Dagblaðið - 21.07.1980, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980.
Litið við á sólarströnd:
Meðtekinn innbakaður
brúnn hörundslitur
— því trauðla geta menn snuið fölir til baka
Árlega streyma þúsundir
íslendinga til svonefndra sólarlanda.
Mörlandinn fer þangað fölur og fár,
en kemur til baka sólbrúnn og sæl-
legur og fullur af vítamínum.
Vítamínin fást væntanlega úr sólinni
og þau sem hún ekki veitir koma úr
ísköldum bjórnum, rauðvíninu og
stórsteikunum. Ráði fjárhagurinn
ekki við stórsteikina má reyna
eitthvað ódýrara, kjúkling, pizzu eða
spaghettírétt.
Hvftur, rauður eða brúnn
Margir telja það himneska sælu að
fá að liggja lon og don á ströndinni
og meðtaka hinn innbakaða brúna
hörundslit. En ekki hafa allir
þolinmæði í slíkar legur og leita þvi í
forsælu bjórstaðanna. Enn eru þeir
ótaldir, sem hafa skinn þannig af'
Guði gert, að það flagnar af við
sólarljósið eða verður óguðlega rautt.
Það er nefnilega ekki sama hvernig
liturinn á sólarlandafaranum er.
Hvítur litur er tabú. Þannig mega
menn ekki snúa heim. Þá telja illar
tungur að óreglan hafi náð yfir-
höndinni. Rauði liturinn er ill-
mögulegur, en þó örlítið skárri en sá
hvíti. Hann sýnir þó að sólarlanda-
farinn hefur gert heiðarlega tilraun til
þess að ná hinum þvottekta kaffi-
brúna sólarlit.
Bjórrannsóknir
og staðháttaskoðun
En fleira er hægt að gera en liggja
í gulum sandinum, eða á sundlaugar-
bakka. Landinn er forvitinn að eðlis-
fari og vill margt skoða í útlandinu.
Þá er að koma sér í skipulagðar
skoðunarferðir, eða ferðir á eigin
spýtur út frá sólarströndinni. Blaða-
maður DB komst á dögunum á sólar-
strönd, nánar tiltekið Rimini á Ítalíu
Og þar sem hann getur trauðla talizt
sólartýpa, ef nota má þannig orð,
þá fór tíminn frekar í bjórrannsóknir
og skoðun á staðháttum.
íslendinganýlendur
Án þess að fyrir liggi sérþekking á
sólarlandaferðum íslendinga til
hinna ýmsu sólarlanda, þá læðist sá
grunur að, að landinn sé fljótur að
koma sér upp ákveðnum samastað,
eða nokkurs konar nýlendu á
hverjum stað. Svo var einnig á
Rimini. Þar hittust landar daglega á
götuveitingahúsi, sem heitir La
Travíata. Þar ráða ríkjum bræðurnir
Nerio og Maurizio og kona Nerios,
sem er ensk að uppruna. Ensku-
kunnátta þeirra hjálpar upp á
sakirnar þannig að auðveldara er að
velja sér réttina.
Þá eru þeir bræður orðnir slark-
færir í íslenzkum upphrópunum, sem
gleðja gestina, auk þess sem mat-
seðill staðarins liggur nú frammi á
íslenzku.
En myndir segja meira en mörg
orð, þannig að bezt er að þær lýsi
sólarlifinu.
-JH.
Orkusparnaúur I framkvæmd. Slíkir
hjólabflar eru algeng sjón ng virðast
hin þægilegustu farartæki.
Fölir Islendingar stiga út úr flugvélinni á Riminiflugvelli, en á flugvallarsvölunum
biður kafflbrúnn hópur á heimleið. Þeir brúnu eru berir að nfan, enda til litils að
hafa náð þeim lit ef cnginn fær að sjá það.
„Þetta er ævintýralöngun, við törum i minnsi eina sölarlandaferð á ári til að sýna nkkur ng sjá aðra, sögðu þær stöllur Klara
Genrgsdóttir, Guðlaug Ragnarsdóttir og Sigurbjörg Sverrisdnttir, sem bjuggu saman i ibúð.
Þvi ekki að skella sér i næturliflð, dans og aðskiljanleg skcmmtiatriði.
Ilelgi K. Helgasnn sjnnvarpsfréttamaður var nýkominn til Rimini með konu sinni Ásdfsi Ásmundsdóttur. Þau verða væntan-
lega brúnni þegar þau knma til baka. Með þcim cru synir þeirra Helgi og Ásmundur.
Krakkarnir gcta dundað sér daglangt við hyggingar ng stiflugerðir i sandinum á
ströndinni.
Veitingahjónin, Nerio og Suz.y i tslendinganýlcndunni l.a Traviata. Nerío er
gjarnan með islenzka fánann i hattinum. ^
DB-myndir Jónas llaraldssnn.
JONAS
HARALDSSON