Dagblaðið - 21.07.1980, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980.
(I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
Engir botnliðstaktar hjá FH
er Valsmenn lágu í Kaplakrika
— óvæntustu úrslit sumarsins er FH vann Val sanngjamt 2-1 í Hafnarfirði í gær
FH-ingar unnu óvæntasta sigur
íslandsmótsins i sumar er þeir lögðu
Valsmenn að velli, 2—1, á Kaplakrika-
velli I gærdag. Þó sigurinn hafi komið
mönnum mjög á óvart var hann fylli-
lega verðskuldaður og Valsmenn hljóta
nú að velta fyrir sér hvað sé að gerast i
þeirra herbúðum. Leikur liðsins er
ákaflega ósannfærandi þessar siðustu
vikur og ef ekki hefði komið til hin
góða byrjun liðsins væri það ekki i
toppbaráttunni. Þessi sigur FH kemur
á mjög góðum tima fyrir liðið því fram-
undan eru leikir sem FH ætti að geta
unnið. Allt annað var nú að sjá til FH-
inganna en áður. Baráttan i góðu lagi
og greinilegt var að það kom Vals-
mönnum illilega á óvart. Þeir höfðu
komið til leiks með því hugarfari að
leikurinn væri þegar unninn. A.m.k.
var ekki að sjá á lcikmönnum að þeir
gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að
tapa 2—0. Það var ekki fyrr en Dýri
Guðmundsson skoraði gegn sinum
gömlu félögum 5 min. fyrir leikslok að
Valsliðið vaknaði. En leikmenn voru
einfaldlega of „syfjaðir” eftir 85
mínútna „svefn” og tókst ekki að
jafna.
Fyrri hálfleikurinn var óttalega tíð-
idnalitill. Liðin sköpuðu sér varla nein
færi og Valsframlínan má heldur betur
taka sig á. Það var aðeins einu sinni í
fyrri háifleik að mark FH komst í
hættu. Á 29. mínútu bjargaði Guðjón
Guðmundsson á marklínu og síðar á
sömu mínútu bjargaði Atli Alexanders-
son marki með tilþrifum. Þetta var ein-
asta fjörbrot Valsmanna.
FH-ingar sköpuðu sér heldur ekki
nema eitt færi að heitið gat og úr því
skoruðu þeir. Helgi Ragnarsson sneri
þá laglega á Grím Sæmundsen og gaf
vel fyrir markið. Þar var Pálmi Jóns-
son fyrir sallarólegur að vanda. Hann
tók knöttinn á brjóstið og skoraði
síðan með fallegu skoti alveg úti við
stöng — nákvæmlega eins og gegn í A í
bikarnum fyrir skömmu.
Á 51. mínútu skoraði FH siðara
mark sitt. Magnús Teitsson brauzt þá i
gegnum vömina og skoraði framhjá
Ólafi Magnússyni, sem kom hlaupandi
á móti honum. Tveimur mínútum síðar
átti Helgi Ragnarsson hörkuskot rétt
framhjá og á þessu tímabili var vörn
Vals ekki upp á marga fiska. Minnti
reyndar á gatasigti.
Valsmenn tóku síðan góðan kipp í
stutta stund. Fyrst varði Friðrik
Jónsson mjög laglega hörkuneglingu
frá Sævari Jónssyni eftir aukaspyrnu á
57. mínútu og mín. síöar átti Matthías
Hallgrímsson hörkuskot í hliðarnetið.
Magnús Bergs og Jón Einarsson komu
inn á fyrir Hermann Gunnarsson og
Guðmund Þorbjörnsson á 63. mínútu
og við komu þeirra lifnaði nokkuð yfir
Valsmönnum. Einkum var það Jón
sem skapaði usla með hraða sínum en
réði oft ekki við knöttinn í öllum látun-
um.
Á 74. minútu skallaði hann ofan á
þverslá og yfir eftir hornspyrnu og á
85. mín. tók hann eina slíka, sem leiddi
til marks Valsmanna. Dýri Guðmunds-
son stökk þá hærra en allir á markteig
og hamraði knöttinn í netið, 2—1.
Lokakaflann gekk heilmikið á en Vals-
menn fengu ekki færi á að jafna enda
hefði það ekki verið sanngjarnt.
FH-ingar unnu því þarna sinn annan
sigur í sumar — hinn var gegn Akur-
nesingum. Það er hins vegar óstöðug-
leikinn, sem hefur verið vandamál FH í
sumar. FH hefur eitt allra 1. deildarlið-
anna fengið á sig mark eða mörk i öll-
um sínum leikjum. Þessi leikur ætti að
vera vendipunkturinn hjá liðinu og
með þessum sigri hefndu FH-ingar 0—
4 taps fyrir Val í fyrstu umferðinni.
Viðar átti góðan leik i vörninni svo og
Valþór og þá voru Pálmi og sérstaklega
Valur sprækir. Valur hefur verið að
þvæiast í bakvarðarstöðu eða einhvers
staðar annars staðar en í framlínunni í
sumar og lítið komið út úr honum.
Þarna var hann hins vegar á réttum
stað og skilaði sinu vel.
Hjá Val var ákafiega fátt um fína
drætti. Magni átti góðan fyrri hálfleik
og Dýri var sterkur allan tímann.
Albert var mikið með boltann en skil-
aði honum ekki að sama skapi vel.
Kom fram undir lokin og hristi vel upp í
vörn FH. Valsmenn eiga erfiðan leik
gegn KR fyrir höndum og síðan
Blikana í Kópavogi. Með því að leika
eins og í gær er hæpið að mörg stig
fáist úr þeim viðureignum.
