Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.06.1980, Qupperneq 36

Dagblaðið - 30.06.1980, Qupperneq 36
tPRKUDAGAR:' 29. JÚNÍ: 1513 Philips vekjaraklukka m útvarpi. 30. JÚNÍ: 419 Kodak Ektra 12 myndavél. Vinningshafar hríngi ishna 33622. Mest spennandi kosninganótt í manna minnum Fullyrða má að nóttin sem var að líða hafi verið ein sú mest spennandi i islenzkum kosningum fyrr og síðar. Alll frá því fyrstu tölur komu úr Reykjavík upp úr ellefu í gærkt/öldi og fram á sjötta tímann i mörgun þegar tölur komu úr Austurlandskjördæmi má heita að fullkomin óvissa hafi ríkt um úrslit. Fáein hundruð atkvæði gátu á hverri stundu gerbreytt niðurstöðum. í rauninni gat eitt einasta atkvæði ijaft úrslitaþýðingu. Um fjögur leytið í nótt skildu t.d. aðeins tæplega eitt hundrað atkvæði á milli Vigdísarog Alberts á landinu í heild. En eftir því sem á nótt- ina leið breikkaði bilið og öllum mátti Ijóst vera að hverju stefndi: sigri Vig- fisar Finnbogadóttur, sem var siðan staðfestur snemma i morgun. -GM. Albert Guðmundsson og frú Brynhildur: Öska Vigdisi til hamingju, sagði Albert í morgun. DB-mynd: Bj. Bj. „Þjóðin sam- emist um forseta sinn” — segirAlbert „Ég þakka öllum, sem sýndu mér það traust að kjósa mig,” sagði Albert Guðmundsson, klukkan langt gengin i fjögur í nótt. „Ekkr- síður þakka ég þeim fjölmörgu, sem lagt hafa á sig mikla vinnu fyrir mig í undirbúningi kosninganna og í þeim sjálfum,” sagði Albert. Hann bætti við: ,,Sá frambjóðandi sem fer með sigur af hólmi, verður að sjálfsögðu hinn nýi forseti. Ég óska honum til hamingju og vænti þess að þjóðin beri gæfu til aðsameinast um forsetasinn.” -BS. Talningin að fara I fullan gang I Reykjavik í gærkvöldi. Fremst er verið að hella saman atkvæðaseðlum, að ofan má sjá kjörstjórnarmenn ræða vafaatkvæði. -DB-mynd Ragnar Th. Umdeild auglýsing í Morgunblaðinu í gær: „HELD AÐ ÞETTA HAFI HAFT NEIKVÆÐ ÁHRIF’ —segir Óskar Magnússon, einn af kosningastjórum Guðlaugs, vegna óundirritaðrar auglýsingar Guðlaugsmanna Auglýsing sem birtist í Morgun- blaðinu í gær varð óðar umræðuefni manna á meðal og síðan dundu yfir landslýð auglýsingar í ríkisútvarpinu vegna þessarar sömu auglýsingar. 1 auglýsingu þessari sagði: „Kjós- endur, verum minnugir þess: Það er sama hvar þú setur krossinn á kjör- seðilinn, þú ert annaðhvort að styðja Guðlaug eða Vigdísi”. Engin undirskrift var við auglýs- inguna þannig að ekki var vitað hvaðan hún kom. í útvarpsauglýsing- unum kom hið sanna í ljós. Hún var frá stuðningsmönnum Guðlaugs. Stuðningsmenn Vigdisar kepptust við að sverja auglýsinguna af sér. Auglýsing þessi varð síðan tilefni nokkurra deilna þeirra Alberts Guð- mundssonar og Guðlaugs Þorvalds- sonar í sjónvarpssal. Margar sögur komust á kreik i gær í framhaldi af augýsingabirtingunni, m.a. sú, að kosningastjóri Guðlaugs hefði sagt af sér. Jafnframt bárust út þær fregnir að mikið hefði verið um hringingar á skrifstofu Guðlaugs, jafnvel skipu- lagðar. DB ræddi í nótt við Óskar Magnússon, einn af kosningastjórum Guðlaugs, um auglýsinguna og sim- hringingarnar. „Það var ábyggilegt að þessar símhringingar á skrifstofu okkar voru skipulagðar,” sagði Óskar. „Þær komu i