Dagblaðið - 21.07.1980, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JULI 1980.
Þú ert aUtafmeð bilinn í toppstillingu
efþúnotar electroniska
kveikju, háspennukefii, sem
gefur 50% meiri spennu en venjuiegt kefíi
I
SiHcone kveikjuþræðir sem endast Hftíma bílsins.
Eyðslan er frá 5%—25% eftir stærð og gerð bíla.
Auðveidísetning — Hagstœtt verð
Einkaumboð á íslandi:
STORMUR H/F
Tryggvagötu 10 — Sími 27990 — kl. 1 —6.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð
1980 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi
25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns
þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin
4.75% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð,
talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir
eindaga. Fjármálaráðuneytið,
15. júli 1980.
Sparneytinn Ford
til sýnis og sölu að Laugarnesvegi 118 í kvöld kl. 6 ti! 9
aðeins.
Árg. 1978, 2ja dyra, sjálf-
skiptur, milliblár, mjög
glœsilegur. Betri gerð af Fair-
mont. Tœkifœrisverð gegn
staðgreiðslu. Sími36367.
VANTAg,„ FRAMRÚÐU?
fTT=
Ath. hvort við getum aðstoðað.
,ng\\\ ísetningar á staðnum.
BÍLRÚÐAN £££..
Sértilbod þessa viku
Hjónarúm með dýnum frá 150
þúsund krónum.
mm HÚSGÖGN
Langholtsvegi 111 — Reykjavík.
Símar 37010 og 37144
París:
Fimm handteknir
fyrír tilræöið
við Bakthiar
Fimm menn hafa verið handteknir
i París og þegar formlega ákærðir um
morð og morðtilraun i kjölfar til-
ræðisins við Bakthiar, fyrrum for-
sætisráðherra frans. Var það gert á
föstudaginn var. Bakthiar var síðasti
forsætisráðherrann í valdatíð fyrrum
íranskeisara en varð að segja af sér
eftir að Khomeiní trúarleiðtogi komst
til valda.
Lögreglumaður sem var á verði í
ibúð hins fyrrverandi forsætisráð-
herra og nágrannakona ráðherrans
féllu fyrir kúlum tilræðismannanna.
Bakthiar býr í úthverfi í París. Að
sögn heimilda hjá frönsku lögregl-
unni munu tveir fimmmenninganna
vera íranir, tveir Palestínuarabar og
sá fimmti, sem talinn er foringinn, er
sagður líbanskur.
Franski saksóknarinn sagði á
blaðamannafundi í gær að mál þetta
yrði rekið til enda. Ekki væri um að
ræða að tilræðismennirnir yrðu send-
ir úr landi sem einhvers konar sendi-
menn erlendra ríkja. Engin beiðni
hefði komið fram um slíkt og við því
yrði heldur ekki orðið. Mennirnir
eiga dauðadóm yfir höfði sér verði
þeir fundnir sekir. Hreyfing sem
nefnir sig gæzlumenn múhameðstrú-
arinnar tilkynntu i Teheran í gær að
félagar hennar hefðu staðið fyrir
morðtilræðinu. Gagnrýndu þeir
Sadeq Gotbzadeh utanríkisráðherra
írans fyrir að fordæma verknaðinn.
Ráðherrann sagði að tilræðið gegn
Bakthiar hefði verið framið af stuðn-
ingsmönnum keisarans fyrrverandi,
sem vildu sverta byltingarstjórnina í
fran.
Nokkur þúsund konur I tran efndu til mótmælaaðgerða I Teheran I fyrri viku. Vildu þær mótmæla nýjum reglum um að
konur beri andlitsblæjur. Að sögn munu margar konur i landinu vera þvi mjög mótfallnar að taka aftur upp forna múham-
eðska siði i klæðaburði. Nýlega tafðist innanlandsflug i tran vegna deilna um klæðnað flugfreyjanna um borð. Kröfðust bvlt-
ingarverðir þess að þær settu upp blæjur en þær neituðu. Urðu af þessu nokkurra klukkustunda tafir. Flug hófst aftur þegar
samkomulag náðist um að deilunni yrði visað til yfirvalda f Teheran.
Bandaríkin:
ENGINN FÆR
MEIRIHLUTA
og fulltrúadeildin í Washington mun velja forseta
segir Gerald Ford fyrrum Bandaríkjaforseti
Gerald Ford fyrrum Bandaríkja-
forseti telur að fulltrúadeild banda-
ríska þingsins í Washington verði
kvödd til að kjósa nýjan Bandaríkja-
forseta. Ford telur að enginn hinna
þriggja frambjóðenda sem í fram-
boði eru í kosningunum, sem verða
hinn 4. nóvember næstkomandi,
muni fá nægilega marga kjörmenn til
að hljóta löglega kosningu. f kosn-
ingunum verða valdir 538 kjörmenn,
sem síðan eiga að velja sjálfan forset-
ann. Fái enginn hinna þriggja, þeirra
Reagans, Carters og Andersons í það
minnsta 270 kjörmenn verður að vísa
málinu til fulltrúadeildarinnar. Að
öllum líkindum mundi kjör forseta
ekki fara fram þar fyrr en í janúar
næstkomandi, þegar fulltrúadeildin
kemur þá saman til nýrra funda.
Þessi skoðun Fords kom fram í
viðtali við hann í tímaritinu Us News
and World Report.
í sjónvarpsviðtali í gær sem átt var
við John Anderson þingmann sem
býður sig fram í forsetakosningunum
sem óháður frambjóðandi kom fram
að hann er ekki sammála Gerald
Ford. Hann segir að fólk muni ekki
kjósa sig nema þá að það telji að
hann eigi einhverja möguleika á að
sigra í kosningunum. Spáði hann því
að baráttan mundi standa á milli sín
og Reagans en Carter núverandi for-
seti mundi verða i þriðja sæti. Bill
Brock formaður Repúblikanaflokks-
ins sagði í sjónvarpinu i gær að And-
erson mundi ekki valda neinum rugl-
ingi í kosningunum hinn 4. nóvember
næstkomandi. Hann mundi ekki fá
meirihluta í neinu ríki og þar með.
ekki valda neinni misskiptingu kjör-
manna.