Dagblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980.
9
Hitaveita Reykjavíkur í fjármagnssvelti:
Þegar er farið að hita ný
íbúðarhús upp með olfu
—Lýsi stríði á hendur þeim, sem ætla að halda rígfast f úrelt
vísitölukerfi, segir Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður
„Á sama tíma og menn sameinast í
átaki til að útrýma olíu til húshitunar,
er þannig búið að Hitaveitu Reykja-
vikur, að kynda verður með olíu á
hennar veitusvæöi. Það eru hreinar
línur, að ég er ekki tilbúinn til að styðja
ríkisstjórn sem stefnir að þvi að kynda
Reykjavík með olíu. Slíkt væri þver-
brot á öllum samþykktum Fram-
sóknarflokksins og raunar rikisstjórn-
arinnar. Ég lýsi þeim aðilum stríði á
hendur, sem ætlá sér að halda rigfast í
úrelt vísitölukerfi með þessum af-
leiðingum.”
Þetta segir Guðmundur G. Þórarins-
C'tlit er fyrir aó húsbyggjendur i Brciðholti, þar sem þessi mynd er tckin, og Hafnarfirói, terói aó kynda nýju húsin sin meó
oliu — fyrir rúmlega sjöfalt verö á vió það sem hitavcitunotcndur greióa.
Kristján Benediktsson borgarráðsmaður:
Borgarstjóm hefur gert allt
sem í hennar valdi stendur
„Borgarstjórn Reykjavíkur er búin
að gera allt sem i hennar valdi stendur
til að fá hækkaða gjaldskrá Hitaveit-
unnar,” sagði Kristján Benediktsson
borgarráðsmaður er vandamál Hita-
veitunnar voru borin undir hann.
„Við kynntum þetta mál rækilega i
vetur og sögðum þá að með óbreyttu
ástandi væri fyrirsjáanlegur verulegur
niðurskurður á starfsemi fyrirtækisins.
Afleiðingarnar eru nú að koma í ljós,”
sagði Kristján ennfremur. — Hann var
að því spurðurhvaðhann teldi til ráða.
,,Ég veit eiginlega ekki hvað skal
segja. Ég tel óeðlilegt að Hitaveitan
taki erlend lán til að fleyta sér áfram
við stækkun dreifikerfisins. Það mál
horfir öðruvísi við þegar um er að ræða
stórframkvæmdir eins og fyrirhugaðar
eru á Nesjavöllum við Þingvallavatn.
Fyrirtækið hefur orðið að bjarga sér á
þann hátt þegar um slíkar fram-
kvæmdir hefur verið að ræða.”
Hitaveita Reykjavíkur skuldar tals-
vert fé erlendis. Á síðasta ári fóru um
6—700 milljónir króna í afborganir er-
lendra lána. Ekki fer að grynnka al-
mennilega á þeim skuldum fyrr en að
' fimm til sex árum liðnum.
,,Það er nú undir ríkisstjórninni
komið hvað gerist í þessum málum,”
sagði Kristján Benediktsson ennfrem-
ur. „Þar er vafalaust fullur vilji til að
greiða úr vanda Hitaveitunnar en það
er einkennilegt fyrirkomulag að ef
gjaldskrá Hitaveitunnar hækkar eða ef
fargjöld strætisvagnanna hækka þá
hækkar jafnframt upphæðin í launa-
umslagi verkamannsins á Húsavík.
Þessu veldur að vísitölufjölskyldan býr
i Reykjavík, eins og sagt er.”
- ÁT
Formaður kjörstjórnar á Seltjamamesi:
Engin geðþottaákvörðun mín
— að merkjasala var bönnuð í Mýrarhúsaskóla á kjördag
„Það er engri óskiljanlegri geð-
þóttaákvörðun minni uni að kenna
að Jóhanna Kristjónsdóttir fékk ekki
að selja merki við Mýrarhúsaskóla
daginn sem forsetakosningarnar fóru
fram," sagði Sigurður Haraldsson
formaður kjörstjórnar á Seltjarnar-
nesi í samtali við DB. „Kjörstjórnin
— þrír aðalmcnn og þrir varamenn
— ákvað í heild sinni að banna alla
merkjasölu og það gerðum við einnig
fyrir alþingiskosningarnar í fyrra.”
Dagblaðið skýrði frá þvi i frétt í
síðustu viku að Jóhönnu Kristjóns-
dóttur ritara Félags einstæðra for-
eldra hefði vcrið meinað að selja
mtrki félagsins við Mýrarhúsaskóla á
kosningadag. Jóhanna taldi sig vera í
fullum rétti með leyfi til sölunnar frá
dómsmálaráðuneytinu. Hún var flutt
af staðnum með lögregluvaldi.
„Varðandi leyfi Félags einstæðra
foreldra frá dómsmálaráðuneytinu,”
sagði Sigurður, „þá kveður það ein-
tingis á um sölu merkja í Reykjavik
cn ekki á Seltjarnarnesi. — Bann
okkar er einungis til komið vegna
kvartana kjósenda sem kváðust hafa
orðið fyrir ónæði merkjasölufólks
þegar þeir komu að kjósa. Bæjaryfir-
völdum á Seltjamarnesi var kunnugt
unt það, svoogyfirkjörstjórn í Hafn-
arfirði. Við visuðum öllu sölufólki
þvi frá en Jóhanna var sú eina sem
ekki gat fellt sig við það.”