ákveðinni röð af landinu. En það er ekki gott að segja frá hverjum þær komu, því þeir sem hringdu kynntu sig ekki. Þessar símhringingar fóru í gang um kl. 11 i gærmorgun og stóðu yfir hádegið. Það mögnuðust síðan sögur um að kosningastjórinn hefði sagt af sér, en það er ekki rétt. Auglýsing þessi var samin af okkur á skrifstofunni. Það voru siðan mistök á auglýsingadeild Morgunblaðsins að hún var ekki undirrituð. Auglýsingin var sett inn á síðustu stundu og því e.t.v. fljóta- skrift á henni. Hugmyndin var aldrei að fela neitt, eða læða þessu inn. Ég held að þetta hafi haft neikvæð áhrif og sett i gang hringlanda á tíma- bili. Öll umbrot eru til trafala. En það hefur enginn sagt af sér, heldur allir unnið sem heild, bæði i Reykja- vik ogannarsstaðará landinu.” -JH Skoðanakönnun DB var nákvæm Síðasta skoðanakönnun Dagblaðs- ins var svo nálægt réttum úrslitum í forsetakosningunum, að með ein- dæmum er, hvar sem litið er. Aðeins skakkaði að meðaltali 0,4 prósentu- stigum að könnun DB segði nákvæm- lega fyrir ujn fylgi frambjóðenda. Vigdís varð efst í könnun DB og fékk þar 34,0%. Hún hlaut i kosning- unum 33,7%, svo að munaði 0,3 pró- sentustigum. Könnun DB gaf Guð- laugi 32,4%, en hann hlaut 32,3%, svo að skakkaði 0,1 prósentustigi. j könnuninni fékk Albert 20,2%, en i kosningunum 19,9%, svo að þar skakkaði 0,3 prósentustigum. Mestu munaði bjá Pétri. Hann fékk sam- kvæmt könnuninni 13,4%, en 14,1% í kosningunum, svo að skakkaði 0,7 prósentustigum. Könnun Visis var miklu lengra frá hinu rétta. Hjá Vísi fékk Vigdis 30,0%, eða 3,7 prósentustigum minna en í kosningunum. Guðlaugur fékk i könnun Visis 31,4% eða 0,9 prósentustigum minna en í kosning- unum, þótt hann væri efstur í könn- un Vísis. Hjá Visi fékk Albert 20,4% eða 0,5 prósentustigum meira en i kosningunum. Pétur fékk í könnun Vísis 18,3% eða 4,2 prósentustigum meira en í kósningunum. Meðaltals- skekkjan hjá Vísi varð því 2,3 pró- — aðeins 0,4 prósentustigum frá úrslitunum — hjá Vísi skakkaði 2,3 prósentu- stigum sentustig á hvern frambjóðanda en aðeins0,4prósentustig hjá DB. Rúm- lega tveggja prósenta frávik telst þó nokkuð gott miðað við skoðana- kannanir erlendis, þótt sú niðurstaða sé svona miklu lakari en hjá DB. í. framangreindum úrslitatölum er að sjálfsögðu miðað við hlutfall fram- bjóðenda af atkvæðum, sem féliu á frambjóðendur, en auðir og ógildir seðiarteknirút. -HH frfálst, úháð dagblad MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1980. Pétur J. Thorsteinsson ræðir við stuðningsmann i Sigtúni i nótt, þegar fyrstu tölur höfðu borizt. DB-mynd: Þorri. „Vona að þjóð- in sameinist um Vigdísi” — sagði Pétur „Það er gremilegt orðið að ég verð lægstur frambjöáendanna í heildarút- komunni,” sagði Pétur J. Thorsteins- son er DB náði i hann á heimili hans kl. stundarfjórðung yfir þrjú í nótt. „En ég endurtek það sem ég hef áður sagt, að það er einlæg von mín, að hver sem útkoman verður þá sameinist þjóðin um forseta sinn,” sagði Pétur. Hann kvaðst vilja þakka öllum þeim mikla fjölda fólks sem lagt hefði fram mikið og óeigingjarnt starf til stuðnings við framboð hans. -A.St.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.