- SSv.
Dýri Guðmundsson hefur hér skorað eina mark Valsmanna.
DB-mynd Þorri.
Blikamir vom
einfaldlega betri
— unnu Eyjamenn 2-0 í Kópavogi á laugardag
Hafi Eyjamenn haldið að titilvonir
þeirra væru að engu orðnar eftir 0—2
tap fyrir Blikunum i Kópavogi á laug-
Þeir félagar Siguróur Grétarsson og Ólafur Björnsson hal'a hér hetur i haráttunni »ió Ómar .lóhannsson í leiknum á laugar-
dag. Þeir Sigurður og Ólafur skoruóu mörk Blikanna. DB-mynd Sig. Þorri.
ardag geta þeir tekið gleði sína á ný því
efsta lið deildarinnar, Valur, tapaði
nefnilega i gær og allt getur þvi gerzt
ennþá. Sigur Blikanna á laugardag var
afar sanngjarn og er furðulegt að liðið
skuli ekki vera enn ofar en raun ber
vitni. Leikur liðanna var ekki neitt sér-
stakt augnayndi þrátt fyrir blíðuveður
— reyndar nokkurn hliðarstrekking —
og langtímum saman notuðu t.d. Eyja-
menn ekki kantana — létu sem þeir
væru ekki til. Útkoman varð þröngt
spil fram og aftur miðjuna án nokkurs
sýnilegs árangurs. Blikarnir notuðu
vallarbreiddina betur og tókst fyrir
vikið að næla sér i bæði sligin.
Framan af var heldur tíðindalitið og
það var ekki fyrr en á 15. mínútu að
eitthvað gerðist en þá skaut Valdimar
Valdimarsson framhjá af vítateig.
Skömmu síðar máttu Blikarnir þó prísa
sig sæla að fá ekki á sig vítaspyrnu er
Sigurlási virtist vera brugðið innan
vítateigs. Magnús Pétursson, sem oft
hefur átt betri dag, sá ekkert athuga-
vert í þetta skipti.
Sigurlás var óheppinn á 40. mínútu
er góður skalli hans hafnaði ofan á
þverslánni og þaðan aftur fyrir enda-
mörk. Upp úr útsparki Guðmundar
Ásgeirssonar skoruðu Blikarnir fyrra
mark sitt og var einkar glæsilega að því
staðið. Heigi Bentsson náði knettinum
miðja vegu milli miðju og vítateigs og
tók á rás í átt að markinu. Þrir varnar-
menn Eyjamanna lágu i valnum áður
en Helgi hleypti af á markteig. Hörku-
skot hans small í þverslánni og þaðan
barst knötturinn fyrir fætur Sigurðar •
Grétarssonar, sem skoraði örugglega af
stuttu færi.
Síðari hálfleikurinn var aðeins 7 min-
útna gamall er ekki munaði nema hárs-
breidd að Blikarnir skoruðu aftur.
Eftir mikinn darraðardans tókst Páli
Pálmasyni að bjarga á marklínu svo
þar mátti ekki tæpara standa. Átta
mínútum síðar skapaðist aftur mikil
hætta við Eyjamarkið en Helgi Bents-
son skaut framhjá úr mjög þröngu færi
eftir laglegan undirbúning Ólafs
Björnssonar.
Eyjamenn spiluðu oft prýðilega úti á
vellinum en þegar nær dró markinu
virtist eins og herzlumuninn vantaði.
Það var helzt að „litli bróðir”, Kári
Þorleifsson, sýndi góð tilþrif og marg-
sinnis lék hann varnarmenn Blikanna
grátt. Litið kom þó út úr sprettum hans
oft á tíðum því samherjarnir voru ein-
faldlega ekki til staðar til að gefa á.
Eyjamenn notuðu því mikið langspyrn-
ur til að reyna að hrella Guðmund í
markinu en fæst skotanna voru þess
eðlis að þau vektu ugg hjá Blikavörn-
inni.
Er leið á leikinn þyngdist sókn Blik-
anna til muna og spurningin var aðeins
hvort þeim tækist að bæta við marki
' eður ei. Það tókst þeim á endanum en
ekki voru nema 5 min. til leiksloka
þegar Ólafur Björnsson stakk sér í
gegnum vörnina og skoraði laglega
þrátt fyrir góða tilburði Páls Pálma-
sonar í markinu.
Þessi leikur skilur ekki mikið eftir sig
hjá tæplega 900 áhorfendum nema
hvað taktar ungu mannanna á vellin-
um, þeirra Sigurðar Grétarssonar og
Helga Bentssonar hjá Blikunum og
Kára Þorleifssonar og Sighvatar
Bjarnasonar hjá ÍBV vöktu verðskuld-
aða athygli. Allir geysilega efnilegir
leikmenn og Sigurður er tvímælalaust
einhver bezti knattspyrnumaður lands-
ins þótt ungur sé. Þarf ekki aðgera því
skóna að hann yrði fljótt nappaður af
njósnurum erlendra liða ef þeir vissu af
honum. Af öðrum leikmönnum má
nefna Vigni Baldursson hjá Blikunum,
sem hefur náð sér á strik á ný eftir lægð
svo og Pál Pálmason í marki Eyja-
manna, sem stóð vel fyrir sínu. Þá átti
kollegi hans, Guðmundur Ásgeirsson,
góðan Ieik.
-SSv.