Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980. Vestmannaeyjar: VERBÚBIN TEKIN HERSKILM Íbúar í verbúðum Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum gerðu , ,upp- reisn” að kveldi fjórða júli sl. og toku hluta verbúðanna herskildi til morguns næsta dags. Ástæða hess var sú að Vinnslustööin notar ver- búðarloftið fyrir skreiðargeymslu og var maðkur úr skreiðinni farinn að gera sig heimakominn í vistarverum verbúðarfólksins á næstu hæð fyrir neðan. Skreið maðkurinn milli hæða niður um sprungur og göt í veggjum og lofti. Megn óánægja hefur verið meðal verbúðarbúa um lengri tima, m.a hefur húsvörðurinn hleypt blaða- mönnum Sjávarfrétta inn i vistar- verur verbúðarinnar án þess að leita samþykkis íbúa. Þegar hinir óboðnu gestir, maðkarnir úr skreiðinni, voru farnir að sækja á íbúana var mælir- inn fullur svo þeir tóku verbúðina herskildi næturlangt. Fóru aðgerðir þessar allar friðsam- lega fram og afhentu verbúðamenn lyklana að verbúðunum eftir að hafa haldið þeim þann tima er þeir ætluðu sér. Þykir farandverkamönnum seina- gangur á ýmsum réttindamálum er þeir hafa barizt fyrir og vildu þeir auk þess með aðgerðinni vekja at- hygli á hægagangi i sambandi við ýmsar sjálfsagðar kröfur þeirra um hreinlæti og hollustuhætti. - BH Jón og Garðar á Ásmundarstöðum heimsóttir: „AÐRIR BÆNDUR SKATTLEGGJA OKK- UR TIL AÐ BJARGA SJÁLFUM SÉR” „Við værum ekkert ósáttir við það að ríkið legði á okkur 10—15 prósent fóðurbætisskatt ef peninga vantaði í kassann. En að leggja fóðurbætisskatt á okkur til þess að aðrir bændur geti haldið áfram að offramleiða þykir okkur allt annar hlutur.” Það var þungt í bræðrunum Jóni og Garðari Jóhannssonum þegar við heimsóttum þá að Ásmundarstöðum í Rangárvalla- sýslu. Þeir reka þar mikið myndarbú þrír bræður, Jón, Garðar og Gunnar, sem var ekki heima er við litum inn. Ásmundarstaðir eru eitt alstærsta búið i hænsnarækt. Um 35 þúsund hænur eru þar á fóðrum og eru 2 þúsund kjúklingar sendir frá búinu til slátrunar á viku. Gripunum eru gefin um 200 tonn af fóðurbæti á mánuði. Þessar skepnur eru svo vandlátar á fæði að þær vilja helzt útlendan fóður- bæti. Hægt er að drýgja hann með fiskimjöli og graskögglum en ekki nema að vissu marki. Þá hætta skepn- Jón .lóhannsson: „Skatturinn getur sett fjölda búa á hausinn eóa komið þeim mjög illa.” urnar að éta. Það er erlendi fóðurbæt- irinn sem búið er að leggja á 50% skatt. Þetta þýðir margra milljóna auka- kostnað á ári og hafa bændur í eggja-, kjúklinga- og svínarækt rekið upp mikið ramakvein. Það hefur löngum verið sagt um bændur að enginn sé góður búmaður nema hann kunni að barma sér. Gildir þaðekki líka hérna? Framboð og eftirspurn ræður verði „Búskapur eins og okkar hefur alltaf byggzt á lögmálum framboðs og eftir- spurnar. Rikið hefur aldrei styrkt okkur eins og aðra bændur. Markaður- inn ræður verðinu og undanfarið hefur markaðsverð á eggjum verið í algjöru lágmar'ki. Þessi hækkun getur þvi sett fjölda búa á hausinn eða komið þeim mjög illa. Það er kannski það sem ætl- azt er til, þá fara menn aftur að borða Garðar Jóhannsson: „200% skattur kemur á alla þá vióhót, sem vió kaupum af fóóurbæti frá því sem vió keyptum i fyrra. Með því er verið að koma i veg fv rir stækkun húanna." Siglufjörður: Bjartsýni á áf ram- haldandi rekstur „Mér virðist svo sem allar þessar ráðstafanir dugi knappt en vonast nú samt sem áður eftir því að geta opnað aftur þegar sumarfríi lýkur,” sagði Skúli Jónasson hjá frystihúsinu ísafold á Siglufirði i samtali við DB. Fór starfs- fólk ísafoldar í fri 19. júní sl. og kemur likast til úr frii aftur um mánaðamótin júli-ágúst, að sögn Skúla. Alls hafa um 50—60 manns verið i vinnu hjá ísafold, flest fólkið með 4—5 vikna áunnið sumarfri. Hjá Þormóði ramma, frystihúsinu á Siglufirði, varð Sæmundur Árelíusson fyrir svörum. Kvað hann um 150 manns hafa farið i þriggja vikna sumarfrí 1. júlí. Er sumarfríinu lyki, um 20. júlí, vonaðist Sæmundur til þess að geta hafið störf í frystihúsinu af fullum krafti. Boðaðar voru ýmsar ráðstafanir til hjálpar frystihúsunum en Sæmundur óttaðist að þær dygðu skammt. Ekki þýddi þó annað en vera bjartsýnn og vonast til að búið yrði að tryggja rekstrargrundvöll fyrir frysti- húsin þegar að því kemur að starfsfólk í frystihúsi Þormóðs ramma lýkur sumarfrii. - BH Gylta í svlnastiunni á Ásmundarstöðum. Hún er „kresin” á fóður, vill helzt ekkert nema útlendan, rándýran fóðurhæti. DB-myndir Þorri. kindakjöt í staðinn fyrir svín og kjúkl- inga og þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi, dregið úr offramleiðslu og eftirspurn aukin. Peningarnir sem teknir eru af okkur eiga að notast til þess að hjálpa öðrum bændum. Við eigum að borga fyrir útflutninginn á þeirra kjöti. Aðrir bændur eru að skattleggja okkur til að bjarga sjálfum sér. Landbúnaðarráðherra sagði að nú væri akkúrat rétti tíminn til að leggja á skattinn því þá yrði aðlögunartími. Þetta er rétt þegar aðrir bændur eiga í hlut. Þeir byrja ekki að gefa kindum fóðurbæti fyrr en um áramót og kúm ekki fyrr en í haust. Við þurfum aftur að gefa fóðurbæti allt árið. Okkur þykir líka skjóta skökku við að þeir sem stunda fiskirækt og minka- eldi eiga ekki að borga neinn fóður- bætisskatt. Það styrkir enn þann grun okkar að þetta sé bein aðför að sam- keppnisgreinum okkar við hefðbund- inn landbúnað og afturför til miðalda í neyzluvenjum. En við teljum ekki að neytendur muni láta bjóða sér slíkt. Fólk vill fá svínakjöt, kjúklinga og egg á sanngjörnu verði og neytendur munu örugglega ekki sitja þegjandi undir þessu,” sögðu þeir bræður Jón og Garðar. - DS Skódi íklípu Eins og lús á milli tveggja nagla. Skóda-greyið varð þarna illilega á milli tveggja stcerri þegar Blazer bakkaði á hann í Síðumúla. Skipti það engum togum að hann skutlaði Skódanum svo illilega til hliðar að hann rakst utan í nœsta bíl við hliðina. Veru- legar skemmdir urðu á Skódanum en báðir hinir skemmdust mun minna — sá vart á þeim. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.