Siguröur Haraldsson sagði að
cinnig hefði það verið misskilningur í
fréttinni að Seltjarnarneslögreglan
hefði neitað að fjarlægja Jóhönnu
Kristjónsdóttur. Þarna hefðu kontið
að ntenn úr Reykjavíkurlögreglunni,
en búsettir á Seltjarnarnesi, og hefðu
ætlað að kjósa. Aðeins einn lög-
reglumaður er á vakt i einti á Sel-
tjarnarnesi og sagði Sigurður hann
hafa verið upptekinn i öðru starfi,
þegar málið með Jóhönnu Kristjóns-
dótlur kom upp. -ÁT
son alþingismaður meðal annars í kjall-
aragrein sinni i Dagblaðinu i gær. Fjár-
mál Hitaveitu Reykajvíkur standa nú
svo að fyrirtækið getur ekki klofið
kostnaðinn við að leggja hitaveitu í á
Timmta hundrað hús í Reykjavík og
Hafnarfirði fyrir veturinn. Þar er um
að ræða rúmlega þrjú hundruð íbúðir í
Selja- og Hólahverfum i Breiðholti og
um eitt hundraö íbúðir í Hvamma-
hverfinu í Hafnarfirði. Þegar er flutt í
nóWkrar ibúðir i Hvömmunum þar sem
kyntermeð olíukatli.
Ástæðan fyrir því að Hitaveita
Reykjavíkur fær ekki gjaldskrárhækk-
un er sú að ef af yrði þá hækkaði fram-
færsluvísitalan. Það þýðir aftur á móti
að þá hækkar kaup allra landsmanna.
Guðmundur G. Þórarinsson setur
dæmið upp þannig aö „ef Hitaveita
Reykjavíkur fær hækkun gjaldskrár,
þannig að tekjur hennar hækki um
2000 milljónir króna, þá hækka laun i
landinu um nálægt 5000 milljónir
króna.”
Að sögn Jóhannesar Zoéga hita-
veitustjóra vantar fyrirtækið nú um
1100 miUjónir króna til að bjarga brýn-
ustu verkefnum sínum. Tvo milljarða
vantar aftur á móti til að fyrirtækið
geti fjármagnað allar framkvæmdir
sínar á þessu ári.
Kilóvattstundin kostar nú sam-
kvæmt gjaldskrá Hitaveitunnar 3,21
krónur. Sé olía notuð til upphitunar-
innar kostar stundin 24,45 kr. Guð-
mundur G. Þórarinsson segir að íbúar í
Reykjavík greiði nú um 6,1 milljarð
króna á ári í upphitun. Ef þeir kyntu
með olíu væri upphæðin 46,6 millj-
arðar króna.
Af framansögðu má sjá að vandinn
er ærinn. Dagblaðið leitaði til nokk-
urra manna til að fá álit þeirra á fjár-
magnssvelti Hitaveitu Reykjavíkur.
- ÁT
Jóhaimes Zoega hitaveitustjóri:
Heyrum ekk-
ert frá ríkis-
stjóminni
„Hjá okkur gerist ekkert nema það
hallar stöðugt á ógæfuhliðina,” sagði
Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri í sam-
tali við DB i gær. „Fyrir tveim til þrem
vikum gekkst borgarstjórn fyrir fundi
með forsætisráðherra en okkur hefur
ekkert svar borizt ennþá. Við vitum
ekki einu sinni hvort okkar mál hafa
verið tekin upp hjá ríkisstjórninni."
Hitaveitustjóri var spurður um or-
sakir vandræða fyrirtækisins.
„Frumorsökin er sú að vísitala og
kaupgjald tengjast saman,” svaraði
hann. „Þetta mun upphaflega hafa
gerzt í samningum við verkalýðsfélögin
en með svokölluöum Ólafslögum
komst þetta í lög. í stuttu máli er vand-
inn þannig til kominn að þegar breyt-
ingar verða á kaupgjaldsvísitölunni
breytist kaupið. Kaupgjaldsvísitalan er
grundvölluð á framfærsluvísitölu og
fundin út samkvæmt formúlu hjá Hag-
stofunni.
Þar eð meginhluti húsa í Reykjavík
er hitaður upp með vatni reiknast
gjaldskrá okkur inn í vísitöluna. Verð-
breytingar á olíu hafa hins vegar ekki
áhrif á hana. Það þýðir að þó að kynd-
ingarkostnaður úti á landi hækki þá
verða launagreiðslur samt óbreyttar.”
Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri sagði
að íbúðir þær sem fyrirtækið sæi sér
ekki fært að tengja við hitaveitukerfið
væru mislangt á veg komnar.
„Í Hvammahverfi í Hafnarfirði eru
byggingarframkvæmdirnar lengst
komnar,” sagði hann. „Þar er mjög
stutt í að flutt verði inn. í Breiðholti II
og III og á Eiðsgranda eru íbúðirnar
styttra á veg komnar og, að því er mér
skilst, sums staðar ekki byrjað að
byggja.”
- ÁT
Tómas Árnason viðskiptaráðherra:
Engar ákvarðanir
hafa verið tekn-
ar í ríkisstjóm
„Það var rætt um málefni Hitaveitu þann fund ekki en mér vitanlega voru
Reykjavikur á fundi ríkisstjórnarinnar þar ekki teknar neinar ákvarðanir.”
siðasta fimmtudag,” sagði Tómas Ráðherra kvaðst ekki vita hvenær
Árnason viðskiptaráðherra er DB náði næst yrði fjallað um Hitaveituna á
tali af honum síðdegis i gær. „Ég sat stjórnarfundi. . ÁT
cmiirbrauðstofon
5TÍÖRNINN
NiólsgÖtvi
49 __ 5in*i