Dagblaðið - 30.06.1980, Side 24

Dagblaðið - 30.06.1980, Side 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. Stúdíóið á Akureyri er í litlu húsi á Oddeyrinni. Húsið gengur i daglegu tali undir nafninu Reykhúsið. Eins og nafngiftin bendir til var húsið áður notað til að framleiða indælt hangiket fyrir Norðlendinga. Nú eru framleiddir þarna útvarpsþættir. Reykhúsið er á tveimur hæðum. A þeirri efri eru tæki stúdíósins og litill klefi til upptöku á töluðu máli. Á neðri hæðinni verður í framtíðinni litill salur fyrir upptöku á tónlist, leiklist og fleiru þess háttar. Enn vanlar að gengið sé frá nauðsyn- legum innréttingum til að stóri upptökusalurinn sé nothæfur. Þangað er kominn flygill setn bíður þess að verða notaður þegar þar að kemur. Björgvin er tæknimaður i hálfu starfi. Hann er sömuleiðis bíóstjóri Borgarbíós. Áður en Rikisúlvarpið eignaðist eigið stúdió á Akureyri vann Björgvin að i'rrúök nni f\t' út- varpið við frumsiæð skilyrði að tjaldabaki i Borgarbió! tlani h fur „fengizt við útvarpstökur i ein tíu ár.” ATLI RUNAR Ihalldórsson „Ég vann ekkert afrek. Það er ekki ástæða til þess að gera neitt úr þvi, sem érgerði. 'sagði Guðmundur A. Guðmundsson, 18 ára gamall sundmaður af Álftanesi, sent aðstoðaði lögregluna við björgunar- störfin í Nauthólsvikinni aðfaranótt sl. sunnudags. Þá var fjórum ung- mennum bjargað, er skekta, sem þeir voru á sökk. Sá fimmti, Theódór Jónsson, drukknaði. ,,Ég var í heita læknum og kom þarna að, stóð í flæðarmálinu og fylgdist með störfum lögreglunnar,” sagði Guðmundur. „Mér fannst FÓLK þetta ekki ganga nógu vel hjá þeim þegar þeir voru að fara út að bauj- unni. Vélin í bátnum hjá þeim fór ekki í gang og þeir tóku ekki til við að róa fyrr en þá hafði rekið þó nokkuð langt frá baujunni. Þá tók ég það til bragðs að synda út til stráksins, sem ríghélt sér i baujuna og hrópaði sifellt á hjálp. Ég kom að um leið og þeir voru að draga hann um borð í bátinn. Lögreglan var mér ekkert þakklát fyrir að skipta mér af þessu en strák- urinn ríghélt í höndina á mér. Það slóð ekkert til að ég færi um borð líka. Égsynti baraaftur til lands.” „Nei, þetta var ekki langt. Ég veit ekki, kannski 100—200 ntetrar. Jú, ég er i nokkuð góðri þjálfun, syndi oft og slundaði þó nokkur sjóböð þegar ég var unglingur. Ég var strax drifinn af félögum mímim í heita lækinn. Méi varð ekkert titn þetta, en þó kom aðcins hrollnrí ntig þegar ég kom inn í bílinn áeftii.” -EVI. Litið inn í stúdíó Reykhúsí höfuðstað Norðurlands: Þar er bíóstjórinn kóngur í ríki sínu „Finnst þér þcir ekki standa sig fínt strákarnir' !>;<•> þarf bara sáralítið að klippa spjallið og lagfæra,” sagði Björgvin Júniusson tæknimaður Ríkisútvarpsins á Akureyri þegar Dagblaðið heimsótti útvarpsstúdíóið i höfuðstað Norðurlands á dögunum. Þá sat Björgvin við tæki sín og tól og hlustaði á samtal Böðvars Guð- mundssonar menntaskólakennara og Jóns Baldvins Halldórssonar úr Svarfaðardal sem hann hafði tekið upp á band daginn áður. Samtalið er hluti af útvarpsþætti sem Böðvar vinnur að og mun verða sendur út á næstunni. Útvarpshlustendur hafa margoft notið góðs af aðstöðunni á Akureyri. Stundum er efni sent beint út þaðan og hafa Morgunpóstarnir Sigmar B. og Páll Heiðar meðal annarst notfært sér þennan möguleika marg- oft. Um þessar mundir eru 2 fastir þættir á útvarpsdagskránni teknir; upp i Reykhúsinu. Annars vegar, þátturinn „Mér eru fornu minnin kær” í umsjón Einars Kristjánssonar rithöfundar frá Hermundarfelli og| hins vegar Litli barnatíminn í umsjón Nönnu í. Jónsdóttur leikara. Margir eru þeir sem telja að hinir einstöku landshlutar, þar á meðal Norðurland, geti látið miklu meira að sér kveða í fjölmiðlum í gegnum hljóðvarp og sjónvarp, eða eins og Björgvin Júniusson orðar það; „Norðlendingar eru áhugamenn lum landshlutaútvarp. Það er |ábyggilega grundvöllur fyrir sér úl- varpi í þessum landsfjórðungi. Annar möguleiki er að landshlutar fái sér- þátt í dagskrána, sem send er út um allt land. En hugmyndin hefur enn ekki fengið hljóntgrunn hjá forráða- mönnum.” -ARH. Björgvin Júniusson hrœrir i tökkum á tæki sem heitir á fagmáli mixer. Þegar viö hinir spyrjum hvers konar tækiþetta sé þá fáum við að vita að mixer blandi hljóð i upptökum. Sem sagt: Kokkteiihristari upptöku- mannsins. DB-mynd: ARH Nýirknapará lögreglufákum Guðmundur við vinnu sína i Hafnarfirði: „Stóð ekki tilað ég færi um borð i lögreglubétinn. Ég syntibara aftur til lands." DB-mynd: Ragnar Th. Hvíla lúin bein á Bakkanum „Égvann ekkertafrek” — segir GuömundurA. Guðmundsson sem vakti athyglifyrir hjálp við björgunarstörf í Nauthóls- vík um síðustu helgi Það getur oft verið þreytandi að vera hálfan daginn á leikskóla, ekki sizt þegar sólin skin og hægt er að vera úti að leika sór allan timann. Þeim finnst það þvi kærkomið þeim Ágústu, Hannesi og Hirti, sem öll eru á leikskólanum á Eyrarbakka, að tylla sér aðeins niður og h vila lúin bein. DB-mynd: Magnús Karel, Eyrarbakka. Átta lögreglumenn luku nýlega námskeiðii Reykjavik sem veitirþeim róttindi tilað aka bifhjólum. Þeir heita talið frá vinstri: Rúnar Lúðviksson, Keflavik, Guðmundur Ólafsson, Hafnarfirði, Jón Friðrik Bjartmarz, Reykja- vik, Einar Þórarinsson, Reykjavik, Jónas Sigurðsson, Reykjavik, Jónas Helgason, Reykjavík, Þorgrimur St Árnason, Keflavik, og Gissur Guðmundsson, Hafnarfirði. Þeir þrir sem standa til hægri á myndinni eru frá vinstri: Garðar Halldórsson sem kenndi akstur og meðferð bifhjóla, William Möller fulltrúi lögreglustjóra og Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavik. Námskeiðið stóð yfir í 2 vikur og lögreglumennirnir æfðu akstur, kynntust eiginleikum bifhjólanna og fengu ýmsa fræðslu sem kemur þeim að notum í starfi. DB-mynd: Sveinn / - ARH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.