Dagblaðið - 08.07.1980, Side 22
22
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980.
Þokan
Spennandi ný bandarisk
ihrollvekja — um afturgöngur
og dularfulla atburði.
íslenzkur texti
Ulkstjóri:
John Carpenter,
Adrienne Barbeau,
Janet I.eigh,
llal Holbrook.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Ilækkað verð
BönnuA innan lóára.
AlbfulétJABHlli
Ný ..stjörnumerkjamynd”:
í bogmanns-
merkinu
Sérstaklega djörf og bráð-
fyndin ný, dönsk kvikmynd í
litum.
Aðalhlutverk:
Ole Söltoft,
Anna Bergman,
Paul Hagen.
hlenzkur iexti.
Stranglega bönnuð innan 16
ára.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Óðal feflrannfa
Kvikmynd um isl. fjölskyldu i
glcði og sorg, harðsnúin en
full af mannlegum tilfinning-
um. Mynd sem á erindi við
samtíðina..
Leikarar: Jakob Þór Einars-
son, HólmfríAur Þórhalls-
dóttir, Jóhann SigurAsson,
CuArún ÞórAardóttir. Leik-
stjóri Hrafn Gunnlaugsson.
Sýnd kl. 5,7 og9.
BönnuA innan 12ára.
Furðudýrið
Ný bandarísk mynd gerð af
Charles B. Pierce.
Mjög spennandi mynd um
meinvætti sem laðast að fólki
og skýtur upp fyrirvaralaust i
bakgörðum fólks.
Sýnd kl. 11.
NÝJA BÍÓ
KEFLAVÍK SlMI 92-1170
Kvartmílu-
brautin
(Burnout)
Nú kemur mynd fyrir kvart-
milukallana á íslandi.
Myndin er tekin eingöngu á
kvartmílubrautinni, |iar scm
ískrandi brennheitar vélarnar
druna og spyrna bílunum 1/4
miluna undirósek.
Sýnd kl. 9 og 11.15
íslenzkur lexti
Óðal feðranna
Kvikmynd um ísl. fjölskyldu í
gleöi og sorg, harðsnúin en
full af mannlcgum tilfínning-
um. Mynd sem á erindi við
samtíðina.
Leikarar: Jakob Þór Einars-
son, Hólmfríður Þórhalls-
dóttir, Jóhann Sigurðsson,
GuArún ÞórAardóttir, Leik-
stjóri Hrafn Gunnlaugsson.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
BönnuA innan 12 ára.
Hetjurnar
frá Navarone
(Force 10 From
Navarone)
íslenzkur texti
Hörkuspennandi og
viðburöarík, ný amerisk stór-
mynd í litum og Cinema
Scope, byggð á sögu eftir
Alistair MacLean. Fyrst voru
það Byssumar frá Navarone
og nú eru það Hetjurnar frá
Navarone eftir sama höfund.
Leikstjóri:
Guy Hamilton.
Aðalhlutverk:
Robert Shaw,
Harrison Ford,
Barbara Bach,
Edward Fox,
Franco Nero.
Sýnd kl. 5,7.30 og 10.
BönnuA innan 12 ára.
HækkaA verA.
Forboðin ást
(The Runner
Stumbles)
Ný, magnþrungin, bandarisk
litmynd með islen/.kum tcxta.
Myndin greinir frá forboðinni
ást milli prests og nunnu og
afleiðingunum þegar hann er
ákærður fyrir morð á hcnni.
Leikstjóri:
Stanley Kramer.
Aðalhlutverk:
Dick Van Dyke,
Kafhleen Quinian,
Beau Brídges.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Dauðinn á Níl
Hin stórbrotna og spennandi
litmynd eftir sögu Agöthu
Christie með Peter Ustinov,
ásamt úrvali annarra leikara.
íslenzkur texti.
Endursýnd kl. 3, 6 og 9.
Allt í grœnum
sjó
Sprcnghlægileg og fjörug
gamanmynd i ekta „Carry
on”sril.
Sýnd kl. 3,05,5,05 7,05,9,05,
11,05.
Trommur
dauðans
Hörkuspennandi Panavision
litmynd meðTy Hardin.
íslenzkur texti.
BönnuA innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3,10, 5, 10
7,10,9,IOog 11,10
Leikhús-
braskararnir
Hin sigilda mynd Mel Brooks
með Zero Mostel og Gene
Wilder.
Sýndkl. 3,15,5,15,
7,15, 9,15 og 11,15.
