef þú vilt fá að vita meira um það, hvernig þú getur orðið að liði alþjóðlegri viðleitni til að bjarga hvölunum, viltu þá hafa samband við: SKULD, félag áhugamanna um hvalavernd, c/o Edda Bjarnadóttir Mávahlíð 30, sími 12829, Reykjavík. The Whale Protection Fund, Washington, D.C., U.S.A., stendur að auglýsingu þessari, sem er þáttur í viðleitni þess til að upplýsa almenning um allan heim, og stuðla að björgun hvalanna.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.