Dagblaðið - 30.06.1980, Side 16

Dagblaðið - 30.06.1980, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ1980. Stóraukinn saltsíldar- útflutning- ur til Sovét — stefnt að minnkandi viðskiptahalla með nýjum samningum Af verulegri aukningu á úiflutningi til Sovétrikjanna næsta fimm ára samningstímabi! ber langhæst ráð- gerða sölu á allt að 200 þúsund tunnum af saltsíld. Þá er gert ráð fyrir aukningu i sölu lagmetis og ull- arvara frá því sem verið hefur siðasta samningstímabil, sem lýkur um næstu áramól. „Þcgar i fyrra óskuðu Sovétmenn el'tir því i viðræðum um viðskipti þjóðanna, að við legðum fram hug- myndir um kvóta á islenzkum út- flutningsvörum á nýja samningstima- bilinu,” sagði Gunnar Flóvenz, for- maður Sildarútvegsnefndar, i viðtali við DB. Hann er einn íslenzku nefndarmannanna i samningavið- ræðum þeitn, scm lauk i gær um við- skipti Sovétríkjanna og íslands. „Tillögurnar voru afhentar i fyrra- haust,” sagði Gunnar. „Varðandi saltsildina var það ósk fulltrúa sildar- saltenda, sjóntanna og útvcgsmanna i Sildarútvegsnefnd að kvótinn yrði á næsta ári 125 þús. tunnur og færi hækkandi á tímabilinu eða upp i 225 þúsund tunnur i lok tímabilsins árið 1985. Astæðurnar fyrir þessum óskum voru þær að nteð því er reiknað að síldveiöar við Ssland ntuni aukast á þessu timabili. I öðru lagi hefur neyzla saltsildar í Sovétrikjunum verið meiri en í öllum öðrum mark- aðslöndum okkar samanlagt. Loks er fastlega búizt við að veiðar verði leyfðar á ný I Norðursjónum þegar á næsta ári. Þá má búast við þvi aö tollaundanþágur á saltaðri sild frá islandi verði afnumdar I löndum Efnahagsbandalagsins. Þar eru gífur- legir tollar á saltsíld en engir á ferskri sild eða frystri. Meðal annars af þessum ástæðum eru hlutaðeigandi íslenzkir aðilar sammála tim að reyna að auka sölu til Sovétríkjanna. Það er þvi vissu- lega ánægjulcgt, að Sovétmenn hafa fallizt á tillögur okkar, ekki sízt þegar á það er litið að í siðustu samnings- gerð voru Sovétmenn ákaflega tregir til að semja um saltsíldarkvóta,” sagði Gunnar Flóvenz., „F.g vil sérstaklega taka fram að hér er um viðmiðunarkvóta að ræða. Ég vil á þessu stigi engu spá um hvernig til lekst unt sjálfa hina end- anlegu sölusamninga,” sagði Gunnar að lokutn. Ráð er gert fyrir þvi að allt að 25% söluaukning verði á málningu til Sovétrikjanna svo eitthvað sé nefnt, sem horfir til aukins útflutnings okkar til Sovétrikjanna. 1 Umtalsveröur samdráttur verður I ■ innflutningi á gasoliu frá Sovétrikj- unum santkvæmt hinum nýja við- skiptasamningi. Hins vegar veruleg aukning i svartolíuinnflutningi eða allt að 180 þúsund tonnum í stað 110 þúsund tonna i síðasta samningi. Sérstök áhcrzla var á það lögð af hálfti islenzku viðskiptanefndarinnar aðauk.isölu á frcðfiskflökum á þessu ári. Fékkst staðfest að heimiluð yröu kaup á 5 þústtnd tonnum á þeim og gætu samningar um það magn hafizt fljótlega. Að öllum llkindum fara fulllrúar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeildar Sambandsins til samninga um þaö við Prodintorg í Moskvu á næstunni. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri vár formaður islenzku samn- ingancfndarinnar. Aðrir i henni voru Hat;aldur Kröyer, sendiherra, Atli Freyr Guðmundsson, deildarstj. viðskm., Jón ögmundur Þormóðs- son, deildarstj. viðskrn., Þorsteinn Ingólfson, deildarstj. utanrikism., Björn Tryggvason, aðstoðarseðla- bankastj., Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son, forstj. SH, Sigurður Markús- son, frkvstj. sjávarafurðad. SfS, Gunnar Flóvenz, frkvstj. Síldar- útvn., Heimir Hannesson, varaform. stj. Sölust. lagmetis, Magnús Heiga- son, forstj. sem ftr. Verzlunarráös- ins og Ártti Þorsteinsson, deildarstj. Olíufélaginu, sem ftr. íslenzku olíu- félaganna. - BS Heildarúrslit fjóröu for- setakosninga lýðveldisins Bessastaóir. DB-m,vnd: Þorri. Landið Albert Guðmundsson 25.567 19.8% Guðlaugur Þorvaldsson 41.624 32.2% Pétur J. Thorsteinsson 18.125 14.0% Vigdís Finnbogadóttir 43.530 33.6% Kosningaþátttaka á landinu öllu var rótt liðlega 90%. Auðir seðlar og 1 I ógildir á landinu öllu voru540 eða 0,4%. llm fjögurleytið i nótt var spennan f talningunni f hámarki. Þá munaði aðeins 94 at- kvæðum á Vigdfsi og Guðlaugi yfir landið allt. Myndin var tekin þá I Austurbæjar- skólanum i Reykjavfk, þar sem menn fylgdust spenntir með kosningasjónvarpi. -DB-mynd Ragnar Th. Reykjavík Albert Guðmundsson 12.519 24.7% Guðlaugur Þorvaldsson 14.906 29.4% Pétur J. Thorsteinsson 7.765 15.3% Vigdís Finnbogadóttir 15.594 30.7% Á kjörskrá voru 56.266. Atkvæði greiddu 50.784 eða 90.3%. Auðir 1 seðlar og ógildir 181. Reykjanes Albert Guðmundsson 6.052 22.4% Guðlaugur Þorvaldsson 8.489 31.4% Pétur J. Thorsteinsson 4.056 15.0% Vigdís Finnbogadóttir 8.468 31.3% Á kjörskrá voru 30.077. Atkvæðigreiddu 27.193 eða 90,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 108. Vesturland Albert Guðmundsson 1.155 14.5% Guðlaugur Þorvaldsson 2.822 35.4% Pétur J. Thorsteinsson 1.093 13.7% Vigdís Finnbogadóttir 2.864 35.9% Á kjörskrá voru 8791 en atkvæði greiddu 7982 eða 90.8%. Auðir og ógildir seðlar voru 48. Vestfirðir Albert Guðmundsson 553 9.9% Guðlaugur Þorvaldsson 1.905 34.0% Pétur J. Thorsteinsson 1.002 17.9% Vigdís Finnbogadóttir 2.106 37.6% Á kjörskrá voru 6224. Atkvæði greiddu 5.597 eða 89.92%. Auðir og 1 I ógildir seðlar voru 31. Norðurland vestra Albert Guðmundsson 818 14.2% Guðlaugur Þorvaldsson 2.126 36.9% Pétur Thorsteinsson 638 11.1% Vigdís Finnbogadóttir 2.186 37.9% Á kjörskrá voru 6537. Atkvæði greiddu 5792 eða 88.6%. Auðir seðlar I I og ógildir 24. Norðurland eystra Albert Guðmundsson 1.519 10.9% Guðlaugur Þorvaldsson 5.459 39.3% Pétur J. Thorsteinsson 1.608 11.6% Vigdís Finnbogadóttir 5.305 38.2% Á kjörskrá voru 15.551. Atkvæði greiddu 13.953 eða 89.7%. Auðir | 1 seðlar og ógildir 62. Austfirðir Albert Guðmundsson 690 9.7% Guðlaugur Þorvaldsson 2.365 33.4% Pétur J. Thorsteinsson 768 10.8% Vigdís Finnbogadóttir 3.223 45.5% A kjörskrá voru 7849. Atkvæöi greiddu 7088 eöa 90.3%. AuÖir seöiar 1 I og ógiidir voru 42. Suðurland Albert Guðmundsson 2261 20.9% Guðlaugur Þorvaldsson 3552 32.8% Pétur J. Thorsteinsson 1194 11.0% Vigdís Finnbogadóttir 3784 34.9% Á kjörskrá voru 11.783 en atkvæði groiddu 10.835. Er kosningaþátt- I | takan 92.0%. Auðir seðlar og ógikfír voru 44 eða 0,4%.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.