TÓNABÍÓ
1 "ComingHome |
c: : crvoAo '■'S.
óllum
brögðum beitt
Leikstjóri: Davld Richie.
Aðalhlutverk:
Burt Reynolds,
Krís Krístofferson,
Jill Clayburgh.
Sími31182
m
/Aí-1
ÓskarsverAlaunamyndin:
Heimkoman
(Coming Home)
Sýnd kl. 9.
Heimkoman hlaut óskars-
verðlaun fyrir: Bezta leikara:
Jon Voight, beztu leikkonu:
Jane Fonda, bezta frum-
samda handrít.
Tónlist fíutt af: The Beatles,
The Rolling Stones, Simon
and Garfunkel o.fl.
„Myndin gerir efninu góA
skii, mun betur en Deerhunten
gerAi. Þetta er án efa bezta
myndin I bænum . . .”
Dagblaðið.
BönnuA innan 16 ára.
Sýnd kl.5,7.30 og 10.
Hvar er
verkurinn???
Sprenghlægileg og fjörug
ensk gamanmynd i litum meö.
Pctcr Sellers.
íslenzkur texti.
Endursýnd kl. 5, 7,9 og 11.
ÆÆJARBíé* I
b.-v- -Simi 50184 |
Ný islenzk kvikmynd i léttum
dúr fyrir alla fjölskylduna.
Handrit og leikstjórn: Andrés
IndriAason. Kvikmyndun og
framkvæmdastjórn: Gisli
Gestsson. Meðal leikenda:
Sigríður Þorvaldsdóttir,
SigurAur Karlsson, SigurAur
Skúlason, Pélur Einarsson,
Árni Ibsen, GuArún Þ.
Stephensen, Klemenz Jónsson
og Halli og I.addi.
tmoMVtot i. kóp simi osoo
„Blazing-magnum"
„Blazing-magnum"
„Blazing-magnum"
Ný amcrísk þrumuspennandi
bila- og sakamálamynd í sér-
flokki. Einn æsilegasti kapp-
akstur sem sézt hefur á hvita
tjaldinu fyrr og síðar. Mynd
sem heldur þér í heljargreip-
um. Blazing-magnum er ein
sterkasta bíla- og sakamála-
mynd sem gerð hefur verið.
íslenzkur texti.
Aðalhlutverk:
Stuart Whitman
John Saxon
Martin I.andau.
Sýnd kl. 9.
Sýnd kl. 5,7,9og 11.
BönnuA innan 16 ára.
fyrir það. Mér kemur ekki á óvart að
barn sem svona er alið upp verði
ekki mjög hamingjusamt.
Núna finnst mér að þessar gömlu
stjörnur, ef ég undanskil Ernst
Lubitsch, þann mikla Ieikara, hafi
ekki verið eins góðar og þær frábæru
stjörnur sem núna eru í kvikmyndun-
um. Það er miklu erfiðara að leika í
nútíma kvikmyndum en var í hinum
gömlu. Leikari þarf að sýna miklu
breiðari tilfinningar og þarf því að
hafa meiri reynslu.”
— Hvað finnst þér um klám-
myndirnar.
„Sumar eru hrein loftbóla. Aðrar
eru hreint út sagt leiðinlegar. Ég kvíði
því að klámið virðist ætla að komast
inn í vönduðustu myndir. Ég yrði
ekkert hissa þó smátt og smátt
færðist æ meira klám inn í allar kvik-
myndir og æ fleiri kvikmynda-
stjörnur legðu út á klámbrautina.
Stundum er hægt að verja nektar-
senur í myndum eins og The Last
Picture Show og Midnight Cowboy
enmikluoftarekki.”
Fyrsti sigur hans á hvíta tjaldinu
var unninn í myndinni Tonight or
Never þar sem hann lék á móti Gloriu
Swansson. Sú mynd var gerð árið
1931. Og enn er hann áð.- Sjðas(i
sigurinn var unninn í myndinni
Being There sem hann fékk Óskars-
verðlaun fyrir í vetur. Hann er
Melvyn Douglas.
Melvyn hefur einu sinni áður fengið
þau frægu Óskarsverðlaun. Það var
árið 1%3 fyrir myndina Hud. Nú er
hann 79 ára og farinn að heilsu og
kröftum.
