Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 30.06.1980, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. .... 'V FdT4ITIIÐ4R í fyrsta sinn á íslandi getum við boðið prentun á fatamiðum á sambærilegan hátt og erlendis. Getum prentað 2 liti á miðann að framan og 1 lit að aftan í einni og sömu umferð og á góðu verði. Þvottekta. Vönduð vinna reynið viðskiptin Silkiprent */f Lindargötu 48. Sími 14480. Póstbox 769. Reykjavík, Ísland. Bilskur til solu Óskað er eftir tilboðum í 40 ferm bílskúr sem er miðsvæðis við Laugaveginn. Bílskúrshurð er 3 m á breidd og sérinngangur í bílskúrinn. Uppl. í síma 20266 á verzlunartíma. Sumardvalarheimili Sjómannadagsráðs, Hrauni Grímsnesi verður starfrækt í 10 vikur frá 6/6 til 14/8. Vikudvöl kostar kr. 35 þúsund. Upplýsingar í símum 38440 — 38465. Brottför á fimmtu- dögum kl. 14. OFULLGERT UPPGJOR — Sýning arkitekta í Ásmundarsal Espigerði 6, arkitektar Ormar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall: tilraun til að lifga við blokkina. LISTAHÁTÍÐ 1980 AÐALSTEINN INGÓLFSSON Því hefur áður verið haldið fram hér á þessum síðum að löngu væri orðið tímabært að gera veglega úttekt á sögu og stöðu íslenzkrar bygginga- listar, átta okkur á þvi sem hefúr verið að gerast í steinsteypuflóðinu mikla undanfarna tvo áratugi eða svo. Hverjar eru rætur hérlendrar bygg- ingalistar? Hvar stöndum við í dag? Hvert stefnum við? Samviskuspurn- ingar Gauguins eiga hér vel við. Sjálfsagt má lengi deila um það hverjir ættu að standa fyrir uppgjöri af þessu tagi. Óneitanlega væri eðli- legast að einhver liststofnunin tæki þetta að sér, með aðstoð arkitekta sjálfra. Það verður að segjast eins og er að samtök arkitekta virðast ekki hafa bolmagn til þessa fyrirtækis, hverju sem kenna má um. Fylgir böggull skammrifi Sýning sú sem Arkitektafélag íslands tók að sér að halda í tilefni Listahátíðar er kannski eitt gleggsta dæmið um þann vanmátt. Betra hefði verið að gefa sér góðan tíma og bíða næstu Listahátíðar en að bjóða almenningi upp á það óskipulega samkrull sem berja má augum í Ásmundarsal til mánaðamóta. Framan á sýningarskrá, grænleitum bleðli, stendur að sýningin spanni „verk íslenskra arkitekta eftir 1960” en í formála stendur hins vegar að þátttakendur hafi flestir hafið störf fyrir 1970. Þar virðist áherslan lögð á áratuginn 1970—80, skilji ég þessi aðfararorð rétt. Viðstaddir arkitektar eru 29 og eru verk þeirra ,,tákn stöðu byggingalistarinnar innan íslensks þjóðlífs í dag” að þvi er formáli segir. Sá böggull fylgir þó skammrifi að margir þeirra sem ekki taka þátt i sýningunni eru „jafn stefnumót- andi” að dómi formálans. Þá spyr ég: Er þá nokkurt mark takandi á sýningunni ef utan hennar er ,,jafn stefnumótandi” fólk og það sem inn- an hennar er? Gloppur Og séu arkitektar látnir, dvína áhrif þeirra um leið? Það er t.d. ekki að sjá af þessari sýningu að arkitekt- ar eins og Sigvaldi Thordarson og Skarphéðinn Jóhannsson hafi verið „stefnumótandi” á neinn hátt. Ég veit að það hefði verið erfiðleik- um bundið fyrir þessa tvo að senda _verk á sýninguna eins og farið var fram á af sýningarnefnd, — en hefði ekki einhver átt að sjá til þess að þeir yrðu með, svo að heildarmyndin yrði sæmilega marktæk? Hvað með Gunnlaug Halldórsson og Guðmund Kr. Guðmundsson, líka af eldri kyn- slóð? Ekki eru handverk þeirra lítið áberandi. Ekki eru síður undarlegar gloppur á sýningunni þegar kemur að yngstu kynslóð arkitekta. Nú má vera að einhverjir þeirra hafi hafið störf eftir 1970, en nú eru tíu ár liðin og margir þeirra hafa komið mjög við sögu. Frekari bið Hvað með ágætar byggingar lngi- mundar Sveinssonar? Og vel man ég eftir stökum byggingum eftir Magnús Skúlason, Sigurð Harðarson, Sigur- laugu Sæmundsdóttur, Einar Þor- stein Ásgeirsson og fleiri sem fyllilega verðskulda pláss á sýningu af þessu tagi. Þessi ávöntun rennur manni sér- staklega til rifja þegar sést á því úr- taki sem á sýningunni er, að hér er að myntjast nútímaleg byggingarhefð og við eigum nokkra arkitekta sem leysa öll sín verkefni af stakri smekkvísi og útsjónarseíni. Feginn vildi ég sjá verk þeirra í réttu samhengi og hvernig aðrir kollegar þeirra leysa svipuð byggingarleg vandamál. Og þá hefði nú verið gaman að fá að sjá í sýn- ingarskrá skoðanir einhverra kunn- áttumanna um helstu viðhorf í ís- lenskum nútímaarkitektúr. En allt slíkt tilstand verður nú að biða nokkur ár i viðbót, fyrst svona fór með þetta tækifæri. Áhugamaður eins og undirritaður gerir þá ekki annað en ráfa um og láta augað ráða ferðinni. Alltá yfirborðinu Mér finnast lausnir Hróbjarts Hró- bjartssonar á „bárujárnuðum” bygg- ingum t.d. afar aðlaðandi og skreyti- kennd Vifils Magnússonar er frísk- leg. Ég sé heldur ekki betur en Þjóðarbókhlaða þeirra Manfreðs Vil- hjálmssonar og Þorvaldar S. Þor- valdssonar verði hin veglegasta bygg- ing. Kirkja Magga Jónssonar á Blönduósi verður glæsilegt verk upp- komin en kapella þeirra Helga Hjálmarssonar og Vilhjálms Hjálm- arssonar á Kirkjubæjarklaustri er einnig aðlaðandi verk og látlaust. Þeir Hjálmarssynir eru annars áber- andi mistækir í byggingum sinum, eins og sjá má á KR-blokkinni svo- nefndu við Kaplaskjólsveg. Og sannfærður er ég um að við eigum úrvals arkitekta á erlendri grund. Framlag Högnu Sigurðar- dóttur á sýningunni er áberandi vel uppsett og byggingar hennar i Frakk- landi eru stórfengleg verk. Mér komu einnig á óvart byggingar þeirra Jóns Kristinssonar sem starfar i Hollandi og Björns Ólafs, starfandi í París. Er svo eitthvað sameiginlegt að finna í þeim byggingum sem þarna eru til sýnis? Það er varla að maður þori að láta út úr sér vísdóm um slíkt. Þó virðist mér í fljótu bragði sem íslenskir arkitektar geri nú lítið að því að meðhöndla grunnform á róttækan hátt.— þess i stað lífga þeir upp á steypuna með ýmiss konar rifflun, gárum eða litflötum. Allt er á yfir- borðinu. ES. Hvað varð um fyrirlestrana sem lofað var? - AI Likan að Þjóðarbókhlöðu, arkitektar Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson: voldug og fingerð bygging f senn. ^ -------------------------------------------------------------------------------------------------

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.