Dagblaðið - 21.07.1980, Page 1

Dagblaðið - 21.07.1980, Page 1
irjálst úháð dagblað 6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980 — 163. TBL. RITSTJÓRN StÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Um hrff’ina hufu dvalizt hérfimm Engiendingar, allir þekktir kujukíþrottuk ennarar. Knmu þeir hinnat) til lands til að kenna Islendingum þessa vlðfrœgu Iþrótt, auk þess sem þeir sýndu Ustirsinar I Laugardals■ lauginni á laugardug. Kennslanfórfram I sundlauginni I Garðahœ. Átta Islendingar, sjö karlar og ein kona, tóku þátt I námskeiöinu. Hafa þessir Islendingar nú stofnað með sérfélag sem þau nefna Kajakfélagið. Að sögn Þorsteins Guðmundssonar formanns félagsins komu Englendingarnir hér við á ferðalagi og var slðasti kennslutlminn / morgun. „Þetta eru snillingar sem hafa verið I þessu I tiu ár. Þeir hyrjuðu að kenna okkur grundvallaratriði þessarar Iþróttar og hlóðu siðan utan á það, ” sagði Þorsteinn I samtali við DH i morgun. Þorri Ijósmyndari DB tók þessa mynd af einum snillingnum við kennslu I sundlauginni i Garðahte um helgina. Eins og sjá má voru ýmis tilþrif notuð og var hátnum velt á allar hliðar — jafnvel á hvolf. ■ EI.A lögregluvörður um hétel ráðstefnugesta í Brighton „Þeir hafa verið hér fyrir utan Greenpeace-mennirnir (allan morgun veinandi og hrópandi,” sagði Ingi- björg Skúladóttir, eiginkona Jóns Jónssonar forstjóra Hafrannsókna- stofnunarinnar, er DB rœddi við hana á Hótel Metropol I Brighton i morgun. „Lðgreglan hefur haft tals- verðan viðbúnað vegna fundarins og þeir staðið vörð við hótelið sl. viku,” sagði Ingibjörg. Fundur Alþjóðahvalveiöiráðsins (IWQ hófst i Brighton á Suður-Eng- landi í morgun og svo sem vænta máiti láta „Grænfriðungar" sig ekki vanta og nota tækifserið til að mót- mæla hvaladrápi um viöa verðld. í upphafi fundarins i morgun átti að taka fyrir umsóknir nýrra aðildar- landa að hvalveiðiráðinu, en ekki fyrr en eftir það er Ijóst hverjir eiga aöild að því með fullum tillðgu- og atkvæðisrétti. Verði samþykkt að veita fleiri þjóðum aðild að ráöinu þýðir það að likurnar á að tillaga Bandarikja- manna um algjört bann við hval- veiðum verði samþykkt. Hins vegar gæti það þýtt að þær þjóðir sem hval- veiöar stunda og aðild eiga að ráðinu segi sig þá einfaldlega úr þvi og losa sig þannig undan takmörkunum og samþykktum þeim á hvaladrápi sem .hvalveiðiráðið kann að samþykkja. Við upphaf fundar i morgun var allt óljóst um, hver framvinda mála yrði og hvort upp væri runninn siðasti ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins. -BIl Annir hjá Selfosslögreglu: Sex bflveltur r í Arnessýslu — grunur um ölvun í öllum tilfellum í nógu var að snúast hjá lögregl- unni í Árnessýslu um helgina. Alls urðu sex bílveltur i sýslunni og var grunur um ölvun í öllum tilfellunum. Alvarlegasta tilfellið var skammt vestan við Kárastaði á Mosfellsheiði um kl. 22 í gærkvöldi. ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á gjör- gæzludeild Borgarspitalans með höfuðáverka. í öðrum tilfellum var ekki um alvarleg slys á fólki að ræða. Sautján ökumenn voru teknir í sýslunni vegna gruns um ölvun við akstur. Fjórir menn voru teknir vegna þjófnaðar. Fjórir árekstrar urðu og mikið var um kærur fyrir ökulagabrot. Mjög gott veður var í Árnessýslu um helgina eins og raunar víðast hvar á Suðurlandi og að sögn lögreglunnar á Selfossi voru það i langflestum tilfellum aðkomumenn í sýslunni sem komu við sögu í þeim tilfellum, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. —GAJ. Forsætisráöherra um Hitaveitu Reykjavíkur: SKYLDUG TIL AÐ TENGJA HÚS WÐ HÍTA VELTUNA — ef húsbyggjendur óska þess „Hitaveita Reykjavíkur er sið- ferðilega og væntanlega lagalega skyldug til að tengja hús á Reykja- víkursvæðinu við hitaveitu, ef menn óska þess. Yfirlýsingar um annað fá ekki staðizt,” sagði Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra í viðtali við Dagblaðið. Forsætisráðherra telur þannig, að Hitaveitan komist ekki undan því að iáta húsbyggjendur á Reykjavíkursvæðinu fá aðgang að hitaveitunni. Forsætisráðherra sagði um þau hús í Hafnarfirði sem ekki fá heitt vatn: „Það mundi kosta 120—130 milljónir að tengja þessi hús. Húseig- endur greiða i heimtaugargjöld til Hitaveitunnar 70—80 milljónir. Þvi er um að ræða um 50 milljónir, sem við þarf að bæta. Hitaveitunni er í lófa lagið að hafa fé til þeirra hluta í margra milljarða veltu. Til dæmis er unnt að fresta sumum framkvæmd- um i staðinn. Forsætisráðherra sagði, að Hita- veitan hefði fengið 20% og síðan 10% hækkun á árinu. Nú krefðist hún 60% hækkunar. Það þýddi, með 'uppsöfnunaráhrifum, að hækkunin yrði yfir 100% á árinu. „Slik hækk- un er úr öllu samræmi við aðra verð- lagsþróun,” sagði forsætisráðherra. Hann kvaðst telja sanngjarnast, að Hitaveitan fengi nú um 9 prósent hækkun, sem sé innan þeirra marka, er nú eru almennt sett. „Ég er alveg sammála Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanni,” sagði forsætisráðherra. „Ég mundi heldur ekki styðja neina ríkisstjórn, sem stefndi að því að setja upp olíu- kyndingu á Reykjavíkursvæðinu.” - HH Sjá einnig kjallara- grein Guðmundar G. Þórarinssonar á bls. 10-11

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.