Hann fæddist í Georgíu í Banda-
ríkjunum, sonur píanóleikara og
konu hans sem reyndar var komin frá
Skotlandi. Til heiðurs þeirri konu tók
Douglas upp listamannsnafnið
Melvyn. Áður en köllunin til þess að
leika helltist yfir hann seldi hann
hatta og las af gasmælum. Hann
giftist en skildi eftir stuttan tima
aftur. Þegar hann hins vegar hélt til
New York til þess að verða frægur
giftist hann aftur og í þetta sinn
Helenu Gahagan sem þá var ein af
aðalstjörnunum á Broadway.
Melvyn hélt í stríð með öðrum
ungum mönnum og stóð sig svo vel
að hann hlaut majórstign. Á meðan
fór Helena kona hans á þing og sat
þrjú kjörtímabil i fulltrúadeildinni.
1950náði Richard nokkur Nixon hins
vegar af henni þingsætinu.
Þau hjónin eiga tvo syni, þar af
annan af fyrra hjónabandi Melvyns
og níu barnabörn. Melvyn hefur
fram að þessu unnið eins og skepna
og lék í fyrra á tímabili i þrem kvik-
myndum samtímis. En bæði hann og
Helena eru orðin heilsulaus. Hann
þjáist af liðagikt, sykursýki og andar-
teppu og Helena er með krabbamein.
Þrátt fyrir þetta eru þau hjónin hin
hressustu. Bandaríska tímaritið
People hafði nýlega viðtal við
Melvyn um líf hans og störf. Fer það
nokkuð stytt hér á eftir.
Greta lék aldrei,
hún þjáðist
— Hvað finnst Melvyn um allar
þær mörgu leikkonur sem hann hefur
leikiðá móti?
„Greta Garbo var óvenjuleg.
Mörgum virtist hún alltaf vera að
leika. En ég sá það aldrei. Hún var
aldrei að reyna að leika það að hún
þjáðist, hún þjáðist einfaldlega sjálf.
Þegar hún lék í ástaratriðum gjör-
breyttist hún.Ég get ekki skýrt þessa
breytingu en það var eins og allt í
einu væri komin fram kona sem vissi
allt um ástina.
Það kom mér ekki á óvart þegar
fósturdóttir Joan Crawford gaf út
bók þar sem hún lýsti móður sinni
sem hálfgerðri skepnu. Þegar hún
ættleiddi barnið lékum við saman í A
Womans Face og þá kom barnið
uppáklætt á hverjum degi út í stúdíó
til þess að Joan gæti leikið móður.
Við hin áttum svo að dást að henni
Fyrir ntyndina Hud fékk Mclvyn Óskar árið 196.3. Þar lék hann aldraðan fiiður.
Melvyn Douglas rétt fyrir Óskarsverðlaunaafhendinguna. „Kg hef ekki séns,”
sagði hann. „Það þýðir ekki að keppa um Óskarinn við hörn eða dýr. Við mig
keppa Jnstin litli Henry fyrir Kramer gegn Kramer og Micky Roonev fyrir The
Black Stallone.” Þaö kom 1 Ijós að Melvyn hafði ekki rétt fyrir sér.
Douglas hjnnin á þingi demókrata
árið 1940.
Nixon alltaf
skúrkur
— Hvað með stjórnmálin?
„Ég ætla að kjósa John Anderson
til forseta. Hann virðist vel gefinn og
hreinskilinn. Jimmy Carter var nú
reyndar vanur að segja þetta um sig,
svo kannski er ekkert að marka þetta.
Reagan studdi konuna mína þegar
hún keppti við Nixon um þingsætið.
Hann var demókrati þá en er
repúblikani núna. Ástæðuna fyrir þvi
að hann skipti yfir, segir hann vera
aðra en ég tel. Ég tel að hann sé fyrst
og fremst að gæta hagsmuna General
Electric og honum hefur sannarlega
tekizt að koma ár sinni vel fyrir borð
í því efni.
En fyrst ég nefndi Nixon: Water-
gate var bara eitt mál. Nixon hefur
alltaf verið skúrkur, en það var
auðvitað misjafnt hvað honum tókst
að blekkja marga í einu. Okkur
Helenu blekkti hann aldrei.”
— Ertu hræddur við dauðann?
„Ég er ekki eins hræddur við neitt
og sársauka. Ég myndi gera hvað
sem væri til þess að forðast hann,
jafnvel taka inn LSD. En ég er ekki
hræddur við dauðann.”
Melvyn Douglas:
ÓSKARSVERDLAUNA-
HAFINN SEM LEIKIÐ
HEFUR í HÁLFA ÖLD